Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 27
í MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990 35 kíló af sprengi- efni finnast í London ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæöi, þjónusta OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ÓJ> Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 isamutufUM, Rimlagluggatjöld í yfir 20 litum. Sérsniöin fyrir hvern glugga eftir máli. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á íslandi pifíabæp Síðumúla 32 - Reykjavík - Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 12 - Keflavík - Sími: 92-12061. ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum tii innbindingar Saint Andrews, frá Gudmumli Heiðari Fríniannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKA lögreglan fann 35 kíló af sprengiefni í bíl í Lundúnum, um helgina. IRA myrti fjóra menn á Norður Irlandi sl. föstudag. Talið er að sprengiefnið sé af gerðinni Semtex, sem IRA hefur lengi notað. Sömuleiðis gerði lögreglan húsleit í tveimur íbúðum og gerði upptæk skjöl og skotvopn. Tólf voru handteknir og voru í yfirheyrslum á sunnudag og mánudag. Um 2.000 íbúar úr nærliggjandi hneagh-vatninu, sem þeir höfðu götum urðu að hverfa úr húsum sínum, meðan verið var að fjar- lægja sprengiefnið. Lögreglan segist vonast til að handtökurnar og rannsókn á skot- vopnum muni varpa ljósi á morð IRA á meginlandi Evrópu og þing- manninum Ian Gow. Sömuleiðis telur hún að tekist hafi að koma í veg fyrir sprengjuherferð IRA á Englandi á næstu vikum. Sl. föstudag jnyrti IRA fjóra menn á Norður-írlandi. Mennirnir voru að fara á fuglaskytterí í Loc- ■ KA UPMANNAHÖFN. Fram- kvæmdastjóri SAS flugféiagsins, Jan Carlzon, vísaði því staðfast- lega á 'bug að flugfélagið ætti í meiriháttar erfiðleikum á blaða- mannafundi í Osló í síðustu viku að sögn danska dagblaðsins Politik- en. Efnahagssérfræðingar hafa spáð flugfélaginu gjaldþroti innan tveggja til þriggja ára ef ekki verð- ur breytt um stefnu í rekstri þess. Carlzon viðurkenndi þó að félagið ætti í tímabundnum erfiðleikum en hann sagði einnig að það yrði rekið með hagnaði árið 1990. Hann minnti á að eigið fé SAS væri um 123 milljarðar ÍSK og að félagið nyti mikils lánstrausts. ■ BANGKOK. 19 ára bresk stúlka, Karyn Smith, viðurkenndi að hafa smyglað heróíni fyrir tæ- lenskum rétti á föstudag og bað réttinn um að miskunna sér. Karyn og vinkona hennar Patricia Cahill, 17 ára, voru handteknar í júlí á flug- velli í Bangkok með 26 kíló af her- óíni falin í sápubrúsum í farangri sínum. Þær eiga dauðadóm yfir höfði sér ef þær verða sakfelldar en dauðadómar eru nær alltaf mild- aðir í Tælandi. Urskurðar réttarins er að vænta í janúar á næsta ári. ■ KAUPMANNAHÖFN. Fær- ' eyska rithöfundasambandið hefur tilnefnt ljóðskáldið Carl Johan Jensen til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðasafnið líverkiskyn sem út kom síðasta vor. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafa tvisvar fallið Færey- ingum í skaut. William Heinesen hlaut þau árið 1956 og Roi Paturs- son árið 1986. Verðlaunin verða afhent í Tromsö í Noregi 25. janúar. gert reglulega. Lík þeirra fundust ekki fyrr en á laugardag. Þrír þeirra tengdust lögreglunni, en einn þeirra hafði aldrei unnið fyrir lög- regluna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka og leiðtogar kaþólskra og mót- mælenda hafa fordæmt verknað- inn. Lögreglan á Norður-írlandi hef- ur áhyggjur af því, hvar hryðju- verkamennirnir fengu svo ná- kvæmar upplýsingar um ferð mannanna fjögurra. Hún óttast, að einhver innan lögreglunnar leki upplýsingum til IRA. Reuter * Ferðamönnum fækkar í Israel Kona í gestamóttöku fimm stjarna hótels í Jerúsalem gengur frá skila- boðum til gesta hótelsins en ejns og sjá má á myndinni eru fáir herberg- islyklar í notkun. Dagblað í Israel skýrði frá því í gær að færri ferða- menn hefðu komið til landsins í síðasta mánuði en nokkurn annan októbermánuð frá Yom Kippur-stríðinu árið 1973. Finnar hyggjast ekki endur- heimta sovésk landsvæði Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að