Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 53' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGi TIL FÖSTUDAGS tíuíteuuÆAJtáaLMA Borgaraflokkurinn nær dauða en lífi Til Velvakanda. Eins og kunnugt er, virðist Borgaraflokkurinn nær dauða en lífi. Það fór raunar að síga á ógæfuhliðina þar á bæ um leið og Albert Guðmundsson fór af landi brott. Undirrituð varí þeim hópi, sem gerði sér miklar vonir um þennan flokk, en hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum. Orsakir þessa hruns flokksins, — ef flokks skyldi kalla — virðast af ýmsum toga. Þar má fyrst nefna inngöngu núverandi leiðtoga hans í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar, þvert gegn öllum fyrri stefnumál- um og yfirlýsjngum. Þar sýnast þeir Júlíus og Óli hafa selt sál sína fyrir „baunadisk“, þ.e. ráðherra- stóla. í annan stað hefur fram- koma þeirra tvímenninganna þótt einkennast af drýldni og hroka. Og embættaveitingar þeirra, eink- um þó dómsmálaráðherrans, eru landskunnar. Af þeim verkum hef- ur „Votmúlafnykinn“ lagt langar leiðir. Þá hefur frammistaða þeirra í opinberum umræðum þótt mjög slök, síðast t.d. mánudaginn 22. okt. sl., í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra. Hjá þeim Borgaraflokksmönnum virðist fátt komast að annað en tilraunir til þess að hanga aftan í pilsfaldi Framsóknar-maddömunnar, sem þó er ekki lengur neinn álfakropp- ur. Af framansögðum ástæðum sýnist flokkurinn nú gjörsamlega „fyrir bí“; sbr. enn fremur útreið þá, sem hann fékk í síðustu -skoð- anakönnun. í sex hundruð manna úrtaki fyrirfannst ekki einn ein- asti maður, sem vildi kjósa Borg- araflokkinn. — Flokkurinn sýnist Þessir hringdu . . . Páfagaukur Páfagaukur, ljósblár og hvítur brá sér í óleyfi af bæ, Skild'nga- nesi 9, á laugardaginn var og hefur ekki til hans spurst. Fundar- launum er heitið og er síminn á heimilinu 621680. Ekki listaháskóla Listanemi hringdi: „Ég tel ekki ástæðu til að stofna listaháskóla hér á landi eins og rætt hefur verið um. Ég álít að listnám erlendis stuðli að fijórra listalífi og meiri fjölbreytni en ef flestir listamenn lærðu hér heima. Þess vegna yrði listahá- skóli ekki til góðs.“ Góður viðtalsþáttur Hlustandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir ágætan við- tajsþátt við Sverrir Stormsker í Ríkisútvarpinu. Þetta var mjög athyglisvert viðtal og gaman að hlusta á það.“ því hafa fengið snert af bráðkveddu. Sigríður Sigurðardóttir KrísuvíkursanitökiYi Móðir hringdi: „Fyrir skömmu var vikið að Krísuvíkursamtökunum í grein í Velvakanda og spurst fyrir um starfsemi þeirra. Ég stend í mik- illi þakkarskuld við Krísuvíkur- samtökin, því að þau björguðu syni mínum en ég var búin að gefa upp alla von. Get ég upplýst að Krísuvíkursamtökin starfa enn af fullum krafti." Húfa Rauð húfa tapaðist 3. október rétt hjá Bónus, Faxafeni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 33094. Úlpa Sá sem tók síða gráa úlpu með rauðbleiku flúnelsfóðri í Ölveri föstudagskvöldið 2. nóvember, sennilega í misgripum, vinsamleg- ast skili henni þangað aftur eða hringi í síma 38572. Úlpan er eig- andanum mjög mikils virði fyrir veturinn. Myndavél Myndavél gleymdist í sendi- ferðabíl sem tók farþega uppí á Hellisheiði fyrir nokkru. Bílstjór- inn er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 685080 að deginum eða sima 31909 að kvöldinu. BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Vinningstölur laugardaginn 10. nóv. 1990 0$ 30 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.512.241 2.4SI* 1 435.900 3. 4af5 118 6.372 4. 3af5 3.396 516 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.452.373 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 VERNDUM VINNU - VEUUM fSLENSKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.