Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 GÍRÓ-SEÐÍLl. S2 SSS« >l> ----- «• oa 0910S4-3119 •^rTooo— ---700 /XGÖTO m, Jte 53 Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar: Þjónusta við fatlaða í nálæg'ð við einstakling og fjölskyldu Næstu vikur verður á Hótel Holti sér- stakt tilboð í hádeginu, sem samanstend- ur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á gæðakröfum. Bergstaðastrœii 37, Strni 91-25700 Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Þroskahjálp: í tengslum við fulltrúafund Landssamtakanna Þroskahjálpar var haldið málþingþann.19. og 20. október sl. undir yfirskriftinni Auk- in ábyrgð sveitarfélaga í þjónustu við fatiaða. Viðfangsefni þetta var valið með tilliti til þess að verið er að endur- skoða lög um málefni fatlaðra nr. 41/1983 auk þess sem frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitar- félaga mun verða endurflutt á kom- andi þingi. Liðinn er u.þ.b. áratugur síðan lög um aðstoð við þroskahefta voru sett, en þau mörkuðu tímamót í þjónustu hins opinbera við þroska- hefta og reyndar fatlaða alla. Það fyrirkomulag, að ríkið sæi að mestu um alla þjónustu við fatiaða, sem við upphaf þessatímabils þótti sjálf- sagður hlutur, vekur nú efasemdir margra ekki síst þeirra sem nota þurfa þessa þjónustu, fatlaðra sjálfra og aðstandenda þeirra. Því fannst stjórn og framkvæmdaráði Landssamtakanna Þroskahjálpar tímabært að hefja umræðu um aukna ábyrgð sveitarfélaganna í þjónustu við fatlaða þrátt fyrir að ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafi enn aukið skyldur ríkisins, sem ber nú alfarið ábyrgð á allri sérstakri þjónustu við fatlaða. Til þess að hefja þessa umræðu fengu samtökin til liðs við sig stjórnmálamenn úr sveitarstjórnum og af Alþingi auk þess sem fulltrú- ar foreldra fatlaðra fjölluðu um reynslu sína af þjónustu við fatlaða. Til fundarins var boðið stórum hóp fólks auk fulltrúa aðildarfélag- anna, foreldrum, fólki starfandi í sveitarstjórnum, fulltrúum þing- flokka o.fl. Um 100 manns sóttu málþingið sem sýnir þann mikla áhuga sem er á þessu viðfangsefni. Við setningu málþingsiris flutti Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra málefna fatlaðra og sveitarstjórnar- mála, mjög greinargott ávarp, þar sem hún m.a. fjallaði um endur- skoðun laga um málefni fatlaðra og hvernig þeirri vinnu miðaði. Hún kom einnig inn á vandkvæði þau sem skapast við framkvæmd ýmissa velferðarmála í sveitarfélögum vegna smæðar þeirra. Enn fremur ræddi ráðherra um ýmsa vankanta núverandi laga um málefni fatlaðra, m.a. það fyrirkomulag að svæðis- stjórnir eru í senn eftirlits- og rekstraraðilar stofnana fyrir fatlaða en slíkt skapar einatt hagsmuna- árekstra. Eftirfarandi frummælendur töluðu á sjálfu málþinginu: Birgir ísleifur Gunnarsson al- þingismaður og fyrrverandi borgar- stjóri í Reykjavík, Ellen Andersen, móðir og þroskaþjálfanemi, Guðrún Zoéga, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, Gunnhildur Bragadóttir, móðir og sjúkraliði, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Mar- grét Frímannsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi oddviti Stokkseyrar- hrepps, Itannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi bæj- arfulltrúi í Kópavogi. Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur, Akur- eyri, fulltrúi Kvennalistans, og Val- gerður Hilmarsdóttir oddviti, Fremstagili, Engihlíðarhreppi, í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga. í ágætUm fyrirlestrum sínun nálguðust fí'ummælendur efnið á mjög margbreytilegan hátt þannig að áheyrendur fengu greinargóða mynd af ýmsum sjónarhornum þeirra sem starfa í stjórnmálum og þeirra sem nota þá þjónustu sem stjórnmálamenn hafa komið á lagg- irnar. Það er þó skemmst frá því að segja að allir framsögumennirnir voru á þeirri skoðun, að þjónustu við fatlaða sé best fyrir komið í sem mestri nálægð við einstaklinginn sjálfan og fjölskyldu hans. Bæði alþingis- og sveitarstjórn- arfólkið var sammála um að vinda beri bráðan bug að því að flytja ýmsa þjónustu við fatlaða frá ríkinu til sveitarfélaganna. Mismunandi áhersla var á hversu fljótt og í hversu miklum mæli menn vildu sjá þetta gerast en allir lögðu áherslu á að jafnframt þyrfti að tryggja sveitarfélögunum tekjustofna til þess að standa undir þjónustunni. Einungis komu fram efasemdir hjá einum framsögumanni um að það breytti þjónustunni hver veitti hana. Fulltrúar foreldra lögðu áherslu á niikilvægi þess að fá þjónustuna í heimabyggð, þar sem þar væri oft skilningur og þekking á aðstæðum sem ekki er mögulegur þegar um meiri miðstýringu er að ræða.^ Að loknum fyririestrunum hófust umræður, bæði almennar og pall- borðsumræður. í umræðunum komu fram svipuð viðhorf og hjá framsögumönnum, þótt einstaka rödd léti í ljósi efasaemdir um áhuga og/eða kunnáttu sveitarstjórnar- manna til þess að taka þetta verk- efni að sér. margir bentu þó á að besti skólinn, bæði til þess að axla ábyrgð og öðlast þekkingu á mál- efninu, sé einmitt að fá verkefnið í hendur og vinna að því. Að loknu málþinginu hófst hinn eiginlegi fulltrúafundur, þar sem m.a. var fjallað um viðfangsefni málþingsins. í lok fulltrúafundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Ályktun Fulltrúafundur Landssamtak- anna Þroskahjálpar haldinn 20. október 1990 beinir þeim tilmælum til stjórnvalda, að við setningu laga og skipulagningu þjónustu við fatl- aða verði að því unnið að færa þjón- ustuna frá ríki til sveitarfélaga eða samtaka þeirra. Sérstaklega skal þess gætt þegar um er að ræða almenna þjónustu sveitarfélaga við íbúa sína. Jafnframt verði sveitarfélögum tryggður fjárhagslegur stuðningur til að veita þjónústuna. Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með framkomið frumvarp um fé- lagslega þjónustu sveitarfélaga sem framfaraspor en leggur áherslu á nauðsyn öflugrar löggjafar um al- hliða félagsmálaþjónustu. Fundurinn beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðlierra að hann beiti sér fyi'ir því að komið verði á fót starfshópi er móti tillögur um að markvisst verði unnið að því að færa félagsleg verkefni frá ríki Lil sveitarfélaganna og því lokið fyrir árið 2000. AGREIÐENDU1 EINDAG! STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! RSK RlKISSKATTSTJÓRI h » I » » k ►. » > f i ► ► » I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.