Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 Minning: Guðbjörg Guð- mundsdóttii' Kjerúlf Fædd 27. október 1900 Dáin 5. nóvember 1990 Þriðjudaginn 13. nóvembér verð- ur til moldar borin tengdamóðir mín, Guðbjörg Guðmundsdóttir Kjerúlf. Hún andaðist á elli- og hjúkrunarbeimilinu Grund í Reykjavík, aðfaranótt mánudagsins 5. nóvember síðastliðinn. Margt kemur upp í hugann og langar mig til að minnast þessarar góðu konu með nokkrum orðum nú þegar hún er kvödd. Guðbjörg fæddist í Sauðhaga í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 27. október árið 1900 og varð því níræð fyrir stuttu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Andrésson Kjerúlf, frá Melum í Fljótsdal, bóndi í Sauðhaga og síðar á Hafursá í Vallahreppi og eiginkona hans, Vilborg Jóns- dóttir frá Kleif í Norðurdal í Fljóts- dal. Þau Guðmundur og Vilborg eign- uðust sex börn og voru þau auk Guðbjargar Jón Kjerúlf, látinn, bú- settur á Reyðarfirði, kvæntur Guð- laugu Pétursdóttur; Anna Kjerúlf, látin, búsett í Hábæ, Vogum á Vatnsleysuströnd, gift Sveini Páls- syni sem einnig er látinn; Sigríður Kjerúlf, látin, gift Guðmundi Guð- mundssyni;,og Andrés Kjerúlf, fyrr- verandi bóndi á Akri í Reykholti, nú til heimilis á dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, en kona hans var Halldóra Jónsdóttir sem nú er látin. Ung fluttist Guðbjörg með for- eldrum sínum og systkinum að Hafursá í Vallahreppi. Hafursá stendur frekar hátt undir hlíð og þaðan er útsýni yfir Fljótsdalshérað og Lagarfljót, þar sem Snæfell ber Minningarsjóður Skjols Sími 688500 við enda fljótsins, einstakt að feg- urð. í samheldnum systkina- og frændhópi átti Guðbjörg góða æsku og uppvaxtarár. Þeir tímar vora henni alla tíð afar kærir og minnt- ist hún þeirra og allra, sem þar voru henni samferða með sérstakri hlýju. Hún naut góðrar menntunar í föðurhúsum. Þar var mikil rækt lögð við góða þjóðlega menntun og bókmenntir íslenskar í hávegum hafðar. Jón, bróðir hennar, fór til náms á Akureyri og leiðbeindi systkinum sínum eftir að hann lauk námi. Einnig lagði Guðbjörg stund á tónlistarnám og lék á orgel í frístundum sínum. Var hún stund- um fengin til að spila á orgel við messur í Vallaneskirkju. Það voru sterk bönd, sem tengdu systkinin og foreldra við Hafursá og þegar Guðmundur, faðir þeirra, hætti búskap, tók Jón Kjerúlf, bróð- ir Guðbjargar, ásamt henni við bú- skap að Hafursá og bjuggu þau þar áfram ásamt foreldrum sínum. Á Hafursá var afar gestkvæmt. Þar lá leiðin um er farið var inn í Fljótsdal enda er Hafursá næsti bær við Hallormsstað. Þar var í mörgu að snúast fyrir húsmóður sem auk þess að sjá um heimilið sinnti einn- ig ýmsum störfum og sá um skepn- urnar. Því var vinnudagur oft lang- ur hjá húsmóður þegar margt var í heimili. Guðbjörg talaði oft um þá daga og einnig hversu ánægju- legt hafi verið að hafa margt fólk í kringum sig og í nógu að snúast. Guðbjörg giftist 6. janúar 1934 Oddi Kristjánssyni, byggingameist- ara, á Akureyri, sem fæddur var 3. október 1901 að Saurbæ í Eyja- firði. Foreldrar Odds voru Kristján Friðfínnsson, bóndi í Saurbæjar- hreppi, og Sigríður Grímsdóttir, kona hans. Hann kom austur á Fljótsdals- hérað til að reisa nýtt íbúðarhús að Hafursá og felldu þau Guðbjörg hugi saman. Heimili þeirra var að Hafursá fyrstu átta árin. Þar fædd- ust synir þeirra tveir, Guðmundur, árið 1936 og Sigurður, árið 1940. Þessi ár starfaði Oddur sem byggingameistari þar eystra, byggði hann meðal annars hið sér- stæða hús Gunnars Gunnarssonar, skálds á Skriðuklaustri, sem hlaðið var utan með gijóthnullungum úr Bessastaðaá. Guðbjörg