Morgunblaðið - 13.11.1990, Page 20

Morgunblaðið - 13.11.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 PRÓFKJÖR OG FRAMBOÐSLISTAR Sjálfstæðisflokkurinn á Reykjanesi: Sjö þúsund tóku þátt í prófkjöri UM 7000 manns kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, sem fór fram um helgfina og var kosning bindandi í sex efstu sætin. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, var kjörinn í fyrsta sæti en var áður í öðru sæti. Fyrsta sæti skipaði Matthías Á. Mathiesen áður, en hann gaf ekki kost á sér nú. I öðru sæti er Salóme Þorkelsdóttir, þingmaður, sem áður var í þriðja sæti. Aðrir á listanum hafa ekki tekið þátt í prófkjöri á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi áður. Arni M. Mathiesen náði bestum árangri nýliðanna, hlaut þriðja sætið, eins og hann hafði stefnt að og einnig næst flest atkvæði í heild. Fjórða sætið skipar Árni R. Árnason, það fimmta Sigríður A. Þórðardóttir, sjötta María Ingvadóttir ogþað sjöunda Sveinn Hjört- ur Hjartarson. Kosningin er bindandi í sex efstu sætin. Röð efstu sex mann eftir heildaratkvæðamagni er hins vegar þessi: Ólafur, Árni M., Salóme, Sigríður, María og Árni R. Hreggviður Jónsson, alþingismaður, hlaut ekki bindandi kosningu og hafnaði í 12. sæti listans. Ánægð með undirtektir - segir Sigríður A. Þórðardóttir „ÉG er mjög ánægð með und- irtektirnar sem framboð mitt hlaut, með tilliti til þess að ég er nýflutt í kjör- dæmið. Þessi framboðslisti er sterkur og ég held að það sé raunhæft að við bætum veru- lega við fylgið frá síðustu kosn- ingum,“ sagði Sigríður A. Þórð- ardóttir, kennari, sem varð í 5. sæti í prófkjörinu. Sigríður sagði að hún teldi fímmta sætið mikinn sigur fyrir sig og hún væri stuðningsmönnum sínum mjög þakklát fyrir mikið og gott starf. „Það var erfitt að spá í spilin, þar sem enginn fram- bjóðenda, fyrir utan Ólaf og Salome, höfðu tekið þátt í próf- kjöri í Reykjaneskjördæmi áður. Eg átti þó alltaf von á að við, sem skipum 3.-7. sæti, höfnuðum þar, þó ég hafi ekki treyst mér til að spá um röðina. Þá er athyglivert að konur skipa þrjú af sex efstu sætunum. Það verður mikil breyt- ing á þingflokki Sjálfstæðismanna <A vor, hvernig sem kosningar fara. Ég á fastlega von á að Sjálfstæðis- flokkurinn bæti við fylgið í Reykja- neskjördæmi." 1 2 3 4 5 6 7 Samt. 1. Ólafur G. Einarsson 4384 456 270 210 157 148 156 5781 2. Salome Þorkelsdóttir 332 2244 463 474 385 360 367 4625 3. Árni M. Mathiesen 213 540 1888 794 570 465 407 4877 4. Árni R. Árnason 369 620 976 518 450 450 474 3857 5. Sigríður A. Þórðardóttir . 221 599 556 798 642 617 541 3974 6. María E. Ingvadóttir 197 711 495 725 650 620 532 3930 7. Sveinn Hjörtur Hjartarson 158 330 623 552 523 582 512 3280 8. Viktor B. Kjartansson 67 170 219 314 1124 422 507 2823 9. Kolbrún Jónsdóttir 138 235 258 481 483 560 616 2771 10. Lovísa Christiansen 189 179 238 742 404 415 538 2705 11. Sigurður Helgason 413 284 254 286 365 418 522 2542 12. Hreggviður Jónsson 103 241 276 333 353 373 413 2092 13. Þröstur Lýðsson 38 87 125 204 275 733 450 1912 14. Lilja Hallgrímsdóttir 33 110 149 267 314 407 530 1810 15. Guðrún Stella Gissurardóttir 20 69 85 177 180 305 310 1146 Alls greiddu atkvæði 7.129. Ógildir og auðir seðlar 254. Gildir seðlar 6.875. Á töflunni sést röð frambjóðenda miðað við niðurstöður prófkjörsins. Þá sést hvað hver frambjóð- andi fékk mörg atkvæði í hvert sæti. Óvíst hvort ég tek sæti á lista - segirMaríaE. Ingvadóttir „ÉG stefndi á öruggt sæti á listanum, en það tókst ekki. Ég verð þvi að end- urskoða afstöðu mina á næstu dögum og taka ákvörðun um hvort ég verð á framboðslistan- um við komandi kosningar,“ sagði María E. Ingvadóttir, fjár- málastjóri, sem hlaut bindandi kosningu í sjötta sæti listans. María sagði, að hún hefði gjarn- an viljað sjá fleiri konur í öruggum sætum. „Það voru ákveðnir hlutir sem komu ekki á óvart. Sem dæmi má nefna mikinn stuðning, sem ég vissi að væri við framboð Árna M. Mathiesen. Ég ætlaði inn af fullum hug, en það tókst ekki og því mun ég á næstu dögum gera upp við mig hvort ég tek sæti á listanum.