Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 56
hveiti í jólabaksturinn ^tgiisttMafrifr SYKURLAUSfWfj^ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Samningur um sölu á 2.000 tonnum af síld til Danmerkur „VIÐ seldum Icecanfood, fyrirtæki í Keflavík, einn gám af síld hér á bryggjunni fyrir 13 krónur kílóið síðastliðinn föstudag en Icecan- food selur fyrirtæki í Danmörku síldina," segir Snorri Jónsson hjá Gámavinum sf. í Vestmannaeyjum. Snorri segir að greiddar séu 11 krónur fyrir kílóið af síld til frystingar í Eyjum. „Þeir hjá Icecan- food segjast vera með samning upp á tvö þúsund tonn af síld til Danmerkur ef þessi vara líkar og vilja fá tíu gáma í viðbót hjá okkur í næstu viku ef svo verður.“ „Þeir, sem eru með Icecanfood, eru Jóhannes Arason og Jón Krist- insson, sem var viðloðandi Islenska Nýr flokkur húsbréfa: Tillaga um 6% vexti í ríkis- stjórn í dag NÝR flokkur húsbréfa er til umræðu á fundi ríkisstjórnarinn- ar í dag. Húsnæðismálastjórn hefur lagt til við félagsmálaráð- herra að flokkurinn verði alls 5 milljarðar króna og að vextir verði hækkaðir á bréfunum úr 5,75% í 6%. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hún væri ekki reiðubúin til að tjá sig um til- lögúr, Húsnæðismálastjórnar að svo stöddu. Hún sagði málið verða lagt fyrir ríkisstjórn í dag, ásamt áliti Seðlabanka um tillögurnar. Sigurður E. Guðmundsson for- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins sagði í gær, að 1. flokkur húsbréfa 1990 væri langt kominn. Fyrir skömmu hefðu bréf komin í umferð i verið að upphæð um 1,5 milljarðar af 2,5 miiljarða heildarupphæð flokksins. Hann kvaðst vænta þess, að hinn nýi flokkur verði gefinn út fyrir lok mánaðarins. Frá og með 15. þessa mánaðar verður húsbréfakerfið opið fyrir kaup nýbyggðra íbúða, en fram til þess tíma einungis fyrir notaðar íbúðir. úthafsútgerðarfélagið" segir Snorri en ÍÚ gerði út Andra BA við Al- aska. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í forráðamenn Icecanfood í gær. Gámavinir seldu 3,2 tonn af heilli, ferskri síld í Aberdeen í Skot- landi á mánudag fyrir 47,30 króna meðalverð, svo og um 10,5 tonn af smáýsu og lýsu fyrir 130-140 króna meðalverð. Þetta er í fyrsta skipti, sem Gámavinir selja síld í Skotlandi og Snorri Jónsson segist vera mjög ánægður með verðið. Hann segir að í Skotlandi sé aðal- lega markaður fyrir smáýsu og lýsu. MorgunblaOið/Sigurður Sigmundsson. Golfleikur í sumarauka Góðviðrið að undanförnu hefur gert mönnum kleift að vera úti sem vetur væri ekki til. Þessir menn léku golf á Selsvelli skammt frá Flúðum um helgina, en þeir eru Emil Gunnlaugsson, Jóhannes Sigmundsson og Karl Gunnlaugsson. * Formannaráðstefna FFSI: Fellt að bera tilboð LÍÚ undir atkvæði í félögum Bylgjan samþykkti samninginn með miklum meirihluta atkvæða ísafirði. „VIÐ unum því ekki að Vestfirð- ingar fái nú enn betri samninga en aðrir,“ sagði Guðjón A. Krist- jánsson formaður Farmanna- og fiskimannasambands Islands eft- ir að formannaráðstefna sam- bandsins liafði fellt með tveimur þriðju hlutum atkvæða að leggja tillögu LÍÚ að nýjum kjarasamn- ingi undir atkvæðagreiðslu í fé- lögum utan Vestfjarða. í gær- kvöldi voru talin atkvæði hjá skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Bylgjunni á Vestfjörðum og var samningur þess við útvegs- menn á Vestfjörðum samþykktur með 69 atkvæðum gegn 8, tveir seðlar voru auðir. . Guðjón A. Krisljánsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að Vest- firðingar hefðu haft fyrir betri kjarasamninga en aðrir. Menn hefðu viðurkennt þetta forskot Vestfirðinga, en ekki viljað að það ykist enn, því í tillögu LÍÚ væri öðrum aðeins boðið upp á breytta olíuverðstengingu, en hvorki breyt- ingar á tímakaupi á frívöktum né slippfararkaupi, eins