Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 9 E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 ÍbÍCO 1232 0 12 stafa reiknivél með minni 0 Frábær vél á einstöku verði 0 Hentar við ólikar aðstæöur 0 Strimill og skýrt Ijósaborð 0 Svart og rautt letur 0 Stærð: B 210 mm D 290 mm H 80 mm IDICO REIKNIVÉLAR ÞÆR ERU ÓDÝRARI Yill nefnd til að ræða L^itför vamarliðsinsj Höfðað til herstöðvaandstæðinga Það vakti nokkra undrun, að við umræður um skýrslu utanríkis- ráðherra á Alþingi á fimmtudaginn skyldu verða deilur milli ráð- herra, hvað hefði gerst á ríkisstjórnarfundum. Bar þeim ekki saman um það Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra hvort hinn síðar- nefndi hefði borið upp tillögu um.það í ríkisstjórninni, að nefnd yrði sett á laggirnar um brottför bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Nefnd í málið Alþýðubandalagið fór _ í fyrsta skiptið í ríkis- stjórn án þess að krefjast ákváeða um brottför varnarliðsins- í stjórnar- sáttmálnuin árið' 1978. Þá gekk flokkurinn til samstarfs við Alþýðu- flokkinn og Framsóknar- flokkinn. Við stjórnar- myndunina náðist sam- komulag milli stjómar- Bokkanna um að stofna Öryggismálanefnd, sem nú hefur starfað í 11 ár og sent frá sér greinar- gerðir og skýrslur um ýmsa þætti utanríkis- og öryggismála. Var litið á skipan-nefndarinnar sem málamiðlun og er ekki að efa, að alþýðubanda- lagsmetm litu þannig á að þar fengju þeir vett- vang til að vitma að fram- gangi hugsjóna siima í varnar- og öryggismál- um undir hinu gamla kjörorði: Island úr NATO! Heriim burt! Þeir Ólafur Ragnar Grímsson flokksformaður og Einar Karl Haraldsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, hafa setið í nefndinni fyrir Alþýðubandalagið. I nefndinni sitja einnig fulltrúar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. í þingræðu á fimmtu- dagimi skýrði Ólafur Ragnar frá því að hann hefði lagt til innan ríkis- stjórnarinnar, að stofnuð yrði nefnd, skipuð full- trúum allra flokka, til að ræða með hvaða hætti undirbúningur að brott- för bandarísks hers frá íslandi yrði skipulagður. Þeir, sem muna um- ræður um varnar- og öryggismál nokkur ár aftur i timaim, vita, að á þennan veg var talað á vettvangi Alþýðubanda- lagsins uni þær mundir sem Öryggismálanefnd fæddist. A sínum tíma vonuðu alþýðubanda- lagsmeun að þeir gætu beint störfum nefndar- innar imi á braut varnar- leysis. Með Öryggismála- nefnd afsökuðu þeir frá- hvarfið frá ki-öfuuni um að ákvæði um brottför varnarliðsins yrði í stjórnarsáttmálanum. Nú vill Ölafur Ragnar setja sama inál í nýja nefnd í von um að hann geti aft- ur selt sömu gömlu lummuna í Alþýðubanda- laginu. Komáf fjöllum Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði kynnt þessa framgöngu sína í ríkisstjórn í þingsölum, lét Jón Baldvin Ilaiini- balsson þess getið að Ól- afur Ragnar hefði ekki flutt neina tillögu af þessu tagi í ríkisstjóm heldur hugsað upphátt um starfshóp um ný við- horf varðandi framtíð og hlutverk varnarliðsins. Þegar Jón Baldvin hafði sparkað tillögu Ólafs Ragnars út af ríkisstjórn- arborðinu með þessum hætti birtist fjármálaráð- herraim í sjónvarpi og gaf til kymia, að Jón Baldvin fylgdist ekki nægilega vel með því sem gerðist á ríkisstjórnar- fundum. Nefndi hann ákveðna dagsetningu í ágúst til marks um að hann hefði Iireyft hug- myndinni um brottför vamarliðsins í ríkis- stjóminni. Má þannig segja að árekstur þessara tveggja ráðherra út af málinu hafi verið í hefðbundnum stíl fyrir rikisstjórnina. Hið sama gildir um íhlut- un Steingríms Her- mannssonar forsætisráð- herra. Jón Baldvin hafði ekki fyrr látið orð falla á þann veg, að núverandi ríkisstjóm hefði ekki ver- ið stofnuð um uppsögn vamarsamningsins við Bandaríkin, en Stein- giámur síigði_ vel koma til greina að Islendingar hefðu frumkvæði að því að ræða við Bandarikja- menn og Atlantshafs- bandalagið um breytt hlutverk Atlantshafs- bandalagsins, meðal ann- ars breytta stöðu íslend- inga. ísland væri nú að verða eftirlitsstöð frekar en vamarstöð. Hvaða stefnu vill for- sætisráðherra að fulltrú- ar Islands hafi í slíkum viðræðum við Banda- rílqastjóm? Vill liaim kannski að skipuð verði nefnd að ósk Ólafs Ragn- ars til að móta þá stefnu? Ætla þeir Steingrímur og Ólafur Ragnar að beijast saman undir þess- um inerkjum í kosninga- baráttunni í Reykjanes- kjördæmi í komandi kosningum? Eða er þetta ekki annað en venjuleg framsóknarmennska hjá Steingrími, hin hefð- bundna aðferð að taka afstöðu gegn varnarsam- starfinu við Bandaríkja- menn þegar það kemur til umræðu á þessum for- sendum? Ólafur Ragnar hefur áreiðanlega vitað, að hann gæti höfðað til ábyrgðarleysis frani- sóknarmanna um leið og . hami taldi sig vera að tala upp í eyrun á her- stöðvaandstæðingmn og lofa þcim enn einni nefndinni um öryggis- málin. Viðbrögð forsæt- isráðherra vom á þami veg sem Ólafur vænti. Nú á efth’ að koma í ljós, hvort herstöðvaandstæð- ingar gera aimað en yppta öxlum yfir þessu nýja sjónarspili sem formaður Alþýðubanda- lagsins vill hefja um varnir og öryggi þjóðar- | innar. VERÐBREF I ASKRIFT Reglulegur spamaður getur orðið að digrum íjársjóði Verðbréf í áskrift hjá VÍB er þjónusta fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Askriftendur geta valið á milli ávöxtunar í 5 verðbréfasjóðum, allt eftir þörfum hvers og eins. Verðbréfm eru síðan í vörslu hjá VIB og fá áskrifendur sent árlegt yfírlit um hreyfingar á árinu og verðmæti fjársjóðsins sem þeir hafa eignast. Til dæmis verða 10.000 krónur á mánuði í 20 ár að 5 milljónum ef vextir haldast 7%. Verið velkomin í VÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.