Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Vígsla Akihitos keisara í Japan: Hásætisgöngu mótmælt með fluerskeytaárásum Tókío. Rpnfpr. ^ HÁSÆTISGANGA Akihitos Japanskeisara fór fram í höll hans í Tókíó í gær að viðstöddum 2.500 gestum, þar af 65 þjóðhöfðingjum. Nokkrar sprengingar urðu í Tókíó er róttækir vinstrimenn skutu heimatilbúnum flugskeytum til að mótmæla athöfninni. Á meðal gesta við athöfnina voru Baidvin Belgíukonungur, Karl Bretaprins, Richard von Weizsacker forseti Þýskalands, Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands og Dan Quayle varaforseti Bandaríkjanna. Akihito, sem er afkomandi Sólgyðj- unnar samkvæmt hinni fornu shinto-trú Japana, flutti stutt ávarp áður en hann gekk til hásætis síns. Hann sórþess eið að virða í hvívetna stjórnarskrána sem Bandaríkja- menn sömdu eftir heimsstyrjöldina síðari, en þar var keisarinn sviptur alræðisvöldum og aðeins sagður „tákn ríkisins og einingar þjóðar- innar“. Ráðherrar og hirðmenn keisarans hrópuðu að því loknu þrisvar sinnum „Banzai!“ eða „Meg- ir þú lifa í þúsund ár!“ Keisarahjónin settust síðan í há- sæti sín, sem hulin voru tjaldi. Hirð- menn börðu bumbur er tjöldin voru dregin upp. Skömmu áður en athöfnin hófst sprungu fimm heimatilbúin flug- skeyti á götum Tókíó-borgar, um kílómetra frá keisarahöllinni. Eldur braust einnig út í þremur neðan- jarðarlestum og talið er að kveikt hafi verið í þeim að yfirlögðu ráði. Þá brunnu tvö shinto-hof til kaldra kola og tvö til viðbótar skemmdust alvarlega í eldi. Áður hafði flug- skeytum verið skotið á fjórar stöðv- ar japanska hersins í grennd við Tókíó og á bandarískan herflugvöll vestan við höfuðborgina. Enginn varð fyrir meiðslum í árásunum. Gestir við hásætisgönguna urðu ekki varir við árásirnar. Gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna athafnarinnar, um 37.000 öryggisverðir gengu um götur Tókíó og þyrlur flugu yfir borgina, auk þess sem loftbelgir voru notað- ir til eftirlits. Keisarahjónin létu árásirnar ekki aftra sér frá því að fara í hálfrar klukkustundar ökuferð um borgina í þaklausum Rolls Royce-bíl eins og ráðgert hafði verið. Um 110.000 manns fylgdust með ferð þeirra en gert hafði verið ráð fyrir mun fleira fólki, eða um 300.000. Akihito tekur formlega keis- aravígslu 22. nóvember. Róttækir vinstrimenn í Japan eru andvígir vígslunni þar sem þeir telja hana eiga rætur að rekja til skuggalegrar hemaðarfortíðar. Margir venjulegir skattgreiðendur eru henni einnig mótfallnir þar sem hún kostar um 12,3 milljarða jena, 6,3 milljarða ÍSK. Viðræður Gorbatsjovs og Jeltsíns: Líkur á samkomulagi um valdaskiptingu Moskvu. Reuter. ■*“ V—/ Reuter Akihito Japanskeisari og kona hans, Michiko, ganga út úr keisara- höllinni í Tókíó eftir hásætisgöngu þeirra í gær. VIÐRÆÐUR Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, á sunnudag hafa aukið vonir um að þeim takist að semja um ágreiningsefni sín, að sögn TASS-fréttastofunnar sov- ésku. Takist það ekki er hætta á öngþveiti og harkalegum átökum eftir áramót er Moskvustjórnin og stjórnvöld í Rússlandi fara að reyna að innheimta skatta og önnur gjöld af sömu fyrirtækjum. TASS, er dregur taum Gor- batsjovs, sagði að Jeltsín virtist hafa áttað sig á því að án stuðn- ings Gorbatjovs yrði engum um- bótaáformum hrundið í framkvæmd í Rússlandi. Rússneska þingið hefur ákveðið að koma á róttækum um- bótum í átt til markaðsskipulags, svonefndri Sjatalín-áætlun, en Gor- batsjov og Níkolaj Ryzhkov forsæt- isráðherra hafa með samþykki sov- éska þingsins ákveðið að fara mun hægar í sakirnar. Jeltsín og