Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 PROFKJOR OG FRAMBOÐSLISTAR Framsóknarflokkurinn í Reykjavík: Finnur Ingólfsson hlaut 1. sætið FINNUR Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hlaut flest atkvæði í 1. sæti í skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavík, sem fram fór um síðustu helgi um val á fram- bjóðendum Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingis- kosningar. Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, varð í öðru sæti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í þriðja sæti og Bolli Héðins- son í fjórða sæti. Að sögn Jóns Sveinssonar, formanns kjörnefndar, áttu aðal- menn og varamenn í fulltrúaráð- inu rétt til þáttöku í skoðanakönn- uninni. Atkvæði greiddu 444, en á kjörskrá voru 504. Flest at- kvæði í 1. sæti fékk Finnur Ing- ólfsson, sem fékk 236 atkvæði, en næstur honum í 1. sætið kom Guðmundur G. Þórarinsson með 175 atkvæði. Flest atkvæði í 1. og 2. sæti fékk Guðmundur G. Þórarinsson með 199 atkvæði. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk flest atkvæði samanlagt í 3. sæti, en hún fékk 280 atkvæði, og í fjórða sætið fékk Bolli Héðinsson flest atkvæði samanlagt með 276 atkvæði. Heildaratkvæðamagn Finns í skoðanakönnuninni var 328 atkvæði, Ásta hlaut 322 at- kvæði, Bolli hlaut 276 atkvæði og Guðmundur 228 atkvæði. Sam- kvæmt reglum um skoðanakönn- unina þurfti 50% gildra atkvæða til að hljóta bindandi kosningu í sæti. Kosning þeirra Finns, Ástu og Bolla er því bindandi, en kosn- ing Guðmundar hins vegar ekki. Mun freista þess að fá prófkjörið ógilt - segir Guðmundur G. Þórarinsson „ÉG mun freista þess að fá þetta prófkjör ógilt vegna þess að ég lít ékki á þetta sem neitt próf- kjör. Það er ekkert grín að vera í lokuðu prófkjöri með vinum Finns, og þetta prófkjör var nánast búið áður en það byrjar," segir Guðmundur G. Þórarinsson. Hann segist telja að prófkjörið hefði verið aðför að sér, þar sem búið hafi verið að koma málum þannig fyrir að stór hluti þeirra sem þátt tóku í því hefði verið valinn fyrirfram með það fyrir augum að kjósa Finn Ingólfs- son. Guðmundur sagði að þegar far- ið hafi verið að ræða um það hvemig standa ætti að vali fram- bjóðenda Framsóknarflokksins í Reykjavík, þá hefði hann gert formanni Framsóknarfélags Reykjavíkur og Finni Ingólfssyni, formanni fulltrúaráðsins, grein fyrir því, að hann gæti ekki fellt sig við prófkjör innan fulltrúaráðs- ins, þar sem það væri eins og rúss- nesk rúlletta fyrir sig. „í kjölfar þessa ræddumst við Finnur við, og hann fullvissaði mig um að engin samkeppni yrði um 1. og 2. sætið, þar sem hann sætti sig við og stefndi að 2. sæt- inu, og því væri engin ágreiningur um þetta. Að því gefnu fannst mér ekki ástæða til að rekast í því hvar prófkjörið var, og féllst á þetta fyrirkomulag á þeirri fors- endu að þarna væri um drengskap- arsamkomulag tveggja manna að ræða. Síðan skeði það 4-5 dögum fyrir prófkjörið, þegar teningunum er kastað og allt orðið ljóst, að Finnur hringir í mig og segir að hann hafí ákveðið að stefna á 1. sætið og beijast fyrir því. Þá er ég kominn í lokaða stöðu, og tveim dögum fyrir kosninguna er mér orðið ljóst að ég er genginn í gildru. Fjörutíu prósent fulltrú- anna eru þegar valdir með þetta fyrir augum, þannig að þarna er um forgjafarkeppni að ræða, þar sem annar aðilinn er með 160-180 atkvæði af um 500 í forgjöf. Þarna er greinilega um skipulagða aðför að ræða og sú vinna hefur staðið yfir í nokkuð langan tíma. Það kann að vera að þetta virki á menn sem einhver sérstök sárindi yfir úrslitunum, en það er ekki. Hins vegar finnst mér að vinnu- brögðin í þessu