Morgunblaðið - 23.10.1990, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 23.10.1990, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 55 Guðni Ragnar Þór- arinsson — Minning Guðni látinn, mann setur hljóðan, alltaf kemur dauðinn á óvart, þó vitum við öll hvað hann er nátengd- ur lífinu. Á árunum 1980-1985 unnum við í nánu samstarfí við Guðna á Vist- heimili bama við Dalbraut, en Guðni starfaði fyrir heimilið í 18 ár. Hann hafði þann starfa að keyra börnin til og frá í skóla og dagvistir. Þetta var mikið og vandasamt verk. Mörg börn, misjafnlega fyrirkölluð, alls- konar veður og ófærð. Það var ótrú- legt hvað allt gekk vel hjá Guðna, hann var enginn venjulegur bflstjóri, vinur okkar og barnanna. Aðalsmerki hans voru rósemi á hveiju sem gekk og óeigingjörn hjálpsemi. Guðni var góður maður og hans verður sárt saknað.. Við kveðjum hann með þakklæti. Við sendum okkar innilegustu saknaðarkveðjur til ættingja og vina. Maddý og Jónína Björg Fyrsta fregnin sem við hjónin fengum við heimkomuna eftir þriggja vikna dvöl erlendis, var að hann Guðni vinur okkar væri dáinn. Við sem höfðum einmitt heimsótt þau Guðna og Þóru nokkrum dög- um áður en við fórum út og þá var sko ekki aldeilis að heyra á Guðna að hann kenndi sér nokkurs meins. Hann var alveg jafn hress og kátur og vanalega. Ég man alltaf þegar við kynnt- umst fyrst, þá vorum við bæði hjón- in í sama dansskólanum. Danskenn- aranum fannst við víst ekki taka námið nógu alvarlega og athuga- semdimar urðu nokkuð margar þegar honum þótti ærslin fram úr hófí, en hafði þó gaman af sjálfur. Alltaf þegar við höfum síðan heimsótt þau Guðna og Þóru, en það er orðið ansi oft, hefur okkur verið tekið sem einum af fjölskyld- unni, og í fylgd með þeim höfum við alls staðar verið velkomin, hvort sem það hefur verið hjá einhveijum í fjölskyldunni, öðmm skyldmenn- um, vinum eða kunningjum. Alltaf var Guðni boðinn og búinn til að hjálpa öðmm ef hann gat með nokkm móti liðsinnt þeim og „erfíðleikar“, þeir voru ekki til neins annars en að sigrast á þeim að hans áliti. En best munum við samt eftir þeim mörgu fjallaferðum sem við höfum farið saman í öll þessi ár og þolað saman súrt og sætt, til dæm- is þegar við höfum tekið fram bak- poka og tjald til að komast á ein- hvem fallegan stað þar sem við höfum viljað dvelja á. Og minnis- stæðir hafa verið erfíðleikarnir, eins og til dæmis þegar bílarnir voru fastir til skiptis í Tungnaá inn við Jökulheima. Og eins em þau ótal skiptin sem við höfum dvalið við fallegt fjalla- vatn í algjörri kyrrð sem aðeins finnst á öræfum Islands. Blómastofa Friöjinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m En svo óraunverulegt finnst okk- ur að Guðni sé horfinn, að við erum farin að hlakka til næsta sumars þegar við getum á ný farið í ein- hveija hálendisferð saman og látið nefið vísa leiðina eins og við vorum vön. Við flytjum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Þóru, Eyju, Kidda, Gumma, Villa, Eyþórs, Siggu, tengdabarna, barnabarna og annarra eftirlifandi ættingja Guðna og megi góður Guð blessa þau og hugga í sorg þeirra. Palli og Alda Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Það kom sem reiðarslag er við fréttum andlát Guðna, hann sem alltaf var svo hress og ekki að sjá fyrir stuttu síðan, að hann gengi ekki heill til skógar. . Allt frá því Skammtímavistun barna, Álfalandi 6, tók til starfa árið 1987 hafði Guðni ekið sumum barnanna, sem hjá okkur dvelja, í skóla og á dagvistarstofnanir og. farið fyrir okkur í sendiferðir. Við starfsfólkið vorum farin að líta á Guðna sem einn af samstarfsfólk- inu. Hann lét sér mjög annt um börnin og hafði sérlega gott lag á þeim. Hjá Guðna voru börnin í ör- uggum höndum, þau þekktu hann orðið vel og báru til hans traust. Alltaf var Guðni hress og kátur á hveiju sem á gekk. Það er erfitt að hugsa til þess, að hann eigi ekki oftar eftir að líta við í Álfalandinu, fá sér kaffisopa, spjalla við okkur starfsfólkið, gera að gamni sínu og koma okkur til að hlæja, því alltaf var andrúmsloftið létt í kringum Guðna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Við vottum eiginkonu, sonum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning elsku- legs vinar. Starfsfólkið Skamtíma- vistuninni, Álfalandi 6. Kveðja frá