Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 félk f fréttum Elztu krakk- arnir úr æskulýðsfé- lag'inu KGB, sem útlegst „Kristið gengi í Breiðholti", og eru úr Fella- og Holasóknum í Breiðholti. ÆSKULÝÐSSTARF Öldungar í æskulýðsfélögum að hefur oft reynzt erfitt að halda krökkum í æskulýðsfé lögum kirkjunnar eftir að fermingu sleppir. Nokkrir sækja félögin árið eftir ferminguna, og síðan varla söguna meir. Þó eru alltaf nokkrir, sem halda áfram og sækja fundi, þótt þau séu komin í framhalds- skóla. Verða þau þar af leiðandi eins konar öldungar í æskulýðsfé- lögunum, þótt þau séu ekki eldri en 17-19 ára, og eru orðnir að eins konar leiðtogum þaf með. Til þess að hafa eitthvert annað starf fyrir þessa elztu krakka, þá hefur Æskulýðssamband kirkjunn- ar í Reykjavíkurprófastsdæmi gengizt fyrir samvei-um fyrir þau, þar sem lögð hefur verið áherzla á fræðslu og láta þau þannig finna til ábyrgðar. Því einna helzt er hægt að láta elztu æskulýðsfélag- ana haldast áfram í félögunum, ef þeim er veitt ábyrgð. Hafa þessar samverur mælzt vel fyrir, og á síðustu samverunni, sem eru að meðaltali einu sinni í mán- uði, ræddi Magnús Erlingsson um Nyaldarhreyfinguna og Halldór Gröndal um bænina, þar sem að auki var snæddur rússneskur rauð- Dönsk alþýða sýpui' nú hveljur af eftii’væntingu og upp- hafningu. Er næsta Dana drottning komin fram á sjónarsviðið? Framhaldssagan um kvennamál Friðriks krónprins heldur sem sé áfram og nýlega varð uppvíst að hann er tekinn sarnan við unga bráð- fallega fyrirsætu að nafni Malou Aamund. Malou er að minnsta kosti fimmta kærasta Friðriks, en í hvert sinn sem hann treður upp með nýja, skekst og hristist Danaveldi og mas- grautúr. Jafnhliða var verkefnum skipt niður á milli þessara öldunga til að sjá um sameiginlegan dag með öllum æskulýðsfélögunum á Reykjavíkursvæðinu. ið hefst: Er þetta sú rétta? Því verð- ur auðvitað ekki svarað hér, en dönsk blöð skoða málið frá öllum hliðum. Lítum á inngang vikuritsins Se og hor: „Hún er hávaxin. Hún er falleg. Ilún hefur fengið „rétt“ uppeldi. Hún getur sannarlega borið sig vel og hreyft sig fallega á bónuðum gólfum. Hún er greind og skýr. Hún er skemmtileg. Hún hefur kimnigáfu. Hún hefur alþjóðlegt yfirbragð. Og auk þess er hún jafn dönsk og vínar- KONGAFOLK Næsta Danadrottning komin í leitirnar? Hildur Aradóttir tekur við verðlaununum. Hlaut hnattferð í Stóra brauðleiknum Geysimikil þátttaka varð í Stóra brauðleiknum, sem Brauðgerð MS efndi til fyrir skemmstu. Dregið var úr réttum lausnum 25. október síðastliðinn og fyrstu verðlaun, hnattferð fyr- ir tvo á vegum Flugleiða, hlaut Hildur Aradóttir, Knarrarbergi 2, Þorlákshöfn, sautján ára nemandi í Verslunarskóla íslands. Auk þess hlutu tuttugu þátttakendur matarkörfur í verðlaun. Hve mörg Stórbrauð? Stóri brauðleikurinn var fólginn í því, að menn áttu að svara þeirri spurningu, hver mörg Stórbrauð þyrfti til að mynda hring umhverf- is jörðina og einnig tveimur öðrum auðleystum vandamálum. Til hægðarauka voru gefnir þrír kost- ir varðandi hveija spurningu, svo að allir gátu tekið þátt í leiknum, jafnt ungir sem gamlir. Vegna mikillar þátttöku var kynning- arbæklingur endurprentaður og var honum dreift í rúmlega 40 þúsund eintökum. 10% afsláttur. Samhliða Stóra brauðleiknum var gert umfangsmikið og árang- ursríkt sölu- og kynningarátak á Stórbrauðunum, en af þeim fást nú fjórar tegundir: Fínt, gróft, fjölkorna og trefjaríkt Stórbrauð. Brauðin voru kynnt í verslunum og 10% afsláttur veittur á hveri brauðtegund viku í senn, sem fimmtu og síðustu vikuna voru allar tegundirnar seldar á tilboðs- verði. Malou er óumdeilanlega falleg stúlka. brauð. Hún gæti sem sagt sem hæg- ast borið kórónu drottningar." Svo mörg voru þau orð og greinilegt að Friðrik velur þær ekki af verri endan- um. En hvað segir hin 21 árs gamla Malou: „Ég er nú ekki farin að hugsa svo langt að ég verði drottning og ég vil aðeins staðfesta að rétt er að við Friðrik erum vinir og hittumst reglulega." Malou segir ekki meira. Hún segir þetta lítilræði með bros á vör og með þvílíkum þokka, að blaða- mennirnir fyrtast ekki eða verða æfir yfir því að fá engin svör, heldur hæla stúlkunni í hástert og draga fram alla hennar kosti, sem eru æði margir samkvæmt Se og hor. Það er ekkert annað að gera en að bíða átekta og sjá til hvort Malou verði kona Friðriks, eða að innan tíðar verði sama lofrullan í blöðum um sjöttu kærustu krónprinsins. Er hann svona góður ísinn á Hard Rock Café .....4 skálar Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 B1 / lCI K \rl lSL. ^andsbanki Íslands,^ VÖmJHÚS HÁ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stúdentsefnin með auglýsingaskiltin, Gengið til fjáröflunar Selfossi. Verðandi stúdentar í Fjölbrautaskóla Suðurlands lögðu á sig gönguferð til Reykjavíkur á dögunum í þeim tilgangi að safna fé til utanferðar að námi loknu. Stúdentsefnin sömdu við nokkur fyriitæki um að bera auglýsingaskilti frá þeim á göngunni til Reykjavíkur. Þessi burður gaf í aðra hönd nokkurt fé í ferðasjóðinn og varð um leið tilefni hressilegrar útiveru á göngunni eftir Suðurlandsveginum til höfuðborgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.