minni einna helst á bófaflokk í Chicago, og þannig er auðvitað ekki hægt að reka stjórnmálaflokk,“ sagði Guðmund- ur. Guðmundur sagði að hann yrði að kæra prófkjörið til fulltrúaráðs- ins og stjórnar þess, þar sem full- trúaráðið færi með framboðsmál samkvæmt lögum flokksins. „Mér virðist ljóst að fulltrúaráð- ið sé vanhæft til að úrskurða um þetta vegna þess að sjálft fulltrúa- ráðið er með prófkjörið. Það kann að vera að réttara sé fyrir mig að kæra þetta til stjórnar félaganna, en þetta á ég eftir að leggja niður fyrir mig. A þessu stigi hlýt ég að reikna með því að prófkjörið verði gert ógilt, en þá fer fram nýtt opið prófkjör í Reykjavík.“ Verkfræðing’afélagið: Ráðstefna um Suðurlands- skjálfta ERUM við viðbúin að takast á við afleiðingar Suðurlands- skjálfta, er yfirskrift ráðstefnu sem Verkfræðingafélag íslands gengst fyrir á Hótel Loftleiðum næstkomandi miðvikudag klukkan 14.00. Á fundinum verður meðal annars kynning á samstarfsverkefni Verkfræð- ingafélags Islands og Almanna- varna um viðbrögð eftir jarð- skjálfta, um mat á ástandi eftir jarðskjálfta og fleira. Ráðstefn- ana er öllum opin. Þórarinn Magnússon, formaður Verkfræðingafélags íslands, setur ráðstefnuna. Á eftir honum talar Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmála- ráðherra, þá flytur Guðjón Peters- en, framkvæmdastjóri Almanna- varna, erindi, Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, talar á eftir Guðjóni. Næst talar Eggert Vig- fússson, framkvæmdstjóri Al- mannvamanefndar Selfoss og ná- grennis, og Ingólfur Þórisson, verkfræðingur Ríkisspítalana, flytur erindi. Eftir kaffihlé tala Þorvarður Jónsson, framkvæmda- stjóri Pósts og síma, Steingrímur Ingvarsson, umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðar ríkisins á Suð- urlandi og fulltrúi Félags ráðgjafa- verkfræðinga. Þórarinn Magnússson, formað- ur Verkfræðingafélags íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið vilja hvetja fólk til að sækja ráð- stefnuna til þess að kynna sér efni hennar. „Sumir hafa ekki viljað nema litla opinbera umræðu um náttúruhamfarir en Verkfræð- ingafélagið og margir aðrir teljum að ræða þurfi opinskátt um þetta mál til þess að við gerum okkur betur grein fyrir þeim vankönntum sem kunna að vera á vömum. I þjóðfélaginu hafa komið fram op- inberar ábendingar um að við væmm ekki undir náttúruhamfarir eins og Suðurlandsskjálftann búin. Við viljum fá fram þessa gagnrýni og ef við erum ekki undir þetta búin þá viljum vita hveiju er ábóta- vant.“ Stykkishólmur: Fjölmenni við vígslu nýja íþróttahússins Stykkishólmi. ÞAÐ VAR mikill dagur fyrir Stykkishólm þegar íþróttahöllin var vígð á laugardaginn. Fjöldi manns, bæði gestir og Hólmar- ar, fagnaði þessu framtaki og var athöfnin virðuleg og ánægjuleg. Meðan fólk streymdi inn í húsið og tók sér sæti, lék Lúðrasveit Stykkishólms undir stjórn Daða Þórs Einarssonar. Margir gestir voru komnir að samfagna Hólmurum, m.a. tveir fyrrverandi skólastjórar, allir þing- menn kjördæmisins, Sverrir Her- mannsson fyrrverandi mennta- málaráðherra, fulltrúar frá íþrótta- hreyfínguinni, frá menntamála- ráðuneyti o.fl. Sturla Böðvarsson formaður byggingarnefndar fagnaði við- stöddum og rakti sögu byggingar- innar. Kom þar m.a. fram að fram- kvæmdir hófust 22. maí 1987 er Sverrir Hermannsson þáverandi menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Undirbúningur hafði staðið yfir nokkuð lengi enda undirbúningur mikill áður en til framkvæmda kom. Ormari Þór Guðmundssyni og Viðari Ólafssyni hjá Verkfræðistofu Sig. Thorodds- en var falið að vinna að forhönn- un. Þá voru kjömir í byggingar- nefnd Sturla