Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 263. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS / Sekt og sakaskrá fyrir keðjubréf SVISSLENDINGAR sem taka þátt í keðjubréfinu „Aætlun sjálfsbjörg“ eiga allt að 250 svissneskra franka (10.750 ÍSK) sekt yfir höfði sér og lenda á saka- skrá í stað þess að græða 300.000 franka (12,9 milljónir ÍSK) eins og keðjubréfið lofar. Bréf þetta er nú í gangi í þýsku- mælandi hluta Sviss og dómsvaldið hef- ur nóg að gera. Einum þátttakenda, sem hafði sent 100 keðjubréf og efsta manni 30 franka (1.290 ÍSK) eins og til var ætlast, brá heldur í brún þegar honum barst bréf frá lögreglunni í stað þúsund- anna sem hann átti von á. Keðjubréf sem þetta eiga yfirleitt rætur sínar að rekja til Þýskalands eða Austurrikis en þar eru peningabréf leyfileg og ekki bönnuð með lögum eins og í Sviss. Sænskirjafnaðar- menn undir 30% NÝ skoðana- könnun DN/ Temos í Svíþjóð gefur til kynna að stjórnarflokk- ur jafnaðar- manna Ingvars Carlssons for- sætisráðherra njóti nú fylgis 29,5% kjósenda. Er þetta minnsta fylgi flokksins frá því að skoðanakannanir hófust á fjórða áratugnum. Könnunin leiddi einnig í ljós að síðustu tillögur stjórnvalda til lausnar efnahagsvand- anum hafa aukið enn á fylgistapið. Hægrimenn (moderaterna) eru með svipað fylgi og í siðustu könnunum, 26,5%, en Kristilegir demókratar standa betur en nokkru sinni fyrr með um átta af hundraði. Þingkosningar verða í september á næsta ári. Tólf ára baráttu um letingja lokið 'TALSMENN Ford Motor Co., naést- stærsta bilaframleiðanda Banda- ríkjanna, sögðust á föstudag myndu greiða Robert Kearns, 63 ára verkfræði- prófessor sem sestur er í helgan stein, 10 milljónir Bandaríkjadala (um 550 milljónir ÍSK) fyrir uppfinningu „let- ingjans" á bílrúðuþurrkum. Verður þá bundinn endi á málaferli sem staðið hafa í 12 ár. Kearns fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni árið 1967 og var hún fyrst notuð í Ford-bíla árið 1969. Kearns höfðaði mál gegn Ford og meira en 20 öðrum bílaframleiðendum og fór fram á himinháar upphæðir í skaðabætur fyr- ír misnotkun á einkaleyfi sínu. BRESKIR ÍHflLOS- fl TÍMAMQTUM TiIIaga Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétforseta í Æðsta ráðinu: Ríkisstjórn heyri beint undir embætti forseta Moskvu. Reuter. MIKHAIL S. Gorbatsjov Sovétforseti vili að forsetaembættið fái úrslitavald í öllum málum ríkissljórnar landsins sem nú er undir forystu Níkolajs Ryzhkovs. „Ég legg til að gerð verði þegar í stað grundvallarbreyting á skipulagi framkvæmdavaldsins og það verði látið heyra beint undir forsetann," sagði Sovétforsetinn á skyndifundi Æðsta ráðsins í gær. Ryzhkov og samverkamenn hans hafa sætt þungum ásökunum róttækra umbótasinna sem telja stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum vera að lama allt samfé- lagið. Óttast margir að hungursneyð verði sums staðar í Sovétríkjunum síðar í vetur. Ryzhkov sagðist í gær sammála tillögunum þótt embætti forsætisráðherra yrði úr sög- unni ef Gorbatsjov fengi sínu framgengt eins og allt benti til í gær. Gorbatsjov sagði að hann vildi breyta Sam- bandsráðinu, þar sem sitja fprsetar lýð veldanna 15, í virka stofnun með fram- kvæmdavald í samvinnu við forsetann og ætti það að samræma aðgerðir miðstjórnar- valdsins í Kreml og staðbundinna stjórnvalda. Leiðtogar margra lýðveldanna hafa kvartað undan þvi að Sovétstjórnin hafi ekki ráðfært sig við þá áður en gripið var til ýmissa ráða til að koma á lögum og reglu og bæla niður átök þjóðernishópa. Ráðgjafahóp forsetans, Forsetanefndinni, verður nú breytt í þjóðarör- yggisráð, samkvæmt tillögum Gorbatsjovs. I ræðu sinni sagði Gorbatsjov brýnt að koma þegar á stöðugleika í landinu svo að hægt yrði að undirrita nýjan samning um tengsl lýðveidanna við Moskvuvaldið. Forseti Moldovu, Mircea Snegur, sagði þingmönnum Æðsta ráðsins að íbúar lýðveldanna ættu sjálfir að ákveða hvort þeir vildu að Iöndin yrðu áfram í Sovétríkjunum. Ef sá kostur yrði valinn ættu þeir einnig að geta ákvarðað ÞAKKA FYRIR AÐ VERA EKKI s FIMM ARA skilyrðin. Nær öll lýðveldin hafa lýst yfir full- veldi gagnvart Moskvustjórninni og eitt þeirra, Litháen, fullu sjálfstæði. Eystrasalts- löndin þijú hafa ekki sent fulltrúa til viðræðn- anna um nýja gerö sambandsríkis, þau krefj- ast öll sjálfstæðis. Úkraína, næstíjölmennasta lýðveldið, sendir aðeins áheyrnarfulltrúa til að leggja áherslu á sjálfsákvörðunarrétt landsmanna. Gorbatsjov sagðist í ræðu sinni myndu berjast gegn upplausn ríkjasambands- ins. „Ég er algerlega andvígur því að landinu verði skipt, á móti.því að ný landamæri verði dregin. Við getum ekki fetað þá braut,“ sagði forsetinn við mikil fagnaðarlæti þingmanna. Róttækur umbótasinni, þingmaðurinn Júríj Afanasíjev, sagði í gær að Gorbatsjov hefði nú loksins tekið á sig á rögg. „Mikilvægast er að þetta virðast vera ígrúndaðar tillögur," sagði Afanasíjev. C-blad ÞAR RlflU 3 ,V HETJUR UM HÉRUfl... Óttar Gubmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.