Morgunblaðið - 23.10.1990, Page 12

Morgunblaðið - 23.10.1990, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Yið getum eftirJúlíu Guðnýju Hreinsdóttur Alls staðar í heiminum eru heyrnarlausir að berjast fyrir bar- áttumálum sínum. Hver eru baráttumál heymar- lausra? Við viljum fá betri þjónustu við heymarlausa, fyrst og fremst túlkaþjónustu, við viljum eiga að- gang að betri menntun og margt fleira. Okkur langar til að sýna að heyrnarlausir eiga sína menningu. Annars konar menningu' en heyr- andi fólk á. Margir spyija ef til vill — sérstök menning heymarlausra, — hvað er það? Er hún til? og svarið er: „Já, hún er til.“ Heymarlausir líta sjálfa sig öðr- um augum en heyrandi fólk gerir. Kynslóð eftir kynslóð hafa heymar- lausir glímt við sama vandamálið: „Að heyrandi fólk skilur ekki hvað felst í því að vera heyrnarlaus. Heyrnarlausir horfa á heyrandi manneskju og hugsa: „Hún er ekki eins og ég, hún hugsar öðmvísi en ég, hún tilheyrir ekki sömu menn- ingu og ég. Við tölum ekki sama mál.“ Heyrnarlausir hugsa eins og hafa svipaðan bakgrunn. I uppeld- inu hafa allir sem ráða verið heyr- andi. Þeir nota mál sem heyrnar- lausir skilja ekki til fulls og skilja ekki mál heyrnarlausra. Þannig geta heyrnarlausir ekki haft telj- andi áhrif í uppeldi sínu eða skóla- göngu og hafa þar af leiðandi ekki vanist því að axla ábyrgð á sama hátt og önnur böm. Mal sitt og menningu nema heymarlausir af öðmm heyrnar- lausum þegar þeir komast í sam- band við þá. í samfélagi heyrnar- lausra læram við reglurnar sem gilda og að axla ábyrgð. Ykkur finnst ef til vill einkenni- legt að tala um menningu heyrnar- lausra, en skoðum hugtakið „menn- ing“.I menningu getur falist þekk- ing, trú, siðir, venjur, réttlætis- kennd, lífsstíll. Menningu tileinkum við okkur í samskiptum við aðra og málið hefur mikil áhrif á þróun menningarinnar. Málið okkar, táknmálið, hefur enginn kennt okkur. Það síast inn í uppvextinum. í Heyrnleysingja- skólanum var okkur aldrei kennt táknmál. Hvaðan fengum við það? Já, við lærðum það af eldri nemend- um og fullorðnum heymarlausum. Málið berst frá einni kynslóð heýrn- arlausra til annarrar. Um menningu heyrnarlausra má líka segja að hún sé það sem kallað er menningarkimi. Menningarkimi er hópur innan stærra samfélags, sem notar sama mál, í okkar tilviki táknmál — eða mállýsku. Hér á íslandi er þetta hugtak ekki notað almennt en það hefur niðrandi til- vísun. Samfélag heyrnarlausra er líka niðurlægt og þess vegna einangr- að. Það er litil virðing borin fyrir þessu samfélegi og fyrir táknmál- inu. Ekki er auðvelt að læra tákn- mál fyrir þá sem það vilja vegna lítils framboðs á táknmálsnám- skeiðum. Það vantar ýmiskonar þjónustu við heyrnarlausa. Fólk skortir skilning á menningarsamfé- • lagi okkar og hvað það þýðir að vera heyrnarlaus. Það er alltaf ver- ið að reyna að sundra samfélagi okkar með því að reyna að lækna heyrnarleysið og gera okkur heyr- andi og ijúfa einangrun okkar á þann hátt. Fólk er sent í aðgerð til þess að fá að heyra. En við eram eftir sem áður jafn einangruð. Skilningsleysi fólks er oft ótrúlegt, fólk getur dæmt hóp lélegan án þess að vita nokkuð um líf og hugsanir fólks- ins. Sumir foreldrar hegða sér gagnvart okkur eins og þeir séu að bíða eftir kraftaverki og við læknumst af heyrnarleysinu. Þessi viðhorf hjálpa engum. Það sem hjálpar er skilningur, að hlusta á okkur, kynnast okkur og skilja hvað felst í því að vera heyrnarlaus. Læknar halda því fram að hægt sé að lækna eða hafa áhrif á heyrn- arleysið. Það er vitleysa. Það er ekkert hægt að gera. Lyfjameðferð hefur engin áhrif, skurðaðgerðir, • elektræður, ýmsar tegundir heyrn- artækja. Ekkert af þessu getur gert okkur heyrandi. Það sem hjálpar er að hlustað sé á okkar skoðanir og fólk skilji okkur. Það kostar líka miklu minna. Heyrnarleysi er miklu meira en sjúkdómsgreining. Heyrnarleysi er ekki sjúkdómur eða vöntun. Heyrn- arleysi er annars konar menning. í samfélagi heyrnarlausra era fé- lagstengslin, málið og tilfinninga- tengslin, þar lærast