Morgunblaðið - 18.11.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.11.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18- NÓYEMBER 1990 BRESKIR ÍHALDS- MENN Á TÍMAMÚTUM eftir Guðmund Heiðar Frímannsson LEIÐTOGAKJÖR breska íhaldsflokksins á sér enga hliðstæðu í allri sögu flokksins. Mikil óvissa ríkir um niðurstöðu þess en kosningabaráttan komst á skrið fyrir helg- ina. Aðalvaldastofnun breska íhaldsflokksins er þing- flokkurinn. Þingflokkur- inn ákveður, hver er leið- togi flokksins og leiðtog- inn er mjög valdamikill. Núverandi reglur um kjör leiðtoga flokksins voru settar árið 1965. Fram að þeim tíma hafði flokkur- inn ekki kosið sér leið- toga, en breski Ihalds- flokkurinn er að líkindum elsti stjórnmálaflokkur Evrópu. Það má rekja rætur hans vel aftur á átjándu öld, en að líkind- um er best að miða við 1830, en þá féll íhalds- flokkurinn frá völdum og mikið umrótstímabil tók við, þar sem íhaldsflokk- ur nútímans mótaðist. Sir Geoffrey Howe, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Bretlands (t.v.), Kenneth Baker, formaður breska íhaldsflokksins og Margaret Thatcher forsætisráðherra á landsfundi flokksins í október. DOUGLAS HURD UTANRIKISRAÐHERRA SÁ SEM VERKAMÁNNA- FLOKKURINN ÓTTAST MEST En frá þeim tíma og fram til 1965 tíðkaðist ekki að kjósa leiðtoga flokksins. Um til- komu leiðtogans giltu engar skráðar reglur fyrir 1965. Ef leiðtogi féll frá, þá ráð- guðust heldri menn í flokkn um um hver væri heppilegasta leið- togaefnið, leituðu eftir skoðunum þingmanna úr öllum valdahópum hans. Síðan var þingflokknum til- kynnt hver væri nýr leiðtogi þeirra. Sir Alec Douglas Hume var síðasti leiðtogi flokksins, sem var kjörinn með þessum hætti. Það kann að virðast undarlegt, að þessa ákvörðun, sem er mikilvæg- asta ákvörðun flokksins á hveijum tíma, hafi ekki gilt neinar skráðar reglur. Það kann að virðást augljós leið til að skapa glundroða og sundr- ungu. En aðferðin hafði einmitt þveröfug áhrif. Engin kosningabar- átta fór fram, það voru engir fram- bjóðendur og reglan var sú, að allir sættu síg við ákvörðunina, sem frammámenn flokksins tóku. Fýrir utanaðkomandi var mjög erfitt að átta sig á þeim átökum, sem fram fóru innan flokksins við leiðtoga- kjör. Sömuleiðis sættu leiðtogar hans sig við að hverfa úr embætti átakalaust, ef andstaðan við þá náði inn í innstu raðir. En það eiga þau Edward Heath og Margaret Thatch- er sameiginlegt að sætta sig ekki við að hverfa úr embætti átakalaust. Þegar grannt er skoðað þarf þetta regluleysi alls ekki að koma á óvart. Það hefur alla tíð verið aðalsmerki enskra íhaldsmanna sérstaklega, að styðjast við sem fæstar reglur, helst engar, við stjórnmálaákvarðanir. Þeir hafa frá tíma Disraelis, sem var leiðtogi flokksins frá 1868-1881, verið hinn eðlilegi stjórnarflokkur breska ríkisins. Þeir hafa litið svo á, að þeirra verk væri að halda ríkis- skútunni á réttum kili í þeim veðr- um, sem yfir hana ganga, og það væri verið að fækka þeim kostum, sem möguiegir eru á hveijum tíma, ef menn styddust við ósveigjanlegar reglur. Þessi hugsun virðist liggja að baki því, að engar skráðar reglur giltu um kjör leiðtogans fyrr én árið 1965. En með tímanum varð óánægja með þetta fyrirkomulag og svo var komið, þegar Sir Alec Douglas Hume var formaður flokksins frá 1963- 1965, að hann ákvað, að um þetta væri betra að giltu skráðar reglur. Reglurnar, sem nú gilda, eru