Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Togarinn Þórshamar við höfnina í Þórshöfn. Nóg að gera á Þórshöfn: Unnið í loðnuverk- smiðjunni á vöktum Þórshöfn. ÞAÐ var líf í tuskunum við Þórshafnarhöfn föstudaginn 25. október, eða eins og best gerist í litlu sjávarþorpi. Þórshamar var að landa fullfermi af ágætri loðnu, síldarbátur rétt farinn, togarinn Stakfell nýkominn inn og ríkisskip við enda hafnargarðsins. Haustblíðan var ljúf og sjómenn i finu skapi. Loðnuverksmiðjan hér er nú keyrð á fullu enda skilyrði ágæt og er unnið allan sólarhringinn á 12 tíma Félagsvist í Trékyllisvík Trékyllisvík. Fimmtudagskvöldið 8. nóvemb- er var haldin félagsvist í sam- komuhúsi Árneshrepps. Mæting var mjög góð, um 60 manns, börn og fullorðnir, spiluðu saman á 12 borðum alls 24 umferðir. Veitt voru þrenns konar verðlaun. 1. verðlaun karla hlaut Gunnsteinn kaupfélagsstjóri í Norðurfírði, Silla í Krossnesi hlaut 1. verðlaun kvenna. Eva hótelstýra í Djúpavík hlaut skammarverðlaun kvenna en Sigfús í Stóru Árvík hlaut skammarverð- laun karla, hann hlaut einnig setu- verðlaun karla en þaulsetnust kvenna var Jóhanna í Árnesi II. Félagsvistin var haldin í fjáröflun- arskyni vegna skólaferðalags eldri deildar Finnbogastaðaskóla. Alls söfnuðust um 12 þúsund krónur. - V.Hansen. vöktum. Átta menn skipta með sér vöktunum og fara 600 tonn af loðnu í gegn á sólarhring. Búið er að taka á móti 6.773 tonnum af loðnu á þessari haustvertíð og er það 1.500 tonnum meira en í fyrra. Fjórir loðnubátar hafa landað hér og hefur Þórshamar vinninginn með tæp 2.500 tonn. Súlan landaði þrisvar og kom með rúm 2.029 tonn, Órninn kom tvisvar með rúm 1.487 tonn og Björg Jónsdóttir tvisvar með rúm 827 tonn. Tveir síldarbátar hafa lagt upp hér og kom Keflvíkingur með rúm 449 tonn og Amþór með rúm 144 tonn og hefur þá Hraðfiystistöð- in fengið samtals um 594 tonn af síld í haust. Af því fóru í frystingu um 240 tonn og hitt í bræðslu. Afli heimabáta hefur verið sæmi- legur miðað við að ekki hafa nema 3 bátar verið á sjó undanfarið og eru þeir á dragnótaveiðum. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar vinna nú rúmlega 50 manns að loðnuverksmiðju meðtalinni. Atvinna hér hefur verið stöðug og er aðeins einn á atvinnuleysisskrá, skv. uppl. á sveitarskrifstofu. Þórshafnarbúar hafa það því ág- ætt, eins og er, og una vel við sitt og verður vonandi framhald á því. - L.S. Morgunblaoið/bteinunn Nýuppsteyptu bílskúrarnir sem steyptir voru í staðinn fyrir þá sen brunnu. Tveir bílskúrar í A-Land- eyjum brunnu til grunna Austur-Landeyjum. AÐFARANOTT laugardagsins 3. nóvember brunnu tveir sam- byggðir bílskúrar við Gunnars- hólm í Austur-Landeyjum. Tveir menn voru að rafsjóða bíl sem þeir voru að gera við þegar eldur varð skyndilega laus. Ekki fékkst við neitt ráðið og urðu skúrarnir brátt alelda. Slökkviliðið frá Hvolsvelli kom á staðinn 20 mínútum síðar og mátti ekki tæp- ara standa að tækist að bjarga tveimur timbureinbýlishúsum sem standa við hlið skúranna. Tilfinnanlegt tjón varð af eldin- um því auk bílsins brann dráttar- vél, tvö fjórhjól sem stóðu fyrir utan og mikið af verkfærum og tækjum. Ekki var þetta tryggt nema að hluta. Þegar fréttaritari var á ferð- inni í Landeyjum viku eftir brunann vakti það athygli að búið var að steypa upp nýja bílskúra. Þingsályktunartillaga um aðstoð við unglinga sem flosnað hafa upp úr skóla: Ungmenni á vergangi - segir framsögumaður, Guðrún J. Halldórsdóttir ÞINGMENN úr öllum flokkum standa að þingsályktunartillögu sem var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Lagt er til að Al- þingi beini því til ríkisstjórnar- innar að koma á fót samstarfshóp á vegum ráðuneyta þeirra sem fjalla um fræðslumál, uppeldis- mál, félagsmál, heilbrigðismál og