sá áfram um_ heimilið að Hafursá. Árið 1942 fluttust Oddur og Guðbjörg með syni sína til Akur- eyrar. Oddur hóf störf sem bygg- ingameistari hjá Akureyrarbæ og gegndi því starfi til 1971. Þau reistu sér myndarlegt hús á Helgamagra- stræti 15 og bjuggu þar árin á Akureyri. Guðbjörg helgaði heimilinu starfskrafta sína. Gestrisni var mik- il á heimili þeirra Odds og Guðbjarg- ar og nutu þau þess að geta veitt gestum sínum af rausn. Andrúms- loftíð á heimili þeirra var þannig, að öllum sem þangað komu hlaut að líða vel. Þau voru samhent og einkenndist sambúð þeirra af kær- leika. Árið 1971 hætti Oddur störfum hjá Akureyrarbæ fyrir aldurs sakii og fluttust þau hjónin til Reykjavík- ur. Synir þeirra voru þá búsettii þar og vildu þau vera nálægt þeim og fjölskyldum þeirra þegar árin tóku að færast yfir. Það var mikið áfall fyrir Guð- björgu þegar Oddur andaðist haust- ið 1979. Nokkru áður hafði hann veikst af alvarlegum sjúkdómi og auk þess hafði sjóninni hrakað veru- lega. Hún bjó áfram á heimili þeirra í nokkur ár. Eins og áður er getið lést Guð- björg á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún dvaldi síðastlið- in fimm ár. Starfsfólkið þar á þakk- ir skildar fyrir þá umönnun og hlýju, sem henni var þar sýnd. Eg kveð tengdamóður mína með þakklæti fyrir allt, sem hún var okkur. Blessuð sé minning hennar. Herdís Tómasdóttir SLÍPÍDÐU Schiesser® Tvö í einu! Rétta rafsuðu- tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar öflugt jafnstraums-rafsuöutæki fyrir pinnasuöu heldur einnig kröftugt mig/mag suðutæki með rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 pinnasuða Amm S. Hafdal frá Akureyri — Minning Fædd 9. apríl 1898 Dáin 5. nóvember 1990 Það var fyrir tuttugu árum að ég kynntist Ónnu Hafdal á Akur- eyri. Móðir mín, sem hafði þekkt hana frá fornu fari, benti mér á að fara þess á leit við hana að hún gætti barna minna er ég hugðist fara í sérnám. Ég minnist þess enn þegar hún tók á móti okkur á hlýlegu heimili sínu, að hún rak upp hlátur þegar erindið var borið upp við hana. Hún spurði okkur mæðgur hvort við héldum virkilega að hún væri fær um að annast tvö ung börn, svo gömul sem hún væri. Eftir nokkur hvatningarorð og umhugsun, féllst hún þó á að reyna það. Þar með hófust kynni mín og ijölskyldu minnar af þessari yndis- legu konu. Það var börnunum mínum mikið lán að fá hana sem dagmömmu. Hún kom til þeirra á morgnana, sá um að sonur minn færi í skólann, en hann var að hefja skólagöngu, gaf þeim hádegismat og hugsaði um þau á allan hátt sem hin besta móðir þar til ég kom heim úr vinnu. Hún las fyrir þau sögur, kenndi þeim vísur og kvæði og söng með þeim. Oft höfum við heyrt lög- in hennar sungin síðan og vilja þá minningarnar um þessa blíðu og nærfærnu konu streyma fram í hugann. í tvo vetur vorum við svo lánsöm að hafa hana hjá okkur og það voru góð ár fyrir börnin mín. Leiðir skildu þegar Anna fluttist til dóttur sinnar í Reykjavík. En á hveiju sumri heimsótti hún ætt- menni sín á Norðurlandi og lét þá aldrei hjá líða að heilsa upp á okk- ur. Voru það miklir fagnaðarfundir. Árin liðu og þar kom að ég flutt- ist ásamt fjölskyldu minni til Reykjavíkur. Þá hafði Anna fljót- lega samband við okkur. Það var < okkur mikið ánægjuefni að finna hversu ern og frísk hún var, komin , hátt á níræðisaldur. Á síðast ári tókust á ný með okkur náin kynni,þegar ég hóf störf , á hjúkrunarheimili þar sem Anna var vistmaður. Þá settist ég niður með henni þegar færi gafst. Hún tók mér ætíð opnum örmum og spurði frétta af börnunum mínum og sagði mér frá sínum börnum og