Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 ÞAKKA FYRIR AÐ VERA EKKI FIMMÁRA Eftir Steinþór Guðbjartsson HEILSUSAMLEGT líferni, hollusta og hreyfing hafa átt upp á pall- borðið hjá almenningi á síðustu árum. Æ fleiri hafa gert sér grein fyrir mikilvægi líkamsræktar í einhverri mynd — heilsuæði hefur gripið um sig. Fólk, sem var gjarnan með vottorð í leikfimi á skólaár- unum, hefur jafnvel séð að sér. Iþróttaaðstaða er allt önnur og betri, jafnt utan iiúss sem innan, með þarfir fullorðna fólksins í huga. í öllu írafárinu hafa börnin hins vegar gleymst — nær öll uppbygging miðast við heim fullorðna fólksins. Iþróttakennarar hafa gert sér grein fyrir vandamálinu um árabil, en yfirleitt talað fyrir daufum eyrum. En góð vísa er aldrei of oft kveðin og að undanf- örnu liefur Anton Bjarnason, lektor í íþróttum við Kennaraháskóla íslands, farið víða um land, rætt við foreldra, fóstrur og kennara, bent á vandann og rætt um leiðir til úrbóta. Sem sprengju hafi verið varpað; hreyfingarleysi barna er meira vandamál en flestir hafa almennt áttað sig á. „Fimm ára börn hafa engan þrýstihóp á bak við sig,“ segir Anton. „Börnin eru sem í búri, þegar þeim er eðlilegast að hreyfa sig sem mest og afleiðingarnar eru ógnvænleg- ar. Hreyfingarleysið hefur dregið úr þeim eðlilegan kraft og mátt og þolið er ekkert, þegar þau koma í grunnskólann. Þetta er ískyggi- leg þróun og ég þakka fyrir að vera ekki fimm ára í dag.“ Ahyggjur af hreyfingar- leysi bama eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir meira en 30 árum var gefin út skýrsla í Bandaríkjunum, þar sem bent var á að bandarísk börn væru mjög illa á sig komin líkam- lega. Úr þessu var bætt með auk- inni áherslu á kennslu íþrótta í skól- um og reglulegum könnunum. Nið- urskurður hefur þar eins og víða annars staðar hins vegar bitnað á íþróttakennslu og ijölda tíma. Ný- leg könnun leiðir í ljós að um 50% stúlkna á aldrinum 6 til 17 ára og 30% drengja geta ekki hlaupið einn og hálfan kílómetra hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. 55% stúlknanna og 25% drengjanna geta ekki gert eina armlyftu. Og 40% barna 5 til 8 ára eiga við einhveija hjartasjúkdóma að etja. Engar kannanir á íslandi „Við sjáum vandann, en getgátur og tilfinningar mega ekki ráða ferð- inni,“ segir Janus Guðlaugsson, námsstjóri í íþróttum og bætir við að koma verði á föstum og regluleg- um könnunum til að hægt sé að skilgreina vandamálið og taka á því á skipulagðan og markvissan hátt. Aðrir taka í sama streng. „Við höf- um sofið á verðinum. Það sem við vorum að gera við Iþróttakennara- skólann að Laugarvatni fyrir 10 árum var greinilega 10 árum of snemma," segir Guðmundur Ólafs- son, íþróttakennari og fyrrum kenn- ari við ÍKÍ. „Við getum aðeins stuðst við sjónkönnun, en engar vísindalegar kannanir á þoli, fitu- magni, handstyrk og svo framvegis hafa farið fram hér á landi." Framfarir í tækni og vísindum og breyttir atvinnuhættir hafa kom- ið niður á hreyfingunni og leitt af sér margs konar vandamál. Vitað er að forskólaaldurinn, 2 til 6 ára, er mikilvægt þroskatímabil. Barn- inu er eðlilegt að kanna nánasta umhverfi með aukinni hreyfígetu, sem styrkir og eflir. Barnið vill leika sér og það eykur hreyfigetuna í leikjum, skerpir skilning. Iþróttir efla skilning og rannsóknir hafa enda leitt í ljós að jákvæð fylgni er á milli þátttöku í íþróttum og náms- árangurs. Anton segir að stór hluti 6 ára barna sé nær úthaldslaus með öllu, krafturinn sé æ minni, mataræði sé ábótavant, of feitum börnum íjölgi stöðugt, viðvaningsbragurinn sé allsráðandi, leikjakunnátta, sam- starf og samvinna sé í lágmarki. „Það hefur orðið mikil breyting til hins verra á nokkrum árum. Börn á forskólaaldri fá greinilega ekki útrás fyrir hreyfiþörf sína og eru illa á sig komin, þegar þau byija í skóla. Þau kunna ekki að hlaupa og geta ekki hlaupið, eru klunna- leg, reka sig á og með ólíkindum er hvað þaú eru brothætt.