Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Okindin á þurru landi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skjálfti („Tremors"). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Ron Underwood. Aðalhlutverk: Kevin Bacon og Fred Ward. Tremors, eða Skjálfti, er þegar á líður hröð og spennandi skrímslamynd um risastóra sand- _ orma sem skríða um neðanjarðar 'j* og ráðast á smábæjarsamfélag einhverstaðar langt utan alfara- leiðar í Bandaríkjunum. En hún er líka næstum því gamanmynd svo langt gengur hún í grínakt- ugum persónugerðum og stæl- ingum á gömlu skrímslamyndum sjötta, áratugarins og er blessun- arlega laus við að taka sig hát- íðlega — eða þá merku kvik- myndategund sem hún tilheyrir, B-skrímslamyndina. Grín- o g spennublandan heppnast fullkomlega í Skjálfta undir ágætri leikstjórn Ron Und- erwoods sem gerir myndina að ómótstæðilegri skemmtun. Fred - - Ward og Kevin Bacon eru ómiss- andi þáttur blöndunnar, einfeldn- ingslegir daglaunamenn sem hafa ekki sérlega mikið vit í koll- inum en tekst þó alltaf að vera einu biti á undan neðanjarðarók- indinni. Aðrar persónur eru viðlíka skemmtilega mótaðar týpur og nægir að nefna skot- vopnabijálæðinginn, en einn sandormurinn er svo óheppinn að bijóta sér leið inní vopnabúr hans með hörmulegum afleiðing- um fyrir orminn. Skrímslið er eins og Jaws á þurru landi, færist um með ógn- arhraða í jarðveginum, skýst upp á yfirborðið þegar minnst varir og gleypir allt sem hreyfist. Tæknibrellumar eru mjög vel gerðar; bíll sekkur oní sandinn eins og hann leggur sig, risastór grafa steypist oní holu í jörðinni, hús leika á reiðiskjálfi þegar orm- arnir fást við undirstöðurnar og sandormarnir eru hinar forvitni- legustu skepnur. En það er ekki síður spaugið sem fær að njóta sín í skemmti- lega skrifuðu handritinu og þar standa sig Ward og Bacon best, ekkert of snjallir en þó snjallari en sandormar. Dópsalinn, sem féll til jarðar Svarti engillinn („Dark Ang- el“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leik- stjóri: Craig R. Baxley. Aðal- hlutverk: ^Dolph Lundgren, Brian Benben, Betsy Brantley, Michael PoIIard. Það er kannski ekki nema von að lögreglumaðurinn og vand- ræðaseggurinn Dolph Lundgren í spennumyndinni Svarti en- gillinn eigi í erfiðleikum með að skýra fyrir yfirmönnum sínum hverskyns glæpamann hann er að elta. Maður trúir því varla sjálfur. Það er dópsali utan úr geimn- um með hvítar linsur í augunum og sítt hvítt hár í svörtum leður- galla svo hann lítur út eins og sænskur þungarokkari, sem sprautar hreinu heróíni í dauða- dæmd fórnarlömb sín, úr því vinnur heiladingullinn endorfín en eftir því er vinur okkar að sækjast. Það er eftirsóttasta dóp- ið þaðan sem hann kemur. Helsta vopn hans eru fljúgandi geisladi- skar sem "einhvern veginn eru stilltir inná hálsæðarnar á fólki og byssa með verulegum sprengi- krafti, sem er stillt á að hitta ekki aðalleikarann. Stórfurðuleg hugmyndin á bak við Svarta engilinn, sem gæti vel verið svolítið galinn útúrsnúning- ur á „The Terminator“, hefði getað gengið upp með smá gríni ef hún hefði ekki verið unnin í enn eina húmorslausa B-form- úlumyndina sem tekur sjálfa sig mun hátíðlegar en tilefni er til. Myndin líður líka fyrir slappan leik aðalleikarans; Lundgren hef- ur leikræna breidd á við viðard- ramb í hlutverki lögreglumanns- ins sem eltir geimveruna en með honum er snyrtilegur FBI-maður sem hreyfir sig ekki nema líta fyrst í handbókina. Úr því verður enn eitt klisjukennt og marg- þvælt löggufélagasambandið. Inní eltingaleikinn við eiturlyija- baróninn utan úr geimnum er hliðarsaga um bara þessa venju- legu dópsala, sem drápu