Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 38
 MOUr.UNlihAIMD, SUNNUPAGLiR >18.-N'ÓYEMBBR 18>9Q ALDREI . AFTUR I MEGRUN GR0NN FYRILESTUR Mánudagskvöldiö 26. nóv. kl.21.00 í Risinu, . Hverfisgötu 105, Reykjavík. Aöganaur ókeypis og opinn öllum sem áhuga hafa á heilbrigðum lífsháttum. QR0NN NAMSKEIÐ 16 klst. GR0NN-námskeið veröur síöan haldið dagana 28. nóv.-1. des. fyrir þá sem eiga viö matarfíkn aö stríöa og vilja breyta neyslumunstri sínu. Skráning fer fram strax aö loknum fyrirlestrinum í Risinu. Jlk MANNRÆKTIN Vesturgötu 16, Rvk. Sími: 91-625717 MMM 0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VK> MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN mýtt sínaanOmer biaðaafgreiðslo Verðlaunatillagan að kirkju í Grafarvogi; Kirkjuskipið er tákn um vegferð mannsins -segja arkitektarnir Finnur Björgvinsson o g Hilmar Þór Björnsson Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verðlaunalíkan af Grafarvog-skirkju. Þetta er tillaga að klassískri þrískipa kirkju og miðskip hennar er tákn um vegferð mannsins frá vöggu til grafar og áfram til eilífðar. „Kirkjan tekur mið af umhverfi sínu, ritningunni og hefða í kirkjubyggingum. í tillögunni er brúað bil á milli klassískrar þriskipa kirkju og nútimans. Kirkjurýmið sjálft er rúmlega 400 fermetrar í 2500 fermetra húsi þar sem áherslan er lögð á félagslegan þátt safnaðarstarfs- ins,“ segja arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, í samtali við Morgun- blaðið, um verðlaunatillögu þeirra að kirkju fyrir Grafar- vogssöfnuð. eir segjast hafa sett sér það markmið að hanna guðshús sem jafnframt því að uppfylla ítrustu kröfur sem gerðar eru til slíkra húsa nú á dögum, yrði ódýrt og einfalt í uppbyggingu og rekstri. „Við nutum ráðgjafar úr presta- stéttinni, fengum þá séra Pálma Matthíasson og séra Karl Sigur- björnsson til að veita okkur aðstoð. Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, var einnig með í ráðum og Heigi Bollason var samstarfsmaður okk- ar,“ segja Finnur og Hilmar. Svarar kröfum nútímans „Kirkjan , svarar öllum kröfum nútíma safnaðarstarfs," segir sókn- arprestur Grafarvogssóknar, séra Vigfús Þór Árnason. „Hún er mjög hagkvæm. Kirkjuskipið tekur 300 manns en það er hægt að stækka það. Þá má nefna að gert er ráð fyrir sal fyrir æskulýðsstarf, kennsluherbergi og fleira auk þess sem nú liggur fyrir borgarráði til- laga um áð koma fyrir útibúi frá Borgarbókasafninu í kjallara og hefur borgarstjóri tekið þeirri hug- mynd vel,“ sagði hann. Vigfús benti á að fjölgað hefði í sókninni um 700 manns frá 1. des- ember á síðasta ári. „Sóknin er orðin álíka stór og Akranes eða Vestmannaeyjar,“ segir hann. „Via Sacra“ I tillögu sinni greina arkitektarn- ir frá þeim hugmyndum sem teikn- ingin byggist á. Miðskip kirkjunnar vísar til „hins heilaga vegar - VIA SACRA - sem er tákn um vegferð mannsins frá vöggu til grafar og áfram til eilífðar. Við enda vegarins er hringurinn, sem er söfnuðurinn. Hann er opinn á móti eilífðinni, þar sem er altarið; borð drottins. „Þarna sameinast tveir helstu pólar í kirkju- arkitektúr; vegurinn og hringurinn. Eins og í dómkirkjum miðalda tengjast miðskipinu ótal rými og kapellur sem þjóna margvíslegum þörfum líðandi stundar. Þó húsið sé lítið að grunnfleti er það áber- andi í byggðinni végna samspils forma og efnisvals þar sem falla saman þungt dökkt form miðskips- ins og ljósir og léttir byggingahlut- ar hliðarskipanna. Þessar andstæð- ur, þungir og léttir byggingahlutar, minna á andann og efnið,“ segja höfundar í tillögu sinni. 11 metra hár gluggi Þegar kemur inn um aðalinn- gang, skv. teikningu, blasir við enda miðskipsins stór steindur gluggi sem er um 6 metrar á breidd og 11 metrar á hæð. Veggir og gólf verða klædd íslenskum steinflísum af sömu gerð og notaðar eru utan á húsinu. í loftið verður hengdur hvítur japanskur pappír eða lín sem hefur ákveðinn stíganda að altarinu við enda skipsins. Ofan við voðina er lýsing sem er ofuriítið óregluleg og fer vaxandi þar til komið er að altari þar sem hún nær hámarki í hæð og ljósmagni. Þetta er skýr- skotun til himinsins. Forkirkjan og miðskipið allt er lífæð hússins þar sem hátíðlegt yfirbragð mun aukast eftir því sem innar dregur. I tillögunni er gert ráð fyrir að á aðalgólfi verði sjálf kirkjan með safnaðarheimili. Safnaðarsalirnir eru í raun tveir og er gert ráð fyr- ir að hægt verði að renna niður flek- um á milli og loka þá frá miðskipi kirkjunnar. En einnig er hægt að tengja safnaðarsalina við kirkju með því að draga frá hljóðeinangr- aða veggi. Við það stækkar kirkju- rýmið úr um 300 sætum í rúmlega 700 sæti. Við aðalinngang á að vera að- staða kirkjuvarðar, fatahengi, snyrtingar, stigi og hjólastólalyfta. Brúðarherbergi er í nánd við eldhús og búr. Á efri hæðum er skrifstofu- álma og rými vegna loftræstibúnað- ar. Samkvæmt tillögunni á einnig að vera hægt að byggja húsið án kjallara endir hliðarskipunum og yrði þá einungis kjallari undir mið- skipinu. Kapella er á aðalgólfí og tekur hún 50 - 70 manns. Glervegg- Tvö í einu! Rétta rafsuðu- tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar öflugt jafnstraums-rafsuöutæki fyrir pinnasuöu heldur einnig kröftugt mig/mag suðutæki með rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 Minninga- gjöf inn verk- fræðinga STARFSSJÓÐI Verkfræði- stofnunar Háskóla íslands hef- ur borist 100 þúsund króna gjöf frá Stofnendasjóði Grundar til minningar um eftirtalda verk- fræðinga: Emil Jónsson, f. 27. okt. 1902, d. 30. nóv. 1986. Finnbogi Rútur Þorvaldsson, f. 22. jan. 1891, d. 6. jan. 1973. Helgi H. Eiríksson, f. 3. maí 1890, d. 10. okt. 1974. Helgi Sigurðsson, f. 15. mars 1903, d. 22. sept. 1971. Jakob Gíslason, f. 10. mars 1902, d. 9. mars 1987. Jakob Guðjohnsen, f. 23. jan. 1899, d. 11. okt. 1968. Steingrímur Jónsson, f. 18. júní 1890, d. 21. jan. 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.