sam- verkamenn vilja algert sjálfstæði Rússlands í efnahagsmálum. Auk þess hefur Jeltsín hótað að Rússar taki sér síðar víðtækari völd, jafn- vel í utanríkismálum. Gorbatsjov hefur samþykkt að einstök lýðveldi fái aukin völd í eigin málum en heimtar m.a. að yfirstjórn fjárlaga- gerðar, auðlinda og bankamála verði áfram í höndum Moskvu- manna. Er Jeltsín ræddi við rússneska embættismenn í gær sagðist hann hafa fullvissað Gorbatsjov um að hann vildi ekki sundra sovéska sam- bandsríkinu. Samkomulag hefði orðið um að setja á laggirnar nefnd er kanna skyldi skiptingu valda milli Sovétstjómarinnar og ein- stakra lýðvelda en mörg þeirra hafa þegar krafist fulls sjálfstæðis. Rússland er langstærst og fjöl- mennast lýðveldanna og auðugast af náttúruauðlindum. Makedonía: Kröfur um að þingkosningam- ar verði úrskurðaðar óefildar Skopje. Reuter. SEX stjórnmálaflokkar í júgóslavneska lýðveldinu Makedoníu kröfð- ust þess í gær að fyrri umferð fyrstu fijálsu þingkosninganna í lýð- veldinu í 45 ár, sem fram fór á sunnudag, verði lýst ómerk þar sem margir Makedoníumenn af albönskum uppruna hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni. Utvarpið í Zagreb í Króatíu sagði að kjörstjórn hefði ákveðið að heim- ila Makedoníumönnum, sem starfa erlendis, að greiða atkvæði ef þeir framvísuðu vegabréfum. Fólk af albönskum uppmna hefði misnotað þessa heimild með því að greiða atkvæði á fleiri en einum kjörstað. Erlend eftirlitsnefnd sagðist ekki hafa séð neitt athugavert við kosn- ingarnar. Sex flokkar makedon- ískra þjóðemissinna kröfðust þess hins vegar að kosningarnar yrðu gerðar ógildar vegna viðamikils kosningasvindls Albana og stuðn- ingsmanna kommúnistaflokksins í lýðveldinu. Þúsundir manna söfnuðust sam- an í tveimur borgum lýðveldisins til að mótmæla meintum kosninga- svikum Albana. Um þúsund Alban- ir fóru hins vegar í mótmælagöngu í borginni Struga til að krefjast þess að lögreglan skilaði vegabréf- um 39 Albana, sem grunaðir eru um að hafa komið sér hjá því að gegna herþjónustu. Ekki var vitað hvort til átaka hefði komið. Talsmenn kommúnistaflokksins og Bandalags umbótaaflanna, undir forystu Ante Markovics, forsætis- ráðherra Júgóslavíu sem er Make- doníumaður, sögðu líklegt að kosn- ingarnar yrðu endurteknar á nokkr- um svæðum lýðveldisins. Ráðgert er að síðari umferð kosn- inganna fari fram 25. nóvember. Evrópuþingið: Vilja kanna möguleikana á um- fangsminni samningum við EFTA Brassel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SÍÐUSTU viku var haldinn sameiginlegur fundur þingmanna frá EFTA-ríkjunum og þingmanna úr þeirri nefnd þings Evrópu- bandalagsins (EB) sem fer fram með samskipti við ríki utan banda- lagsins. Á fundinum, sem haldinn var í Lúxemborg, skiptust þing- menn á skoðunum um samskipti Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB. í máli þingmanna EB kom m.a. fram að ef til vill ættu bandalögin að leita umfangsminni samninga en stefnt er að í fyrirhugaðum samningum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Fulltrúi framkvæmdastjómar EB, Robert Cohen, gerði grein fyrir stöðu viðræðnanna við EFTA og sagði að framkvæmdastjórnin væri hóflega bjartsýn á árangur. Segja mætti að samkomulag væri um rúmlega 90% af þeim reglum EB sem eru til umræðu en mikið bæri á milli hvað varðaði fyrirvara - EFTA-ríkjanna sem væra alltof margir og umfangsmiklir. Ljóst væri að ekki væri hægt að upp- fylla kröfur EFTA um fríverslun með sjávarafurðir nema tekið væri mið af hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu EB, sama gilti um landbúnaðarafurðir. Cohen