Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 8
86 oeei DAGBÓK 'HWiföisuR': B: .RWemb ER 1990 fk A /^*er sunnudagur 18. nóvember, 23. sd. eftirTrínit- UÍWJ atis. 322. dagurársins 1990. Árdegisflóðí • Reykjavík kl. 6.42, stórstreymi, flóðhæð 3,90 m. Síðdegis- flóð kl. 18.55. Fjara kl. 0.28 ogkl. 12.56. Sólarupprásí Rvík kl. 10.05 ogsólarlagk. 16.20. Myrkurkl. 17.21. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.13 og tunglið er í suðri kl. 14.05. (Almanak Háskóla íslands.) Því að ef við vorum óvinir Guðs og urðum sættir við hann með dauða sonar hans, því fremur munum vér frelsaðir verða með lífi sonar hans, nú er vér erum í sátt teknir. (Róm. 5,10.) ARNAÐ HEILLA n /\ ára afmæli.'Mánudag- 4 V/ inn 19. nóvember er sjötugur Guðmundur Sig- urður Siguqónsson, Fagrabæ 1, Rvík. Kona hans er Inga Sigríður Kristjáns- dóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. ri rv ára afmæli. Á morg- I U un, 19. þ.m., er sjötug- ur Matthías Guðmundsson húsasmíðameistari, Hring- braut 104, Keflavík. Kona hans er Friðbjörg Olína Kristjánsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. frrvára afmæli. Næst- OU komandi þriðjudag, 20. nóvember, er fimmtugur Sig- urður E. Þorkelsson, skóla- stjóri Holtaskóla í Keflavík. Hann og kona hans, Hildur Harðardóttir, taka á móti gestum í félagsheimili Karla- kórs Keflavíkur, Vesturgötu 9 þar í bænum, á afmælisdag- inn milli kl. 20 og 23. FRÉTTIR/ MANNAMÓT FRÉTTIR ÞENNAN dag árið 1868 fæddist Einar Jónsson myndhöggvari og árið 1909 fæddist Svavar Guðnason listmálari. HÁSKÓLI íslands. Mennta- málaráðuneytið augl. í Lög- birtingi lausa stöðu forstöðu- manns Reiknistofnunar Há- skólans. Þar segir að mennt- unar- og hæfniskröfur miðist við prófessorsstöðu með áherslu á stjórnunarþátt starfsins. Staðan verður veitt til fjögurra ára frá 1. janúar á næsta ári. Umsóknarfrestur er til 29. þ.m. í sama Lögbirt- ingi er augl. laus til umsóknar lektorsstaða í sagnfræði við heimspekideild Háskólans. Umsóknarfrestur er settur til 29. þ.m. KOSNINGARÉTTUR ísl. ríkisborgara sem búsettir eru erlendis heitir augl. frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu í Lögbirtingablaðinu frá 9. þ.m. Þessi tilk. á erindi við íslendinga sem búsettir hafa verið erlendis og hafa kosningarétt hér. Þeim rétti halda þeir í átta ár frá því þeir fluttust burt. Eftir það falla menn sjálfkrafa út af kjörskránni, segir í þessari tilk., nema sérstaklega sé sótt um um að fá að halda kosn- ingarétti. Umsókn um slíkt frá þeim sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár á að senda Hagstofu ís- lands á sérstöku eyðublaði. Sé umsóknin fullnægjandi gildir skráningin í fjögur ár. Umsókn um að komast á kjör- skrá þarf að berast Hagstof- unni fyrir 1. desember nk. vegna kjörskrár fyrir næstu kosningar. Umsækjendur verða skráðir þar sem þeir áttu seinast lögheimili, samkv. þjóðskrá, segir að lok- um í tilkynningunni. KROSSGATAN HR 9 33 13 TT Hi~mz ■___ I22 23 24 LÁRÉTT: 1 rithöfundur, 5 báran, 8 þor, 9 Iævísa, 11 starfið, 14 dyl, 15 spaðann, 16 endurtekið, 17 skrúfur, 19 undiroka, 21 veita tign, 22 oft, 25 gyðja, 26 poka, 27 sefí. LÓÐRÉTT: 2 grænmeti, 3 dæld, 4 þvaðrar, 5 þátttak- endur, 6 herflokkur, 7 keyra, 9 þrjótur, 10 þjálfunin, 12 viðurkenndar, 13 kroppaði, 18 hafa i hyggju, 20 til, 21 frumefni, 23 varðandi, 24 fæði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 slota, 5 hljóð, 8 ífæra, 9 magur, 11 akrar, 14 árs, 15 svörð, 16 annan, 17 aur, 19 erta, 21 magi, 22 utantil, 25 lár, 25 fat, 27 inn. LÓÐRÉTT: — 2 lóa, 3 tíu, 4 afráða, 5 hrasar, 6 lak, 7 ósa, 9 Mosfell, 10 gröftur, 12 rangali, 13 runninn, 18 unna, 20 at, 21 mi, 23 af, 24 tt. Kvennalistinn vill Ég er með slæmar fréttir, stelpur. Það eru allir orðnir hundleiðir á þessu prjóna- og basar veseni á okkur... FÉL. eldri borgara Opið hús í dag í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Fijáls spila- mennska og tafl. Dansað kl. 20. Á mánudaginn er opið hús í Risinu. Opnað kl. 14 en kl. 15 skáldakynning. Nokkur skáld lesa þá úr bókum sínum sem út koma fyrir jólin. