Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
Fjölskylda Gísla telur vænlegt
að sendimaður fari til Bagdad
Steingrímur Hermannsson leitar aðstoðar hjá Arafat
FJÖLSKYLDA Gísla H. Sigurðssonar læknis telur að það sé vænleg
leið til þess að hann komist frá Bagdad að sendimaður frá íslandi fari
til Bagdad. Að sögn eiginkonu Gísla, Birnu G. Hjaltadóttur, lét Gísli
þess getið í samtali við hana á laugardag að það hefði sýnt sig varð-
andi lausn gísla í írak að vænlegasta leiðin væri sú að sendinefnd eða
sendimaður af sama þjóðerni færi til Bagdad. Steóngrímur Hermanns-
son forsætisráðherra segir að þessi möguleiki hafi ekki verið ræddur
og slíkt sé ekki í undirbúningi svo hann viti til. Hins vegar hefur
hann skrifað Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO),
bréf þar sem hann er beðinn um að aðstoða við lausn Gísla.
„Ég ætlaði að halda þessu leyndu
en þetta hefur hins vegar kvisast
út og ég vil ekki vekja neinar vænt-
ingar,“ sagði Steingrímur í gærkvöld
þegar hann var spurður um bréfið
til Arafats. Hann sagðist hafa haft
samband að beiðni aðstandenda
Gísla við skrifstofu Frelsissamtaka
Palestínu í Stokkhólmi og fengið þau
svör að þetta væri mjög erfitt mál.
Síðan hefði hann tekið þetta má! upp
að nýju í bréfi til Arafats fyrir nokkr-
um dögum en ekki hefði borist svar
við því enn.
Bima ræddi símleiðis við Gísla á
laugardag, daginn eftir að hann kom
til Bagdad. I samtalinu kom fram
að Gísli hefði ekki viljað fara frá
Kúvæt fyrr en hann hefði fengið
afleysingarmann á spítalanum þar
sem hann er yfirlæknir á gjörgæslu-
og svæfíngardeild. Það hefði loks
tekist í lok síðustu viku þegar írask-
ur iæknir leysti hann af hóimi og
þá fór hann frá Kúvæt.
Gísli ók sjálfur til Bagdad og í
fylgd með honum var íraskur vinur
hans sem unnið hefur hjá sænsku
fyrirtæki í Kúvæt. Að sögn Bimu
varð Gísli að skiija búslóð þeirra
hjóna eftir í Kúvæt. írakinn hefur
farið reglulega á milli Bagdad og
Kúvætborgar og meðal annars flutt
bréf til og frá Gísla. Einnig hefur
hann, að sögn Bimu, komið vísinda-
greinum frá Gísla áleiðis úr landi
en Gísli hefur undanfarið unnið úr
viðamiklum rannsóknum sem hann
gerði í vor á keðjuverkandi líffæra-
bilun (Multiple organ failure). Bima
sagðist telja að hin mikla vinna á
spítalanum hefði hjálpað Gísla að
standast hið andlega álag sem fylgdi
vemnni í Kúvæt frá því innrásin var
gerð í byijun ágúst. Gísli var eini
Vesturlandabúinn sem eftir var í
Kúvæt þegar hann fór þaðan ef
undan eru skildir Bretar og Banda-
ríkjamenn sem enn eru í herkví í
sendiráðum ríkjanna í Kúvætborg.
Gísli dvelst nú á hóteli í Bagdad
og hefur sótt um leyfi til að fara
úr landi. Birna sagði að fjölskyldan
hefði undanfarha daga mikið velt
því fyrir sér hvaða íslendingar gætu
helst náð árangri með því að fara
til Bagdad og eins hvernig fjár-
magna skyldi slíka för. Einnig hefði
hún spurst fyrir um þetta atriði í
utanríkisráðuneytinu og fengið þau
svör að þar væru menn ekki farnir
að hugsa svo langt.
Aðeins búið
að salta í
48 þúsund
síldartunnur
BÚIÐ var að salta í 48 þúsund
tunnur af síld á mánudagsmorg-
un, eða 14.400 tunnum minna
en á sama tíma í fyrra. Um
þetta leyti árið 1985 hafði hins
vegar verið saltað í 246 þúsund
tunnur af síld.
Síldarútvegsnefnd hefur samið
um sölu á um 70 þúsund tunnum
af síld tii Svíþjóðar, Finnlands,
Danmerkur, Þýskalands, Kanada
og Bandaríkjanna á þessari veitíð.
Góð síldveiði hefur verið við
Hvanney, rétt fyrir utan Höfn í
Hornafirði, og þar voru 14 síldar-
bátar að veiðum eftir hádegið í
gær.
Delta kaupir
meirihluta
í Sápugerð-
inni Frigg
EIGENDUR meirihluta hluta-
fjár Sápugerðarinnar Friggjar
hf. í Garðabæ hafa gert samn-
ing um að selja Delta hf. hluta-
bréf sín. Var þetta tilkynnt á
fundi með starfsmönnum
Friggjar í gær.
