Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Er nú ekki nóg komið? Aflntekjur á TOstu verði og þjOOarauOsmnt fisklskipa 1984-1989 Visitölur 1984 = 100 Fyrri grein eftir Gylfa Þ. Gíslason i Fiskimiðin umhverfis landið eru sú náttúruauðlind íslendinga, sem mestu skilar í þjóðarbúið. Hlutdeild sjávarútvegs í þjóðarframleiðslunni hefur að vísu farið minnkandi á undanförnum áratugum. Það er ekki mjög langt síðan sjávarafurðir námu allt að 90% af útflutningstekj- um. Nú aflar sjávarútvegur um það bil helmings þess gjaldeyis, sem þjóðin hefur til ráðstöfunar. Þetta hlutfall mun eflaust halda áfram að lækka. Verði nýtt álver reist hér á landi á næstunni, mun hlutdeild iðnaðar í þjóðarframleiðslunni enn aukast. Engu að síður er það auðvit- að mjög mikilvægt, að fyllstu hag- kvæmni sé gætt í rekstri sjávarút- vegsins. í þeirri miklu og mikilvægu umræðu, sem fram fer um stofnun nýs álvers, telja menn sjálfsagt, að megináherzla sé lögð á hagkvæmni í þeim rekstri, auðvitað að nauðsyn- legu tilliti teknu til umhverfísvanda- mála. íslenzkur sjávarútvegur er miklu stærra fyrirtæki en nýtt ál- ver. En á það skortir, að innan sjáv- arútvegsins og í þjóðmálaumræð- unni yfírleitt fari fram vönduð um- ræða um hagkvæmnina í íslenzkum sjávarútvegi. II í grein, sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 12. september í fyrra, birti ég línurit, sem Þjóðhagsstofnun hafði gert að beiðni minni' um þró- un verðmætis fískaflans annars vegar og verðmætis fískiskipaflot- ans hins vegar frá stríðslokum. Myndin sýndi, að frá 1947 og fram til 1970 urðu ekki gagngerar breyt- ingar á hlutfallinu milli þessara stærða. Eftir það seig á ógæfuhlið- ina. Frá 1970-1987 jókst aflaverð- mætið um 106%, en verðmæti flot- ans hins vegar um 180%. Allt of mikið var fjárfest. Hver króna, sem varið var til fjárfestingar, bar minnkandi arð. Aflinn var sóttur með vaxandi tilkostnaði. Þjóðfélag- ið sóaði verðmætum. Fiskiskipaflotinn er áreiðanlega alltof stór. Og hin mikla sókn þessa stóra flota er þeim mun varhuga- verðari, þegar haft er í huga, að stærð t.d. þorskstofnsins er nú varla meiri en hélmingur til tveggja þriðju hluta þess, sem hún var á sjötta áratugnum. Fjárfesting í físk- vinnslustöðvum í landi er einnig of mikil. Sem betur fer varð stjórnvöldum ijóst fyrir miðbik þess áratugar, sem nú er að líða, að grípa varð í taum- ana. Ríkisvaldið eitt er þess megn- ugt að takmarka heildarsókn til þess að vernda fískistofna. Þess vegna hefur á undanfömum árum verið komið á umfangsmikilli stjórn á fískveiðunum. Án hennar hefðu fískistofnarnir getað orðið fyrir stórtjóni. Og óhagkvæmnin í rekstri sjávarútvegsins hefði orðið enn meiri. En með þessu er samt auðvit- að ekki sagt, að fiskveiðistjómin sé eins og hún eigi að vera. Hún stuðlar ekki nægilega að vemdun fískistofnanna. Og því fer víðs fjarri, að hún tryggi nauðsynlega hagkvæmni í rekstri sjávarútvegs- ins. III í skýrslu um „Þróun sjávarút- vegs“, sem Rannsóknarráð ríkisins gaf út 1975 og samin var áður en fiskveiðilögsagan stækkaði í 200 mílur, segir að „afkastageta fiski- skipaflotans sé nú þegar meiri en fullnægjandi, jafnvel