í öllum aðalatriðum þær sömu og voru ákveðnar fyrir 25 árum. Allt að þijár umferðir í kjörinu í leiðtogakjörinu geta hugsanlega verið þijár umferðir. í fyrstu umferð- inni þarf sigurvegarinn að fá helm- ing atkvæða allra, sem eru atkvæðis- bærir. Þar að auki þarf sigurvegar- inn að fá 15% atkvæða umfram þann, sem næstur kemur. Fáist ekki úrslit í fyrstu umferð, verður kosið í annarri. Þá nægir sigurvegaranum að fá helming atkvæða þeirra, sem eru atkvæðisbærir. En í aðra umferð gilda ekki framboðin úr þeirri fyrstu. MARGIR þingmenn íhalds- flokksins hafa látið i ljósi þá skoðun, að Douglas Hurd væri best hæfur til að að taka við leiðtogaembætti íhaldsflokks- ins. Valdamenn í Verkamanna- flokknum óttast hann meira en bæði Heseltine og Thatcher. Douglas Hurd lætur yfirleitt ekki mikið fyrir sér fara í breskum stjórnmálum, eins og þau birt- ast í fjölmiðlum. Hann er hægur, segir aldrei meira en hann getur staðið við og hneigist til að leita sátta fremur en þvinga eigin sjónarmið fram. Hann er þó enginn aukvisi og gefur sinn hlut hvergi, ef honum býður svo við að horfa. Hurd er af sömu kynslóð í íhalds- flokknum og Thatcher. Þau eru bæði milli sextugs og sjötugs og komu inn á þing um 1960. Hún sat í stjórn undir forsæti Heaths frá 1970 til 1974, en var aldrei sérlega náin Heath. Hurd hins vegar varð einn af nánustu samstarfsmönnum Heaths og var einn af þeim, sem stjórnuðu kosningabaráttu hans árið 1975, þegar Heath beið lægri hlut fyrir Thatcher. Hann hefur þó gegnt tveimur mikilvægustu ráðherraemb- ættunum, að forsætisráðherraemb- ættinu frátöldu, innanríkisráðherra- embættinu og nú utanríkisráðherra- embættinu undir forsæti Thatcher. Spennusagnahöfundur Douglas Hurd var embættismaður í utanríkisráðuneytinu, áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Hann þótti sérlega hæfur þar og er mála- maður verulegur, er til dæmis al- mæltun-á þjóðtungu írana. Hann hefur auk þess ritað skáldsögur, spennusögur, sem þykja ágætlega gerðar. Verði hann kjörinn næsti leiðtogi íhaldsflokksins, yrði hann eini skáldsagnahöfundur í því emb- ætti frá því Disraeli lét af embætti árið 1881. Douglas Hurd hafði talað um, að láta af þingmennsku í næstu kosningum, hvenær sem þær yrðu og hverfa úr stjórnmálum, áður en þetta leiðtogakjör kom til. Á móti dauðarefsingum Hurd þótti gegna innanríkisráð- herraembættinu með ágætum. Hann hélt hart fram lögum og reglu og agasemi í þjóðlífinu og hvikaði ekki frá að þyngja refsingar, ef hann taldi það réttlætanlegt. Hann var þá og er enn andstæðingur dauða- refsinga, en dauðarefsingar eru eitt af eilífðarmálunum í breskri pólitík. Tillögur um að taka dauðarefsingu upp á ný koma reglulega fram í þing- inu. En þar er meirihlutinn andvígur þeim, en í skoðanakönnunum kemur fram verulegt meirihlutafylgi við dauðarefsingar meðal almennings- Þetta á sérstaklega við um stuðn- ingsmenn íhaldsflokksins. Ársþing flokksins voru honum gjarnan erfið vegna þess að mikill meirihluti á. þeim er fylgjandi því, að dauðarefs- ingar verði lögleiddar á ný. Talinn besti kosturinn Hurd hefur staðið sig með svo miklum ágætum í embætti utanríkis- ráðherra, að nú er hann af mörgum þingmönnum álitinn besti kosturinn við val á leiðtoga flokksins. Hann hefur þótt halda á stefnu stjórnar- innar vegna innrásar íraka í Kúvæt af sérstöku öryggi og glöggskyggni-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.