Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 23 V esturlandskj ördæmi: 5 framboð í lokuðu próf- kjöri sjálfstæðismanna Harma viðbrögð Guðmundar - segir Finnur Ingólfsson FINNUR Ing- ólfsson segist harma viðbrögð Guðmundar G. Þórarinssonar vegna niður- stöðu skoðana- könnunar full- trúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, og segir þau hafa komið sér mjög á óvart. Hann segist ekki kannast við að hafa gert neitt samkomu- lag við Guðmund um að engin samkeppni yrði um 1. og 2. sæt- ið, heldur hafi hann tilkynnt Guðmundi það sérstaklega að hann myndi berjast af fullum krafti fyrir 1. sætinu. „Það á því ekki við rök að styðjast að ég hafi komið i bakið á honum," segir Finnur. „Þetta var skoðanakönnun innan fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, en það mynda fulltrúar eru á aðalfundum félaganna þriggja í Reykjavík, Framsóknarfélags Reykjavíkur, Félags ungra fram- sóknarmnanna og Félags fram- sóknarkvenna, og það hafa verið mjög litlar breytingar á fulltrúaráð- inu á undanförnum árum. Það var ákveðið á aðalfundi fulltrúaráðsins 17. október að kjörskrá skoðana- könnunarinnar skyldi vera þeir full- trúar, sem kjörnir höfðu verið á síðustu aðalfundum félaganna í fulltrúaráðið, þannig að það er ekk- ert hægt að tala um neina smölun í þessu sambandi,“ sagði Finnur. Hann sagði að hann sem for- maður fulltrúaráðsins væri einn af • fulltrúum Framsóknarfélags Reykjavíkur í fulltrúaráðinu og hann hefði ekkert um það að segja hveijir sitja í fulltrúaráðinu. „Hins vegar er alveg rétt að inn í Fram- sóknarflokkinn hefur komið ungt fólk í kringum mig og í tengslum við mig og ég er stoltur af því. Þetta fólk hefur gengið í Félag ungra framsóknarmanna og í ein- hveijum tilfellum verið valið til setu í fulltrúaráðinu, en það er ekkert hægt að smala inn í fulltrúaráðið á síðustu stundu. Frambjóðendur fengu kjörskrá fulltrúaráðsins í hendur viku fyrir skoðanakönnun- ina, og mér er ekki kunnugt um að nokkrar athugasemdir hafi verið gerðar við hana,“ sagði Finnur. FIMM framboð bárust í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi en framboðsfrestur rann út á laugardag. Prófkjörið fer fram meðal aðaí- og varamanna í kjördæmisráði á fundi í Borgar- nesi þann 24. þessa mánaðar. Að sögn Vífils Búasonar formanns kjördæmaráðs er búist við að kjörnefnd ákveði á fundi í kvöld að.fara þess á leit við þrjá menn til viðbótar að þeir taki þátt í ÓLAFUR Þ. Þórðarson, alþingis- maður, mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum í kom- andi alþingiskosningum, og Pét- ur Bjarnason, fræðslustjóri á Isafirði, mun skipa annað sætið. í þriðja sæti á framboðslistanum verður Katrín Marísdóttir, Magnús prófkjörinu. Þeir sem skilað höfðu framboði við lok frestsins eru: Sturla Böð- varsson, bæjarstjóri, Stykkishólmi; Guðjón Guðmundsson, skrifstofu- stjóri, Akranesi; Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri, Búðardal; Guðjón Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Ásum í Saurbæ og Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, Borgarnesi. Bjömsson verður í fjórða sæti og í fimmta sæti verður Magdalena Sig- urðardóttir. Kjördæmsiráð flokksins gekk frá röðun á framboðslistann síðastlið- inn laugardag, en áður hafði farið fram skoðanakönnun meðal flokks- bundinna framsóknarmanna á Vestfjörðum, sem hvert félag í kjör- dæminu annaðist. N-Á-M-A-M Landspítalinn 60 ára: Ritgerðasam- keppni nema ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til ritgerðasamkeppni meðal fram- haldsskólanema í tilefni af 60 ára afmæli Landspítalans. Ritgerðarefni eru: 1. Börn á sjúkrahúsi 1930-1990. 2. Hvers vegna bar brýna nauðsyn til að reisa Landspítala? 3. Hlutverk Landspít- ala að 25 árum liðnum. 4. Ástæður þess að ég vil starfa á sjúkrahúsi. 5. Smásaga sem gerist á sjúkrahúsi. Landsbanki íslands mun gefa sem verðlaun 100.000 kr. inneign áþrem Kjörbókum, kr. 50.000, 30.000 og 20.000. Þá verða bókaverðlaun. Skilafrestur er til 20. janúar 1991. Olafur Þ. Þórðarson í 1. sæti Framsóknarflokks ^'liSfeSF . ■ ‘-7 ; H i m Auðlind sem þú átt aðgang að AIJÐLIND HF. HLUTABRÉFASJÓÐUR í VÖRSLU KALJPÞINGS Kaupþing hefur opnað þér greiðfœra leið inn á hlutabréfamarkaðinn. Ráðgjafar Kaupþings gera þér kleift að njóta arðsemi vel rekinna fyrirtœkja. Hefurðu hugleitt að kaupa hlutabréf en verið hikandi að stíga skrefið til fulls? Auðlind er nýjung i starfsemi Kaupþings, sniðin að þörfum þeirra sem vilja taka þátt í uppbyggingu nútímafyrirtækja en hafa ekki aðstöðu til að vega og meta hvað sé skynsamlegur kostur í hverju tilfelii. Þar koma ráðgjafar Kaupþings til sögunnar. Auðlind er hlutabréfasjóður, settur saman af hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. MIiÐ ÞVÍ AÐ KAIJPA AIJÐLINDARBRÉF • áttu möguleika á ávöxtun sem er langt utnfram almennar spamaðarleiðir, • býðstþér mun betri trygging en gjldir um almenn hlutabréf af því að hlutabréf ■sjóðsins eru frá mörgum fyrirtœkjum, • nýtist þér skattaafsláttur til jafns við þá sem kaupa hlutabréf t einstökum fyrirtœkjum. A Taktu virkan þátt í verðmætasköpun atvinnulífsins. Leitaðu til Kaupþings þarsem þú finnur Auðlind, hlutabréfasjóð sem gefur öllum hlutdeild í nýjum tækifærum á breyttum tímum. HLUTABREFASJOÐURINN AUÐLIND HF. Kringlunni 5, 103 Reykjavtk, Sími 91-689080 Hlutabréf í Auðlind eru seld hjá Kaupþingi hf., Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands hf., Akureyri, Verðbréfaviðskiptum Búnaðarbanka íslands í Reykjavjk, hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.