Morgunblaðið - 23.10.1990, Page 48

Morgunblaðið - 23.10.1990, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBjER 1990 48 ■ Sérhagsmunagæsla blindar Formanni Læknafélags Reykjavíkur svarað eftir Hörð Bergmann Upplýsingar gefnar í grein minni „Hættum ríkistryggðum éinkarekstri í heilbrigðiskerfmu" (Morgunblaðinu 9. október) eru réttar. Sama gildir um upplýsingar í bókinni „Umbúðaþjóðfélagið — Uppgjör og afhjúpun. Nýr fram- faraskilningur." Heimildir um heil- brigðiskerfið og rekstur þess hef ég einkum frá heilbrigðisráðuneyt- inu, landlækni, borgarlækni, Ál- þingi, Læknablaðinu, embættis- mönnum og læknum sem starfa innan kerfísins og gefa stundum ágætar upplýsingar á ráðstefnum, í tímaritum og blöðum. Þetta kem- ur glöggt fram í bókinni og áður- nefndri grein. Það sjá þeir sem sjá vilja. Hins vegar virðist Högni Óskarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sleginn undarlegri sérhagsmunablindu þegar hann fullyrðir í grein’hér í bláðinu 12. þ.m. að ég hafi leyft mér í bókinni og greininni að setja fram um heil- brigðiskerfið „... fullyrðingar um sukk og óráðsíu, sem enginn annar gat sannað, hvað þá hrakið, því allar tölulegar upplýsingar vant- aði.“ Og orð mín á umræðufundi um „Umbúðaþjóðfélagið“ túlkar hann ... eitthvað á þá lund, að hann (Hörður) hefði ekki hugsað sér að fjalla um þessi mál út frá vísindalegum staðreyndum, heldur kvaðst hann setja fram staðhæf- ingar til að ná áhrifum.“ Orð Högna eru ærumeiðandi og túlkun hans röng á orðum sem ég hef iátið falla á fundi um nauðsyn þess að höfundar, sem skrifa um þjóðfélagsmál, yddi stíl sinn vilji þeir ná athygli. En eins og óhlut- drægir lesendur mínir vita og fram kemur í inngangi „Umbúðaþjóðfé- lagsins“ þá er viðhorf mitt þetta: „Afstaða mín mun koma skýrt fram, bæði í efnis- og orðavali. Ég er nefnilega viss um að það vekur meiri áhuga á efninu og auðveldar lesandanum að vega það og meta fremur en fræðileg fram- setning með yfirbragði hlutleysis. Auðvitað er þó leitast við að halla hvergi réttu máli: draga ályktanir af réttum upplýsingum." Högni fjallar raunar um ýmsar tölulegar upplýsingar í Morgun- blaðsgrein minni þó hann sé búinn að segja að þær sé ekki að finna í verkum mínum! Tölulegu upplýs- ingarnar dregur hann ekki í efa en lætur líta svo út að staðhæfing mín um kostnað við rekstur lækna- stofu standist ekki. Tölurnar sem urðu tilefni greinar minnar standa óhaggaðar: Miðað við núverandi einingaverð byrja sérfræðingar með einkareknar stofur að gefa Tryggingastofnun 10% afsláttþeg- ar reikningarnir eru komnir yfir 450 þúsund á mánuði sé reksturinn aðalstarf og 225 þúsund sé hann aukastarf. Þeir eru að sögn Högna óánægðir með hvernig afslátturinn kemur niður. Það er ein af orsökum uppsagna þeirra á samningi við Tryggingastofnun auk vanmats á kostnaðarliðum .... og svo hug- myndir ýmissa ráðamanna um að herða enn meira að þessum þætti heilbrigðiskerfisins. “ Endurmat á rekstri heilbrigðiskerfisins Þetta o.fl. gefur tilefni til að álykta að komið sé að tímamótum í rekstri heilbrigðiskerfisins og óhjákvæmilegt sé að endurmeta núverandi skipan. Það eru óhugn- anleg tíðindi að sérfræðingar í þeim tekjuflokki sem þarna er .um að ræða (80 hafa gefið magnaf- sláttinn skv. Morgunblaðinu 29. september) ætli að verða fyrstir til að heimta meira úr almanna- sjóði sem rekinn er með 4-6 millj- arða halla á ári í seinni tíð. Sá hallarekstur og slæmar horfur í fiskveiðum dg fiskeldi valda því að við verðum að reikna með því að minna renni til heilbrigðiskerfis- ins næstu ár en verið hefur. Ég býst við að þjóðareining sé um að láta það koma niður annars staðar en í heilsugæslu- og sjúkrahús- rekstri. Athyglin hlýtur því sem von er að beinast að einkareknu stofunum. Það eru ábyrgir ráða- menn sem ætla að reyna að stöðva KX-T 2386 BE - Kr. 12.332 stgr. Sími með símsvara — Ljós í takkaborði — Útfarandi skiia- boð upp í 'á mín. — Hvert móttekið skilaboð getur verið upp í 2'h mín. — Hátalari — Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma víðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara - Veggfesting. 