Skíðadeild KR Félagi okkar, Guðni Þórarinsson, lést föstudaginn 12. október sl. á Landspítalanum eftir skamma sjúk- dómslegu. Guðni var fæddur 26. mars 1934, og var hann því aðeins 56 ára, þegar kallið kom. Guðni og eftirlifandi kona hans, Þóra Vilbergsdóttir, hafa tekið virk- an þátt í starfí Skíðadeildar KR í gegnum árin. Þótt Guðni væri sjálf- ur ekki mikill skíðamaður, lét hann sér samt mjög annt um þetta áhugamál ijölskyldunnar og mætti. í Skálafellið, hvernig sem viðraði, á sínum stóra græna Rússajeppa. Tók hann jafnframt dijúgan þátt í starfi Skíðadeildarinnar, bæði við mótahald og rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli. Ekki lét hann þar við sitja.-heldur voru hann og fjölskyld- an þátttakendur í skíðaferðum KR-inga til Austurríkis. Þótt skíða- iðkun í Austurríki hafí ef til vill ekki verið honum mikil nautn, naut hann sín þeim mun betur í góðra vina hópi að skíðadegi loknum, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Guðni var vörpulegur maður á velli, höndin þykk og handtakið þétt. Undan glettnu yfirbragðinu stafaði hlýju, sem þeir fundu, sem nutu samvista við hann í leik og starfí. Við félagarnir í Skíðadeild KR kveðjum Guðna með söknuði og sendum Þóru og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kveðja frá Vistheimili barna, Mánagötu 25 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þessi tregatárin stríð. (SB. 1886 - V.Briem). í sl. 18 ár hefir Guðni keyrt fyr- ir Vistheimili barna. Hans verður sárt saknað bæði af starfsfólki og öllum þeim börnum, sem hann hef- ir keyrt í skólann og annað það sem þau hafa þurft að fara, á meðan þau dvöldu á heimilinu. Guðni var börnúnum einstaklega góður, og h'afði gott lag á að fram- kalla hjá þeim bros. Hann var þeim eins og besti afi, svo umhyggjusam- ur og nærgætinn sem hann var og passaði vel upp á þau. Ef börnin komu aftur á heimilið var yfírleitt fyrsta spurningin hjá þeim, „er Guðni ennþá að keyra“? Þessi spuming segir okkur mikið um Guðna og hvað hann var þeim. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (SB. 1886 - V.Briem). Eftirlifandi eiginkonu, móður, sonum og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minninguna um góðan dreng. F.h. barna og starfsfólks á Vist- heimili barna, Mánagötu 25, Kristín Pálsdóttir. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi. Upplýsingar í síma 91-687111- t Faðir okkar, RAGNAR KRISTJÁNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 15.00. Sigurður Ragnarsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Unnur Ragnarsdóttir. t Dóttir okkar, ÞURÍÐURM. KARLSDÓTTIR, Austurbergi 28, Reykjavík, sem lést 15. október sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 13.30. Hákonía J. Gísladóttir, Karl Sveinsson. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ERLA EYJÓLFSDÓTTIR, Engjaseli 84, lést á Landspítalanum laugardaginn 20. október. Jarðarförin auglýst síðar. Viðar Magnússon, Reynir Magnússon, ívar Magnússon, Smári Emilsson, Bettý Guðmundsdóttir, Magnea Aradóttir, Sigrún Kjærnested, Nanna K. Magnúsdóttir. t Faðir minn, stjúpfaðir og bróðir okkar, HAUKURHELGASON, Haukanesi 20, verður jarðsunginn. frá Garðakirkju í dag, þriðjudag, kl. 13.30. Karl Hauksson, Klara Karlsdóttir, Óskar Karlsson, Jóhanna Helgadóttir, María Helgadóttir, Ólafur Helgason. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALUR GÍSLASON leikari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 23. októ- ber, kl. 13.30. Laufey Árnadóttir, Valgerður Valsdóttir, Ingimundur Sigfússon, Valur Valsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Valur Ingimundarson, Sigfús Ingimundarson, Ragnar Valsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORBERGS MAGNÚSSONAR. Laufey Sigurðardóttir, Sigurður Jónas Þorbergsson, Hafdís Þorgeirsdóttir, Laufey og Kolbrún. t Þökkum ausýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐFINNU ÁRNADÓTTUR, Gnoðarvogi 20, Reykjavík. Árveig Kristinsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Sigurður Axelsson, Guðlaug Kristinsdóttir, Rósant Hjörleifsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Lokað Þjóðleikhúsið er lokað frá kl. 13-17 í dag vegna jarðarfarar VALS GÍSLASONAR, leikara. Þjóðleikhúsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.