lögreglumál að gera tillögur um samræmdar aðgerðir sem miði að því að aðstoða þau ungmenni sem flosnað hafa upp úr skóla og eru nú vegalítil og sum á ver- gangi. Samstarfshópurinn fjalli einnig um sameiginlegar for- varnir gegn þessum vanda. Guðrún J. Halldórsdóttir (SK/Rv) hafði framsögu fyrir tillögunni en meðflutningsmenn eru Salóme Þor- kelsdóttir (S/Rn), Unnur Hauks- dóttir (A/Vf), Skúli Alexandersson (Ab/Vl), Guðmundur Ágústsson (B/Rv), Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) og Stefán Valgeirsson (SFJ/Ne). í máli Guðrúnar kom fram að sá hópur unglinga sem hyrfi frá námi fyrr en lög leyfðu færi stækkandi og það væri álit þeirra sem til þekktu að þær brautir sem slíkt gæti leit á væru enn hálli en fyrr. Því valdi aukin vímuefnaneysla ung- mennanna og henni fylgdi vergang- ur þegar verst færi. Guðrún gat góðs starfs ýmissa aðila til að halda ungmennum að skóla og frá lausa- gangi. En ræðumaður taldi ljóst að meira þyrfti að koma til, e.t.v. væri í athugasemdum við frumvarpið segir m.a. að það sé að stofni til byggt á frumvarpi sem var unnið í iðnaðarráðuneytinu árið 1987, en með nokkrum breytingum þó. Skýrt er kveðið á um að sala hlutabréfa geti aðeins komið til ef Alþingi veiti til þess samþykki með lagabreyt- ingu, einnig er kveðið á um sér- staka samráðsfundi verksmiðju- stjórnar og bæjarstjórnar Akranes- bæjar. Ennfremur er kveðið á um að sérstök samstarfsnefnd starfs- manna og stjórnenda starfi við verksmiðjuna. í frumvarpinu segir m.a: „Fast- ráðnir starfsmenn Sementsverk- smiðju ríkisins skulu hafa rétt til að starfa hjá hinu nýja hlutafélagi og skal þeim boðið sambærilegt 30-40 unglingar á vergangi og gera þyrfti stórátak til að veita þessum ungmennum og foreldrum þeirra aðstoð. Einnig hvatti framsögumað- ur til þess að forvörnum yrði betur sinnt því blikurnar sæjust oft á lofti áður en veðrið skylli á. Guðrún lagði til að málinu yrði vísað til félags- málanefndar. Mjúku málin Salóme Þorkelsdóttir (S/Rn) sté í ræðustól, horfði yfir salinn og taldi sig merkja að nú væru rædd hin „mjúku málin“. Að þingforseta, Guðrúnu Helgadóttur, og ræðu- manni frátöldum væru fjórir þing- menn i fundarsal, þar af væru þrír kvenkyns og einn góður skólamað- ur. (Danfríður. Skarphéðinsdóttir (SK/Vl), Anna Ólafsdóttir Björns- son (SK/Rn) og Guðrún J. Halldórs- dóttir, Björn Gíslason (A/Vf) vara- þingmaður var einnig viðstaddur). Salóme sagði þingmenn um of hafa fest í umræðu um hörð gildi, hag- vöxt og framleiðni. En það væri ekki nóg að auka framleiðnina, hag- vöxtinn og koma verðbólgunni niður ef börnin yrðu ekki í stakk búin til að uppskera þann ávinning. Björn Gíslason (A/Vf) tók ein- dregið undir tillöguna og hvatti til þess að vel yrði unnið að málinu í nefnd. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK/Rn) flutti einnig tölu, m.a. starf hjá félaginu og þeir gegndu áður hjá Sementsverksmiðju ríkis- ins. Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,_ á því ekki við um þá starfsmenn.“ í athugasemd- um við frumvarpið kemur fram að um 20 af starfsmönnum Sements- verksmiðju ríkisins séu í Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins og haldist réttindi þeirra óbreytt við þessa formbreytingu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin láti fara fram ná- kvæmt mat á eignum Sementsverk- smiðju ríkisins til að hafa til viðmið- unar við ákvörðun um upphæð hlutaijár hins nýja hlutafélags. Öll hlutabréfin verða í eigu ríkissjóðs nema Alþingi samþykki annað. sagði hún samfélagið ekki hafa komið til móts við hið óhóflega vinnuálag sem fjölskyldufólk yrði að þola. Að endingu þakkaði framsögu- maður, Guðrún J. Halldórsdóttir, þeim þingmönnum sem viðstaddir voru fyrir að hafa gert sér ómak og gefíð sér tíma til að taka