“ Taldi 3. sætið raunhæft - segirÁrniM. Mathiesen „ÉG var bjart- sýnn og taldi raunhæft að stefna á þriðja sæti listans, sem tókst með góðri hjálp stuðnings- manna. Ég held að niðurstöður prófkjörsins í heild séu styrk- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn," sagði Árni M. Mathiesen, dýra- læknir. Ámi kvaðst telja ljóst af niður- stöðunum að fylgi sitt lægi víða, en þó væri það sýnu mest í Hafnar- firði. „Úrslitin í heild eru ekki fjarri því sem- ég ímyndaði mér. Ólafur og Salome reyndust sterk, eins og við var að búast. Þá vil ég benda á, að af sex efstu mönn- um eru þijár konur, einn er undir 35 ára aldri og loks er þar að finna Suðurnesjamann, sem styrkir stöðu flokksins þar. Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjaneskjördæmi kemur því sterkur út úr þessu prófkjöri.“ Framboðslist- inn er sterkur - segir Árni R. Árnason „MÉR finnst sem tekist hafi að ná saman mjög sterkum framboðslista, sé tekið mið af efstu sex sætun- um,“ sagði Árni Ragnar Árna- son, fjármála- stjóri, sem hlaut ýkiiUc # STÚDlÓ JÓNÍNU & AGÚSTU NÁMSKEIÐ FYRIR LEIÐBEINENDUR í ERÓBIKK OG LÍKAMSÞJÁLFUN DAGANA 19.-25. NÓV. Námskeiðið er samt. 28 stundir. Kennt er á kvöldin 19.-23. nóv. Námsefni: Bóklegt: Lífeðlisfræði þjálfunar, vöðvafræði og hreyfingarfræði, næring og megrun, heilsugæsla, uppbygging eróbikktíma, mæl- ingar, þjálfun á meðgöngu, æfingaálag, að kenna eróbikk, tónlist- arval, meiðsli í eróbikk, raddbeiting og mjúkt eróbikk. Verklegt: Uppbygging eróbikktíma, samsetning spora, hvernig á að semja æfingar o.fl. j Nýtt: Allar nýjustu upplýsingar varðandi eróbikk og líkamsþjálfun, kenndar æfingar, farið yfir skaðlegar æfingar o.fl. ó.fi. Leiðbeinendur:_____________ ___________________ __ Ágústa Johnson, IDEA réttindi, Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur. Engin þátttökuskilyrði. Innritun í síma: 68-98-68 (sfðast komust færri að en vildu). Allt námsefni er byggt á námsgögnum sem gefin eru út af IDEA (The Association For Fitness Professionals). Þekking skilar árangri: Láttu ekki þitt eftir liggja. Taktu þátt í að bæta heilsu íslendinga. Því vandaðri sem kennslan verður þvífleiri verða með. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurlandskjördæmi vestra: Tillaga kjöraefndar að framboðs- lista samþykkt með fagnaðarlátum - segir Erjendur Eysteinsson formaður kjörnefndar Sjálfstæðismenn í Norðurlandskjördæmi vestra samþykktu fram- boðslista vegna væntanlegra alþingiskosninga á kjördæmisþingi á Blöndósi um helgina. Fram kom á þinginu tillaga um að skipan listans yrði ákveðin í prófkjöri en sú tillaga var felld með öllum þorra atkvæða eftir fremur litlar umræður, að sögn Erlends Ey- steinssonar, formanns kjörnefndar. „Tillaga kjörnefndar var síðan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og fagnaðarlátum," sagði Erlendur. Listi Sjálfstæðisflokksins í norð- urlandskjördæmi vestra skipa eft- irtaldir: 1. Pálmi Jónsson, Akri, A-Hún. 2. Vilhjálmur Egilsson, Reykjavik. 3. Hjálmar Jónsson, Sauðár- króki. 4. Runólfur Birgisson, Siglu- firði. 5. Sigfús L. Jónsson, Lauga- bakka, V-Hún. 6. Ingibjörg Halldórsdóttir, Siglufirði. 7. Adolf H. Berndsen, Skaga- strönd. 8. Þóra Sverrisdóttir, Stóru- Giljá, A-Hún. 9. Árdís Björnsdóttir, Skaga- firði. 10. Gunnar Gíslason, fyrrver- andi alþingismaður, Varmahlíð. Hlakka til kosninga- baráttunnar - segirVilhjálmur Egilsson „Ég er að sjálf- sögðu afar þakk- Iátur fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til takast á við kosninga- baráttuna,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdasljóri Verslunarráðs íslands, sem skipar annað sæti framboðslista sjálfstæðismanna í Norðurlandi vestra vegna komandi alþingis- kosninga. „Það er happdrætti hvort 2. sætið gefur þingsæti, sem væntan- lega yrði þá fimmta þingsætið í kjördæminu, og útkoman getur oltið á miklum tilviljunum. En það er með þetta happdrætti eins og Skattaframtöl fyrir einstaklinga Farið er yfir helstu atriði skattalaganna sem varða skattamál, útreikning á tekju- og eignaskatti, rétt til endurgreiðslna, svo sem vaxta- og barnabóta. Gerð eru raunhæf skattaframtöl og kennt er að fylla út allar skýrslur sem einstaklingum er gert að skila með framtali. Námfikeiðið er 16 klat. Innritun stendur yfir.______________ Tölvuskóli Reykiavíkur r»y.-.-8ai ^ Borgarfúni 28, SI687590

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.