Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Ég svara eftir Benjamín H.J. Eiríksson í stefnuræðu sinni á Alþingi hinn 22. október sagði forsætisráðherr- ann Steingrímur Hermannsson: Ég spyr. Og þessi orð standa í prent- aðri ræðu hans í Morgunblaðinu strax daginn eftir: Ég spyr. Mér finnst, þrátt fyrir allt, að ráðherrann eigi siðferðislega kröfu á því, að einhver svari honum, einn- ig þjóðin, fyrst hann er að spyija. Og er nokkuð sjálfsagðafa en að ég taki að mér verkið, þar sem það er engan veginn nýtt fyrir mér, að rýna í málflutning hans og rekja sundur vitleysurnar hjá honum, þegar gengur fram af mér. Eg spyr, sagði hann af ræðustóli Alþingis í alþjóðar áheyrn. Við hvetju vantaði hann svar? Það er við spurningunni varðandi verð- tryggingu gjaldmiðilsins, krónu SAMAST4Ð tölvur og allt sem þú þarft til tölvuvinnslu! íslenzka ríkisins. Forsætisráðherr- ann kallar þetta sífellt verðtrygg- ingu fjármagns„sem er ekki sami hluturinn. Ég hefi margsinnis fjall- að um þetta mál í blaðaskrifum í tíð seinustu ríkisstjórna, en tel ekki eftir mér að gera það einu sinni enn. Til þess að lesandinn eigi auð- veldar með að skilja svarið, þá ætla ég að taka dæmi, sem gjarnan má kalla skólabókardæmi. Forsætis- ráðherrann kann að þurfa þessa með, þótt mér sé stórlega til efs að svo sé, en það er önnur og seinni saga. Eg tek dæmi af þremur aðilurn, í samræmi við orð forsætisráð- herrans: „í fyrsta lagi er óumdeilan- legt að verðtrygging fjármagns stuðlar að víxlverkun verðlags og launa, ef verðbólguskriðan fer á annað borð af stað ... Hlutabréf eru þó ekki verð- tryggð. Hvers vegna þarf annað að gilda á lánamarkaði? Ég spyr.“ Hið „óumdeilanlega“ Steingríms varð fyrst verulega umdeilanlegt eftir að hann komst inn í samræð- urnar með rugl sitt. (Sjá greinar mínar í Morgunblaðinu m.a. 12.-13. og 20. og 23.8., ennfremur 26.8., 1.10. og 22.11. 1988.) En orðið „þó“ af ræðuslóli Alþingis verður ekki hlægilegt fyrr en svar mitt er komið. Auðfélagið Hugsum okkur auðfélag, til dæmis eitt af auðfélögunum hans Hjörleifs. Það á eignir nettó upp á 100 milljarða króna. Hluthafinn, sem ég tek sem dæmi, á 1% af hlutafénu. Verðmæti hlutabréfa hans, þessara sem Steingrímur er að tala um, er þá 1 milljarður króna. Félagið hefir tekið lán á lánamark- aðnum lians Steingríms, þar sem verðtryggingin er engin. Og eins og við höfum tekið einn hluthafann, þá tökum við nú einn lánveitand- ann. Hann keypti verðbréf, það er að segja.skuldabréf, fyrir einn millj- arð króna. Ég nota stórar tölur, vegna þess að ég held að Steingrím- ur sé vanur stórum tölum af ýmsu tagi. Og þá er það verkamaðurinn. Við förum vægt í sakirnar og ætlum honum 100.000 krónur í tekjur. Nú gerist það í tíð einnar af mörgum stjórnum Framssoknar- flokksins, að hið almenna verðlag í landinu hefir tvöfaldazt. Og er þá venjan að miða við framfærslu- kostnaðinn svokallaða, sem er að langmestu leyti vísitala byggð á smásöluverðlaginu. Hvað hefir nú gerzt? Hafa kjör og aðstaða þessara þriggja: Hluta- bréfaeigandans, verðbréfaeig- andans og verkamannsins nokkuð raskazt? Éf svo, hvernig? Byrjum aftur á hluthafanum. Hann á enn 1% nettó eigna félags- ins. Þetta var 1 milljarður króna. Nú á hann hlutabréf sem eru 2 milljarða króna virði í peningum. Gallinn við þessa aukningu er að- Benjamín H.J. Eiríksson eins einn: Króna er nú ekki nema 50 aura virði, gamalla. Eign hans er óbreytt að verðmæti. Aðstaða hans hefir því ekki raskazt. Þá er það lánamarkaðurinn hans Steingríms, lánveitandinn, verð- bréfaeigandinn. Hann á skuldabréf fyrir 1 milljarð króna, það er óbreytl. En nú er hver króna aðeins 50 aura virði. Eign hans er því nú aðeins 500 milljóna króna virði, gamalla. Hann hefir tapað helmingi eignar sinnar. Félagið hefir grætt 500 milljón krónur á viðskiptunum við lánveitandann, verðbréfaeig- andann. Aðstaða