2322 E / KX-T 2342 E Kr. 5.680 stgr. Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting. KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer t' skamm- tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. Hörður Bergmann „Okkur Högna greinir á um það hvort sér- fræðiþjónustan sé of- notuð.“ veldisvöxt í útgjöldum vegna - þeirra; þeir eru að gæta almanna- hagsmuna og við eigum að styðja þá gegn þröngum sérhagsmuna- kröfum. Ég lýsti í fyrri grein alvarlegum annmörkum á einkarekstri Iæknis- stofa: ríkið ræður ekki hvað það kaupir og ekki hve mikið heldur verktakinn og hann vill auk þess láta kostnaðinn vega sem mest í gjaldskránni. Fyrr á árum var landbúnaðarkerfið sem kunnugt er rekið á svipuðum grunni en nú er komið að því að hætta þeim leik. Högni Óskarsson staðfestir í grein sinni að sérfræðingunum er mikið í mun að hafa rekstrarkostn- aðinn sem mestan. En það er gert til þess að taxtarnir verði sem hæstir og útgjöld ríkissjóðs sem mest. Hann eyðir löngu máli í að reyna að sanna það að sú staðhæf- ing mín að kostnaðurinn sé minni en 50% standist ekki. Allt það mál miðar að því að blása kostnaðarlið- ina út og er þar á meðal vitnað til mats BHMR á hlutfalli launa- tengdra gjalda í töxtum. Slík hags- munasamtök “Tlraga auðvitað ekki úr neinu þegar verið er að áætla kostnað vegna útgefinna texta. í þeim reikningskúnstum sem við- hafðar eru til að halda kostnaðar- liðunum sem hæstum nefnir Högni það sem kallað er „leyfður kostn- aður af rekstri bíls“ og „smákostn- aður“ alls um 15%. Hér vaknar sú spuming hvort lækni með einka- stofu reiknist sem kostnaður að keyra í vinnuna. Það þætti öðrum gott að fá metið inn í launataxta sína! Tryggingastofnun ríkisins þarf að gera grein fyrir hvað samn- inganefnd hennar hefur miðað við í mati á kostnaði. Hefur hún kyngt því að kostnaðurinn við að afla tekna upp á 450 þúsund í þessum bransa sé 225 þúsund? Hvað segja óháðir aðilar? Okkur Högna greinir á um það hvort sérfræðiþjónustan sé ofnot- uð. Það er að vonum vegna þess að hann hefur þeirra hagsmuna að gæta að notkun hennar sé sem mest en ég reyni að veija almanna- hagsmuni. Ég gæti t'ínt hér til a.m.k. tuttugu tilvitnanir í skrif heimilis- og heilsugæslulækna sem hafa undanfarið ár varað við út- þenslu og kostnaðaraukningu vegna einkarekinnar sérfræðiþjón- ustu. Þeir hafa fært ágæt rök fyr- ir máli sínu en eru auðvitað bundn- ir eigin hagsmunum. Lítum því að lokum á stutta tilvitnun i hlut- lausan aðila: „Og meðan tilvísanaskyldunni er ekki framfylgt á fólk fullan og óhindraðan aðgang að þeim (sér- fræðingum með stofu) og fer til eins í dag og annars á morgun. Það gerir það að verkum að stór hluti verkefna heimilislækna er hjá sérfræðingum. Bæði er það margf- alt dýrara fyrir samfélagið og þar á ofan lélegri þjónusta fyrir sjúkl- iligana. Því að það sem við sækj- umst eftir er samfelldnin, þ.e. að sami læknirinn fylgist með heilsu- fari einstaklingsins og fjölskyld- unnar í heild.“ Þetta er úr viðtali við borgar- lækni sem Tíminn birti 29. ágúst 1987. Þar kemur m.a. fram það álit hans að mikið hagræði yrði í því að heilsugæslustöðvar tækju við auknu hlutverki og frá vel rek- inni heilsugæslustöð væri aðeins 3-4% af þeim sem koma vísað til sérfræðinga. Ég vil því að lokum minna á rökstuddar tillögur mínar um breytingar í Morgunblaðinu 9. þ.m. og hvetja óháða aðila til að ræða þær. Höfundur er kennari og rithöfundur. ■ Barnaheill AÐALFUNDUR Aðalfundur Barnaheilla verður haldinn í Lágmúla 5, 4. hæð, miðvikudaginn 24. október nk. kl. 20.30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, greina frá leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um málefni barna og Arthur Morthens, varaformaður Barnaheilla, segja frá ferð á aðalfund Red Barnet í Danmörku. Stjórnin. ATHUGIÐ Vlð höfum stœkkað við okkur og opnað undirfataverslun Vandaðar vörur fyrlr dömur og herra. Snyrtivöruverslun Reykjavlkurvegi 50 • Hafnarfirðl Sfml 53422

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.