“ Að sjálfsögðu á þetta ekki við um alla, en Anton áréttar að hópur- inn sé allt of stór. Leitt hefur verið að því getum að ástandið sé verst í Reykjavík og nágrenni, en lausleg könnun Morgunblaðsins bendir til að víða sé pottur brotinn á lands- byggðinni. Einnig slæmt á landsbyggðinni „Það er verið að skutla krökkun- um fram og aftur,“ segir Gfsli Kristófer Jónsson, íþróttakennari á Hvanneyri. „Krakkarnir nenna ekki lengur að hlaupa og ef þau þurfa að fara eitthvað er hringt til að láta skutla sér. Börnin vilja njóta þæginda foreldranna — þetta er keðjuverkandi múgsefjun." Rannveig Pálsdóttir, íþrótta- kennari á ísafirði, tekur í sama streng. „Við könnumst við þetta hreyfingarleysi. Það er erfitt að fá börnin til að hlaupa að ekki sé talað um lengri vegalengdir. Þau vilja vera keyrð hérna rétt upp fyrir bæinn — vegalengd, sem áður þótti ekki tiltökumál að ganga. Börnin í efri bænum biðja um að fá að fara fyrr úr síðasta tíma til að ná stræt- isvagninum. Sjónvarpið tekur sinn toli og börnin finna sér ekkert til að gera. Þau eru slappari en áður og við höfum viljað kenna um lítilli íþróttakennslu, sem hefur stafað af kennaraskorti og aðstöðuleysi, en ég held að þetta sé fyrst og fremst foreldravandamál." „Ástandið er mun verra frammi í sveit,“ segir Vilhjálmur Pálsson, íþróttakennari á Húsavík. „At- vinnulífið er orðið svo tæknivætt að börnin þurfa ekki lengur að hreyfa sig við störfin og hlaupa ekki lengur á eftir skepnunum. Skólabíllinn kemur þeim í og úr skóla — hreyfingin er f íágmarki.“ „Börnin, sem um er að ræða, nenna ekki að leika sér nema lielst í tölvuleikjum," segir Kári Árnason, íþróttakennari á Akureyri. Snorri Rútsson, íþróttakennari í HREYFIFÆRNI OG NÁMSHÆFNI Anton Bjarnason hefur kannað hreyfifærni 6 ára barna á fyrsta mánuði skólagöngunnar. Sömu börn hafa verið látin gera ákveðið teikniverkefni. Anton bendir á að fylgni er á milli hæfileikanna. Barnið, sem teiknaði efri mynd- ina, stóð sig illa f hreyfiprófunum, en því var öfugt farið með hinn nemandann. Börnunum var sagt hvað þau áttu að gera: Fyrst að setja punkt á mitt blaðið (A4). Síðan að draga strik horn í horn og skipta síðan blaðinu þvert og langsum með strikum. Þá voru gefnar fyrirskipanir um hvað ætti að teikna í hvern hluta: kött; þrjú mismunandi löng strik; stúlku; tré með þremur eplum uppi og fimm niðri; hús með bröttu þaki, skor- steini, reyk, sól og fána; þrjá þrí- hyrninga og einn minnstan; fimm misstóra bolta; fjóra misstóra ferninga. Vestmannaeyjum, er á sama máli. „Áður voru það bókin, götuleikir og hlaup, en nú hafa tölvurnar tek- ið völdin. Við erum vel í sveit sett hvað varðar vegalengdir, en bíllinn er allt of mikið notaður.“ „Óafvitandi kemur fólk í veg fyr- ir að börnin hreyfi sig,“ segir Al- bert Eymundsson, skólastjóri á Höfn. „Fyrir um fimm árum sagði ég við nemendur í 12 ára bekk að meira en helmingur þeirra væri of feitur. Þetta þótti harkaleg árás og rannsóknar var krafist, sem leiddi í'ljós að 80% til 90% átti við þetta vandamál að stríða. Margir þættir hafa áhrif og síst má gleyma matar- æðinu, en hreyfingarleysi er stað- reynd.“ Sjónvarpið lamar Að mati viðmælenda er margt, sem stuðlar að hreyfingarleysi barnanna. Flestir nefna aukna setu barna við sjónvarp og bílnum er gjarnan kennt um. Börnin eru keyrð til dagmömmu eða á barna- heimilið, borin inn, borin út, keyrð heim og sett fyrir framan sjónvarp- ið. Þegar þarf að fara í búðina er sami háttur hafður á, en ef börnum er ekki plantað þar fyrir framan sjónvarp, sitja þau hreyfingarlaus í innkaupakörfunni. Aftur sjónvarp, þegar heim er komið, matur, sjón- varp, svefn. „Foreldrarnir hafa ekki tíma fyr- ir börnin eða gefa sér ekki tíma,“ segir Anton. „Skyndifæðið er áber- andi og þegar það fer saman með hreyfingarleysinu er ekki von á góðu. Bíllinn gengur ekki á ónýtu bensíni og hann þarfnast aðhalds og eftirlits. Ilonum er sinnt, en barnið gleymist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.