og samið var um á Vestfjörðum. Sagðist Guðjón Hugsanlegt að loðnu- veiðar verði bannaðar - segir Hjálmar Vilhjálmsson leiðangursstjóri í loðnuleiðangri Bjarna Sæmundssonar vilja fullyrða, að ef LÍÚ hefði boðið öllum sömu lausn og sjómenn á Vestfjörðum fengu, þá hefði for- mannaráðstefnan samþykkt að leggja það tilboð undir atkvæða- greiðslur í félögunum. Það var eftir fund samninga- nefnda LÍÚ og FFSÍ hjá sáttasemj- ara í Reykjavík á laugardag, að samningamenn FFSÍ ákváðu að leggja tilboð LÍÚ fyrir formanna- ráðstefnuna á ísafirði. HUGSANLEGT er að loðnuveiðar verði bannaðar vegna þess að mikið hefur verið af smárri, ókynþroska loðnu í afla loðnuskipanna að undanförnu, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar leiðangursstjóra á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem fór í loðnuleiðangur 6. nóvember síðastliðinn. Hjálmar segir að ákvörðun um stöðvun loðnuveiðanna verði trúlega tekin síðar í þessari viku. „Þetta getur breyst með litlum fyrirvara en eins og er er allt útlit fyrir að ekki sé von til mikilla breytinga fyrr en þá ef til vill eftir áramótin þeg- ar hrygningargangan hefur myndast," segir Hjálmar Vilhjálmsson. Loðnan, sem veiðst hefur bæði út af Austfjörðum og Vestfjörðum í haust, hefur verið mjög blönduð. Loðna fannst út af Vestfjörðum í síðustu viku og 10-15 loðnuskip voru að veiðum þai' um helgina. Aftur á móti hefur engin loðnuveiði verið út af Austfjörðum undanfarið. Engin skip voru á miðunum út af Vestfjörðum á mánudag vegna brælu og rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var þá inni á ísafirði. „Það er eitthvað dálítið af loðnu á takmörkuðu svæði á Kögurgrunni út af norðanverðum Vestfjörðum en loðnan virðist vera töluvert ntik-' ið blönduð smáu, nema þá allra vestast á því svæði, sem hún er á,“ upplýsir Hjálmar Vilhjálmsson. Hann segir að loðnuskip hafi sleppt loðnu, sem þau hafi veitt, út af smælki. „Það má segja að þetta sé allt mjög óvenjulegt. Mjög illa hefur gengið að finna loðnu- veiðistofninn, þannig að hann sé aðskilinn frá öðru, og þar að auki hefur fundist mjög takmarkað magn af loðnu. Smáloðnan hefur verið til mikilla vandræða og þetta eru því óttalegar vandræðaveiðar meðan ástandið er þannig. Eg held að allir séu sammála um það,“ seg- ir Hjálmar. Hann segir að menn séu því þessa dagana að velta fyrir sér ráðum og leiðum í sambandi við tímabundið loðnuveiðibann. „Við vérðum að vona að ástandið hafi verið svona í haust vegna þess að loðnan hagi sér mjög óvenjulega en ekki vegna þess að miklu minna sé af henni en menn höfðu haldið. Rannsóknaskipið Arni Friðriksson hefur nýlokið könnun á öllu svæðinu frá Látrabjargi austur að Austfjörð- um og sunnan 69. gráðu norður- breiddar. Sá leiðangur gaf ekki til- efni til bjartsýni en okkur er ætlað að fara yfir, það svæði aftur til að athuga hvort einhverjar breytingar hafi orðið. Við höfum nú þegar leit- að á svæðinu norður af Vestfjörðum og þessum leiðangri á að ljúka 25. þessa mánaðar, samkvæmt áætl- un,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson. Móðir fær að að hafa barn í fangelsi ÞRJÁTIU og fimm ára konu hefur verið heimilað að hafa 14 mánaða gamalt barn sitt hjá sér í Fangelsinu að Kópa- vogsbraut 17, þar sem hún afplánar 3ja mánaða refsi- dóm. Mun þetta í fyrsta skipti í 200 ár, sem slíkt er heimilað. Haraldur Johannessen, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að móðirin hefði óskað eftir því að fá að hafa barnið hjá sér í refsivistinni, þar sem hún hefði ekki tök á öðru. Eiginmaður hennar óskaði þessa einnig. Að athuguðu máli hefði þótt rétt að velja þann kost, sem talinn var barni og móður fyrir bestu, og leyfa þeim að vera saman í fangelsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.