Morgunblaðið - 23.10.1990, Side 27

Morgunblaðið - 23.10.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 27 Tampere í Finnlandi: Bækur og tónlist á ís- lenskri menningarviku Forseti Islands tók við heiðursdoktorsnafnbót Tampere í Finnlandi, frá Einari Fal Ingólfssyni, bladamanni Morgunblaðsins. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók við heiðursdoktors- nafnbót við háskólann í Tampere á sunnudag en Tampere er næst- stærsta borg Finnlands. Athöfnin var mjög hátíðleg og í tilefni af nafnbótinni fékk forsetinn pípuhatt og sverð. Islensk menningarvika var formlega sett í menningarmiðstöðinni Tampere-höllinni á laugar- dag. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu við athöfnina. Þá fluttu Sinfóníuhljómsveit Islands og kirkjukór Langholtskirkju þjóðsöngva íslendinga og Finna og hljómsveitin flutti verkið Trifoni eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur vakið mikla athygli hér og viðtöl hafa verið við hana í blöðunum. Þrátt fyrir nokkurn kulda hafa borgarbúar alls staðar safnast saman, þar sem frú Vigdís hefur verið á ferð og fjöl- miðlar hafa fylgst vel með ferðum hennar. Um 250 íslendingar, aðallega listamenn og sendifulltrúar, eru komnir til Tampere í tilefni af menn- ingarvikunni en íslensku gestirnir fara heim á miðvikudag. Við mót- tökuathöfnina kveikti forseti íslands á 40 þúsund Ijósaperum með sérs- takri haustlýsingu en svo er gert á hveiju ári við hátíðlega athöfn. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra opnaði á laugardagsmorgun sýningu á íslenskum bókum í borgar- bókasafni Tampere. Meðal bóka á sýningunni eru handrit, sem fengin voru að láni frá Uppsölum, átta síður úr Uppsala Eddu, handrit af Jónsbók og prentað handrit af Grettissögu. Við opnunarhátíðina var safninu gef- in íslensk tónlist á geisladiskum og er þar að finna bæði klassíska tón- list og popp. A laugardag var einnig farin hóp- reið um borgina á íslenskum hestum. Einnig voru haldnar kappreiðar ís- landshesta og frú Vigdís Finnboga- dóttir var þar viðstödd dóma. Þá hélt Edda Erlendsdóttir píanótón- leika og blásarakvintett Sinfóníu- hljómsveitar íslands lék í stærstu verslanamiðstöð Tampere. Petri Sak- ari, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar, kynnti kvintettinn en hann er einmitt héðan frá Tampere og hljóm- sveitin hefur vakið mikla athygli hér. Á sunnudag flutti Sinfóníu- hljómsveitin meðal annars verk eftir Sibelius. Einnig var fluttur sellókon- sert eftir Jón Nordal og einleikari var Erling Blöndal Bengtsson. Biskupinn yfir íslandi, herra Ólaf- ur Skúlason, predikaði í dómkirkj- unni í Tampere á sunnudag. Kór kirkjunnar og kór Langholtskirkju sungu við guðsþjónustuna. Fjölmenni Fjáraukalagafrumvarp lagt fram: Halli ríkissjóðs verður 4,96 milljarðar á þessu ári Hallinn hefur aukist um milljarð frá áætlunum í ágúst Fjáraukalög, sem lögð voru fram á Alþingi í gær, gera ráð fyrir rúmlega 4 milljarða króna útgjaldaauka og 3,6 milljarða tekjuauka frá fjárlögum. Rekstr- arhalli rikissjóðs verður sam- kvæmt frumvarpinu 4,96 millj- arðar á árinu. A fjárlögum var gert ráð fyrir að rikissjóðshall- inn yrði 3,7 milljarðar en endur- skoðuð áæltun fjármálaráðu- neytisins í ágúst sl. gerði ráð fyrir 3,95 milljarða króna halla. Fjáraukalög í maí gerðu hins vegar ráð fyrir 4,5 milljarða halla. Útgjöld ríkins aukast um 4.056 milljónir frá fjárlögum, samkvæmt frumvarpinus og eru stærstu þættir útgjaldaaukningar fimm. Til heilbrigðis- og tryggingamála fara 1.260 milljónir króna, og er stærsti hlutinn, eða um 1.100 millj- arðar, aukinn aukinn lyfjakostnað- ur. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á blaðamanna- fundi í gær, að að lyfjanotkun hefði aukist og lyfjaverð hækkað. Hann nefndi sem dæmi, að eitt tiltekið lyf sem gæti komið í veg fyrir hjarta- sjúkdóma, myndi kosta ríkissjóð um 200 milljónir króna væri það tekið í almenna notkun. Ólafur Ragnar sagði síðan, að lyfjasölukerfið hér á landi væri úrelt, og það væri sið- laust, að lyfjaheildsalar tækju til sín jafn stóran hlut af lyfjaverði og raunin er. Kostnaður ríkisins vegna nýrrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfé- laga hefur orðið mun meiri en talið var, þegar verkaskipting var undir- búin. Eru 280 milljónir af útgjalda- aukanum raktar til þessa. Olafur Ragnar sagði að þetta væri ekki sök eins eða neins heldur staðreynd sem menn stæðu frammi fyrir. Hann sagði einnig, að þarna væru aðallega um að ræða stærstu sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Útgjöld sem leiddu beint af sam- þykktum Alþingis nema um 320 milljónum, og er þar aðallega um að ræða framlög til vegamála og aukinn kostnað við snjómokstur vegna veðurfars í fyrravetur. Þá var ákveðið að 300 milljóna króna framlag til Endurbótasjóðs ríkisstofnana kæmi úr ríkissjóði en yrði ekki tekið að láni. Þá kemur hallarekstur ríkisstofna frá fyrra ári til greiðslu á þessu ári. Sú upp- hæð nemur 280 milljónum. Af öðrum liðum má nefna aukin útgjöld um 150 milljónir vegna reksturs skóla, aukinn kostnað við skýrsluvinnu og tölvumál í skatt- kerfinu upp á 220 milljónir, 130 milljónir vegna lífeyrisskuldbind- inga ríkisins, 100 milljónir vegna mikils álags í dómskerfinu, 140 milljónir til hjálparstarfs við Persaf- lóa, 65 milljónir til hafnarmála vegna óveðurs í janúar, og 70 millj- ónir vegna aukakostnaðar í ýmsum ráðuneytum vegna viðræðna EB og EFTA. Tekjuauki ríkissjóðs er 3.630 milljónir frá fjárlögum og skýrist aðallega af meiri tekjum af álagn- ingu opinberra gjalda, m.a. vegna betri afkomu fyrirtækja á síðasta ári en gert var ráð fyrir. Þá hefur hert innheimta skilað viðbótartekj- um. Þetta eru önnur fjáraukalög þessa árs, en í maí voru samþykkt lög vegna útgaldaauka sem kjara- samningar höfðu í för með sér fyr- ir ríkið og hefur ríkissjóðhallinn aukist um 456 milljónir síðan. Þá er þetta annað árið þar sem lagt er fram fjáraukalagafrumvarp að hausti til að fá þingheimild fyrir útgjaldaauka fjárlagaársins, og sagðist Olafur Ragnar Grímsson leggja mikla áherslu á að frumvarp- ið yrði afgreitt fljótt til að það yrði marktækt stjórnunartæki. . Ólafur Ragnar sagði að nú væri hugtakið aukafjárveiting nánast úr sögunni, og að hann hefði ekki sam- þykkt neina aukafjárveitingu á þessu ári. Hann sagði að reynslan af þessu væru sú, að aukið aðhald skapaðist með útgjöldum í ríki- skerfinu. Þá sagði Ólafur Ragnar í fram- haldi af þessu væri skynsamlegast að kalla Álþingi saman í september og leggja þá strax fram fjárlaga- frumvarp og fjáraukalagafrum- varp, sem hægt væri að stjórna 'eftir síðasta ársfjórðunginn. Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri sagði á fundinum, að það fjáraukalagafrumvarp, sem nú var lagt fram, eigi að vera nánast end- anleg niðurstaða fjárlaganna. Fari stofnanir fram úr fjárveitingum eft- ir samþykkt þess, verði farið mjög vandlega yfir ástæður þess áður en fallist verði á viðbótarframlög, en ella verði dregið af fjárveitingu næsta árs sem framúrakstrinum næmi. