Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 41 Þegar Viggó var ungur maður tók hann sér ferð á hendur til Jerú- salemborgar til að sjá með eigin augum það landsvæði þar sem Jes- ús Kristur hafði lifað og starfað. Að lokinni þeirri ferð flutti hann fyrirlestur í Reykjavík að viðstöddu ijölmenni, við góðar undirtektir. Þeir Ebineser Ebinesersson og Viggó gáfu út bókina Básúnu sem er ritgerðir og ljóð. Ebineser ritaði lesefnið en Viggó málaði allar myndirnar. Viggó var mjög list- rænn að eðlisfari og hefði vafalaust náð langt á því sviði hefði hann lagt það fyrir sig. Líf og starf Jesú Krists var sú leiðarstjarna sem Viggó sigldi eftir gegnum allt sitt líf. Hann átti nægan kjark til að viðurkenna trú sína í samtölum við samstarfs- og samtíðarmenn. Hann átti næga hreinskilni til að viður- kenna þau sannindi að gull er ekki það eftirsóknarverðasta í lífinu heldur það að eiga frið og gleði í sálu sinni. Gleði sem aldrei dvín, vegna öruggrar guðstrúar, er birtist í daglegu starfi til hinsta ævidags. Þau Viggó og Hulda vissu með nokkrum fyrirvara hvern endi veik- indi Viggós mundu hafa og tóku þeirri fregn með ró og jafnaðar- geði. Viggó andaðist að heimili sínu 22. júní síðastliðinn. Það er huggun í harmi eiginkonu hans að hafa átt slíkan mann og getað, eftir 54 ára sambúð, veitt honum hjúkrun og ástúð á þeirra eigin heimili til hinstu stundar. Það er huggun í harmi barna hans og barnabarns, að hafa átt svo kærleikríkan og trúaðan föður og afa. Þótt tímans sáld fenni í gengin ævispor drengskapar- manns, mun minningin um hann lengi lifa þótt sál hans sé flutt yfir á þroskabrautir hins eilífa lífs. Eg votta eiginkonu hans, Huldu, og aðstandendum öllum innilega samúð. Karvel Ogmundsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsamd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Rúnar Guðjónsson, Auður S. Guðjónsdóttir, Ingi Guðjónsson, Efna Hanna Guðjónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Kjartan Óskarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, ÓLAFUR P. STEFÁNSSON fyrrverandi prentsmiðjustjóri, Bólstaðarhlíð 45, andaðist föstudaginn 17. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun eru færðar læknum og hjúkr- unarfólki í Hátúni 10B og hjúkrunarheimilinu Skjóli. Anna Pálmadóttir. _Dale . Carnegie þjálfun Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 á Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. __ t ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. 1- K Fjárfesting í menntun IÉ gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 Upplýsingasími um breytingar útibúanetsins! Nú í haust eiga sér staö breytingar á útibúanéti íslandsbanka. Hafirþú einhverjar spurningar í tengslum viö breytingarnar, geturöu hringt í sérstakan UPPLÝSINGASIMA: 91-678 678 Síminn er opinn frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. ISLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! NYJASTA ENSKA 0RÐAB0KIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð til áramóta kr. 1.600. STJORI\IUI\IARSKOLII\ll\l Konráö Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiöin" ORÐABOKAUTGAFAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.