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð. Opið hús nk. þriðjudagskvöld í safnaðar- heimili Laugarneskirkju kl. 20-22. Á sama tíma veitt uppl. og ráðgjöf í síma 34516. BARÐSTRENDINGAFÉL. Sunnudagsspilafundur í Skip- holti 70 kl. 14 í dag. Kaffiveit- ingar. ITC-deildin ÝR heldur fund mánudagskvöldið kl. 20.30 í Síðumúla 17. Þær Anna, s. 611413, og Vigdís gefa nán- ari upplýsingar. Fundurinn er öllum opinn. MIGRENSAMTÖKIN halda fund mánudagskvöldið kl. 20.30 í Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Davíð Gíslason of- næmislæknir talar um migren og matarræði. í EYJAFIRÐI. Oddviti Saur- bæjarhrepps hefur tilk. í Lög- birtingablaðinu að frá 1. nóv- ember hafí verið bönnuð með öllu lausaganga búfjár á vegsvæðum þjóðvega í hreppum. Gildistaka banns- ins nær þó ekki til vegsvæða Sölvadalsvegar. Hrepps- nefndin hafí ákveðið að fresta gildistökunni ótímabundið. Oddviti Saurbæjarhrepps er Sigurgeir Hreinsson. MOSFELLSBÆR. Tækni- fræðingur bæjarins tilk. í Lögbirtingi að fram til 7. des- ember liggi frammi í skrif- stofu bæjarins tillaga að deili- skipulagi fyrsta áfanga íbúð- arbyggðar þar í bænum: Vestan Tangahverfis. Samkv. tilk. er fyrirhugað að á svæð- inu rísi 20 einbýlishús, 53 íbúðir í raðhúsum og í fjölbýl- ishúsum 15 íbúðir, eða sam- tals 88 íbúðir á þessu svæði. Hugsanlegum athugasemd- um á að koma á framfæri við bæjarstjórnina fyrir 7. des. nk. FRUMHUGMYNDIR. Fél. ísl. hugvitsmanna tilk. í Lög- birtingi að það hafi skráð frumhugmynd í eigu Steins Sigurðssonar, Steinaseli 1 í Reykjavík, og íjallar hún um hraðhrífu. Þá hefur félagið skráð frumhugmynd Guð- finnu Jónsdóttur, Hóla- braut 13, Keflavík. Hún fjallar um: Barnarúm og homskáp. JÓLABASAR Rauða kross- ins, kvennadeildar í Reykjavík, er í dag á Hótel Lind við Rauðarárstíg og hefst hann kl. 14. Ágóðinn rennur til eflingar sjúklinga- bókasafnanna í sjúkrahúsum borgarinnar. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfélagsfundur í kvöld kl. 20. Foreldrar ungra barna í Ártúnsholti. Opið hús þriðju- dagsmorgna kl. 10-12 í safn- aðarheimili Árbæjarkirkju. BÚSTAÐAKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í dag kl. 5. GRAFARVOGSPRESTA- KALL: Aðalsafnaðarfundur verður haldinn að lokinni guðsþjónustu í dag, sunnu- dag, kl. 3 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Valið verður nafn á kirkjuna. Verðlaunatillaga arkitektanna Finns Björg- vinssonar og Hilmars Þórs Bjömssonar kynnt. Sýning á 6 tillögum úr lokaðri sam- keppni um kirkjubyggingu í Grafarvogi verður opin frá kl. 17-22. GRENSÁSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélagi Grensás- sóknar í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Mánudag: Æskulýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudag: Mömmu- morgunn. Opið hús fyrir mæður og börn .þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17. FELLA- og Hólakirkja: Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild, kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Opið hús fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17. Opið hús fyrir foreldra ungra barna þriðjudag kl. 15-17. MARÍUSYSTUR. Systir Phanuela prédikar í guðsþjón- ustu í Laugarneskirkju í dag kl. 11 og í kvöld á samkomu í kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58, á samkomu hjá KFUM, kl. 20.30. Mánudag kemur systir Phanuela á fund í Kristilegu félagi heilbrigðis- stétta í Laugarneskirkju kl. 20.30. SKIPIN______________ RE YK JA VÍKURHÖFN: í gær kom togarinn Jón Baldvinsson inn af veiðum og þá kom Jökulfell af ströndinni. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: Á mánudag er Svanur væntanlegur að utan. í gær fór grænlenski togarinn Simutaq, sem landaði bol- fiskafla sínum. ORÐABÓKIN Að Mikil óvissa er um notkun smáorðanna að og af. með sagnorðum. Oft má t.d. sjá á prenti skrifað af gefnu tilefni, þar sem hið rétta er talið að gefnu tilefni. Þegar Bretadrottning var hér á ferð, hafði hún m.a. mikinn áhuga á að skoða íslenzka hestinn. Um það var komizt svo að orði: Hún lét vel að íslenzka hestinum. Ljóst virtist samt af sambandinu, að átt var við, að drottning hafi látið vel af hestinum, þ.e.a.s. borið honum vel aög- una. Enn gera flestir mun á orðasamb. að láta vel að e-m og svo aftur láta vel af e-m. í blaði var talað um konu á tíræðisaldri, farna af líkamlegum kröftum. Það - «/ heitir hins vegar farinn að kröftum, farinn að heilsu. Þá hefur verið ruglazt á samb. að gera mikið að e-u og sett afí staðinn. í Þjóðv. stóð þetta nýlega: „Það hef- ur ekki mikið verið gert af því og nánast ekki neitt. Hér átti að standa gert að því. Þá heitir það að dást að e-u, en ekki af e-u, svo sem oft má sjá og heyra. Þá hef ég séð á prenti í fyrirsögn: „Gengið að okkur dauðum. “ í framhaldi stóð svo þetta: „Ég get ekki séð betur en það sé endanlega verið að að ganga að okkur dauðum." Hið rétta er vita- skuld aðganga afe-m dauð- um. = drepa e-n. JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.