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, tók við heiðursdokt- orsnafnbót við háskólann í Tam- pere á sunnudag. I tilefni af nafn- bótinni fékk frú Vigdís pipuhatt og sverð. var við athöfnina, sem lauk á þann hátt að kóramir gengu syngjandi úr kirkjunni og kirkjugestir á eftir. Á mánudagsmorgun lásu rithöf- undarnir Þórarinn Eldjám, Kristín Steinsdóttir og Vigdís Grímsdóttir úr verkum sínum í Tampere-háskóla. Á mánudag hófst vinabæjaþing í Tampere-höllinni, svo og viðskiptar- áðstefna, þar sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur tekið þátt í umræðum. í stúdentaleikhúsinu hér í borginni var haldið málþing rithöf- unda og þýðenda en þátt í þinginu tóku Einar Kárason, formaður Rit- höfundasambands Íslands og Njörð- ur P. Njarðvík en Njörður hefur þýtt finnskar bókmenntir á íslensku. í Tampere-höllinni stendur yfir íslensk listsýning. Þar eyu til sýnis ljósmyndir frá hemámi íslands, íslensk frímerki og rýmislistaverk eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. í höllinni hafa einnig verið sýnd íslensk myndbönd, kvikmyndir og fræðslumyndir. Þar er einnig íslenskt kaffíhús, Kaffe Reykjavík, þar sem meðal annars er boðið upp á kleinur, flatkökur, skyr og íslenska gos- drykki. Þá hefur Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnt íslenska þjóðdansa víðs vegar um Tampere-borg. Heimastjórn- arsamtök í öllum kjör- dæmum FRAMKVÆMDANEFND um stofnun nýs stjórnmálaafis, Heimastjórnarsamtakanna, hefur samið uppkast að stefnuskrá fyrir þau þar sem höfuðáhersla er lögð á valddreifingu, jöfnuð og lýð- ræði. Nefndin var sett á laggir á ráðstefnu á Selfossi 6. október, þegar hópur manna úr öllum landshlutum ákvað að vinna að formlegri stofnun Heimastjórnar- samtakanna. Að sögn Tómasar Gunnarssonar, formanns fram- kvæmdanefndarinnar, eru það einkum Stefán Valgeirsson og Samtök um jafnrétti og félags- hyggju sem hafa haft forystu um þennan undirbúning, en fleiri hafi komið við sögu, m.a. einstaklingar úr Borgaraflokki og Þjóðarflokki. „Unnið verður að formlegri stofn- un kjördæmasamtaka um allt land á næstu vikum sem síðan munu mynda með sér landssamtök. Ráðgert er að kynningarfundur verði haldinn um þessi mál í Eyjafirði á föstudaginn," sagði Tómas í samtali við Morgun- blaðið. „Við leggjum mikla áherslu á að færa valdið nær fólkinu heima í héruðunum og viljum m.a. bæta réttarkerfið í landinu til að auðvelda mönnum að sækja rétt sinn og veija.“ í kynningarplaggi frá fram- kvæmndanefndinni þar sem helstu áhersluatriði samtakanna eru talin upp er lagt til að sett verði löggjöf um „lífvænleg Iágmarkslaun í landinu" og að „hollum mat og lág- markshúsnæði verði vikið undan skattlagningu." „Við ætlum að mynda þessi samtök á breiðum grundvelli en viljum að samtök hvers kjördæmis verði sem sjálfstæðust og drífi starfíð áfram,“ sagði Tómas. Auk hans sitja Hilmar Haraldsson, Reykjavík, og Jón Hjálmar Sveins- son, Miðhúsum í Reykhólasveit, í framkvæmdanefndinni um stofnun Heimastjórnarsamtakanna. Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- næstkomandi. Frambjóðendur í prófkjörinu kjördæmi fer fram laugardaginn 27. október eru átta talsins, taldir í stafrófsröð: Einar Kristinn Guð- finnsson, útgerðar- stjóri, Bolungarvík, 34 ára. Maki: Sigrún J. Þórisdóttir. Elín Sigríður Ragn- arsdóttir, bóndi, 27 ára, Hellu við Steingrímsfjörð. Gísli Ölafsson, verk- taki, 36 ára, Patreks- firði. Maki: Kristín Gísladóttir. Guðjón Arnar Kristj- ánsson, skipstjóri, for- seti Farmanna- og fiskimanna sambands Islands, 46 ára. Maki: Marianna Barbara Kristjánsson. Jörgína Jónsdóttir, útibússtjóri, 34 ára, Tálknafirði. Maki: Torfi Andrésson. Matthías Bjarnason, alþingismaður, 69 ára. Maki: Kristín Ingi- mundardóttir. Steinþór B. Kristjáns- son, nemi í sjávarút- vegstækni, 24 ára, Flateyri. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður, 71 árs. Maki: Elísabet María Ólafs- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.