þótt miðað sé við, að íslendingar nýti einir botn- fískstofnana á íslandsmiðum". Á næstu tíu ámm hélt fískiskipastóll- inn samt enn áfram að stóreflást. Þegar allsheijarstjóm á fískveiðum var tekin upp um miðjan níunda áratuginn, var það gert fyrst og fremst vegna þess, að fiskistofnarn- ir vom taldir í hættu. En jafnframt mátti öllum ábyrgum aðilum vera ljóst, að flotinn var orðinn allt of stór. Annað aðalsmarkmið físk- veiðistjómarinnar, við hiið vemdun- ar fiskistofnanna, hlaut því að telj- ast að auka hagkvæmni rekstrarins með því að minnka flotann. Hér skal ekki um það rætt, að hversu miklu leyti það markmið hefur náðst að vemda fískistofnana. Það, sem fyrir mér vakir nú, er að vekja athygli á, að því fer fjarri, að hitt markmiðið, að minnka fiskiskipa- flotann, hafði náðst. Ég hef beðið Þjóðhagsstofnun að gera sams konar samanburð á verð- mæti fískiskipafiotans og aflaverð- mæti frá árinu 1984 og hún gerði í línuriti því um þróunina frá stríðslokum, sem ég gat um að framan. Þetta línurit er sýnt í þess- ari grein. { því kemur fram, að verðmæti flotans hefur haldið áfram að vaxa, eftir að allsherjar- stjórn fiskveiðanna var tekin upp 1984. Verðmætið hefur vaxið um 30%. Aflinn hefur vaxið meira eða um 45%. Hér ber þess auðvitað að geta, að talsverður hluti af þessari miklu verðmætaaukningu flotans á rót sína að rekja til þess, að vinnsla afla hefur flutzt úr landi í frystitog- ara. Þeir eru vissulega mjög af- kastamikil framleiðslutæki. En samhliða komu þeirra hefur ónotuð afkastageta í landi aukizt. Var hún þó mikil fyrir. Með hliðsjón af því, að flotinn 1984 var þegar orðinn alltof stór, hefur mikil aukning fískiskipaflotans síðan áreiðanlega sumpart verið óþörf. í stað hag- kvæmari veiðiskipa og vinnsluskipa hefði þurft að leggja óhagkvæmum skipum og draga úr óhagkvæmri vinnsluaðstöðu í landi. Þetta hefur ekki átt sér stað í nægilega ríkum mæli. Þess vegna hefur verið um þjóðfélagslega sóun að ræða. Um það má eflaust deila, hversu stóran flota þurfí til þess að veiða það magn, sem heimilað er að veiða. Enginn vafi getur þó leikið á því, að flotinn er alltof stór. Til þess að skýra, hvað of stór floti þýðir fyrir þjóðarbúskapinn, má sem dæmi nefna, að flotinn minnki um 30% og hver áhrif það hefði á helztu liði breytilegs kostnaðar flotans, veiðarfæri, olíu og viðhald. í fyrra námu þessir útgjaldaliðir flotans þessum upphæðum sam- kvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnun- ar: Veiðarfæri 2.432.000 kr. Olía 3.262.000 kr. Viðhald 3.440.000 kr. Samtals 9.134.000 kr. 30% af þessari upphæð eru hvorki meira né minna en 2,7 millj- Gylfi Þ. Gíslason í f „Það, sem hér þarf að gerast, er, að heilbrigð markaðsöfl knýi út- gerðarmenn til þess að leggja óhagkvæmustu skipunum.