sagði ljóst að EB hefði styrkt EFTA mjög með kröfu sinni um að aðild- arríki þess hefðu sameiginlegan talsmann í viðræðunum. Það væri hins vegar ekki nóg, koma þyrfti á fót stofnunum innan EFTA sem dyggðu til eftirlits og aðhalds inn- an EES. Samkvæmt óstaðfestum heim- ildum í Genf er gert ráð fyrir því að bæta þurfi 900 starfsmönnum við þá rúmlega eitt hundrað sem nú starfa á vegum EFTA ef af EES verður. Þingmenn EB lögðu áherslu á að einhvers konar samráð við EFTA um ákvarðanir væri æski- legt en ekki kæmi til greina neins konar bein aðild að ákvörðunum. Flestir töldu að samningaviðræð- unum yrði ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi næsta vor en sá tími sem þá verður til stefnu fram að 1. janúar 1993 ætti að nægja til að samningurinn hljóti staðfest- ingu bæði Evrópubandalagsins og þjóðþinga EFTA-ríkjanna. Tvö aðildarríkja EB hafa gert fyrirvara um að hugsanlega þurfi að leggja samninginn fyrir þjóð- þing þeirra, Spánn og Grikkland. Ef af því verður gæti gildistaka EES samkomulags tafist nokkuð. Þingmenn EFTA-ríkjanna lögðu áherslu á að EFTA hefði engan hug á að hafa afskipti af innri ákvörðunum EB heldur ein- ungis ákvörðunum sem varða EES. Þingmenn EB sögðu að það kæmi í sama stað niður. Willy de Clercq, formaður nefndar Evrópu- þingsins, sagði augljóst að mikill misskilningur ríkti í röðum EFTA, hann lagði áherslu á orð sín með upplestri úr samþykktum Evrópu- þingsins um samskipti EB við EFTA en þar kemur skýrt fram að ekki kemur til greina af hálfu þingsins að fallast á neins konar aðild EFTA að ákvörðunum innan EB. Giorgio Russetti, talsmaður nefndar EB-þingsins í málefnum EFTA, sagði að þingmenn vildu umfram allt treysta samskipti við EFTA en miklar efasemdir væru um ágæti EES. Það væri í raun- inni miklu heppilegra að EFTA- ríkin sæktu um aðild. Hann sagði að nefndarmönnum virtist sem ágreiningur væri innan EFTA og miklar hræringar væru innan Fríverslunarbandalagsins í um- ræðum og afstöðu til mögulegrar aðildar að EB. Ef það blasti við að flest EFTA ríkjanna vildu sækja um aðild að EB væri best að hætta EES viðræðunum sem yrðu enda gagnslausar þá. Aðrir þingmenn sögðu að EFTA-ríkin yrðu að skilja að þegar rætt væri um frelsin fjögur væri átt við fjög- ur en ekki þrjú. EFTA-ríkin virt- ast ekki hafa áttað sig á því að EB snýst um fólk en ekki einung- is innflutningskvóta og fyrirtæki. Það væri óhugsandi að semja upp á einhveijar undanþágur hvað það varðaði. Þess vegna væri ef til vill affarasælla að leita einhverra annarra lausna á samskiptum EFTA og EB en fælust í EES. Hugsa mætti sér einhveija út- þynnta útgáfu af EES, eins konar viðbót við gildandi fríverslunar- samninga. Gera mætti aðgreinda samninga um sérhvert atriði við EFTA-ríkin í heild eða hvert í sínu lagi. Flestir þingmenn Evrópu- þingsins virtust þeirrar skoðunar að til að ná markmiðum sínum yrðu EFTA-ríkin að sækja um Willy de Clercq. aðild en henni myndu allir fagna. EFTA-ríkin litu á samninginn um EES sem áfanga á leið til ein- hvers annars, eitt skref í átt til aðildar. Það virtist ekki skynsam- legt að setja á laggirnar eitthvað 1. janúar 1993 og eitthvað allt annað hugsanlega ári seinna. Aðspurðir um fundinn sögðu margir þingmanna að fulltrúi ís- lands hefði flutt mál sitt á skel- eggastan hátt, það væri engum vafa undirorpið hver afstaða ís- lendinga væri sem ekki væri alveg ljóst hvað aðra varðaði. Næsti sameiginlegi fundur þingmanna verður að öllum líkindum haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík í júní á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.