Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 23 V esturlandskj ördæmi: 5 framboð í lokuðu próf- kjöri sjálfstæðismanna Harma viðbrögð Guðmundar - segir Finnur Ingólfsson FINNUR Ing- ólfsson segist harma viðbrögð Guðmundar G. Þórarinssonar vegna niður- stöðu skoðana- könnunar full- trúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, og segir þau hafa komið sér mjög á óvart. Hann segist ekki kannast við að hafa gert neitt samkomu- lag við Guðmund um að engin samkeppni yrði um 1. og 2. sæt- ið, heldur hafi hann tilkynnt Guðmundi það sérstaklega að hann myndi berjast af fullum krafti fyrir 1. sætinu. „Það á því ekki við rök að styðjast að ég hafi komið i bakið á honum," segir Finnur. „Þetta var skoðanakönnun innan fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, en það mynda fulltrúar eru á aðalfundum félaganna þriggja í Reykjavík, Framsóknarfélags Reykjavíkur, Félags ungra fram- sóknarmnanna og Félags fram- sóknarkvenna, og það hafa verið mjög litlar breytingar á fulltrúaráð- inu á undanförnum árum. Það var ákveðið á aðalfundi fulltrúaráðsins 17. október að kjörskrá skoðana- könnunarinnar skyldi vera þeir full- trúar, sem kjörnir höfðu verið á síðustu aðalfundum félaganna í fulltrúaráðið, þannig að það er ekk- ert hægt að tala um neina smölun í þessu sambandi,“ sagði Finnur. Hann sagði að hann sem for- maður fulltrúaráðsins væri einn af • fulltrúum Framsóknarfélags Reykjavíkur í fulltrúaráðinu og hann hefði ekkert um það að segja hveijir sitja í fulltrúaráðinu. „Hins vegar er alveg rétt að inn í Fram- sóknarflokkinn hefur komið ungt fólk í kringum mig og í tengslum við mig og ég er stoltur af því. Þetta fólk hefur gengið í Félag ungra framsóknarmanna og í ein- hveijum tilfellum verið valið til setu í fulltrúaráðinu, en það er ekkert hægt að smala inn í fulltrúaráðið á síðustu stundu. Frambjóðendur fengu kjörskrá fulltrúaráðsins í hendur viku fyrir skoðanakönnun- ina, og mér er ekki kunnugt um að nokkrar athugasemdir hafi verið gerðar við hana,“ sagði Finnur. FIMM framboð bárust í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi en framboðsfrestur rann út á laugardag. Prófkjörið fer fram meðal aðaí- og varamanna í kjördæmisráði á fundi í Borgar- nesi þann 24. þessa mánaðar. Að sögn Vífils Búasonar formanns kjördæmaráðs er búist við að kjörnefnd ákveði á fundi í kvöld að.fara þess á leit við þrjá menn til viðbótar að þeir taki þátt í ÓLAFUR Þ. Þórðarson, alþingis- maður, mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum í kom- andi alþingiskosningum, og Pét- ur Bjarnason, fræðslustjóri á Isafirði, mun skipa annað sætið. í þriðja sæti á framboðslistanum verður Katrín Marísdóttir, Magnús prófkjörinu. Þeir sem skilað höfðu framboði við lok frestsins eru: Sturla Böð- varsson, bæjarstjóri, Stykkishólmi; Guðjón Guðmundsson, skrifstofu- stjóri, Akranesi; Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri, Búðardal; Guðjón Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Ásum í Saurbæ og Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, Borgarnesi. Bjömsson verður í fjórða sæti og í fimmta sæti verður Magdalena Sig- urðardóttir. Kjördæmsiráð flokksins gekk frá röðun á framboðslistann síðastlið- inn laugardag, en áður hafði farið fram skoðanakönnun meðal flokks- bundinna framsóknarmanna á Vestfjörðum, sem hvert félag í kjör- dæminu annaðist. N-Á-M-A-M Landspítalinn 60 ára: Ritgerðasam- keppni nema ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til ritgerðasamkeppni meðal fram- haldsskólanema í tilefni af 60 ára afmæli Landspítalans. Ritgerðarefni eru: 1. Börn á sjúkrahúsi 1930-1990. 2. Hvers vegna bar brýna nauðsyn til að reisa Landspítala? 3. Hlutverk Landspít- ala að 25 árum liðnum. 4. Ástæður þess að ég vil starfa á sjúkrahúsi. 5. Smásaga sem gerist á sjúkrahúsi. Landsbanki íslands mun gefa sem verðlaun 100.000 kr. inneign áþrem Kjörbókum, kr. 50.000, 30.000 og 20.000. Þá verða bókaverðlaun. Skilafrestur er til 20. janúar 1991. Olafur Þ. Þórðarson í 1. sæti Framsóknarflokks ^'liSfeSF . ■ ‘-7 ; H i m Auðlind sem þú átt aðgang að AIJÐLIND HF. HLUTABRÉFASJÓÐUR í VÖRSLU KALJPÞINGS Kaupþing hefur opnað þér greiðfœra leið inn á hlutabréfamarkaðinn. Ráðgjafar Kaupþings gera þér kleift að njóta arðsemi vel rekinna fyrirtœkja. Hefurðu hugleitt að kaupa hlutabréf en verið hikandi að stíga skrefið til fulls? Auðlind er nýjung i starfsemi Kaupþings, sniðin að þörfum þeirra sem vilja taka þátt í uppbyggingu nútímafyrirtækja en hafa ekki aðstöðu til að vega og meta hvað sé skynsamlegur kostur í hverju tilfelii. Þar koma ráðgjafar Kaupþings til sögunnar. Auðlind er hlutabréfasjóður, settur saman af hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. MIiÐ ÞVÍ AÐ KAIJPA AIJÐLINDARBRÉF • áttu möguleika á ávöxtun sem er langt utnfram almennar spamaðarleiðir, • býðstþér mun betri trygging en gjldir um almenn hlutabréf af því að hlutabréf ■sjóðsins eru frá mörgum fyrirtœkjum, • nýtist þér skattaafsláttur til jafns við þá sem kaupa hlutabréf t einstökum fyrirtœkjum. A Taktu virkan þátt í verðmætasköpun atvinnulífsins. Leitaðu til Kaupþings þarsem þú finnur Auðlind, hlutabréfasjóð sem gefur öllum hlutdeild í nýjum tækifærum á breyttum tímum. HLUTABREFASJOÐURINN AUÐLIND HF. Kringlunni 5, 103 Reykjavtk, Sími 91-689080 Hlutabréf í Auðlind eru seld hjá Kaupþingi hf., Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands hf., Akureyri, Verðbréfaviðskiptum Búnaðarbanka íslands í Reykjavjk, hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.