reyna að endur- heimta þau landsvæði sem Sovétmenn tóku af Finnum í lok seinni heimsstyijaldar. Þessu lýsti Pertti Paasio utanríkisráðherra yfir í finnska þinginu á föstudaginn. Paasio svaraði fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar fyrirspurn Maritu Jurva, þingkonu Landsbyggðarflokksins. Marita Jurva hefur áður komið gildi hefðu upphaflega verið ætluð við sögu, rti.a. vegna ummæla sinna varðandi hugsanleg skipti á Álandseyjum og þeim landsvæðum fyrir botni Finnska flóans sem Finnar misstu í stríðinu. Hún hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni að Finnar ættu að taka að sér að hreinsa menguð héruð í norður- hluta Sovétríkjanna á landamær- um Noregs og Finnlands með þeim skilyrðum að þessi svæði féllu í hendur Finna. Að þessu sinni vildi Jurva hvetja ríkisstjórnina til að hefja Samningaviðræður við Sovét- menn með það að markmiði að endurheimta Kiijála-héraðið. Aðdragandi þessa máls var ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru að fella úr gildi þau ákvæði friðarsamningsins við bandamenn í lok síðari heimsstyij- aldar sem takmörkuðu varnargetu Finna. Paasio utanríkisráðherra ítrekaði í svari sfnu að þau hernað- arlegu ákvæði sem voru felld úr til skamms tíma enda flest þeirra orðin úrelt vegna tækniþróunar. Hvað varðar landamæri Finnlands og Sovétríkjanna hélt Paasio því fram, að núverandi landamæri væru til komin í kjölfar tveggja styijalda og væri engin ástæða að breyta þeim. Ummæli Maritu Jurva eru skoð- uð sem kosningaáróður því Finnar kjósa nýtt þing í mars en þær kosn- ingar munu skera úr um framtíð Landsbyggðarflokksins. Hann hef- ur alla tíð verið mótmælaflokkur en eftir stjórnarþátttöku undanfar- in ár hefur fylgi hans hrapað. Flokkurinn ákvað snemma í haust að ganga úr ríkisstjórninni til þess að styrkja stöðu sína fyrir kosning- arnar. Þær miklu pólitísku breytingar sem hafa átt sér stað í Evrópu á síðasta ári hafa vakið vonir margi’a Finna um að Kiijála-hérað yrði einhvern tíma endurheimt. Við lok seinni heimsstyijaldar settust um 400.000 flóttamenn frá Kiijála að viða í Finnlandi. Þessir flóttamenn og afkomendur þeirra hafa aldrei gleymt heimkynnum sínum. Hafa ferðir fyrrverandi Kiijála-búa á heimaslóðir aukist gífurlega á síð- ustu árum um leið og sovésk yfir- völd hafa leyft einkaferðir um land- amærahéruðin. Margs konar þró- unaráætlanir til þess að hjálpa núverandi íbúum Kiijála hafa einn- ig verið í athugun en hingað til hefur lítið sem ekkert orðið úr þeim. Nepal: Konungnr færir þegmmi sín- um lýðræðislega stjórnarskrá Kathmnndú. Reuter. BIRENDRA, konungur Nepals, afsalaði sér á föstudag stórum hluta valda sinna. Hann færði þegnum sínum nýja lýðræðislega sljórnar- skrá sem byggð er á breskri stjórnlagahefð. Mikill fögnuður varð í Nepal yfir tíðindunum. Breytingar þessar má rekja til mótmæla almennings í apríl síðast- liðnum en þá féllu fimmtíu manns fyrir skotum hers og lögreglu. Bir- endra konungur féllst þá á að af- sala mestu af völdum sínurn. Sam- kvæmt nýju stjórnarskránni verður komið á fjölflokka lýðræði og ber konungi að lúta stjórnarskránni en áður var hann ofar stjórnarskránni. Faðir Birendra, Mahendra kon- ungur, leyfði svipaða þróun mála seint á sjötta áratugnum, en missti þolinmæðina eftir tvö ár og sagði að vegna fátæktar hefði Nepal ekki efni á þeim munaði sem lýðræði væri. Saudi-Arabía: Konur heimta ökuréttindi Ríjad. New York Times. UM 30 konur óku á 15 bílum um götur Ríjad í Saudi- Arabíu nýlega til að mót- mæla banni við akstri kvenna i landinu. Konurnar sögðust hafa ákveðið að efna til mótmæl- anna vegna þess að þær óttuð- ust að þær gætu enga björg sér veitt ef stríð brytist út við Persaflóa. Allar sögðust þær 'iiafa mikla reynslu sem öku- menn og tekið ökupróf erlend- Margar ' saudi-arabískar konur hafa sagt að bannið hljóti að verða afnumið þar sem tugþúsundir kvenöku- manna hafi komið til landsins að undanförnu frá Kúvæt, auk þess sem margar konur í bandarísku hersveitunum í landinu hafi ökuleyfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.