“ arðar króna eða 44.000 kr. á hveija fjögurra manna íjölskyldu í landinu. Áuðvitað dettur engum í hug, að hægt sé að minnka flotann í einu vetfangi um þessa stærð. Og ekki er víst, að þessi kostnaðarliðir, þótt breytilegir séu, mundu minnka í réttu hlutfalli við minnkun flotans. En þá er því við að bæta, að hér er aðeins um þijá af gjaldaliðum flotans að ræða. Annar kostnaður • útgerðarinnar mundi auðvitað lækka í kjölfar minnkunar flotans. Tilgangur þessara orða er alls ekki að skýra frá neinum endanleg- um tölum um, hvað það kostar þjóð- arbúið að sækja hæfílegan afla með { of stórum veiðiflota. Tilgangurinn er sá einn að vekja athygli á þeirri óumdeilanlegu staðreynd, að flotinn {g; er alltof stór, að hann hefur haldið áfram að vaxa þrátt fyrir allsheijar- stjórn ríkisvaldsins á fiskveiðunum, | og að slíkt hlýtur að kosta þjóðar- búið verulegt fé. Hér er um að k Spornum gegn aukinni miðstýr- ingu í heilbrigðisþjónustunni eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur Miðstýringarstjórn Núverandi ríkisstjóm hefur ekki tekist að leyna því innsta eðli sínu að hún aðhyllist stóraukna miðstýr- ingu á ýmsum sviðum. Slíkar áætl- anir og aðgerðir hefur hún gjaman gert undir yfírskyni hagræðingar. Það hefur líka oftast verið yfírskyn svonefndra félagshyggjumanna (sósíalista) víða um lönd, sem und- anfarin misseri hafa verið með skottið á milli fóta sér þar sem lýðn- um er nú ljóst að félagshyggjustefn- an gengur ekki upp. Áðalástæða hmns félagshyggjustefnunnar var ekki skortur á miðstýringu og hag- ræðingu heldur sú staðreynd að hún tekur ekki með í reikninginn eða misreiknar ýmsa mannlega þætti sem em grundvöllur þess að hag- kerfi hafi tilætluð áhrif. í ljósi hmns félagshyggjustefnunnar og mið- stýringaraflanna austur frá er með ólíkindum að hérlend stjórnvöld skuli ætla að fara þeirra leið við endurskipulagningu heilbrigðis- þjónustunnar. Spítalabáknið Nýjasta uppátæki heilbrigðisráð- herra og undirsáta hans em áætlan- ir um að setja alla þijá stóru spítal- ana í Reykjavík undir einn hatt, sameiginlega yfírstjórn. Stjóm þessi er nefnd „samstárfsráð", næstum sama nafni og nefnd sú er sett var á laggimar fyrir nokkr- um ámm til höfuðs Landakotsspít- ala og hefur á ótrúlega skömmum tíma næstum tekist að ganga frá honum. Þó hlutverk hins fyrirhug- aða miðstýringarvalds sé frekar óljóst orðað, s.s. „að móta fram- tíðarstefnu ..., gera þróunar- og fjárfestingaráætlanir og stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu“ er fyrirhugað hlutverk allt annað og miklu beinskeyttara, þ.e. að ráð þetta fær alræðisvald um það sem mestu máli skiptir sem er skipting tekjustofna allra þriggja sjúkrahús- anna. Að auki er ráðherrann svo hreinskilinn í miðstýringaráformum sínum að hann upplýsir að auka þurfí miðstýringuna enn frekar. Hans hugmynd er sú að ráðið fjalli um fjármál spítalanna í smáatriðum („fjalli nánar um fjárveitingar") og jafnvel ráðskist með stöðuveitingar („haldi utan um það hvaða sérfræði- þjónusta verður veitt“). Og fram- tíðarmarkmiðið er heldur ekkert leyndarmál: „... skref í þá átt að um verði einhvern tíma að ræða eina stofnun". Svo mörg voru þau orð. Úrelt og röng stefna Sú ákvörðun að setja alla þijá stóru spítalana undir eina sameigin- lega yfírstjóm og síðar að sameina þá alveg í eina stofnun er ekki í samræmi við nýjustu þekkingu og ríkjandi stefnu í sjúkrahúsmálum í heiminum. Slíkur spítali yrði bákn, skrifræðisófreskja af þeirri tegund sem t.d. Svíar voru að byggja