Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 25 Reuter Ernesto Betancourt (t.v.) og Iosvany Cotilla fóru frá sendiráði Spán- ar í Havana seint á þriðjudagskvöld. Kúba: Síðustu flóttamemiirn- ir farnir úr sendiráðum Havana. Reuter. TVEIR síðustu Kúbumennirnir af þeim 50 sem í sumar hafa leitað hælis í sendiráðum erlendra ríkja í Havana yfirgáfu sendiráð Spánar í gær. 9. júlí sl. báðust fimm Kúbumenn hælis í sendiráði Tékkóslóvakíu og fór þá af stað bylgja sú er lauk í gær. Kúbumennirnir, sem allir vildu fara úr landi, leituðu hælis í sendiráðum nokkurra Evrópuríkja en yfirvöld gáfu engin brottfararleyfi. Spánveijar gagnrýndu stjórnvöld á Kúbu fyrir viðbrögð þeirra í mál- inu, Kúbumenn tóku gagnrýninni illa og fóru af stað deilur milli ríkjanna sem leiddu til þess að Spánverjar kölluðu sendiherra sinn heim til ráða- gerða og hættu allri efnahagsaðstoð við Kúbu. Málið olli einnig deilum milli Kúbumanna og Tékka en í sendiráði Tékkóslóvakíu kom til inn- byrðis átaka milli flóttamanna og hélt hópur þeirra fimm sendiráðs- mönnum í gíslingu í nokkrar klukku- stundir. Lyktir málsins eru taldar hafa minnkað spennu í samskiptum Spán- veija og Kúbumanna pn fulltrúi spænska sendiherrans á Kúba, Ignacio Ruperez, sagði að þótt mál- inu væri nú lokið þá hefði það haft alvarleg áhrif á samskipti ríkjanna, sem hann vonaðist þó til að hægt yrði að bæta. Hann sagði að yfirvöld á Kúbu hefðu haft fulla og góða samvinnu um lausn málsins og hefðu lofað að flóttamönnunum yrði ekki refsað. Svíþjóð: Skýrsla Greenpeace litin alvarlegum augiiiii Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSK stjórnvöld líta skýrslu þá sem Greenpeace-samtökin birtu fyrr í vikunni alvarlegum augum en samtökin kveðast hafa heimild- ir fyrir því að frá árinu 1960 hafí 31 bandarískt herskip með kjarn- orkuvopn innanborðs komið til hafnar í Svíþjóð. Sendiherra Svía í Washington, Sven-Olof Petersson, var á þriðjudag falið að leita skýringa á þessu hjá embættismönnum í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu og er svars vænst innan fárra daga. Jafnframt var her- málafulltrúi Bandaríkjastjórnar í sendiráðinu í Stokkhólmi kallaður á fund stjórnvalda. Svíar hafa þá reglu að krefja yfir- menn herskipa er leita til hafnar í Svíþjóð ekki svara um hvort kjarn- orkuvopn séu innanborðs. Á hinn bóginn er jafnan minnt á þá stefnu sænskra stjómvalda að heimila ekki flutninga á gereyðingarvopnum á sænsku yfirráðasvæði og að gengið sé út frá því að þessi stefna sé virt. Stefna Bandaríkjamanna er hins vegar sú að játa hvorki né neita veru kjamorkuvopna um borð í herskipum. Eins dags ráðstefna, „Kjarnorku- vopn í Svíþjóð?", fór fram á vegum Greenpeace-samtakanna í Stokk- hólmi á þriðjudag. Formaður ráð- stefnunnar var William M. Arkin, forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Greenpeace-samtakanna um kjarn- orkumálefni. Auk hans sóttu ráð- stefnuna Elmar Schmáling, fyn-ver- andi flotaforingi frá V-Þýskalandi og Eugene J. Carroll, starfsbróðir hans frá Bandaríkjunum. Auk þeirra fluttu erindi þeir Kennedy Graham, framkvæmdastjóri þingmannasam- taka um hnattrænt átak, Pierre Schori, aðstoðamtanríkisráðherra Svíþjóðar, Sverre Lodgaard, for- stöðumaður Alþjóða friðarrannsókn- arstofnunarinnar í Ósló og Ulf Svens- son, embættismaður í sænska ut- anríkisráðuneytinu. