Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 42

Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 félk f fréttum PÞ Hópurinn fyrir utan tveggja dyra þristinn frá Guðmundi Jónassyni, þar sem stoppað var í Skorradalnum til þess að tína ber. FERÐALÖG Síðsumarsferð Nessóknar Síðasta laugardaginn í ágúst fóru um 45 manns úr Nessöfn- uði í Reykjavík í dagsferð um Borg- arfjörð. Var farið fyrst í Saurbæjar- kirkju á Hvalfjarðarströnd, þar sem sóknarpresturinn, Jón Einarsson, sagði hópnum frá kirkjunni og Hallgrími Péturssyni. Þaðan ekið upp í Vatnaskóg í Svínadal, þar sem menn snæddu nestið sitt, og höfðu margir úr hópnum ekki komið þang- að áður. Að því loknu var litið til berja í landi Stóru-Drageyrar í Skorradal, og síðan endað með kaffi í boði sóknarnefndar í Reykholti að lok- inni frásögn sóknarprestsins, Geirs Waage, um Reykholt í kirkjunni þar. Karlaflokkur í Vatnaskógi H efðbundnu sumarstarfi sumar- búðanna í Vatnaskógi í Svínadal í Borgarfirði lauk um mánaðamóts- helgina ágúst/september með karlaflokki, sem haldinn var í 5. sinnið eftir endurreisn flokksins. Metaðsókn var í þennan flokk - alls um 85 manns sem komu og geta vart verið fleiri í flokki sem þessum. Yfirskrift þessa flokks var „Slök- un ’90“ og mátti með sanni segja, að slíkt hafi verið nýtt til hins ýtr- asta, þar sem menn fóru í höllun eftir hveija einustu magaáfyllingu, sem voru fimm yfir daginn. Flestir færðust upp um nokkur kíló yfir helgina, enda maturinn með af- brigðum mikill og góður hjá stúlk- unum í eldhúsinu. Dagskránni fyrir þennan karla- flokk, sem var fyrir 17 ára og eldri, lauk með messu í Saurbæjarkirkju og tyrfingu nýs íþróttavallar. PÞ í flokknum að þessu sinni voru 4 samkennarar úr Iðnskólanum í Reykjavík, þeir Aðalsteinn Thorarensen, Alfreð Harðarson, Olgeir Axelsson og Sigurður Kárason. Skógarmenn reka sumarbúðirnar Skógarmanna er Ársæll Aðalbergs- í Vatnaskógi. Núverandi formaður son kjallarakaupmaður úr Keflavík. Julio Iglesias lengst t.v. ásamt Virginíu Madren, Cesar Romero og Jane Wyman. VERÐLAUN Julio Iglesias heiðraður Nýlega voru afhent í fyrsta skipti tónlistarverðlaun kennd við Rudolph Valentino og féllu þau í skaut hjartaknúsarans spænska, Julio Iglesias, sem hefur töfrað kvenþjóðir um heim allan með man- söngvum sínum, titrandi röddu og ástríðufullri sviðsframkomu. Galdur hans felst einkum í því að hann stendur grafkyrr, en þrýstir hönd að hjarta sér á meðan að hann syng- ur. Leikarar, fólk úr kvikmyndaiðn- aðinum og oðrum listagreinum fjöl- menntu og fögnuðu Iglesias ákaft, þeirra á meðal Jane Wyman og Robert Mitchum sem einnig fengu verðlaun. Hljómplötur Júlíusar hafa selst í yfir 150 milljónum eintaka og hvar sem hann fer troðfyllir hann áheyrendasvæðin. Fjölbreytt skemmtiatríði ásamt kvöldverði mestkomandi laugardagskvöld MA. TSEÐILL: Reykturlax Glóöarsteikt lambafile ísmeðá vöxtum Kr. 2.900,- Afslá ttur fyrir hópa H/jómsveit Pálma Gunnarssortar DANSBARINN Grensásvegi 7 Lúdó sextett og Stefán skemmta föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22.00-03.00. Snyrtilegur klæðnaður. DANSBARINN Grensásvegi 7, sími 33311. Dúett úr The Dubliners frá írlandi í kvöld, föstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 18.00. Nýr írskur matseðill á írsku verði. Miðaverð eftir kl. 21.00 aðeins kr. 500,- uÝTT sfNAANONÆR BLAÐAAFGRE'ÐSUL Miðasala og borðapantanir isíma 687111 Snyrtilegur klæðnaður (gallaklæðnaður bannaður)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.