Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 26
sovéska hernum á Kóla-skaga JOHAN Jörgen Holst, varnarmálaráðherra í hinni nýju ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Noregi, segir, að það sé ekki til þess að auka öryggiskennd Norðmanna, að Sovétmenn auki herafla sinn við Iandamæri Noregs á Kóla-skaganum. Vill hann að Norðmenn setji fram kröfur um að skipan hans verði breytt og kynni þær í næstu viðræðulotu um afvopnun í Evrópu. Ráðherrann telur nauð- synlegt, að Atlantshafsbandalagið (NATO) starfi áfram og treysta verði tengsl norskra öryggismála við Evrópu innan þess. Síðar í þessum mánuði hittast leiðtogar aðildarríkja Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og rita undir samning um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE-l-samning- inn). Ætlunin er að halda viðræð- um um fækkun þessara vopna áfram. Johan Jörgen Holst segir í samtali við norska blaðið Atten- posten, að Norðmenn verði að móta kröfur sem miða að því að Sovétmenn breyti skipan herafla síns á Kóla-skaga og leggja þær fram í næstu viðræðulotu um fækkun hefðbundinna vopna í Evr- ópu (CFE-2). Varnarmálaráðherrann nefnir sérstaklega breytingar á landher og flugher Sovétmanna á Kóla- skaganum. Það sé margt varðandi þennan herstyrk sem dragi úr ör- yggiskennd Norðmanna, svo sem hve brynvarðar sveitir geti látið að sér kveða með skjótum hætti og hve mikið sé af kjarnorkuvopn- um á þes^um slóðum. Hann segir, að Norðmenn hljóti að kreijast við- ræðna um landgönguliðssveitina ,sem hafi bækistöð í Petsjenga (Petsamo). Holst segist ekki hafa neina skoðun á þvi, hvert flytja eigi sveitina, en það sé næsta ógn- vekjandi að hún sé svo nálægt norsku landamærunum og stundi þar æfingar. á véitingáhwinu Ötnrnu Lú, rengii Hard Hock Café), þriðjudagskvöldið 13. nóvemher kl, 20:30 UTANRÍKISRÁÐUNEÝTIÐ A a A A A A A A b h h A A A A' A A A A A A A A. Ráðherrann segir, að Norðmenn verði að átta sig á að því séu tak- mörk sett hve langt þeir nái með kröfum sínum um afvopnun í næsta nágrenni við sig. Þeir verði að viðurkenna að Sovétmenn hafi réttmætra öryggishagsmuna að gæta á Kóla-skaganum, þar sem þar sé stór hluti langdrægs kjarn- orkuherafla þeirra og hann verði þeir að geta varið með annars kon- ar vígvélum. Hann telur hins vegar að mörgu megi breyta í betra horf og Norðmenn verði að vera undir það búnir, að Sovétmenn vilji ræða einstaka þætti í norskum vörnum, sem snerti hagsmuni þeirra. Mikil- vægast sé að hefja viðræður við Rússa og að Norðmenn átti sig sjálfir á vandamálunum, sem við • sé að etja. Holst segir, að Atlantshafsband- alagið hafi áfram hlutverki að gegna í varnarmálum, hins vegar kunni áherslur í störfum þess að breytast. Auka verði varnarsam- starf innan Evrópu og þar skipti bandalagið miklu máli. Nú þurfi ekki að treysta varnir gegn ein- hverri skilgreindri hættu heldur að gera ráðstafanir sem duga gegn óskilgreindum hættum. Evrópa sé enn heimshluti, þar sem unnt sé að benda á margar ástæður fyrir Johan Jörgen Holst. framtíðarátökum. Hann telur að innan NATO verði sameiginlegar herstjórnir að starfa saman og gera áætlanir um sameiginlega beitingu herafla. Þá verði að vinna að því að koma á fót fjölþjóðlegum herafla. Stunda verði sameiginleg- ar heræfingar, en þær hljóti að taka mið af heildarþróuninni í Evr- ópu. í Noregi hafa menn óttast, að Þjóðveijar vilji stokka upp skipan herstjórna í NATO meðal annars á þann hátt, að losa Noreg undan herstjórn bandalagsins fyrir norð- urvæng varnarsvæðisins en hún hefur bækistöðvar í Kolsás skammt frá Osló. Óttast ýmsir í Noregi að með slíkri breytingu ein- angrist landið í evrópsku varnar- samstarfi. Holst segir, að koma verði í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Pólland: Walesa nær afger- andi forystu í kosn- ingabaráttunni Varsjá. Reuter. SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun í Póllandi nýtur Lech . Walesa, leiðtogi Samstöðu, tutt- ugu prósentustiga meira fylgis en Tadeusz Mazowiecki forsætis- ráðherra, helsti mótframbjóð- andi hans i forsetakosningunum 25. nóvember. Walesa kvaðst um helgina stefna að því að fá meiri- hluta atkvæða strax í fyrstu umferð kosninganna. Sex menn eru í framb oði í kosningunum. Fái enginn þeirra meirihluta atkvæða 25. nóv-. ember velja Pólverjar á milli tveggja efstu frambjóðendanna tveimur vikum síðar. Ef marka má nýlega skoðana- könnun nýtur Walesa stuðnings 41% Pólveija en Mazowiecki 23% og virðist því ekki vanta nema hersl- umuninn til að Walesa nái kjöri 25. nóvember án þess að kjósa þurfi að nýju. Lech Walesa. Radial stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs: Norðmenn krefjist breytinga hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.