Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NOVEMBER 19&0 5 f • \fS — Bolungarvík: Bæjarstjórn samþykkir kaup á 56,51% hlut í Græði Bolungarvík. BENEDIKT Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtæk- isins Græðis í Bolungarvík hefur gengið að tilboði því, sem bæjar- stjórn gerði fyrirtækinu þann 7. þessa mánaðar, í 56,51% hlut í fyrirtækinu. Tilboð bæjarstjórn- ar hljóðaði upp á 49,7 milljónir króna. Eignir útgerðarfyrirtæk- isins Græðis eru 204 lesta stálbát- ur, Flosi ÍS, ásamt veiðiheimild- um, sem eru rúmlega 600 þorsk- ígildi, og þúsund fermetra fisk- vinnsluhúsi. Eru eignir félagsins, að meðtöldu lausafé, metnar á um 175 milljónir króna. Um þetta mál var ijallað fyrir luktum dyrum á bæjarstjórn arfundi sl fimmtudag. Samþykkt var á fundinum, að fela lögmanni bæjarins og bæjarstjóra að ganga til samningagerðar á grundvelli til- boðsins. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, sagði að tekist hefði góð samvinna með bæjarstjórn og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur í þessu máli. Verkalýðs- og sjó- mannafélagið leggi fram kr. 10 milljónir af þessu tilboði og bæjar- sjóður 39,7 milljónir. Nú verði farið að vinna að því, að stofna almenn- ingshlutafélag, því ekki sé meining- in að bæjarsjóður bindi fé í þessum rekstri, heldur sé hér um að ræða, að sporna við því að aflaheimildir, og þar með atvinnutækifæri fyrir íbúa staðarins, fari burt úr byggðar- laginu. Það sé verkefni bæjarstjórn- ar í þessu máli fyrst og fremst. „Það er mín skoðun, og fjöl- margra sveitarstjórnarmanna, að sala skipa og veiðiheimilda, eins og hún hefur verið undanfarið, geti tröllriðið sjávarþorpum og bæjum og ljóst er, að sveitarfélögin geta á engan hátt tekið þátt í uppboðs- markaði í samkeppni við fjársterka aðila, sem eru jafnvel að nota sér skattalög til hagræðingar fyrir önn- ur fyrirtæki," sagði Ölafur Krist- jánsson bæjarstjóri' Bolungarvíkur að lokum. Gunnar íslendingar margfaldir sigurvegarar ÍSLENDINGAR báru sigur úr býtum í samkeppni norrænu krabbameinsfélaganna „Hættum að reykja - til vinnings". Sigruðu íslendingar bæði á landsvísu og í keppni þeirra norrænu vina- bæja, sem valdir voru til þátt- töku. Rúmlega tvö þúsund manns tóku þátt í keppninni hér á landi. Þeir einstaklingar, sem tóku þátt í keppninni, skuldbundu sig til að nota ekki tóbak í fjórar vikur. Aðeins íslendingar og Svíar kepptu á landsvísu og tóku hlutfallslega fleiri þátt í keppninni hér á landi en í Svíþjóð, eða 1,1% fullorðinna landsmanna á móti 0,3%. Auk þessarar landskeppni voru þtjár „vinabæjakeðjur“ valdar sér- staklega til þátttöku. Fyrir íslands hönd tóku þar þátt Sauðárkrókur, Selfoss og Kópavogur. í þessari keppni kom Sauðárkrókur best út, þar tóku 3,7% fullorðinna íbúa þátt í keppninni, Selíbss næstbest, með 3,2% þátttöku og í þriðja sæti varð Kópavogur, með 1,9% þátttöku. Næst á eftir íslensku bæjunum kom Kalmar í Svíþjóð með 1,6%. Mismunur: kr. 102.350 w!3M Brottför Lengd ferða Staða ,ð miðað við 2 í íbúð 19. des. Jólaferð UPPSELT 11. jan. 4 vikur Nokkur sæti laus kr. 48.355 8. feb. 3 vikur Laus sæti kr. 48.925 1. mars 26 daaar Laus sæti kr. 57.355 Samviiiiiiilerðir-Lai][ls]/ii Reykjavík: Austurstræti 12. S. 91 - 69 10 10. Innanlandsferðir. S. 91 • 6910 70. Póstfax 91 - 2 77 96. Telex 2241. Hótel Sögu við Hagatorg. S. 91 - 62 22 77. Póstfax 91 - 62 39 80. Akureyri: Skipagötu 14. S. 96 - 27 200. Póstfax 96 - 2 75 88. Telex 2195. Verð með staðgreiðsluafslætti miðað við gengi 1. nóvember. Aimennt verð er 5% hærra en staðgreiðsluverð og er án flugvallarskatts. SPARIB ALLT AD 102.350 KR. Veljið vetrarsólina á Benidorm og krækið ykkur í ódýrt aukasumar! Ferðirnar í vetrarsólina á Benidorm eiga sér enga hlið- stæðu á markaðnum. Þær eru mun ódýrari en allar aðrar sambærilegar ferðir og auk þess sneisafullar af sketpmtilegu fólki og fjölbreyttri afþreyingu. Boðið er upp á fyrsta flokks íbúðagistingu, skoðunarferðir og skemmtidagskrá, sælkerakvöld, sjóræningjakvöld og hreina afslöppun, allt eftir því sem mönnum hentar. Hefur einhver efni á að sleppa svona tækifæri? Gerið verðsamanburð - það borgar sig... Dæmi um sambærilegar 3ja vikna ferðir: Kananíeyjap Benidonm Brottför 30. jan. 3 vikur kr. 100.100 staðgr. miðað við tvo í íbúð, Barbacan Sol. Verð fyrir hjón kr. 200.200 Brottför 8. feb. 3 vikur kr. 48.925 staðgr. miðað við tvo í íbúð, Residence el Paraiso Verð fyrir hjón kr. 97.850 Tryggið ykkur rétta vetrarævintýrið í tíma \v Sífellt fleirum verður Ijós nauðsyn þess að blása nýju lífi í kroppinn og endurreisa sálina með tilbreytingu og hollri útiveru. Þetta á ekki síst við þegar skammdegið þjarmar að og Þorrinn bítur. Eftirspurnin í skíðaferðir Samvinnuferða-Landsýnar til Austurríkis eykst því ár frá ári og er vissara að hafa tímann fyrir sér og gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en skammdegið skellur á. Nokkur dæmi um staðgreiðsluverð til vinsælla staða í febrúar og mars: Hotel Alpenhof 57.200 kr. Hotel Norica 60.600 kr. Rissbacherhof Hotel 49.280 kr. 4 í íbúð 54.700 kr. E Hotel Waldhof 59.500 kr. Hotel Hubertushof 47.900 kr. Hotel Ballunspitze 45.720 kr. Hotel Savoy 55.930 kr. 4 í íbúð 45.650 kr. Hotel Lárchenhof 54.920 kr. Skemmtileg tilbreyting - kynntu þér málið! Innifalið í verði er flug og gisting með hálfu fæði í eina viku. Verð er miðað við gengi 1. nóv. 1990 og erán flugvallarskatts. Samvinauferðir-Landsýn Reykjavik: Auslurstræli 12. S. 91 - 69 10 10. Innanlandsterðir. S. 91 • 69 10 70. . » Póstlax 91 - 2 77 96. Telex 2241. Hótel Sógu við Hagatorg. S. 91 - 62 22 77. Pðstfax 91 • 62 39 80. Akureyri: Skipagötu 14. S. 96 - 27 200. Póstfax 96 - 2 75 88. Telex 2195.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.