Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 51

Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 51 „Tvenn slæm mistök kostuðu tvö mörk“ - sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði Islands. „Fórum ekki að bíta frá okkurfyrr en í seinni hálfleik." „ÞAÐ var grátlegt að þurfa að horfa á eftir knettinum hafna tvisvar sinnum í netinu hjá okk- ur eftir tvö slæm varnarmis- tök,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Seinna markið var nákvæm- lega eins og við viljum setja mark. Hornspyrna og mark!“ Við vorum of ragir í fyrri hálf- leik. Lékum of rólega og það vantaði alla baráttu í leik okkar. Það er kannski eðlilegt, því að við vorum að þreyfa á Frökkunum og kanna styrk þeirra. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að við fórum að bíta frá okkur og þá fundum við að Frakkarnir voru smeykir við okkur,“ sagði Atli, sem var aftur á móti ánægður með seinni hálfleikinn. „Þá fórum við að pressa á þá eins og Albani á dögunum. Unnum knöttin framar- lega á vellinum og náðum að byggja upp spil.“ „Eg var öruggur með að skora, vissi af boltanum fyrir aftan mig og rak hælinn vinalega í hann. Ég miðaði upp í vinkilinn, en náði ekki að stýra honum þangað," sagði Atli brosandi, en hann skoraði mark í öðrum landsleiknum í röð. Hann skoraði þegar ísland vann Albaníu, 2:0. „Ég er langt frá því að vera ánægður með leikinn. Fyrri hálf- leikurinn var hræðilegur. Liðið lék of aftarlega þannig að við Pétur Pétursson fengum litla sem enga aðstoð. Það varð til þess að mikill kraftur okkar fór í hlaup fram og til baka á vellinum,“ saði Amór Guðjohnsen, en hann og Pétur Pét- ursson höfðu lítið að gera í fjóra varnarmenn Frakka, sem léku yfir- ' vegað. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik að við fórum að pressa, en það kostaði annað markið. Frakkar bættu við marki eftir þunga sóknar- lotu okkar. Það er eitthvað sem vantar í leik okkur. Við erum búnir að vera svo oft að tapa naumt und- anfarin ár. Það vantar smá neista til að leikur okkar verði beittari,“ sagði Arnór. Bjarni Sigurðsson, markvörður, sagði að hann hefði ekki átt mögu- leika á að koma í veg fyrir frönsku mörkin. „Papin hitti knöttinn mjög vel þegar hann skoraði fyrra mark- ið - knötturinn hafnaði út við stöng. Það var of mikil þvaga fyrir framan markið þegar Cantona skoraði seinna markið - knötturinn skaust á milli vamarmanna og í netið. Fyrir utan þetta þurfti ég ekki að hafa mikið fyrir því að veija þau fáu skot sem Frakkar áttu að marki okkar fóru vel framhjá. Þá náði ég að hirða knöttinn af Perez þegar hann komst einn inn fyrir vörn okkarí fyrri hálfleik," sagði Bjarni. - sagði BoJohannsson, þjálfari íslands „ÞETTA var sanngjarn sigur. Frakkar voru mjög góðir, sérstak- lega í fyrri hálfleik en þá bárum við allt of mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Bo Johansson, landsliðsþjálfari íslands, í gær. Johansson sagði, aðspurður um þann mikla mun sem var á íslenska liðin fyrir og eftir leikhlé: „Við bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim. Lékum hræðilega í fyrri hálfleik. Þá var þetta bara spörk og hlaup hjá strákunum og þannig er ekki hægt að leika knattspyrnu. Við ákváðum í leikhléi að reyna að spila vel í síðari hálfleik — jafnvel þótt við myndum tapa; það er mikilvægara að leika vel þvi aðeins þannig getur einhver þróun átt sér stað hjá liðinu. Það gengur ekki upp að vinna leiki með því * að leika illa, það gengur ekki til lengdar. Það er betra að taka áhættu," sagði landsliðsþjálfarinn. Morgunblaðið/Bjami Takk fyrir leikinn! Það er engu líkara en að Pétur Pétursson sé í þann mund að smella rembingskossi á kinn Brunos Martinis, markvarð- ar Frakka, og þakka honum fyrir leikinn í gær. Svo var þó ekki; Pétur sóttist aðeins eftir boltanum, en auga myndavél- arinnar blekkir. Platini sagði lið sitt hafa