Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ mun standa fyrir menntamálaþingi 16.-17. nóvember næstkomandi að Hótel Loftleiðum, þar sem fjallað verður um drög að framkvæmdaáætlun ráðuneytisins í skólamálum til ársins 2000. Um 200 aðilum verður boðið til þingsins, sem er það fyrsta sem haldið er hér á landi um heildarstefnumótun í menntamál- um, en markmið þess er að fá fram viðbrögð sem flestra við drögun- um. Á blaðamannafundi, þar sem drög að framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins voru kynnt, sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, að þetta væri í fyrsta sinn sem lögð væri fram tillaga að stefnumótun af þessu tagi. Um væri að ræða afrakstur af tveggja ára vinnu með starfs- 1* Danskennsla á myndbandi NÝI dansskólinn hefur gefið út myndband með danskennslu: Spor í rétta átt. Þetta er fyrsta islenska myndbandið af þessu tagi. Danskennslan er sett upp þannig að fyrst lærir nemandinn frumspor- in, síðan er annað afbrigði fyrir þá sem vilja læra meira. Eftirfarandi dansar eru á mynd- bandinu: Enskur vals, Quickstep, Cha cha cha, Jive og Ræll. Dans- kennarar eru þau Níels Einarsson og Gerður Harpa Kjartansdóttir. Farmleiðandi myndbandsins er Myndbær hf. fyrir Nýja dansskól- ann. Kvikmyndatöku og klippingu annaðist Ernst Kettler. Myndbandið er til sölu hjá Nýja dansskólanum. mönnum ráðuneytisins, en verkið hefði verið unnið undir forystu Gerðar G. Óskarsdóttur. I drögunum er fjallað um áhersluþætti frá leikskóla til há- skóla og fullorðinsfræðslu. Sérstakr ur kafli er um hvert skólastig þar sem sett eru fram markmið og þau skilgreind og rökstudd, en síðan er gerð grein fyrir þeim skrefum sem stíga þarf til að ná hveiju mark- miði. Meðal áhersluþátta er efling leikskóla sem uppeldis- og mennta- stofnunar, samfelldur og einsetinn grunnskóli og lengri skóladagur fyrir yngstu nemendurna, og fram- haldsskóli fyrir alia. Á háskólastigi Háskóla- tónleikar falla niður TÓNLEIKAR Hannesar Þ. Guðrún- arsonar og Guðmundar Hallvarðs- sonar gítarleikara sem auglýstir voru í Norræna húsinu miðvikudag- inn 14. nóvember falla niður vegna ófyi'irsjáanlegra- ástæðna. F.h. Tónleikanefndar háskólans, Guðrún Gísladóttir. Morgiinblaðið/Theodór Leikdeild Umf. Skallagríms Borgarnesi æfir um þessar mundir nýtt íslenskt barna- og fjölskylduíeikrit eftir Þröst Guðbjartsson leikara sem einnig er leikstjóri. Var höfundurinn og.leikhópur- inn fenginn til að stilla sér upp en þau ákváðu að hrúga frekar upp eins og myndin ber með sér. Borgarnes: „Allt í plati“ - nýtt fjöl- skyldu og barnaleikrit Borgamesi. ÞESSA dagana standa yfir æfingar hjá leikdeild Umf. Skalla- gríms Borgarnesi á nýju leikriti eftir Þröst Guðbjartsson sem einnig er leikstjóri. Leikritið er byggð á persónum úr þekktum barnasögum og leikritum. Að sögn höfundarins er þarna um hressilegt og fjörugt leikrit að ræða þar sem mikið verður sungið og trallað. í leikritinu fara 11 leikarar með alls 15 hlutverk. Mikið verður lagt upp úr búning- um og leikmyndin þannig gerð að hægt verður að ferðast með leikritið hvert á land sem er. Verk- ið tekur um 80 mínútur í flutn- ingi. Stefnt er að því að frumsýna verkið þann 24. nóvember í Sam- komuhúsinu í Borgarnesi. Þröstur er Borgnesingum að góður kunnur því hann leikstýrði einnig síðasta verki deildarinnar sem var gamanleikurinn Við borg- um ekki, við borgum ekki eftir Dario Fo. Síðasta barnaleikrit sem Ieikdeild Skallagríms setti upp hét Leifur ljónsöskur og var fært á fjalirnar fyrir um ■ 10 árum og þótti því tími til komin að gera eitthvað fyrir börnin í dag. - TKÞ. er lögð áhersla á samvinnu há- skóla, og kennaramenntun fyrir all- ar helstu greinar, sem kenndar eru í grunn- og framhaldsskólum, og varðandi fullorðinsfræðslu er undir- strikað hlutverk menntamálaráðu- neytisin's í upplýsingamiðlun og ráð- gjöf. „Við teljum að hér sé um að ræða tímamótaskjal. Tilgangurinn er sá að öll þjóðin viti hvert er stefnt í menntamálum, að skóla- menn viti hvert er stefnt að hálfu ráðuneytisins, og að starfsmenn ráðuneytisins hafi þetta skjal sem einskonar leiðarvísi í sínum verkum. Þetta er ekki óskalisti, heldur raunsæ stefna, sem tekur mið af hinum efnahagslega veruleika þjóð- félagsins,“ sagði menntamálaráð- herra. Hann sagði að ef allt það væri framkvæmt sem í drögunum væri gerð tillaga um, þá þyrftu útgjöld •til menntamála sem