Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
9
E.TH.MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000
ÍbÍCO 1232
0 12 stafa reiknivél
með minni
0 Frábær vél á
einstöku verði
0 Hentar við ólikar
aðstæöur
0 Strimill og skýrt
Ijósaborð
0 Svart og rautt letur
0 Stærð:
B 210 mm
D 290 mm
H 80 mm
IDICO REIKNIVÉLAR
ÞÆR ERU ÓDÝRARI
Yill nefnd til að ræða
L^itför vamarliðsinsj
Höfðað til herstöðvaandstæðinga
Það vakti nokkra undrun, að við umræður um skýrslu utanríkis-
ráðherra á Alþingi á fimmtudaginn skyldu verða deilur milli ráð-
herra, hvað hefði gerst á ríkisstjórnarfundum. Bar þeim ekki
saman um það Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra
og Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra hvort hinn síðar-
nefndi hefði borið upp tillögu um.það í ríkisstjórninni, að nefnd
yrði sett á laggirnar um brottför bandaríska varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Nefnd í málið
Alþýðubandalagið fór _
í fyrsta skiptið í ríkis-
stjórn án þess að krefjast
ákváeða um brottför
varnarliðsins- í stjórnar-
sáttmálnuin árið' 1978.
Þá gekk flokkurinn til
samstarfs við Alþýðu-
flokkinn og Framsóknar-
flokkinn. Við stjórnar-
myndunina náðist sam-
komulag milli stjómar-
Bokkanna um að stofna
Öryggismálanefnd, sem
nú hefur starfað í 11 ár
og sent frá sér greinar-
gerðir og skýrslur um
ýmsa þætti utanríkis- og
öryggismála. Var litið á
skipan-nefndarinnar sem
málamiðlun og er ekki
að efa, að alþýðubanda-
lagsmetm litu þannig á
að þar fengju þeir vett-
vang til að vitma að fram-
gangi hugsjóna siima í
varnar- og öryggismál-
um undir hinu gamla
kjörorði: Island úr
NATO! Heriim burt! Þeir
Ólafur Ragnar Grímsson
flokksformaður og Einar
Karl Haraldsson, fyrrum
ritstjóri Þjóðviljans, hafa
setið í nefndinni fyrir
Alþýðubandalagið. I
nefndinni sitja einnig
fulltrúar Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks.
í þingræðu á fimmtu-
dagimi skýrði Ólafur
Ragnar frá því að hann
hefði lagt til innan ríkis-
stjórnarinnar, að stofnuð
yrði nefnd, skipuð full-
trúum allra flokka, til að
ræða með hvaða hætti
undirbúningur að brott-
för bandarísks hers frá
íslandi yrði skipulagður.
Þeir, sem muna um-
ræður um varnar- og
öryggismál nokkur ár
aftur i timaim, vita, að á
þennan veg var talað á
vettvangi Alþýðubanda-
lagsins uni þær mundir
sem Öryggismálanefnd
fæddist. A sínum tíma
vonuðu alþýðubanda-
lagsmeun að þeir gætu
beint störfum nefndar-
innar imi á braut varnar-
leysis. Með Öryggismála-
nefnd afsökuðu þeir frá-
hvarfið frá ki-öfuuni um
að ákvæði um brottför
varnarliðsins yrði í
stjórnarsáttmálanum. Nú
vill Ölafur Ragnar setja
sama inál í nýja nefnd í
von um að hann geti aft-
ur selt sömu gömlu
lummuna í Alþýðubanda-
laginu.
Komáf
fjöllum
Eftir að Ólafur Ragnar
Grímsson hafði kynnt
þessa framgöngu sína í
ríkisstjórn í þingsölum,
lét Jón Baldvin Ilaiini-
balsson þess getið að Ól-
afur Ragnar hefði ekki
flutt neina tillögu af
þessu tagi í ríkisstjóm
heldur hugsað upphátt
um starfshóp um ný við-
horf varðandi framtíð og
hlutverk varnarliðsins.
Þegar Jón Baldvin hafði
sparkað tillögu Ólafs
Ragnars út af ríkisstjórn-
arborðinu með þessum
hætti birtist fjármálaráð-
herraim í sjónvarpi og
gaf til kymia, að Jón
Baldvin fylgdist ekki
nægilega vel með því sem
gerðist á ríkisstjórnar-
fundum. Nefndi hann
ákveðna dagsetningu í
ágúst til marks um að
hann hefði Iireyft hug-
myndinni um brottför
vamarliðsins í ríkis-
stjóminni.
Má þannig segja að
árekstur þessara tveggja
ráðherra út af málinu
hafi verið í hefðbundnum
stíl fyrir rikisstjórnina.
Hið sama gildir um íhlut-
un Steingríms Her-
mannssonar forsætisráð-
herra. Jón Baldvin hafði
ekki fyrr látið orð falla
á þann veg, að núverandi
ríkisstjóm hefði ekki ver-
ið stofnuð um uppsögn
vamarsamningsins við
Bandaríkin, en Stein-
giámur síigði_ vel koma
til greina að Islendingar
hefðu frumkvæði að því
að ræða við Bandarikja-
menn og Atlantshafs-
bandalagið um breytt
hlutverk Atlantshafs-
bandalagsins, meðal ann-
ars breytta stöðu íslend-
inga. ísland væri nú að
verða eftirlitsstöð frekar
en vamarstöð.
Hvaða stefnu vill for-
sætisráðherra að fulltrú-
ar Islands hafi í slíkum
viðræðum við Banda-
rílqastjóm? Vill liaim
kannski að skipuð verði
nefnd að ósk Ólafs Ragn-
ars til að móta þá stefnu?
Ætla þeir Steingrímur
og Ólafur Ragnar að
beijast saman undir þess-
um inerkjum í kosninga-
baráttunni í Reykjanes-
kjördæmi í komandi
kosningum? Eða er þetta
ekki annað en venjuleg
framsóknarmennska hjá
Steingrími, hin hefð-
bundna aðferð að taka
afstöðu gegn varnarsam-
starfinu við Bandaríkja-
menn þegar það kemur
til umræðu á þessum for-
sendum?
Ólafur Ragnar hefur
áreiðanlega vitað, að
hann gæti höfðað til
ábyrgðarleysis frani-
sóknarmanna um leið og
. hami taldi sig vera að
tala upp í eyrun á her-
stöðvaandstæðingmn og
lofa þcim enn einni
nefndinni um öryggis-
málin. Viðbrögð forsæt-
isráðherra vom á þami
veg sem Ólafur vænti.
Nú á efth’ að koma í ljós,
hvort herstöðvaandstæð-
ingar gera aimað en
yppta öxlum yfir þessu
nýja sjónarspili sem
formaður Alþýðubanda-
lagsins vill hefja um
varnir og öryggi þjóðar-
| innar.
VERÐBREF I ASKRIFT
Reglulegur spamaður getur
orðið að digrum íjársjóði
Verðbréf í áskrift hjá VÍB er þjónusta fyrir þá sem
vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða
ávöxtun á sparifé sitt. Askriftendur geta valið á milli
ávöxtunar í 5 verðbréfasjóðum, allt eftir þörfum hvers
og eins. Verðbréfm eru síðan í vörslu hjá VIB og fá
áskrifendur sent árlegt yfírlit um hreyfingar á árinu og
verðmæti fjársjóðsins sem þeir hafa eignast. Til dæmis
verða 10.000 krónur á mánuði í 20 ár að 5 milljónum
ef vextir haldast 7%.
Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.