leikið vel. „Leikaðferðin gekk upp — það sem ég lagði fyrir var rétt gert í stórum dráttum." Hann sagðist sérstak- lega ánægður með vörnina. Hann játti því að síðari hálfleikurinn hefði verið mun erfiðari fyrir menn hans en sá fyrri. „Islenska liðið hélt boltanum alls ekki nógu vel í fyrri hálfleik, en það breyttist. Það var ailt annað að eiga við þá í síðari hálfleik. En þrátt fyrir það kom það mér á óvart hve íslensku leikmennirn- ir virtust í slæmri leikæfíngu. Við þurftum í raun ekki að hafa svo mikið fyrir því að elta þá í seinni hálfleiknum,“ sagði franski þjálfarinn. Platini var síðan spurður hvort hann hefði ekki orðið hræddur þegar Atli minn aði muninn eftir talsverða pressu íslenska liðsins. Svarið var einfalt: „Nei, ég var aldrei hræddur!" „ÞETTA var erfiður leikur, en ég er mjög sáttur við úrslitin. Þetta var góður áfangi á leið okkar,“ sagði Michel Platini, þjálf- ari franska landsliðsins, eftir leikinn í gær. Laugardalsvöllur, undankeppni Evrópu- móts landsliða í knattspymu, 1. riðill, miðvikudaginn 5. september 1990. Mark ísíands: Atli Eðvaldsson (85.) Mörk Frakklands: Jean-Pierre Papin (ip.), Eric Cantona (73.) Dómari: D.F. Syme. Línuverðir: K.J. Hope og R. McNab. Lið íslands: Bjami Sigurðsson, — Guðni Bergsson, Sævar Jónson, Þorgrímur Þráinsson, Atli Eðvaldson, — Sigurður Grétarsson, PétiltnOrmslev (Rúnar Kristinsson 65.), Þorvædur Örl- ygsson (Ragnar Margeirsson 65.), Ólaf- ur Þórðarson, — Amór Guðjohnsen, Pétur Pétursson. Lið Frakklands: Bruno Martini, — Manuel Amoros, Bernard Casoni, Basile Boli, Franch Sauzee, — Christian Perez, Bernard Pardo, Didier Deschamps, Laurent Blanc (Jean Philippe Durand 76.), — Jean Pierre Papin, Eric Cantona. Ísland-Frakklandl :2 „Höfum ekki til einkað okkur breytinguna" Guðni Bergsson: „Fyrri hálfleikurinn var end- urtekning á síðustu leikjum. Við höfum einhverra hluta vegna verið seinir í gang og ragir. Fyrra markið kom eftir mis- heppnaða fyrirgjöf, dæmigert íslenskt mark, en við vorum ekki byrjaðir. Við erum í einhveiju millibils- ástandi. Áður var dagsskipunin sú að beita langspyrnum, en er meira lagt upp úr spili. Við höf- um ekki tileinkað okkur breyt- inguna, en eigum að geta byijað fyrr. Að þessu sinni gáfum við svæði og tíma í fyrri hálfleik, en töluðum um í hálfleik að við yrðum að gera betur og fórum út með því hugarfari. Þá fór hjólið líka að snúast, við unnum boltann, lokuðum svæðum og allt spil varð auðveldara fyrir vikið.“ Rúnar Kristinsson: Rúnar Kristinsson, sem átti 21 s árs afmæli í gær, lék síðustu 25 mínúturnar. „Fyrri hálfleik- urinn var ekki góður hjá okkur. eyndar er rosalega erfitt að spila gegn Frökkum, því þeir eru mjög snöggir og halda boltanum vel. En við héldum boltanum ekki nógu vel, vorum ragir við að spila og ekki nógu duglegir að vinna boltann. Eftir hlé byij- uðum við fyrst að spila, en feng- um ódýr og ekki glæsileg mörk á okkur. Við verðum að læra af mis- tökunum í þessum leik og sýna gegn Tékkum og Spánveijum að við getum haldið boltanum og spilað.“ Sanngjarn sigur Nei, nei! Nei, nei. Ég snerti knöttinn alls ekki með hendinni. Hann kom við mig áður ég skoraði, en ekki í hendina. Horfðu bara á það í sjónvarpinu!" Þetta sagði Eric Cantona, sem gerði síðara mark Frakka í gær- kvöldi. íslensku leikmennirnir eftir að hann kom boltanum yfir línuna; töldu að hann hefði snert hann með hendinni áður. „Ég er mjög ánægður með að fá tvö stig hér. En markatala gæti ráðið úrslitum um það hvaða lið fer upp úr þessum riðli í úrslita- keppnina þannig að það var mjög slæmt að þeir skoruðu," sagði Cantona. Hann sagði ennfremur að erfitt væri að einbeita sér nægi- lega vel fyrir leiki sem þennan. „Völlurinn var frekar erfiður og áhorfendur ekki margir.“ 1 1 Minn < bdlUli - sagði Michel Platini, þjálfari franska liðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.