þátt í umræðum. Ófullnægj- andi mæting þingmanna Guðrún Helga- dóttir boðar aukafund EKKI tókst að afgreiða mál til nefnda vegna manneklu á fundi sameinaðs þings í gær. í upphafi þingfundar kl. 14 var fyrsta mál afgreitt, Ingunn Anna Jónasdóttir frá Akranesi var kjörin í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar íslands í stað Margrétar S. Björns- dóttur. Einnig tókst að afgreiða til utanríkismálanefndar þingsálykt- unartillöguna um viðurkenningu á fullveldi Eystrasaltsríkjanna með 33 samhljóða atkvæðum. En eftir því sem leið á síðdegið fækkaði í þingliði. Forseti sameinaðs þings, Guðrún Helgdóttir, gerði tvær tilraunir til að halda atkvæðagreiðslu um þau mál sem voru á dagskrá en hafði ekki erindi sem erfiði, sem fólst í ítrekuðu bjölluspili í Alþingishúsinu og símhringingum þingþjóna á skrifstofur þingmanna. Þingforseti harmaði að svo marg- ir háttvirtir þingmenn skyldu vera fjarverandi, að vísu væru margir við skyldustörf erlendis en það væri ekki næg skýring. — En eins og vant væri, forseti læsi yfír þeim sem viðstaddir væru. — Guðrún beindi þeim tilmælum til formanna þingflokkanna að þeir ræddu við háttvirta þingmenn um það að þeir mættu á þingfundi svo afgreiðsla mála í nefndir drægist ekki úr hömlu. í lok þingfundar upplýsti forseti að hún hefði fengið góðfús- legt leyfi forseta neðri og efri deilda til að halda fund í sameinuðu þingi kl. 2 síðdegis í dag en það er hefð- bundinn fundartími í deildum. Þeim fundum verður frestað, en Guðrún Helgadóttir ætlar að freista þess að fá þingmál afgreidd til nefnda. Sementsverksmiðj- an verði hlutafélag Frumvarp lagt fram í gær í GÆR var útdeilt frumvarpi um stofnun hlutafélags um Sements- verksmiðju ríkisins. Gert er ráð fyrir því að Sementsverksmiðjan hf. yfirtaki rekstur og eignir 1. janúar 1992. Frumvarp til laga um listamannalaun ÚTDEILT var í gær frumvarpi um listamannalaun, m.a. er gert ráð fyrir því að starfslaun miðist við lektorslaun II við Háskóla Islands en ekki laun framhaldsskólakennara. Frumvarp þetta er samið af nefnd sem menntamálaráðherra skipaði hinn 20. júlí 1989. í frum- varpinu er m.a. gert ráð fyrir því að almenn listamannalaun verði veitt úr fjórum sjóðum, Launasjóði rithöfunda, Launasjóði myndlistar- manna, Tónskáldasjóði og Lista- sjóði sem er almennur sjóður allra listgreina. Þriggja manna stjórn listamannalauna hefur yfirumsjón með sjóðunum. Stjórnin skal skipuð af menntamálaráðherra, einum samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna; einum til- nefndum af Háskóla Islands, en af Listaháskóla, ef stofnaður yrði, og loks einum án tilnefningar. Stjórnin úthlutar fé úr Listasjóði en sérstak- ar úthlutunarnefndir fyrir hvern hinna sérgreindu sjóða veita fé úr þeim. Samanlögð starfslaun miðast við 840 mánaðarlaun en síðan bætast við 60 mánaðarlaun á ári næstu 5 ár. Mánaðarlaunin skiptast þannig: Launasjóður rithöfunda fær 360 mánaðarlaun, árleg viðbót 24 mán- aðarlaun næstu 5 ár, myndlistar- menn fá sem svarar 240 mánaðar- launum og bætast við 16 mánaðar- laun á ári. Tónskáldasjóður veitir sem svarar 60 mánaðarlaunum en 8 mánaðarlaun bætast við árlega. Listasjóður veitir 180 mánaðarlaun og árleg viðbót verður 16 mánaðar- laun. Samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum má gera ráð fyrir að fram- lagið úr sjóðunum verði um 60 millj- ónir króna en til samanburðar má geta þess að á árinu 1989 voru veitt listamannalaun og starfslaun úr Launasjóði rithöfunda og enn- fremur af fjárveitingu til starfs- launa listamanna að jafngildi 764 mánaðarlauna, alls um 45 milljónir. í frumvarpinu segir einnig að Alþingi veiti tilteknum listamönn- um heiðurslaun og skuli nýir heið- urslaunahafar hafa náð 65 ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.