Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 18. NÓVEMBÉR 1990
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stund milli
stríða
Guðjón A. Kristjánsson,
forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands
fékk sér kaffi nú seinnipart
vikunnar í Kaffivagninum
vestur á Granda og fór svo
í fylgd ljósmyndara Morg-
unblaðsins niður að höfn,
áður en hann hélt upp í
Karphús á nýjan leik, þar
sem blásið hafði verið til
nýrrar orrustu milli hans
og annars Vestfirðings,
Kristjáns Ragnarssonar,
formanns Landsambands
íslenskra útvegsmanna.
eftir Agnesi Bragodóttur
ÞÉTTUR á velli — þéttur í lund.
Addi Kitta Guj hljómar álíka óskilj-
anlega og barnalagið góða: Atti
katti nóa — ekki satt? Engu að síð-
ur hefur forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands gegnt
þessu ávarpi vestur á fjörðum frá
blautu barnsbeini, eða í 46 ár. For-
seti FFSÍ heitir fullu nafni Guðjón
Arnar Kristjánsson. Þeir eru stund-
um sér á báti á Vestfjarðakjálkan-
um, þegar nafngiftir eru annars
vegar. Faðir Guðjóns Arnars hét
Kristján Guðjónsson, en var aldrei
nefndur annað en Kitti Guj. Þá lá
beint við, þegar Guðjón Arnar leit
dagsins ljós fyrir 46 árum, að nefna
sveininn unga eftir afa sínum, Guð-
jóni Krisljánssyni, sem ávallt
gegndi viðurnefninu Guji. Til þess
að fyrirbyggja svo nafnarugling,
var seinna nafn sveinsins, Arnar,
stytt í Addi í daglegu tali og það
gælunafn síðan ávallt tengt við
gælunafn föður hans og afa. Svona
fara þeir iðulega að fyrir vestan.
Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri
á Páli Pálssyni í hartnær tvo
áratugi, löngu landskunn
aflakló, þykir aðsópsmikill, að-
gangsharður, lítt sveigjanlegur,
frekur, skapstór, kröfuharður,
glettinn, afar sjálfstæður, heiðarlegur og
hreinskiptinn.
— Guðjón, kannastu við sjálfan þig, af
ofangreindri lýsingu?
Guðjón yptir öxlum, glottir hálfvandræða-
lega, ekur sér í sófanum og segir svo hlæj-
andi: „Ja, ég veit það ekki. Ég vona bara
að megnið af þessu sé rétt! Ég vona þó að
það sé ekki rétt að ég láti nánast aldrei
undan. Ég held að ég geri það, þegar mér
finnst vera skynsemi í því. Vissulega þarf
oft að fylgja málum fast eftir, tala þannig
fyrir þeim og berjast að menn skilji að
manni er rammasta alvara með því sem
maður er að segja. Ég vil alltaf að það komi
skýrt fram, að ég er ekki tilbúinn til þess
að láta sannfæringu mína ofan í poka og
salta hana úti í horni.“
— Sama hvað það kostar, eins og til dæm-
is stöðvun flotans?
„Þó það myndi kosta mig atvinnuna, þá
myndi ég samt fylgja eftir sannfæringu
minni. Ef ég sannfærist ekki um að mín
afstaða eða skoðun sé röng, þá stend ég á
minni sannfæringu. Röksemdafærslan fyrir
því, að ég sé að fara með rangt mál, verður
að vera pottþétt, svo mér verði snúið.“
— Manstu einhvern tíma eftir því að hafa
farið með rangt mál?
Guðjón hlær við, hugsar sig um og segir:
„Sjálfsagt hefur maður einhvern tíma farið
með rangt mál, en ég segi það bara hreint
út, að þegar ég er búinn að mynda mér
skoðun á einhveiju máli og fer að keyra á
það, þá finnst mér það vera rétt.“
Deilan snýst ekki um peninga
— Guðjón hefur staðið í ströngu að undan-
förnu og staða hans í dag er hálfvandræða-
leg, að ekki sé meira sagt. FFSÍ hefur
boðað til verkfalls; sem á að koma til fram-
kvæmda nú þann 20. En Addi Kitta Guj er
félagi í Bylgjunni, sem samþykkti sína samn-
inga nú fyrr í vikunni með yfirgnæfandi
meirihluta. Hann hefur sjálfur sagt að deilan
snúist ekki um peninga, heldur grundvallar-
atriði. FFSÍ geti ekki sætt sig við annað og
minna en vestfirskir skipstjómarmenn hafi
þegar samið um. Verði raunin sú að verkfall-
ið skelli á, stöðvast flotinn, að Vestfjarða-
kjálkanum undanskildum, afkomu fleiri þús-
unda á landi og sjó verður stefnt i hreina
óvissu, í Guð veit hve langan tíma, á sama
tíma og forseti FFSÍ og aðrir félagar hans
á Vestfjörðum munu moka verðmætum úr
sjó, skapa atvinnu í landi og væntanlega
rokþéna í þokkabót. Pínleg staða, ekki satt
Guðjón?
„Því verður ekkert á móti mælt að staðan
er erfið, en hitt er rangt hjá þér, að ég fari
á sjóinn ef félagar mínir í FFSI bytja í verk-
falli á þriðjudaginn. Ég mun ekki fara út á
sjó fyrr en þessi deila er leyst.“
Þjóðarsáttarklúbbur
— Það er staðreynd að vopnahléð sem
ríkt hefur hér á vinnumarkaðnum frá því í
febrúar, undir nafngiftinni þjóðarsátt, hefur
gert það að verkum að launþegar hafa orðið
að taka á sig mikla kjaraskerðingu. Því hef-
ur ekki verið þannig varið um ykkur sjó-
menn. Samt sem áður gerið þið kröfur um
að hróflað verði við kaupgjaldsliðunum,
umfram það sem gerst hefur hjá öðrum laun-
þegum. Hvernig getið þið varið þessar kröf-
ur ykkar?
„í fyrsta lagi, þá var sjómönnum aldrei
boðin aðild að þessari þjóðarsátt, þótt þeir
væru með lausa samninga um áramótin eins
og aðrir. Það var aldrei talað við okkur hjá
Farmanna- og fiskimannasambandinu. Sjó-
menn voru því aldrei aðilar að þessari svo-
kölluðu þjóðarsátt. Eins og þetta hefur verið
framkvæmt, þá hafa sum launþegasamtökin
og atvinnurekendur komið sér upp sérstökum
vinaklúbb, sem er kallaður Þjóðarsáttarklúb-
bur. í þessum klúbb eru vinnuveitendur,