reglurnar og þekkingin á samfélaginu og þar er lausn vandamálanna. Allt þetta fléttast saman í mynst- ur sem er menning heymarlausra. Við drögumst með sömu vandamál- in kynslóð eftir kynslóð, en í Félagi heyrnarlausra líður okkur alltaf vel, þar finnum við öryggi. Ef heyrnarlausum manni líður illa eða hann á við vandamál að stríða fer hann í Félag heyrnarlausra og fær þar aðstoð. Þar hittast heyrnarlaus- ir reglulega á hveijum fimmtudegi og hveijum sunnudegi og tala tákn- mál og eru saman. Júlía Guðný Hreinsdóttir „Það sem hjálpar er skilningur, að hlusta á okkur, kynnast okkur og skilja hvað felst í því að vera heyrnarlaus.“ Allir heymarlausir vilja blandast samfélagi heyrandi, þeir vilja ekki vera einangraðir. Ef þið, almenn- ingur í landinu, skiljið hvað heym- arleysi er, hlustið á okkur og lærið táknmál, þá er auðvelt að ná sam- bandi og eiga samleið. Táknmál er okkar fyrsta mál, móðurmál okkar heyrnleysingja. íslenska er annað mál sem við hljót- um að læra á grundvelli táknmáls- ins. Ég segi leyfið okkur heyrnar- lausum að þroskast frá fram- bernsku til fullorðinsára, leyfið okkur að fá menntun og blandast samfélaginu. Leyfið okkur að sýna hvað í okkur býr og hæfileikum okkar að njóta sín. Leyfið okkur að tjá okkur óheft, án áreynslu og öðrum að skilja okkur og leyfið foreldram okkar, kennuram og öðr- um í samfélaginu að skilja mál okkar óheft og án áreynslu. Ekki þvinga okkur til þess að verða talandi án þess að nota tákn- málið eða horfa á íslenskar vara- hreyfingar til þess að öðlast þekk- ingu. Það gerir að engu möguleika okkar til þess að þroskast og býr til óþarfa hindranir í kringum okk- ur. Það er ekki leiðin til þess að opna samfélag okkar. í Heyrnleysingjaskólanum á að vera táknmálsumhverfí. Þar eiga bömin að fylgja jafnöldram sínum námslega. Auðvitað er nauðsynlegt að kenna heyrnarlausum bömum íslensku, en það á að gerast í sér- stökum íslenskutímum. Leiðin er ekki að kenna aðrar námsgreinar á íslensku. Fullorðnir heymarlausir kvarta oft yfir tímanum sem eytt var í talkennslu: — „Til hvers var verið að kenna mér að tala íslenskuna. Ég reyni hvað eftir annað að tala og heyrandi fólk skilur ekki orð af því sem ég segi.“ Miklu betra er að nota tímann í Heyrnleysingjaskólanum til þess að fá þekkingu í gegnum táknmál- ið, samskonar þekkingu og í al- mennum skóla. Námskröfur eiga að vera þær sömu og í almennum skólum. Ef heymarlausir alast upp í táknmálsumhverfí líður þeim vel. Þegar uppalendur og aðrir sýna táknmálinu sömu virðingu og tal- málinu, virða heyrnarlausir þá einnig og viðhorf þeirra. Enn í dag hefur heyrnarlaust fólk og heyr- andi andstæð viðhorf. Heyrnarlaus- um líður ekki vel fyrst og fremst vegna skilningsleysis. Tökum dæmi: Við höfum Félag heyrnar- lausra, stjóm, ráðuneyti og fagfólk sem hefur lært heil ósköp um heyrnarleysi og heyrnarlausa. Ef heyrnarlausir eiga við eitthvert vandamál að stríða byijar þetta heyrandi fólk að ræða fram og til baka lausnir á vandamálinu og tel- ur sig oft finna þær án þess að ráðgast við Félag heyrnarlausra. Við fylgjumst með án þess að ráða um eigin mál og sitjum áfram með sömu óleystu vandamálin ár Kaffíkonsert í Logalandi SÍMON ívarsson gítarleikari og dr. Orthulf Prunner orgelleik- ari munu halda gítar- og klavi- kord-tónleika í Logalandi mið- vikudaginn 24. október kl. 21.00. Tónleikarnir era á vegum Tón- listarfélags Borgaríjarðar og marka þeir upphaf 25. starfsárs félagsins. Á tónleikunum gefst gestum kostur á að hlýða á tónlistina yfir kaffíbolla og að þeim loknum óska listamennirnir eftir að eiga stund með gestunum. Með slíkri kaffí- húsastemmningu, lítils háttar þátttöku heimamanna í tónlistar- flutninginum og samvera með þeim Símoni og Orthulf, vonast aðstandendur tónleikanna til að geta brotið upp hið hefðbundna form tónleika sem þessara og vænta þess að sú viðleitni falli í góðan jarðveg hlustenda, segir í fréttatilkynningu frá Tónlistarfé- lagi Borgaríjarðar. eftir ár, kynslóð eftir kynslóð. Við eram jafn einangruð og heft í öllum okkar samskiptum. Þetta lít ég á sem þvingun og fördóma gagnvart menningu okkar og gagnvart vilja og löngunum heyrnarlausra ein- staklinga. Enginn heymarlaus íslendingur hefur farið í háskólanám. Við höf- um einungis aðgang að Iðnskólan- um og nokkram sérskólum. í Bandaríkjunum og Evrópu hafa margir farið í háskólanám allt frá 18.