Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 55
55
:(>! íU-n-WHVOK f.l HilOAOiIT.aiíM Oin A.IflMiiOIIOWi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
9. -12. nóvember 1990
Góð nýting var á fangageymsl-
unum um helgina. Á föstudagsnótt
gistu þar 23, á laugardagsnótt 21
og 11 á sunnudagsnótt. 95% gesta
voru karlkyns. Af þeim voru 13
færðir fyrir dómara vegna slæms
ölvunarháttarlags og ósæmilegrar
framkomu við meðborgara sína.
Aðrir voru færðir til skýrslutöku
vegna innbrota, þjófnaða, líkams-
meiðinga, svika, hótána, eða ölv-
unaraksturs. 8 þessara manna ósk-
uðu sjálfir eftir gistingu þar sem
þeir áttu ekki í önnur hús að venda.
Einungis var tilkynnt um 23
árekstra, en 5 uchferðarslys. Níu
ára gömul stúlka varð fyrir bifreið
á Amarbakka við Kóngsbakka á
föstudagsmorgun. Á laugardag
meiddist ökumaður í árekstri
tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi
við Hafravatnsveg. Það kvöld urðu
tvö umferðarslys með stuttu milli-
bili á gatnamótum Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar. Alls
skemmdust 5 ökutæki í þessum
árekstrum og 5 manns voru fluttir
á slysadeild. Aðdragandi beggja
óhappahna var sá að bifreið var
ekið norður Kringlumýrarbraut og
beygt áleiðis til vesturs á gatna-
mótunum, í veg fyrir bifreið sem
ekið var til suðurs. Á sunnudags-
kvöld meiddust farþegi og ökumað-
ur í árekstri tveggja bifreiða á
gatnamótum Suðurlandsbrautar og
Kringlumýrarbrautar.
Tilkynnt var um 13 innbrot og
8 þjófnaði. í öllum tilvikum höfðu
þjófamir lítið sem ekkert upp úr
krafsinu, en þeir ollu því meiri
skemmdum. Þá var tilkynnt um 8
líkamsmeiðingar, en þær voru all-
flestar minniháttar.
95 vora kærðir fyrir of hraðan
akstur og 11 era grunaðir um ölv-
un við akstur. Ekki er vitað til
þess að ölvaður ökumaður hafi lent
í umferðaróhappi uni helgina.
17 kvöldsölum var lokað þar eð
eigendur þeirra höfðu ekki staðið
skil til borgarinnar á greiðslum
vegna kvöldsöluleyfa.
Á f'V.udag kvöld tilkynntu
borgarstarfsmen i lögreglumönn-
um á Miðborg rstöð að 0-ið í
Bankastr; i yrö. framvegis opið
til kl. 3.30 aðfaranætur föstudaga,
laugardaga og sunnudaga. Sá
böggull fylgir þó skammrifi að það
er einungis opið körlum. Minnir á
gamla tíma.
Á laugardagskvöld voru lög-
reglumenn kvaddir að húsi í Sund-
unum vegna þess að þar hafði ber
maður sést guða á glugga. Húsráð-
andi hafði séð til mannsins og
hlaupið út til þess að hafa hendur
í hári hans, en of seint. Maðurinn
komst undan. Einstaka sinnum er
tilkynnt um slík tilvik, en það hefur
komið í ljós að oftast er um sama
fólkið að ræða, nær undantekn-
ingalaust karlmenn með ófullnægj-
andi þarfir til kvenfólks. Yfirleitt
næst til þessara manna og þeim
ráðlögð viðeigandi læknismeðferð.
Köttur fannst drepinn við hús
við Austurberg á laugardagsmorg-
un. Höfði hans virtist hafa verið
slegið miskunnarlaust við húsvegg.
Skömmu eftir miðnætti fannst
blóðugur maður liggjandi í Austur-
stræti við veitingahúsið Gullið.
Hann var fluttur á slysadeild. Svo
virðist sem fólk hafi gengið fram-
hjá manninum nokkurn tíma án
þess að virða hann viðlits.
Ejögur ungmenni voru handtekin
við Lækjargötu eftir miðnætti á
föstudag. Þau eru grunuð um hass-
neyslu.
13 rúður vora brotnar í borg-
inni. Rúmlega helmingur tilkynn-
inga kom frá miðborginni. Annars
var fremur rólegt þar um helgina,
lítið um meiðingar og skemmdar-
verk.
Tveir drengir voru handteknir í
Rofabæ eftir að hafa unnið
skemmdir á póstkössum í einu hús-
anna. Einstaka maður virðist
leggja meira upp úr því að skemma
og eyðileggja, en að taka þátt í að
byggja upp og varðveita það sem
til er. Ekki var auðsvarað hver var
tilgangur skemmdarverksins.
SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJALF
S jöminn býður upp á gott og
fjölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar sníða efnið
eftir þínum þörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Komdu með þína hugmynd til
okkar - fagmenn aðstoða þig
við að útfæra hana.
BJORNINN
BORGARTÚNI28 S. 6215 66
/{iit trweré ómuJváss
Landssamband
slökkviliðsmanna:
Guðmundur
Oskarsson
kjörinn
formaður
GUÐMUNDUR Vignir Óskarsson
slökkviliðsmaður úr Reykjavík var
kjörinn formaður Landsambands
slökkviliðsmanna á 18. þingi sam-
bandsins sem haldið var um
síðustu helgi. Meginmál þingsins
var stofnun stéttarfélags slökkvi-
liðsmanna og var samþykkt tillaga
á þinginu um að stjórn sambands-
ins skuli á næsta starfsári vinna
markvisst að undirbúningi þess
að breyta landsambandinu í stétt-
arfélag slökkviliðsmanna.
í fréttatilkynningu segir að mikill
einhugur hafi ríkt um þetta mál á
þinginu. Þá var einnig samþykkt
ályktun þar sem skorað er á sveitar-
stjórnir landsins að í fjárhagsáætlun-
um næsta árs verði auknu fjármagni
varið til tækjakaupa slökkviliða auk
þess sem tekinn verði úr notkun all-
ur ólöglegur hlífðarbúnaður slökkvi-
liðsmanna. Einnig var krafist stór-
aukinnar fræðslu og þjálfunar fyrir
slökkviliðsmenn og skorað á nefnd á
vegum félagsmálaráðuneytiSins að
ljúka sem fyrst starfi við samningu
frumvarps um réttindi og skyldur
slökkviliðsmanna þar sem starfsheiti
þeirra verði lögverndað.
Um 800 slökkviliðsmenn úr 25
aðildarfélögum eru í Landsambandi
slökkviliðsmanna.
Verö áöur kr. 49.800
Verð nú kr.
39.840
stgr,
VERSLUNIN
HLJÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖTU
simi 25999