félaga Lundgrens, en eru í fríi niður í Ríó á meðan stjörnustríðið geisar heima. Leikstjórinn Craig R. Baxley- („Action Jackson“) er einmitt rétti maðurinn til að raða upp bílaeltingaleikjum, sprengingum og skotbardögum sem hafa ekk- ert nýtt uppá að bjóða en eru atvinnumannslega framkvæmdir þar til kemur að hinum hefð- bundna lokabardaga í enn einni yfirgefinni verksmiðjunni. Myndin heitir „Ég kem með friði“ í Bandaríkjunum en nafn- inu hefur verið breytt fyrir Evr- ópudreifingu. Furðuleg fjölskylda Furðuleg fjölskylda („Some Girls“). Sýnd í Sljörnubíói. Leikstjóri: Michael Hoffman. Aðalhlutverk: Patrick Demps- ey, Florinda Bolkan, Jennifer Conelly. Bandaríski leikarinn Patrick Dempsey, sem staðið hefur fram- arlega í hópi unglingaleikara vestanhafs, hefur af einhveijum ástæðum fest sig í hlutverkum kvennabósa, eins ólíklegur og hann er í þeirri stöðu; á tjaldinu hefur hann verið táningur með sér mun eldri konum, hann hefur verið hundeltur af kvenþjóðinni sem flatbökusendill og í þessari mynd á hann í rómantískum æf- intýrum með þremúr systrum en hrifnastur verður hann þó af ömipu þeirra. Hann leikur ungan mann sem gistir hjá kærustunni um jólin á gullfallegum stað i Kanada og kynnist afar sérviskulegri fjöl- skyldu hennar. Pabbinn er að skrifa bók um Blaise Pascal en stundar fræði sín allsnakinn, móðirin er þunglynd og fjand- samleg, kærastan tilkynnir hon- um að hún elski hann ekki leng- ur og tvær systur hennar reyna við hann en það er ekkert á móts við dauðvona ömmuna, sem heldur að ungi maðurinn sé eigin- maður sinn og með þeim tekst vinátta sem nær út yfir gröf og dauða. Myndin gerist að mestu í stóru, myrku og draugalegu húsi fyöl- skyldunnar sem gefur henni for- vitnilegt yfirbragð og hún byijar í léttum en ekkert sérstaklega fyndnum kómískum stíl þar til hún breytir skyndilega um tón og óvænt hliðarsaga um samband mannsins við ömmuna fær meiri og meiri tíma þar til hún tekur algerlega yfir en er öll mjög á skjön við grallaraskapinn sem á undan er genginn, innileg, falleg og alvörugefin og teygist jafnvel út á yfirnáttúrulega planið. Þarna vantar e.k. tengingu á milli. Furðuleg fjölskylda virkar best í þessum seinni hluta sem lýsing á sérstakri vináttu drengs- ins og ömmunnar en hefur ekki mikið gildi sem gamanmynd í fyrri hlutanum. Þetta er óvenju- leg mynd og djörf að mörgu leyti því hún þorir að vera öðruvísi en leikstjórinn Michael Hoffman („Promised Land)“ hefur áður sýnt að hann kann vel að fara með viðkvæmar mannlegar til- finningar. Hann hefur áður unnið undir verndarvæng Roberts Red- fords og Sundance-stofnunar hans og Redford er einmitt fram- leiðslustjóri þessarar mýndar. ÞJOÐIN FAGNAR NYFENGNU FRELSII LEIGUFLUGI LONDON A EGILSSTAÐA-FARGJALDI í FRAMHALDIAF YFIRLÝSINGU STJÓRNVALDA HÖFUM VIÐ GERT NAUÐSYNLEGAR RÁÐSTAFANIR UM LEIGUFLUG TIL LONDON OG KAUPMANNAHAFNAR, NÆSTA SUMAR. LONDON ll BROTTFARARDAGAR KAUPMANNAHOFN BROTTFARARDAGAR MAÍ1.8.15.22. ÁGÚST7.14.21.28. JÚNÍ5.12.19.26. SEPTEMBER4.11.18.25. JÚLÍ3.10.17.24.31. MAÍ2.9.16.23.30. ÁGÚST1.8.15.22.29. JÚNÍ6.13.20.27. SEPTEMBER5.12.19.26. JÚLÍ4.11.18.25. 0G VERÐIÐ: (NEIEKKIPRENTVILLA) 1VIKA KR. 14.700 - 2 VIKUR KR. 15.800 3 VIKUR KR. 16.900 0G VERÐIÐ: 1VIKAKR. 15.800 - 2 VIKURKR. 16.900 3 VIKUR KR. 17.700 AÐ VIÐBÆTTRI ÞJÚNUSTU 0G GISTINGU f MÖRGUM VERÐFLOKKUM SEM KAUPA ÞARF MEÐ ÞÚ BÓKAR FLUGIÐ STRAX, ALLIR HAFA JAFNAN RÉTT TIL ÞESSARA KJARABÓTA MEÐAN SÆTAFRAMBOÐIÐ OKKAR LEYFIR. BIRT MEÐ FYRIRVARA UMAÐ STJÓRNVÖLD TAKIEKKITIL BAKA GEFIN FYRIRHEIT UM FRELSIÍLEIGUFLUGI. FLUGFERDIR SGLRRFLUG Vesturgötu 12, símar 620066 og 15331

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.