-19. öld. Nú er komið undir lok tuttugustu aldar og enn hefur eng- inn heyrnarlaus íslendingur farið í háskólanám. Við sitjum alltaf innan sömu samskiptamúra sem verða til vegna þess að málið okkar hefur ekki fengið þá viðurkenningu að það megi rannsaka það eða kenna svo við getum brotið þessa múra niður. Heymarlausir þurfa líka að rækta með sér nýja sjálfsvitund: „Ég er heymarlaus, stolt heyrnar- laus og ég get allt nema heyrt.“ Heyrnarlausir þurfa að sjá að þeir geta lært hvað sem er og geta að sjálfsögðu líka farið í háskóla. Hér á Islandi hef ég beðið og beðið eftir því að einhver heyrnar- laus settist t.d. niður og skrifaði í blöðin. - Um allan heim er baráttudagur heyrnarlausra. Engin grein var skrifuð í íslensku blöðin í tilefni af því. Ég segi við ykkur íslensku heyrnleysingja. Ekki alltaf kyngja og byrgja inni. Þið GETIÐ skrifað í blöðin því það sem ykkur finnst skiptir líka máli. Persóna ykkar skiptir líka máli og hvemig ykkur líður. Ekki bíða og segja „ég get ekki“. Ég var sjálf alltaf að bíða eftir því að eitthvert ykkar skrifaði. Þegar ég var að láta þýða þessa grein yfír á íslensku skildi ég að ég bar líka ábyrgð og að ég verð að sýna að ég GET. Ég segi ykkur: VIÐ GETUM ... — og við ætlum að sýna það. Höfundur er þroskaþjálfi og íáknmálskennari. *Þessigrein var samin á táknmáli og þýdd af Valgerði Stefánsdóttur heyrnleysingjakennara. Tungumálaháskólinn í Moskvu: Islenskukennsla hefstárið 1992 Alexander G. Scheigam, prófessor. Ljósmynd/Einar Karl Kennsla í íslensku mun hefjast við Tungumálaháskólann í Moskvu árið 1992 samkvæmt ákvörðun skólastjórnarinnar. Fé hefur þegar verið veitt til þessa verkefnis. Þetta kom fram í viðtali í Moskvu nýlega við Alexander G. Scheigam, prófessor, sem stýrir deild norrænna tungumála við háskólann. Skólinn hefur verið starfræktur í 60 ár og var fyrir nokkru gerður að háskóla sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar. Scheigam kvaðst hafa verið í Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum og undirritað þá samstarfssamn- ing við Stokkhólmsháskóla, sem felur m.a. í sér stúdentaskipti og hefjast þau þegar á þessu ári. Hefur verið ákveðið, að 10 rússn- eskir stúdentar fari til náms þang- að. I undirbúningi em einnig samningar um stúder.taskipti við háskóla í Danmörku og Finnlandi. Prófessorinn sagði, að mikill áhugi væri á því að koma á sam- starfí við Háskóla íslands. Hann kvað nú í byggingu nýtísku stúd- entagarð fyrir erlenda stúdenta við Tungumálaháskólann í Moskvu og hann kvaðst vonast til að þangað kæmu íslenskir stúd- entar í náinni framtíð. Á móti kvaðst hann vonast til, að Tungu- málaháskólinn gæti sent 2—3 stúdenta sína til náms við Há- skóla íslands. Scheigam sagði, að þær breyt- ingar sem orðið hefðu í Sovétríkj- unum og opnað dymar fyrir vax- andi alþjóðlegum samskiptum, kölluðu á stóraukna tungumála- kennslu. í fyrstu hefði höfuð- áherslan verið lögð á ensku og önnur heimsmál en nú væri boðið upp á nám í æ fleiri tungumálum smærri samfélaga. Ennfremur væri nú boðið upp á sérstakt nám fyrir túlka og sérstök deild starf- rækt í því skyni. í ljós hefði kom- ið að mikill skortur væri á túlkum. Sem dæmi um það tók hann mik- il samskipti við Finnland. Mikill skortur væri á finnskumælandi túlkum og nú stundi íj'öldi stúd- enta fínnskunám við Tungumála- háskólann. Alexander Scheigam kvað íslensku hafa verið kennda um langt árabil í Sovétríkjunum. Þar bæri hæst hið mikla starf Steblins Kamenskijs við norrænudeild há- skólans í Leningrad. Hann hefði verið frábær vísindamaður og brautryðjandi. En nú væri tími til kominn að hefja kennslu í nútímaíslensku við Tungumálaháskólann í Moskvu. — bjó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.