Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
31
Morgunblaðið/Þorkell
Líkan að Grafarvogskirkju, verðlaunatillögu arktitektanna Finns
Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar.
Verðlaun veitt fyrir til-
lögu að Grafarvogskirkju
VERÐLAUN voru afhent í gær í félagsheimilinu Fjörgyn í Grafar-
vogi vegna samkeppni um teikningar að kirkju fyrir Grafarvogssöfn-
uð. Arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson
hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína sem þótti áhugaverð og nýst-
árleg.
Valdar voru upphaflega þijár til-
lögur úr sex sem bárust og að end-
ingu varð tillaga Finns og Hilmars
Þórs fyrir valinu. Ágúst ísfeld,
formaður sóknarnefndar Grafar-
vogssóknar, sagði að verðlaunatil-
lagan væri líklega ódýrasti kostur-
inn auk þess sem allt fyrirkomulag
innan dyra væri mjög hagkvæmt.
„Það verða ekki miklir erfiðleikar
að koma fyrir tveimur til þremur
athöfnum í einu og hægt verður
að aðskilja mikið rýmið. Kirkjuskip-
ið sjálft verður ekki mjög stórt, inn-
an við 300 manns í sæti, en það
er hægt að tvöfalda þann fjölda
með því að taka í notkun þá sali
að það rými sem fyrir hendi eru,“
sagði Ágúst.
Hann sagði að þetta væru aðeins
hugmyndir ennþá og engin kostnað-
aráætlun hefði verið gerð. Auk þess
væri eftir að útfæra ýmis atriði í
tillögunni, eins og til dæmis endan-
lega stærð kirkjunnar og hvort gert
verði ráð fyrir útibúi Borgarbóka-
safnsins í kjallara hennar eður ei.
Það hefði verið lagt fyrir borgarráð
en svar hefði enn ekki borist.
Ágúst sagði með öllu óljóst hven-
ær bygging kirkjunnar gæti hafist.
Kirkjan kemur til með að standa
neðan við götuna Fjörgyn, sem
stendur Logafold og Hverafold
saman, skammt frá Gullinbrú.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
1 12. nóvember.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(st) 115,00 • 81,00 94,43 90,834 : B.577.216,80
Þorskurjósl.) 85,00 63,00 83,76 2,167 181.514,00
Ýsa (sl.) 120,00 67,00 95,35 14,142 1.348.467,00
Ýsa (ósl.) 86,00 71,00 78,10 8,192 639.763,00
Blandað 26,00 20,00 24,19 2,000 48.376,00
Gellur 350,00 350,00 350,00 3 1.050,00
Karfi 42,00 32,00 34,84 768 27.454,00
Keila 400,00 24,00 17,16 1,264 21.687,00
Kinnar 255,00 170,00 223,17 115 25.665,00
Langa 78,00 35,00 68,76 6,229 428,286,00
Lúða 410,00 260,00 357,26 1,167 416,920,00
Lýsa 20,00 18,00 18,25 1,3113 23.960,00
Skata 45,00 45,00 45,00 16 720,00
Steinbítur 62,00 53,00 57,87 1,114 64.472,00
Ufsi 49,00 35,00 47,92 13,568 650.246,60
Undirmál 75,00 28,00 67,88 3,388 229.994,00
Samtals 86,71 146.301 12.685.791,40
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA
I SKIPASÖLUR í Bretlandi 5.-9. nóvember
Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar-
(kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.)
Þorskur 167,79 110,300 18.506.880,07
Ýsa 138,76 19,700 2.733.477,09
Ufsi 68,31 28,400 1.940.012,07
Karfi 54,76 1,300 71.181,69
Koli 90,60 850 77.010,69
Grálúða 0,00 0,00 0,00
Blandað 139,29 12,110 1.686.822,66
Samtals 144,88 172,660 25.015.384,27
Selt var úr Garðey SF 122 og Sunnutindi SU 59.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 5.-9. nóvember
Þorskur - 167,47 337,730 56.561.321,88
Ýsa 156,73 304,125 47.664.393,72
Ufsi 72,86 41,795 3.045.125,85
Karfi 80,44 27,500 2.212.183,27
Koli 110,03 250,368 27.547.990,27
Grálúða 130,34 17,850 2.326.645,82
Blandað 123,25 138,714 17.096.327,68
Samtals 139,93 1.118,083 156.454.074,09
VESTUR-ÞÝSKALAND 5.-9. nóvember
Þorskur 123,39 12,752 1.573.446,58
Ýsa 97,76 930 90.916,53
Ufsi 81,25 84,599 6.873.788,82
Karfi 103,89 490,297 50.937.285,82
Koli 0,00 0,00 0,00
Grálúða 130,48 25,137 3.279.803,44
Blandað 51,66 53,743 2.776.276,99
Samtals 98,18 667,458 65.531.518,19
j Selt var úr Rán HF 4, Hauk GK 25, Skafta SK 3 og Hoffelli SU 80.
Frá sundmóti Rangæinga á Hvolsvelli.
Hvolsvöllur:
Morgunblaðið/Steinunn
Baldur vann Rang-
æingamótið í sundi
llvolsvelli.
RANGÆINGAMÓT í sundi var haldið á Hvolsvelli 3. nóvember
sl. Þrjú félög sendu lið til keppni, þ.e. ungmennafélögin Baldur,
Hvolhreppi, Hekla Rangárvallahreppi og Trausti, V-Eyjafjalla-
hreppi. Baldur vann mótið með nokkrum yfirburðum, fékk 224
stig, en Hekla varð í 2. sæti með 176 stig.