Böðvarsson, Gunnar Svanlaugsson og Davíð SVeinsson og þá fór verkið af stað á fullum hraða. Eftirlit á byggingarstað hafði Erlar Kristjánsson verkfræð- ingur bæjarins. Stærstu verkþætt- ir hafa verið boðnir út. Trésmiðja Stykkishólms hefur verið aðalverktaki og séð um allt tréverk og uppsteypu. Sigurður Kristjánsson í Stykkishólmi hefur verið bygingarstjóri og samræmt alla vinnu verktaka. Næstum allir verktakar hafa verið út Stykkis- hólmi: Múrverk: Kristinn Finnsson, raflagnir: Stefán Ólafsson, pípu- lagnir: Andrés Kristjánsson, mál- aravinna: Björn Benediktsson og dúklögn: Eggert Sigurðsson. íþróttahúsið er 2293 fermetrar að stærð og 13777 rúmmetrar. Salurinn 25x45 og með löglega vallarstærð fyrir alla knattleiki. Salnum má skipta í þijár knattleik- svelli, þtjá blakvelli og sex bad- mintonvelli. Kostnaður við bygginguna er 137 millj. og þar af í ár 50 millj. Uppreiknað mun þetta vera 173 millj. Meðtalinn er kostnaður við búningsklefa sundlaugar. Ymislegt Nemendur grunnskólans tóku þátt í athöfninni með því að sýna í verki hvað húsið hefði upp á að bjóða. Á innfelldu myndinni er byggingarnefnd íþróttahússins: Gunnar Svan- laugsson, yfirkennari, Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri og formaður byggingarnefndar og Davíð Sveinsson. vantar enn af tækjum o.fl. Erfítt hefur verið að fá ríkið til að standa við samninga og það hefur orðið til þess að byrðin á bænum hefur verið meiri en gert var ráð fyrir. „íþróttahúsið er komið,“ sagði bæjarstjóri, „það gefur öllum Snæ- fellingum mikið, því þar er sam- starf gott á milli. Við trúum því að rétt hafi verið að ráðast í þessa framkvæmd. Það mun skapa börn- um og unglingum aðstöðu til að iðka heilbrigðar íþróttir, eignast heilbrigða sál í hraustum líkama og forða allri vímu frá byggðarlag- inu. Við fögnum þessu og lítum til bjartari tíma,“ sagði bæjarstjóri að lokum. Afhenti hann síðan Ellert Krist- inssyni lykil að íþróttahúsinu, en Ellert flutti ávarp og hvatningu til æskulýðsins að nota sér þessa góðu aðstöðu. Séra Gísli H. Kolbeins blessaði húsið og kirkjukór Stykkishólms söng undir stjórn Jóhönnu Guð- mundsdóttur. Þá gengu grunn- skólanemendur í fallegri skrúð- göngu í salinn og yfir í annan enda hans..^ Margir ávörpuðu samkomuna, m.a. Lúðvíg Halldórsson skóla- stjóri, Reynir Karlsson íþróttafull- trúi er flutti ávarp 'menntamála- ráðherra sem ekki gat verið við- staddur, Bergur Hjaltalín formað- ur Snæfells, Alexander Stefánsson alþingismaður, Árni Þór Árnason færði kveðju ÍSÍ og formanns Sveins Björnssonar og einnig töluðu aðrir af íþróttasviðinu og Þorgeir Ibsen fyrrverandi skóla- stjóri í Stykkishólmi. Gunnar Svanlaugssón fékk alla grunn- skólanemendur til að sýna sam- komugestum allt það sem hægt ver að stunda af íþróttum í húsinu og vakti það athygli. Ekki minni athygli vakti það þegar Ágúst Bjartmars fyrrv. Islandsmeistari og Ellert Kristinsson léku badmin- ton. Margar kveðjur og gjafir bárust og þeirra á meðal var klukka, hið mesta gersemi, sem unnin var í Borgarfirði eystra, gefin af Verk- smiðjunni Vífilfelli hf., Reykjavík. Klukkan 15 kepptu úrvalsdeild- arlið Snæfells og Vals í körfubolta. Snæfell sigraði í þessum vígsluleik. Áhorfendasvæðið var alveg troðfullt og er giskað á að yfir 450 manns hafi verið þarna. Milli kl. 19.00 og 21.00 var svo öllum boðið að skoða húsið. En í húsinu er góð sríyrtiaðstaða fyrir bæðið kynin, æfingasalur, salur fyrir sólböð og þrekæfingar og stórt anddyri. Gluggar eru stórir og gott útsýni. Þá er áhorfenda- svæði fyrir fjölda manns og sæti með góðu móti fyrir 200 manns. - Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.