Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 19 ■ FROÐI HF. hefur gefið út í íslenskri þýðingu Karls Birgis- sonar sögu Stephen Kings Duld eða „The Shining" í kynn- , ... ingu útgefenda StePhen KlnS segir m.a.: Duld fjallar um hjónin Jack og Wendy Torrance sem ger- ast húsverðir á Overlook hótelinu að vetrarlagi. Með þeim er fimm ára sonur þeirra Danny, sem gædd- ur er skyggnigáfu. Jack sem er rit- höfundur, hugsar sér að vinna að ritstörfum í góðu næði, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Einangrun- in er algjör og fer brátt að segja til sín. A hótelinu höfðu áður gerst voveiflegir atburðir og brátt fer ýmislegt óvænt að gerast, ekki síst hjá Danny sem sér margt sem öðr- um er hulið. Kvikmynd sem byggir á sögunni þykir einhver magnað- asta spennumynd sem framleidd hefur verið og Jack Nicholson á kostum í hlutverki hins hugstola rithöfundar Jack Torrance." Duld er 420 bls. Umbrot, filmuvinna, prentun og bókband var í höndum Prentmiðjunnar Odda. Guð- mundur Jón Guðjónsson hjá Teiknideild Fróða hannaði bók- arkápu. Skerðing ellilífeyris vegna tekna ...kjörin leið til sparnaðar er Kj örbók Landsbankans eftirKristin Björnsson I tillögum um breytingu á trygg- ingarlöggjöf sem nú liggja fyrir alþingi, er gert ráð fyrir skerðingu og afnámi ellilífeyris til þeirra sem dálitlar tekjur hafa. Miðað er við að lífeyrir skerðist við rúmlega 60 þús. kr. í tekjur og hverfi við 95 þús. kr. tekjur. Þessu hefur verið mótmælt af Alþýðusambandi óg fleirum, sérstaklega vegna þess að slíkt mundi gera lífeyrissjóðakerfið tilgangslítið og því btjóta það nið- ur. Með þessu væri einnig komið aftan að því fólki sem árum saman hefur greitt í lífeyrissjóð af tekjum sínum í þeirri góðu trú að með því væri það að bæta og tryggja af- komu sína á efri árum. Þetta eru mikilvægar röksemdir gegn téðri breytingu, en fleira má nefna er mælir gegn slíku afnámi ellilífeyris. Stærsta spurningin er e.t.v.: Hvernig finnst okkur að tekjuskipt- ingin eigi að vera í þjóðfélaginu? Eiga eldri borgarar að fá að lifa við áþekk lífskjör og þeir nutu fyrr á ævinni eða kjör sem nálgast með- altekjur þegna þjóðfélagsins. Und- irrituðum finnst það .réttlátt, en um slíkt geta verið skiptar skoðanir. Sumir telja nægilegt að aldraðir hafi tekjur er duga til nauðþurfta en þeir megi lifa við nauman kost, búa þröngt og geta fátt veitt sér. Fyrrgreind tillaga um tekjuteng- ingu lífeyris ber vott um þetta hug- arfar, því er hún óréttmæt. Það gæti verið eðlilegt að fresta greiðslu ellilífeyris þegar um mjög háar tekjur er að ræða hjá þeim sem eru þá enn í starfi, en það mundi aldrei verða réttlátt hjá þeim sem aðeins hafa tekjur úr lífeyris- sjóði jafnvel þó um „góðan sjóð“ sé að ræða sem kallað er. Lífeyrir úr bestu sjóðum eru alltaf undir meðaltekjum eins og þær gerast í þjóðfélaginu á hveijum tíma. Hér þýðir ekki að miða við laun þeirra sem eru lægst launaðir því að með- altekjur vinnandi fólks eru miklu hærri. Akvæðin í umræddu frumvarpi gera ráð fyrir að skerða og afnema ellilífeyri þeirra sem ekki hafa ná- lægt því meðaltekjur. Með þessu er því slegið föstu að eldra fólkið sem ekki hefur starfsorku lengur er ætlað að lifa sem fátæklingar. Þetta er vafasamt réttlæti í velferð- arþjóðfélagi. Tillaga mín er því þessi: Elli- lífeyrir á ekki að vera tekjutengd- ur. Ef ekki næst samkomulag um þetta, ætti skerðing að byrja við miklu hærra tekjumark en sett er í frumvarpinu. Eða alls ekki við lægri tekjur en samsvara meðal- tekjum starfandi fólks í landinu. Líklega er þetta eitthvað nálægt 150 þús. kr. Með þessu væri það viðurkennt að ellilífeyrisþegar mættu hafa meðaltekjur og lífskjör á við aðra. Þannig mundu greiðslur úr lífeyrissjóðum ekki sket'ða elli- lífeyrinn. Það mundi því koma í veg fyrir það óréttlæti að eyðilagður verði með skerðingunni ávinningur ntanna af því að hafa greitt í lífeyr- issjóð áratugum saman. Eldri borgarar eru hópur sem ekki hefur verið mjög virkur í kjara- baráttu. Margt bendir til, m.a. umræddar breytingar á tryggingar- löggjöf,' að þetta fólk þurfi að vera betur á verði og vinna ákveðnara að því marki að kjör þurfi ekki að rýrna verulega þegar látið er af starfi. Síðustu ár ævinnar ættu menn að geta lifað við svipuð lífskjör og aigengust eru hjá fólki á „góðum“ aldri. Lífeyrissjóðum og trygginga- kerfi er ætlað að sjá til að svo sé. „Ellilífeyrir á ekki að veratekjutengdur. Ef ekki næst samkomulag um þetta, ætti skerðing að byrja við miklu hærra tekjumark en sett er í frumvarpinu.“ Það má því ekki missa sjónar á þessu markmiði með skammsýnum sparnaðarráðstöfunum sem bitna á þeim sem síst skyldi. Ilöfundur er sálfrieðingur. Betri, einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin. Háir grunnvextir og verötryggingarákvæöi tryggja góða ávöxtun. Aö auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 16 og 24 mánuði. Samt er innstæöa Kjörbókar alltaf laus. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Kristinn Björnsson ' Þ.ÞORGRÍMSSON&CO mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.