Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 27 * Kveðjuorð: Ingiríður Þorsteins- dóttir frá Grund Fædd 4. október 1902 Dáin 29. október 1990 Mig langar til að minnast föður- systur minnar, Ingiríðar Þorsteins- dóttur, sem andaðist á héraðshæl- inu á Blönduósi 29. október sl. Ingiríður fæddist á Grund í Svínadal í Austur-Húnvatnssýslu 4. október 1902, dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar bónda þar og Ragnhildar Sveinsdóttur sem var seinni kona hans. Inga, eins og hún var alltaf kölluð, var elst 5 alsystkina en þau eru Stein- unn f. 1905. Hun á eina dóttur, Ástu. Þóra f. 1908. Búa þær þijár saman á Flókagötu 7 í Reykjavík. Guðmundur f. 1910, býr á Syðri- Grund, kvæntur Guðrúnu Sigur- jónsdóttur og eiga þau 4 börn. Þórður f. 1913, býr á Grund, kvæntur Guðrúnu Jakobsdóttur. Eiga þau 4 börn. Inga ólst upp á Grund hjá for- eldrum sínum og vann öll venjuleg heimilisstörf eins og venja var á þeim tímum. Haustið 1921 trúlof- aðist Inga Þorsteini Sölvasyni frá Gafli í Svínadal, Þorsteinn var kennari að mennt og kenridi á Hvammstanga á veturna og var svo heima á Grund á sumrin. Þor- steinn var mesti sómamaður vel greindur og hagmæltur. Þau Inga og Þorsteinn tóku að sér lítinn dreng, Pál Eyþórsson, sem dvaldi á Grund. Ólst hann upp á Grund í skjóli Ingu til fullorðinsára og var hún honum ætíð góð. Hamingja Ingu og Þorsteins var mikil en stutt því 27. júní 1924 dó Þorsteinn úr lömunarveiki eftir nokkurra daga legu. Veit ég að Inga vakti yfir honum nótt og dag þá erfiðu sólar- hringa og held ég að hún hafi aldr- ei jafnað sig til fulls af þeirri miklu sorg. Þetta var mikið áfall fyrir Ingu og allt heimilið því eðlilega báru þau öll rnikið traust til Þor- steins, þar sem Þorsteinn faðir Ingu og þeirra systkina dó 1921 og var því Þorsteinn Sölvason fyr- irvinna heimilisins á sumrin. Ástæðurnar voru því ekki góðar á þessu heimili, en þau gáfust samt ekki upp. Ragnhildur hélt. áfram að búa á hluta jarðarinnar með börnum sínum þó erfitt væri, dren- girnir innan við fermingu og Þóra mikið fötluð eftir lömunai'veiki sem hún fékk um sama leyti og Þor- steinn dó. En það tókst að halda heimilinu saman með miklum dugnaði og sparsemi. Reyndi þá mikið á Ingu og þau systkinin öll við að aðstoða móður sína. Árið 1934 flutti Inga suður til Reykjavíkur og fór þá að vinna á Landspitalanum og vann þar alveg óslitið til 1982. Hún hélt alltaf mikilli tryggð við sitt æskuheimili því alltaf kom hún norður að Grund á hveiju sumri og tók sér yfirleitt lengra frí en hún átti, til að geta hjálpað til við heyskap og önnur verk sem til féllu. Inga var dugleg, vann öll sín verk af alúð og natni, hún var ekki að hugsa um hvort verkin voru hennar verk eða ekki, hún bara gerði þau og dró þau ekki til morguns. Man ég alltaf hvað við krakkarnir á Grund hlökk- uðum mikið til þegar von var á Ingu norður. Hún kom alltaf með gjafír handa öllum, stórum og smáum. En ég held að hún hafi glaðst alveg eins mikið og við sem þáðum, því það var hennar líf og yndi að gefa og gera öðrum gott, mönnum og málleysingjum. Ef allir breyttu eins og Inga gerði þá væri veröldín öðru vísi en hún er í dag. Eins og áður segir vann Inga lengi á Landspítalanum og var þar mjög vel iiðin sem eðli- legt var þar sem hún var vel lynt, alltaf glöð og ánægð með sitt. Hún vann lengi á kaffistofu röntgen- deildarinnar og sá þar um að gefa læknum og hjúkrunarfólki kaffi og fór það henni vel. Ég þurfti tvívegis að liggja lengi á Lands- pítalanum og brást það held ég aldrei að Inga kæmi til mín tvisvar á dag, þegar hún kom í vinnuna og svo áður en hún fór heim á kvöldin. Það var svo gott að fá Ingu í heimsókn, hún var alltaf svo glöð og bjartsýn. Síðustu 5 árin dvaldi Inga á Héraðshælinu á Blönduósi og leið þar ætíð vel því þar voru allir góðir við hana sem ég hér með þakka. Að lokum vil ég og fjölskylda mín öll þakka Ingu fyrir öll hennar gæði í okkar garð og óska henni góðrar heimkomu því það á hún skilið. Ragnhildur Þórðardóttir THOMSONCiSJÓNVÖRP á 0SAMBANDSINS V/Mikíagarð - S 685550 ARTIC SPORTKULDAGAUAR 3 litir Kaupfélogið, ísafirði Sportbúð Óskars, Keflavík Borgarsport, Borgarnesi Óðinn, Akranesi Kaupfélagið, Húsavík Kaupfélagið, Höfn í Hornafirði Skógar, Egilsstöðum Rocký, Ólafsvík Fell, Grundarfirði Litlibær, Stykkishólmi Þríhyrningur, Hellu Kaupstaður, Mjódd Mikligarður við Sund Klettagörðum 9, 104 Reykjavík, sími 689055 HjpPitneyBowes ^pPitneyBowes Sýning og kynning á framleiðsluvörum hins þekkta fjölþjóðafyrirtækis PITNEY BOWES verður haldin mánudag og þriðjudag, 19. og 20. nóvember n.k. að Skipholti 33 og verður opin milli kl. 10 og 1 7. Helstu vörur sem kynntar verða eru: mismunandi stærðir og gerðir frímerkjavéla, stimplagjaldsvél af nýrri gerð, póstpökkunarvélar þ.á m. ný gerð sem hentar íslenskum fyrirtækjum, öflugur skurðarhnífur fyrir tölvuform, vélar fyrir pósthús o.fl. OTTO B. ARNAR HF. Verið velkomm skiphoio 33,105 Reykjavík —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.