Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990 Fyrsta ársþing HIS: Reglur um dómstól, dóm- arafélag og innanhúss- keppni meðal samþykkta Hestar Valdimar Kristinsson Heslarnemi héldu sitt fyrsta þing á laugardaginn undir merkjum íþróttasamtakanna. Var það fyrsta ársþing Hesta- íþróttasambands íslands sem haldið var í Borgarnesi. Sérsam- bandið var stofnað fyrir um einu og hálfu ári en rétt þótti að íþróttaráð Landsambands hesta- mannafélaga lyki starfinu á síðasla ári og þvi ekki haldið þing fyrr en nú. Þinghaldið var með nokkuð líku sniði og ársþing íþróttaráðs vorú en þó mátti sjá ný vinnubrögð und- ir öruggri stjórn Sigurðár Magnús- sonar framkvæmdastjóra ÍSI sem var annar tveggja þingforseta. Gestir þingsins voi-u Kári Arnórs- son, formaður LH, Sveinn Björns- son, forseti ISI, og Sigurður Magn- ússon sem áður var getið. Um 30 mál vöru tekin fyrir á þinginu sem stóð aðeins í einn dag og þurfti snör handtök svo ljúka mætti dagskrá á réttum tíma. Fjár- hagsáætlun upp á tvær og liálfa milljón var samþykkt en velta sér- sambandsins var um 850 þúsund. Nokkur umræða varð um einn lið í reikningum sem var prentun á keppnisreglum. Illjóðaði upphæðin upp á r.úm níutíu þúsund en fram kom að prenta þarf reglurnar aftur þar sem að sá er átti að yfirfara reglurnar fyrir prentun gleymdi að setja inn samþykktir frá ársþingi 1988. Af tillögum sem samþykktar voru má nefna að samþykkt var reglugerð fyrir dómstól HÍS. f>á skipaði þingið nefnd sem falið var að undirbúa stofnun félagsskapar hestaíþróttadómara. Nokkuð var fjallað urn svokallaða bráðabana í úrslitum og var sam- þykkt að afnema þá nerna tveir keppendur væru jafnir í fyrsta og öðru sæti. Reglur um félagaskipti voru samþykkt og gilda nú svipaðar reglur hjá hestamönnum og öðrum íþróttamönnum. Akveðið var að fram færi endurskoðun á keppnis- reglum sambandsins í því augna- miði að samræma þær reglum FEIF. Tvær tillögur komu fram um svokölluð B-úrslit á íslandsmótum og var samþykkt að ekki skuli boð- ið upp á þau nema keppendur.í greininni séu 30 eða fleiri. Fjórar fastanefndir verða fram- vegis starfandi á vegum HIS milli þinga, landsliðsnefnd, fjáröflunar- nefnd, unglinganefnd og laga og leikreglunefnd. Þá skipaði þingið þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að semja sérreglur fyrir hestaíþróttakeppni innanhúss. Jafnframt var samþykkt að heimilt sé að halda innanhússkeppni þar sem notast er við utanhússreglurn- ar meðan aðrar reglur liggja ekki iyrir. Þá mun sérsambandið beita sér fyi'ir að lialdin verði skóla- keppni í hestaíþróttum þannig að um yrði að ræða keppni milli i'ræðsluumdæmanna og kæmu átta keppendur frá hveiju þeirra. Fram kom fyrirspurn um hvort núverandi Islandsmeistari í tölti og ijórgangi væri löglegur meistari þar sem hún væri ekki íslenskur rfkis- borgari en í reglum ÍSÍ en þar seg- ir að einungis Islendingar geti geti orðið íslandsmeistarar og skipað sæti í íslensku landsliði. Ekki var talin ástæða til að gera neitt í málinu þar sem ekki hefði borist nein kæra. Þá kom einnig fram í þessari umræðu að einn stjórnar- manna í HÍS er ekki íslenskur ríkis- borgari. Þingið slaðfesti ákvörðun síðasta þings íþróttai'áðs LH um að næsta Islandsmót yrði haldið í Húnaveri í A-Húnava_tnssýslu. Þá var sam- þykkt að íslandsmótið 1992 skyldi haldið hjá Fáki á Víðivöllum. í stjómarkjöri voru Iveir nýir menn kjörnir, Magnús Lárusson úr Skagafirði og Jón G. Olsen úr Mána á Suðurnesjum, en þeir koma inn fyrir Þorstein Hólm Stefánsson og Hrafnkel Guðnason. Aðrir í stjórn eru Hákon Bjarnason, gjaldkeri, Lisbeth Sæmundsson, ritari og Pét- ur Jökull Hákonarson, formaður. Morgimblaúið/ Valdimar Knstinsson Nýkjörin stjórn Hestaíþróttasambands íslands ásamt framkvæmdastjóra ÍSÍ, Sigurði Magnússyni, sem er lengst til vinstri, næst honnm er Lísbet Sænnmdsson þá Hákon Bjarnason, Pétnr Jökull Hákonar- son, Magnús Lárusson og Jón G. Olsen. INHIMÁLHIHG WRflUR M UPPmU ÝMSAR KRÖIUU 1. Hún þarf að vera lyktarlítil. 2. Hún þarf að vera létt í meðförum og ýrast lítið. 3. Hún þarf að uppfylla kröfur um mismunandi gljástig fyrir mismunandi aðstæður. 4. Hún þarf að þekja vel. 5. Hún þarf að fást í miklu litaúrvali. 6. Hún þarf að halda vel lit sínum. 33 RANNSÓKNARMERKISJAFNAR. disícÐ SE RANNSÓKNARMERKISJAFNAR A MALNINGUNNIÞINNI ÞÁ UPPFYLLIR HÚN ALLAR ÞESSAR KRÖFUR. UTSOLUSTAÐIR : HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: Álfhóll ■ Burstafell • Byggingamarkaóur Vesturbæjar • Byko • Litabær • Litaver • Lækjarkot UTAN ÞESS: Málningarþjónustan, Akranesi • G. Sæmundsson, ísafirbi • Sigurður Fanndal, Siglufirði • ísbúðin, Akureyri • Skapti hf., Akureyri • Brimncs, Vestmannaeyjum • Vörusala SÍS, Vestmannaeyjum • Málmey, Grindavik KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT: Járn og Skip, Keflavík • K.Á., Selfossi • K.R., Hvolsvelli og Rauðalæk • K.A.S.K., Höfn Hornafirði og Djúpavogi • K.S., Stöbvarfirbi og Breiðdalsvík • K.F., Fáskrúðsfirði • K.H.B., Egilsstöðum og Reyðarfirði • Kf. Fram, Neskaupstaö • K.V., Vopnafirði • K.L., Raufarhöfn og Þórshöfn • K.Þ., Húsavík • K.E.A., Lónsbakka Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík • K.S., Sauðárkróki og Hofsósi • K.H., Blönduósi og Skagaströnd ■ K.V.H., Hvammslanga • K.S., Norðurfirði • K.H., Boröeyri • K.D., Þingeyri • Ástubúb, Patreksfirði (K.V.B.) ■ K.K., Króksfjarðarnesi ■ K.H., Búðardal (Dalakjör) • K.S., Skriðulandi • K.B., Borgarnesi • NYTT UTAKORT MEÐ TÍSKUUTUM í INNIMÁLNINGU ER NÚ KOMIÐ Á ALLA ÚTSÖLUSTAÐL fsiöfrp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.