barnabörnúm. Jákvætt viðhorf hennar til lífsins hafði ekkert breyst þótt aldurinn væri orðinn hár, hún var alltaf jafn glöð í bragði. Að því kom þó að hún veiktist og tók hún veikindum sínum með æðruleysi og jafnaðargeði. Kannski var það henni mesta áhyggjuefni að hún ylli öðrum óþægindum. Mér þótti vænt um að geta fylgst með henni í veikindum hennar og þar með að litlu leyti endurgoldið henni þakk- læti mitt og fjölskyldu minnar. Ég er einnig þakklát forsjóninni fyrir að geta kvatt hana kvöldið I áður en hún lést. Ég og fjölskylda mín minnumst hennar með þakk- læti og vottum aðstandendum sam- I úð. Sigurlaug Helgadóttir I dag er borin til hinstu hvílu móðuramma okkar, Anna S. Haf- dal, sem lést 5. nóvember sl., og viljum við minnast hennar hér í fáeinum orðum. Amma var fædd á Bjarnastöðum í Unadal, Skagafirði, dóttir hjón- anna Önnu Sigmundsdóttur og Sig- uijóns Rögnvaldssonar kennara. Þann 20. maí 1924 giftist hún Gunnari S. Hafdal. Þau eignuðust fimm börn: Ríkharð og Árna, sem búsettir eru í Bandaríkjunum, ■ Gunnar, bónda á Hrafnsstöðum í Köldukinn, Svein, lögregluvarð- stjóra í Reykjavík, og Elfu, húsmóð- ur í Reykjavík. Barnabörn og barna- barnabörn eru orðin um 50 talsins. Guðfinna Jónsdóttir, Deild — Minning Fædd 25. janúar 1905 Dáin 29. október 1990 Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar afasystur minnar, sem jarðsett var frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði þriðjudag- inn 6. nóvember. Guðfinna Jónsdóttir frá Deild var dóttir hjónanna Þorbjargar J. Magnúsdóttur frá Dysjum og Jóns Jónssonar frá Deild á Álftanesi. Hún var ein af 11 systkinum en aðeins 5 þeirra komust til fullorðins- ára. Auk Guðfinnu voru þau Jón, Ólafur og Anna, sem nú eru öll látin, og svo afi minn, Guðmundur Jónsson, fyrrverandi lögregluvarð- stjóri, sem lifír systkini sín. Foreldrar Finnu fluttust frá Álftanesi til Hafnarfjarðar þegar hún var enn á barnsaldri. Þar sótti hún Flensborgarskóla og lauk það- an prófi árið 1921. Eftir skóla fór hún strax út á vinnumarkaðinn og vann í físki þar til hún gifti sig, hinn 7. ágúst 1948. Gekk hún að eiga Eirík Björnsson frá Norðurkoti á Vatnsleysuströnd. Voru þau vel og hamingjusamlega gift í 26 ár eða þar til Eiríkur dó árið 1974. Finna bjó alla tíð með Jóni bróður sínum á Vesturbraut 8 í Hafnar- firði, í húsinu sem kallað var Deild. Eftir að hún giftist bjuggu þau hjón einnig í sama húsi. Héldu þau öll heimili saman þar sem Finna hugs- aði um allt og alla af einstakri ástúð og umhyggju. Langamma mín var þar líka í heimili og stundaði Finna móður sína af mikilli natni þar til hún lést, háöldruð, árið 1956. Gestrisni var mikil á Deild og öllum var þar tekið opnum örmum. Alltaf voru til góðar kræsingar ásamt heitu kaffi og hlýjaði það hveijum þeim sem að garði bar. Og voru það margir sem þangað komu, bæði vinir og vandamenn. Finna var mikil húsmóðir í sér og lagði hún kapp á að hafa allt til reiðu, bæði fyrir eiginmann sinn og bróður, sem og þá er sóttu þau heim. En Finna hafði líka gaman af ferðalögum og fóru þau hjónin í tvær siglingar vítt og breitt um Evrópu. Talaði hún oft um þessi ferðalög og ég er ekki frá því að hún hefði viljað vera oftar á faralds- fæti. Guðfinna og Jón bróðir hennar bjuggu á Deild þar til árið 1988, en þá fluttu þau á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þar voru þau í tæp tvö ár Erfidrykkia á Borginni Tökum að okkur að sjá um erfidrykkjur fyrir allt að 200 manns. Verð frá kr. 790,- á mann. Ný og betri þjónusta. Upplýsingar í síma 11440. Hótel Borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.