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar á skrifstofu Greenpeace-samtakanna í Stokk- hólmi að auk þeirra hefði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borg- arfulltrúi Kvennalistans, haldið framsöguerindi á ráðstefnunni og rætt um kjarnorkuvopnalaus svæði frá sjónarhóli íslendinga. Reuter Kjötinnflutningi mótmælt Franskir slökkviliðsmenn fjarlægja nautakjötsskrokka af akbraut eftir að franskir kvikfjárbændur höfðu tekið 23 tonn af kjöti úr belgískum flutningabíl og hellt dieselolíu yfir, svo það yrði óætt. Bændurnir voru með þessum aðgerðum að mótmæla innflutningi á kjöti til Frakklands. Fundir forsætisráðherra Kóreuríkjanna: Samningar í burðarliðnum um að hætta áróðursstríði Reuter Viðræðurnefndir forsætisráðherra Kóreuríkjanna heilsast í upphafi fyrri formlegs fundar þeirra í Seoul. Seoul. Reuter. Forsætisráðherrar Kóreuríkj- anna ræddust við á nær tveggja klukkustunda löngum fundi i Seoul í gærmorgun en að sögn manna, sem málum eru kunnug- ir, virðist engin breyting hafa orðið á afstöðu þeirra til samein- ingar rikjanna. Að líkindum verður gengið frá samningum um nokkur atriði sem þó þykja veigalítil í samanburði við þann ágreining sem er með yfirvöld- um ríkjanna tveggja. Á fundinum lagði Kang Young- hoon, forsætisráðherra Suður- Kóreu, til að landamæri ríkjanna yrðu opnuð og höft á ferðafrelsi milli þeirra afnumin á helstu frídögum, opnað yrði aftur fyrir vega- ogjárnbrautasamgöngursvo og póst og síma, hafið yrði sam- starf á sviði efnahagsmála og opn- að fyrir viðskipti og reynt eftir mætti að draga úr fjandskap milli ríkjanna. Lagði Kang einnig til að ríkin afvopnuðust stig af stigi þannig að ætíð yrði jafnræði með herafla þeirra en það felur í sér meiri fækkun í herafla Norður- Kóreu, sem hefur um 870.000 menn undir vopnum meðan 650.000 menn eru í her Suður- Kóreu. Yon Hyong-muk, forsætisráð- herra Norður-Kóreu, hóf mál sitt með því að segja: „Við erum hreyknir af því að stjórnarfarið í okkar ríki er hið árangursríkasta í heiminum.“ Sagði hann svo að forsenda bættra samskipta ríkjanna væri að draga úr hemað- arspennu á Kóreuskaganum og pólitískri úlfúð. Setti hann fram þær kröfur að þrír suður-kóreskir stjórnarandstæðingar sem fangels-- aðir vom fyrir að takast ferð á hendur til Norður-Kóreu yrðu látn- ir lausir, að hætt yrði árlegum heræfingum Suður-Kóreumanna og Bandaríkjamanna og að Kóreu- ríkin deildu sæti hjá Sameinuðu þjóðunum. Sagði talsmaður stjórn- ar Suður-Kóreu, Kim Hyong-gi, að ekkert svigrúm væri fyrir mála- miðlun í þessum efnum. Hins vegar er búist við því að Kang og Yon undirriti samninga um að koma á beinni símalínu milli höfuðstöðva heija ríkjanna tveggja, að hætta innbyrðis áróð- ursstríði og íjarlægja varnarvirki á vopnahléslínunni svonefndu sem skilur Kóreuríkin tvö. Ekki var útskýrt nánar hvað í því fælist. Var seinni fundur ráðherranna fyr- irhugaður í dag. Gert var ráð fyrir að þeir ákveði að hittast að nýju 16.-19. október í Pyongyang, höf- uðborg Norður-Kóreu. VETRAR CT/kRPIF) v I nrvnu HFCQT1H QFPT nCi O I I Ui OCr I ■ INNRITUN (ALLA FLOKKA HAFIN ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldrí ★ Kúrinn 28 + 7 ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar ★ Rólegirtímar ★ Lokaðirflokkar(framhald) ★ Púltímar fyrir ungar og hressar ★ „Lausirtímar" fyrlr vaktavinnufólk NÝTT Sér flokkar fvrir 17-23 ára i'kúrinn' 28+7 Suðurveri, s. 83730 Hraunbergi, S. 79988

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.