hans hefir því raskazt mikið. (Ég ætla að skjóta því hér inn í, að viðskipti SÍS við Landsbankann hafa löngum verið á þessum nótum.) Þeir sem eiga hlutabréf og verð- bréf kallast fjármagnseigendur, kapítalistar. Þótt sparifjáreigandinn sé oftast smærri í sniðum en þetta, þá er hann samt í hópi þessara stoða þjóðfélagsins og ekki hvað þýðing- arminnstur. Þá er það þriðji aðilinn, verka- maðurinn, maðurinn með launin, sem Steingrími finnst að ætti kannski að „verðtryggja“. Hvað um hans tekjur? Er hann í sömu að- stöðu og verðbréfaeigandinn, sem tapaði helmingi eignar sinnar? Er hann með sömu tekjur og áður í krónutölu? Er hann með 100.000 kr. tekjur, þótt verðlagið hafi tvö- faldazt? Eða er hann á bási með hlutabréfaeigandanum, sem hefir haldið sínu í verðbólgunni? Eða er verkamaðurinn kannski alveg sér á bási? Það eru takmörk fyrir því, hvað ég er reiðubúinn að gera mig barna- legan í tali, aðeins til að ná augum og eyrum lesandans sem ég hefi í hug. En ég er reiðubúinn að teygja mig nokkuð langt. Reynslan er sú að kaupgjaldið hefir farið á undan verðlaginu, hækkað meir. Kaupgjaldsbaráttan hefir knúið upp verðlagið, verið á undan, nema kannski í byrjun styij- aldarinnar. Þegai' verðlagið hefir tvöfaldazt, og það hefir það gert hvað eftir annað, [)á hefír kaup- gjaldið meir en tvöfaldazt. Miðað við reynsluna frá lokum styijaldar- innar þá er sennilega óhætt að l'ull- yrða, að kaupgjaldið hafi farið meira en 100% fram úr verðlaginu. Verkamaðurinn kemur því vel út úr þessu skólabókardæmi mínu, bezt, ekki vegna verðbólgúnnar, heidur þrátt fyrir hana. Verkamað- urinn er sér á bási. Hans bati er af öðrum toga. Tekjur hans breyt- ast með afköstunum, framleiðninni, ekki aðeins með verðlaginu. Verðtryggingin Orðrétt sagði forsætisráðherr- ann: „Hvergi í vestrænum löndum er almenn verðtrygging fjármagns, og sums staðar er slíkt jafnvel bannað með lögurn." Fyrst er nú að það hlýtur að skipta máli, að engin þessara þjóða hefir fengið yfir sig 130% verðbólgu nýlega. Allar hafa þær sterkari at- vinnurekendasamtök og sterkara ríkisvald en hér eru til staðar, og flestar þeirra með áhrifalausa kommúnistahreyfingu. Engin verðtrygging? En hvað um 12-18% opinbera vexti? Gæti verið að einhver væri að tryggja eign sína gegn hækkun verðlagsins, gegn rýrnun peningagildisins með svona háum vöxtum? Að minnsta kosti eru vextir þeir, sem fylgja verðtryggingunni hér, allmiklu lægri. Það er sem sé ekkert að flýja frá staðreyndum viðskiptalífsins. Vér höfum séð, að fjármagnið hans Steingríms er ekki eingert. Hlutabréfaeigandanum og verð- bréfaeigandanum, jafnt sem spari- fjáreigandanum, vegnar ekki öllum jafn vel, og alls ekki eins vel og verkamanninum, í almennri hækk- un verðlagsins, þegar engin er verð- tryggingin, þótt bati verkamanns- ins sé af öðrum toga. Þeir, verð- bréfaeigandinn og sparifjáreigand- inn, sem treystu krónunni tapa helmingi eigna sinna í dæminu hér að ofan. Niðurstaðan ei' þá þessi: Hluta- bréfaeigandinn og launþeginn hafa sitt á þurru, en verðbréfaeigandinn tapar, „lánamarkaðurinn". Forsæt- isráðherrann hefir sitt svar. Reynt er að tryggja fjármagns- eigandann gegn tapi, vegna þess hve þýðingarmikið íjármagnið er fyrir allt atvinnulíf, heilbrigðan rekstur og framfarir. Þetta er gert með verðtryggingu myntarinnar, krónunnar. Um leið er verið að koma í veg fyrir óréttmætan og óheilbrigðan gróða skuldaranna. Hungui-vofan hefir opinberað gjald- þrot kommúnismans og í leiðinni lýðskrum Steingríms. Þeir landar vorir, sem láta pen- inga sína íslenzku atvinnulífi í té, með því að láta þá í banka eða sparisjóði, eða með kaupum á verð- bréfum, þeir þurfa verðtryggingu. Þeir landar vorir, sem eiga fé sitt í bönkum eða verðbréfum erlendis, geta hins vegar tekið rólega undir með forsætisráðherranum Steingrími Hermannssyni: Okkur þykir líka