Vaxandi sundáhugi er nú í hér- Hvolsvellinga undanfarna mánuði
aðinu enda nýlegar sundlaugar
bæði á Hellu og Hvolsvelli. Ung
íþróttakennarahjón, þau Harpa
Rós Björgvinsdóttir og Auðunn
Guðjónsson, voru ráðin til starfa
á Hvolsvelli sl. vor. Harpa Rós
'fur þjálfað hið unga sundlið
og er starf hennar þegar farið að
skila árangri.
Lið Baldurs lenti í öðru sæti á
sundmóti sem haldið var á Sel-
fossi nýlega og þykir það góður
árangur.
- S.Ó.K.
Systir Plianúela og Margrét Hróbjartsdóttir kristniboði.
Maríusystur á ferð
Afmælis-
tónleikar
Steina hf.
í TILEFNI af 15 ára afmæli
Steina hf. verða haldnir þrennir
tónleikar á Púlsinum, Vitastíg
3, Reykjavík. Þriðjudaginn 13.
kemur fram hljómsveitin Ný
dönsk, 14. nóvember hljómsveitin
Todmobile og Bubbi Morthens
15. nóvember.
Allir þessir flytjendur munu flytja
lög, sem út koma á vegum Steina
hf. núna í nóvember. í fréttatilkynn-
ingu frá Steinum hf. segir, a tón-
leikarnir verði teknir upp og úr
þeim unnir þrír 30 mínútna þættir
sem sendir verði út á Stöð 2 og
hafi Egill Eðvaldsson verið ráðinn
sérstaklega sem upptökustjóri
vegna þessarar þáttagerðar. Einnig
verði hljómleikarnir teknir upp á
24 rása segulband og jafnvel fyrir-
hugað að hlutar þeirra verði gefnir
út á hijómplötu síðar meir.
Einungis 100 miðar verða seldir
á hverja tónleika og er forsala á
þeim í hljómplötuverslun Steina hf.
í Austurstræti 22.
-----• ♦ ♦
Skáís fyrir Stöð 2:
Sjálfstæðis-
flokknr fengi
30 þingmenn
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
fengi rétt röskan helming at-
kvæða og 30 þingmenn, ef nú
væri kosið til Alþingis, samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnunar,
sem Skáís hefur gert fyrir Stöð 2.
Framsóknarflokkurinn fengi 18%
atkvæða og 14 þingmenn, Alþýðu-
flokkur 11,2% og 7 þingmenn, Al-
þýðubandalagið 10,4% og 8 þing-
menn og Kvennalistinn 6,5% og 4
þingmenn.
Af þeim sem tóku afstöðu til ríkis-
stjórnarinnar voru 56,9% á móti
henni og 43,1% stuðningsmenn.
Þeir sem tóku afstöðu til ríkis-
stjórnarinnar voru 82,1% þeirra, sem
spurðir voru, en 63,3% aðspurðra
tóku afstöðu til stjórnmálaflokka.
■ Á HORNl Hverfisgötu og
Snorrabrautar, þ.e. Hverfisgötu
105, hefur ný verslun verið opnuð,
Nýmagasin. Verslunin opnaði
leggur áherslu á listrænar vörur.
Áhersla er iögð á sem flestar vöru-
tegundir og má þar nefna smáar
FORYSTUSYSTIR hinna evang-
elísku Maríusystra á Norðurlönd-
um, systir Phanúela, og systir
Jósuana frá Noregi verða hér á
og stórar styttur og vasa, kertastj-
aka, eyrnalokka, nælur og nytsama
hluti s.s. áhöld fyrirtómstundariðju,
smíðaáhöld til heimilisnota o.fl.
Einnig er verslunin með hljómplöt-
ur, bækur og fatnað fyrir alla ald-
urshópa.
landi dagana 14.-22. nóvember.
Stuðningshópur systrasamfé-
lagsins hér á landi hefur starfað
síðan 1983. Heimsókn systranna
hefst að þessu sinni með almennri
samkomu í Neskirkju fimmtudag-
inn 15. nóvember kl. 20.30 og
kvöldsamkomur verða á ýmsum
stöðum öll kvöld heimsóknarinnar
nema laugardagskvöldið. Systir
Phanúela talar auk þess við guðs-
þjónustu í Laugarneskirkju sunnu-
daginn 18. nóvember kl. 11.00.
I fréttatilkynningu segir að
mönnum gefist kostur á að ganga
í stuðningshóp systranna.
■ ÞANN 13. nóvember kl. 17.10
flytur Snjólfur Olafsson dósent við
viðskipta- og hagfræðideild Háskól-
ans erindi um aðferðir til að auð-
velda ákvarðanir um flókin mál.
Margar ákvarðanir verður að taka
án þess að nauðsynlegar upplýsing-
ar séu fyrir hendi. Áuk þess geta
þær upplýsingar sem til eru verið
vafasamar og misvísandi og mikil
óvissa ríkir oftast um framtíðina.
Þegar yfirsýn yfir málið er ónóg
og hópur manna þarf að komast
að sameiginlegri niðurstöðu getur
Olíuverö á Rotterdam-markaði, síðustu tiu vikur, 31. ág. - 9. nóv., doliarar hvert tonn
verið ærið vandasamt að rata á
réttu lausnirnar. Það eru ýmsar
leiðir færar til að auðvelda ákvarð-
anatöku um flókin viðfangsefni, ein
þeirra er að nota nýlegar aðferði'r
aðgerðarannsókna. Þessar aðferðir
má nota án sérþekkingar á stærð-
fræði og ættu að henta mörgum. I
fyrirlestrinum verður gefið yfirlit
yfir þessar aðferðir, þijár þeirra
kynntar með dæmum og útskýrt
hvernig og hveijum þær geta kom-
ið að gagni. Fundarstaður er stofa
101 í Odda, húsi Háskóla íslands,
á móts við Norræna liúsið. Fund-
urinn er öllum opin.
(Fréttatilkynning)