hlutfall af ríkisútgjöldum að hækka úr 13% í 15%. „Það er sama hlutfall og út- gjöld til menntamála hafa oft áður verið, þannig að hér er í raun og veru ekki verið að gera annað en ieggja það til að menntamálin haldi þeim hlut, sem festur hefur verið í ríkisútgjöldum á hvetjum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Morgunblaðið/KGA Eitt atriða úr sýningu Listafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Listafélag MH sýnir Seiðmag'iiað síðdegi LISTAFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýndi sl. laugardag frægan austurrískan einþáttung sem ber reyndar enskan titil, Magie Afternoon, en hefur í íslenskri gerð hlotið nafnið Seiðmagnað síðdegi. Persónur verksins eru aðeins tjórar og tekur sýningin um 2 tíma. Þorvarður Helgason þýddi verkið og leikstýrir því einnig. Þátttakendum hefur þótt mjög forvitnilegt að kynnast ungu fólki í öðru landi fyrir rúmum 20 árum, og ekki síst að heyra tóniist frá þessum tíma í lifandi samhengi. KRFÍ mótmælir prófkjörum KVENRETTINDAFELAG Is- lands hélt helgarmót í Munaðar- nesi dagana 2.-4. nóvember sl. Aðalumræðuefnið á mótinu var staða kvenna á vinnumarkaðinum og þá sérstaklega launamunur karla og kvenna. Fyrirlesari var Helgi Tómasson tölfræðingur frá Kjara- rannsóknarnefnd. Þá kynnti Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi nýlega jafnréttiskönnun Bandalags há- skólamanna og ræddi út frá því m.a. starfsval og metnað kvenna á vinnumarkaði. Annað aðalumræðuefni helgar: innar var framtíðarverkefni KRFÍ og starfshættir. Áhersia var lögð á að KRFÍ et' þverpólitískt afl sem á að beita sér sem þrýstihópur í þágu kvenna og jafnframt að standa vörð um áunnin réttindi þeirra. Ákveðið var að félagið myndi taka upp markvissari baráttuaðferðir til að betjast fyrir hagsmunamálum kvenna, aðferðir sem gáfust félag- inu vel fyrr á árum. I umræðunni kom frarn að félagskonur eru ugg- andi um hag og gengi kvenna í stjórnmálum í ljósi þess hvernig þeint hefur reitt af í prófkjörum stjórnmálaflokkanna að undan- förnu. Af þessu tilefni var eftirfarandi ályktun samþykkt í lok fundat'ins: Fundur Kvenréttindafélags ís- lands haldinn í Munaðarnesi 2.-4. nóvember 1990 óttast að hlutur kvenna á frambo.ðslistum stjórn- málaflokkanna í komandi alþingis- kosningum batni ekki frá því sem nú er. Fundurinn telur vafasamt að þær aðferðir að velja frambjóðendur með prófkjöri séu rétta leiðin til að styrkja stöðu kvenna á framboðs- listunum. Fundurinn ítrekar nauðsyn þess að í lýðræðisþjóðfélagi vet'ði hlutur karla og kvenna við ákvarðanatöku jafnaður. (Fréttatilkynning) Ráðstefna haldin um fráveitur og sorp RÁÐSTEFNA uip fráveitur og sorp verður haldin í Borgai-túni 6 á fimmtudag og föstudag, 15. og 16. nóvember. Að ráðstefnunni standa Lagnafélag Islands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Hollustu- vernd ríkisins í samvinnu við Samtök tæknimanna sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytið. Júlíus Sólnes, umhverfisráð- herra, setur ráðstefnuna. Á fimmtu- dag verðut' fjallað um ástand og stefnu frárennslismála í höfuðborg- inni og annars staðar á landinu, rotþrær, nýja mengunarvarnar- reglugerð og hönnun fráveitna með hliðsjón af henni. Farið verður í skoðunarferð að dælustöð og koniið við á vinnustað, þar sem unnið er að lagningu í'ráveitulagnar við Sketjafjörð. Á föstudag verður á dagskrá yfirlit um hreinsun skolps og útrás- ir, gerileyðing skolps með útfjólu- blárri geislun, stefnumörkun í með- höndlun Skolps og sorps á höfuð- boi'garsvæðinu, staða sorpmála og hlutverk umhverfisráðuneytis á sviði fráveitu- og sorpmála. Ráðstefnustjórar verða Jónas Elíasson, verkfræðingut' og prófess- or við Háskóla íslands, Ásgeir Magnússon, raftæknifræðingur, bæjarstjóri í Neskaupsstað og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ríkisstjórnin færNýja testamentið Sigurbjörn Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Gídeonfélaganna á íslandi, (t.v.) og Sigurður Þ. Gú- stafsson, varaforseti félagsins, (t.h.) afhenda Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra Nýja testamenti. Aðrir ráðherrar í ríkis- stjórn íslands fengu einnig Nýja testamentið í tilefni af því að Gíde- onfélögin á íslandi hafa dreift 200 þúsund eintökum af Nýja testa- mentinu. Menntamálaráðuneytið: Drög að stefnumörk- un um skólamál kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.