verðtrygging óþörf. Verð- bólgan á íslandi nærekki til okkar. Við sjáum fleira. Verðtrygging fjármagnsins, sem Steignrímur er sífellt að hamra á, þótt málið hafi margsinnis verið útskyrt fyrir hon- um, ei' ekki annað en rugl og blekk- ing. Verdtryggingin er verðtrygg- ing gjaidmiðiisins, peninganna, krónunnar, ekki fjármagnsins. Sá hluti fjármagnsins, sem er í hluta- bréfum, eða bara fasteignum, þarf enga verðtryggingu. Þessar eignir eru ekki hluti peningakerfisins, heldur hluti verðlagsins, og breyt- ast með því, þær eru með inn- byggða verðtryggingu. Menn kaupa hlutabréf ekki „þó“ að þau séu ekki verðtryggð, heldur „vegna“ þess að þau eru með innbyggða verðtrygg- ingu. (Steingrímur er verkfræðing- ur.) Sama er að segja um kaupgjald- ið. Það er hluti verðlagsins, og því andhverfa peninganna. Það breytist á sama veg og verðlagið. Það er ekki hægt að verðtryggja launin, þau koma úr afurð verkamannsins. Verkamaðurinn hvorki þarf né get- ur tryggt sig gegn breytingum á verðgildi peninganna. Eltingarleik- ui' við slíka tryggingu er aðal orsök verðbólgunnar á íslandi. Hann, verkamaðurinn, meir en nokkur annar, er sá sem ákveður þetta verðgildi, við íslenzkar þjóðfélags- aðstæður. Lýðskrumið Kommarnir hafa lengi aflað sér fylgis með árásum á „auðvaldið“. Skoðun forsætisráðherrans virðist vera sú, að alþýða manna sé svo illa upplýst, að hún vilji gefa at- kvæði slíkri baráttu, baráttu gegn þeim sem koma með framleiðslu- tækin og atvinnuna. Barátta Steingríms gegn ijármagninu virð- ist eiga að vera barátta gegn „auð- valdinu" í nýrri mynd. Ég tók dæmi af einu auðfélaginu hans Hjörleifs. Kannski var það ekki svo heppilegt. „Auðfélagið" hans, Alusuisse, varð gjaldþrota. Hlutaféð var afskrifað. Bankar í Sviss björguðu nafni „auðfélags- ins“. Hjörleifui' varð ber að rógi og lýgi. En rógur hans o'g lýgi hrelldi samt marga. Hann mun að mestu hættur að tala um „auðfélagið Alusuisse". Forsætisráðherrann, Steingrím- ur Hermannsson, reynir að róa á sömu mið og kommarnir, sem lagt hafa upp árar að mestu, af skiljan- legum ástæðum. Hann er að reyna að veiða atkvæði út á báráttu sína gegn fjármagninu og „verðtrygg- ingu fjármagnsins“, en minnist ekki á sparifjáreigendurna. Ég hefi sýnt fram á, að þessi málflutningur ráð- herrans er ekkert annað en lýð- skrum og blekkingar. Vantaði nokkuð í ræðuna? Varla. Þó minntist forsætisráðherrann ekkert á hina blómlegu og arðvæn- legu starfsemi bændasamtakanna á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði ekki orð um þennan blómstrandi landbúnað né samvinnuna, sem þarna dafnar, og þá samvinnuhug- sjónina, og er hann þó formaður í bændaflokknum Framsókn. Þarna er ekkert fjármagn á ferðinni, sem taka þarf í karphúsið. Forsætisráðherrann er eins og aðrir menn, hann hefir alveg meðal- greind, trúi ég, þrátt fyrir vitleys- urnar. Ég er kominn a þá skoðun, að hann viti alveg hvað hann er að segja, því miður. Hann skilur það sem ég og fleiri hafa verið að segja honum. Hann er bara lýðskrumari sem fer með blekkingar. Á þessari undarlegu öld er svona uppákoma engin nýjung. Höfundur varáður uni nrabil ráðunautur ríkisstjórnariiinar í efiiahagsmáluni og síóar bankastjóri Framkvæmdabanka Islands. |G«PCIEX,| PRENT' B0RÐAR Vestur-þýskir gæöa- boröar fyrir flestar geröir tölvuprentara og ritvéla. Hagstætt verö. Ath: 20% magn- afsláttur ef keyptir eru 10 borðar eða fleiri! TÆKNIVAL Skeifunni 17 s. 91-681665 hæð 188,4 ^^A/0(JA4 HEII\/i ' HÆÐ 160,9 UUM Upp HÆÐ 133,4 HÆÐ 105,9 DREIDD 95,3 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 13,500 KR. 11.700 KR. 9.700 KR, 7.600 KR. ÓDÝRAR BÓKAHILLUR 4 HÆÐIR OG 4 BREIDDIR (95,3 cm, 130,5 cm, 165,7 cm og 200,9 cm á breidd) HVÍTAR, SVARTAR OG UÓS ASKUR habitat LAUGAVEGI 13 - REYKJAVlK - SlMI 625870 (INNGANGUR I HUSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.