fyrir 20-30 ámm og em víti til að var- ast (s.s. Huddinge-sjúkrahúsið í nágrenni Stokkhólms). Stærð hans yrði vafalaust meiri en 1.000 rúm, öll stjómun og samskipti yrðu mjög erfíð, seinvirk og ópersónuleg. Flestir sérfræðingar álíta að heppi- legasta stærð sjúkrahúss í dag sé 200-500 rúm, enda þjónusta alls ekki eingöngu bundin við inniliggj- andi sjúklinga. Fyrirhugað sjúkra- húsbákn hefði að sjálfsögðu algjöra einokun á allri spítalaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á öllu landinu hvað varðar hátækniþjón- ustu og ýmsar sérgreinar sem ekki endilega þurfa að tengjast há- tækni. Einungis einn valkostur verður fyrir neytendur, sjúklingana, og engir möguleikar á tilbreytingu í rekstrarformi eins og nú er. Eg leyfí mér því eindregið að vara við þessum áformum, sem að flestu leyti ganga gegn stefnu og hugsjón- um Sjálfstæðisflokksins og er í al- gjörri andstöðu við stefnu heilbrigð- is- og tryggingamefndar hans. Fleiri dæmi Auðvelt er að nefna fleiri dæmi um miðstýringaráráttu núverandi ríkisstjómar á sviði heilbrigðismála en plássins vegna verður nákvæm. umfjöllun að bíða betri tíma. Um síðustu áramót voru öll sjúkrasam- lög landsins lögð niður og þjónusta þeirra flutt í Tryggingastofnun ríkisins í Reykjavík. Mikilvæg þjón- usta var tekin af landsbyggðinni og fjöldi manns missti vinnu sína eða varð að leita í önnur störf, nauð- ugt, viljugt. Þetta er talandi dæmi um landsbyggðarstefnu ríkisstjórn- arinnar. ’ Nýrri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga fylgir að allt starfs- fólk sjúkrahúsa utan Reykjavíkur verður ríkisstarfsmenn í stað þess að vera starfsmenn sinnar heima- sveitar. Strax hafa annmarkar þessarar stefnur komið í ljós: óttast er að mjög erfítt verði að manna sjúkrahúsin undir þessu kerfi og fjölmörg störf flytjist af lands- byggðinni til Reykjavíkur. Skipuð hefur verið sVokölluð stjórn heilsugæslu. Þar er um að ræða mjög valdamikla yfirstjórn, allt frá fjármálastjórn til stöðuveit- inga. Tilgangur þessara laga er augljóslega að hafa öll völd á sömu hendi í þessu kerfi og undirbúa að setja heilbrigðisþjónustuna utan sjúkrahúsa einnig á föst fjárlög á sama hátt og gert hefur verið á sjúkrahúsunum. Þannig verða sett- ar takmarkanir á allan aðgang al- mennings að sjálfsagðri og eðlilegri þjónustu sem hann hefur keypt sér rétt til með tryggingaiðgjöldum sínum. Af ofanskráðu verður auðveld- lega séð að núverandi ríkisstjórn fylgir eindreginni miðstýringar- stefnu í heiibrigðismálum, stefnu sem er algjörlega úrelt og búið er að kasta fyrir róða í öllum þeim löndum, sem við berum okkur sam- an við, stefnu sem endanlega mun Lára Margrét Ragnarsdóttir „Sú ákvörðun að setja alla þrjá stóru spítalana undir eina sameigin- lega yfirstjórn og síðar að sameina þá alveg í eina stofnun er ekki í samræmi við nýjustu þekkingu og ríkjandi stefnu í sjúkrahúsmál- um í heiminum.“ ----------------------------- I valda stórminnkaðri og lakari þjón- ustu við sjúkt fólk þessa lands og % óviðunandi vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er hagfræðingur og gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.