Frigg er stærsta framleiðslufyr-
irtækið á hreinlætisvörum hér á
landi og hefur Delta hug á því að
reka það áfram í því formi sem
verið hefur. Fjörutíu manns vinna
hjá fyrirtækinu og er ekki gert ráð
fyrir neinum starfsmannabreyt-
ingum. Framkvæmdastjóri er Jón
Þorsteinn Gunnarsson. Sagði Jón
Þorsteinn að reksturinn hefði
gengið vel á yfirstandandi ári og
magnaukning á framleiðslu væri
í kringum 12%. Rekstrarhagnaður
væri góður og markaðsstaða fyrir-
tækisins traust.
Pharmaeo hf., sem á meirihlut-
ann í Delta hf., keypti íslensk
matvæli hf. í Hafnarfirði í byijun
nóvembermánaðar, eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu ný-
lega.
V cstmannaeyj ar:
RLR rannsakar lát
19 ára gamals Svía
Atvinnuleysistryggingasj óður:
Framlag ríkisins dugir tæp-
lega fyrir greiðslum út árið
Ríkissjóður ábyrgur fyrir greiðslum
„ VIÐ ÆTTUM að verða birgir fyrir þennan mánuð því framlag ríkis-
ins til Atvinnuleysistryggingasjóðs á að berast um miðjan mánuð-
inn,“ segir Eyjólfur Jónsson, forstöðumaður sjóðsins. Hann segir þó
að búast megi við að lögbundið framlag í desember muni ekki duga
fyrir útstreymi úr sjóðnum. Verkfall yfirmanna á fiskiskipum hefur
í för með sér fjöldaatvinnuleysi semjist ekki milli LIÚ og FFSÍ. í
sjóðnum eru nú aðeins 37 milljónir kr., eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á miðvikudag. Ástæðan er sú að losað hefur verið um eign-
ir sjóðsins með því að safna eignum í formi skuldabréfa frá Hús-
næðisstofnun fyrir alls 1,4 milljarða kr.
Að undanfömu hefur aukið at-
vinnuleysi í landinu valdið verulegri
aukningu bótagreiðslna Atvinnu-
leysistryggingasjóðs og hefur fram-
lag ríkisins og atvinnurekenda til
sjóðsins engan veginn dugað á
móti útstreymi bótagreiðslna. Eyj-
ólfur sagðist treysta því að ríkið
legði fram bætur enda er ríkissjóður
ábyrgur fyrir greiðslum úr sjóðnum.
Aftur á móti er ijóst að sjóðurinn
hefur ekki yfir að ráða vel söluhæf-
um bréfum, eins og fram kemur í
fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár,
þar sem reiknað er með auknu beinu
framlagi til sjóðsins frá ríkinu um:
fram það sem lög gera ráð fyrir. í
ár er heildarframlag ríkisins og at-
vinnurekenda rúmur milljarður kr.
en á næsta ári er gert ráð fyrir 200
milljónum úr ríkissjóði umfram það.
Áætlað er að vinnustöðvun í fisk-
vinnslu végna yfírvofandi verkfalls
yfirmanna á fiskiskipum muni kosta
300 milljónir króna í atvinnuleysis-
bætur á mánuði.
NÍTJÁN ára gamall sænskur piltur sem var við fiskvinnslustörf í Vest-
mannaeyjum lést síðastliðinn föstudag af völdum blóðeitrunar sem
hann fékk upp úr vírussýkingu en um 50 mínútur liðu frá því fyrst
var haft. samband við lækni þar til sjúklingurinn var fluttur á sjúkra-
hús. Maðurinn lést um þremur klukkustundum síðar. Rannsóknarlög-
reglan var fengin til að annast rannsókn málsins að ósk fyrirtækisins
vegna ýmissa sögusagna í kringum málið.
Svíinn hafði unnið í um mánað-
artíma við fiskvinnslu í Eyjum. Hjá
fyrirtækinu unnu fleiri Svíar og eru
þeir nú á heimleið, bæði vegna verk-
efnaskorts og þessa atviks, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Rannsókn málsins er því sem
næst lokið en hún beindist að því
hvort beðið hefði verið um aðstoð
læknis án árangurs og það leitt til
þess að drengurinn hafi legið lengi
helsjúkur í herbergi sínu í verbúðinni.
Pilturinn hafði unnið tólf tíma
vakt síðastliðinn fimmtudag en að
morgni föstudags kvaðst hann kenna
tii slappleika og mætti ekki til vinnu.
Um kl. 9.30 er vitjað um hann á ný
og er hann þá orðinn mikið veikur,
með útbrot um allan líkamann. Fé-
lagar hans héldu í fyrstu að hann
væri með mislinga. Um kl. 12.10
höfðu þeir samband við lækni og
reyndu að lýsa sjúkdómi piltsins en
læknirinn taldi að ekki væri um
bráðatilfelli að ræða og vildi að sjúkl-
ingurinn kæmi sjálfur á spítalann.
Félagar hins látna telja lækninn hafa
tekið sér dónalega og ekki hafa svar-
að málaleitan þeirra. Kl. 12.30 höfðu
þeir samband við lögreglu og sjúkl-
ingurinn var fluttur á sjúkrahúsið.
Þangað var hann kominn um kl. 13
en dó um þremur klukkustundum
síðar.
Lögreglan hefur ekki tekið skýrslu
af lækni sem var á vakt. Yfirlæknir
sjúkrahússins vildi ekki tjá sig um
málið í gær. Rannsóknarlögreglan í
Vestmannaeyjum á von á því að
málið verði sent landlækni til frekari
athugunar.