Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 15
MÖRGúktíLAÉál^ stJt^njí/ÁGÍÍR 18. nÖvémrbr im Það þarf að bjóða sig fram upp á nýtt og þeim, sem ekki buðu sig fram í fyrstu umferðinni, er heimilt að bjóða sig fram í þeirri næstu. Margir gera ráð fyrir, að úrslit fáist í fyrstu umferð, en allir ganga að því vísu, að þau ráðist í annarri umferð. En verði svo ekki, ])á fer fram kosning í þriðju umferð. I þriðju umferð komast þeir þrír, sem efstir urðu í annarri umferð. í þessari umferð fá þingmenn íhaldsflokksins tvo atkvæðaseðla og þeir greiða þeim tveimur frambjóðendum at- kvæði sitt, sem þeir vilja. Þeir verða að gefa til kynna, hvern þeir vilja helst, með því að númera seðlana. Urslit fást síðan með því, að talin eru einvörðungu þau atkvæði, sem eru fyrsta val. Sá, sem falst atkvæð- in hlýtur úr þeirri talningu, er úr leik. Síðan eru talin atkvæði þeirra tveggja, sem eftir eru. Þá gilda bæði þau atkvæði, sem frambjóðand- inn fær sem fyrsta val og annað val. Sá þeirra, sem fær fleiri at- kvæði í þessari talningu, stendur uppi sem sigurvegari. Þingmenn íhaldsflokksins eru nú 372. Til að fá hreinan meirihluta þarf því að fá 187 atkvæði. Til að vera öruggur með að vera 15% á undan þeim, sem næstur kemur í fyrstu umferðinni, þarf sigurvegar- inn að fá allt að 214 atkvæðum. 214 atkvæði tryggja honum örugga kosningu. Hver talan nákvæmlega er, veltur á því, hve margir skila auðu. Fyrsta umferð kosninganna fer fram nk. þriðjudag, 20. nóvember. Kosning hefst kl. 11 árdegis í hús- næði Neðri málstofu þingsins og henni lýkur kl. 6 síðdegis. Búist er við úrslitum um kl. hálf sjö að bresk- um og íslenskum tíma. Komi til ann- arrar umferðar lýkur framboðsfresti fimmtudaginn 22. nóvember og kos- ið verður þriðjudaginn 27. nóvemb- er. Þriðja umferð, komi til hennar, verður 29. nóvember. Fyrsti forsætisráðherra íhaidsmanna sem fær mótframboð Þessar kosningar eru einstæðar í sögu íhaldsflokksins vegna þess, að leiðtogi hans, sem jafnframt e'r for- sætisráðherra, hefur ekki þurft að sæta kosningu fyrr. Sir Alec Dougl- as Hume sagði af sér leiðtogaemb- ætti árið 1965 eftir að hafa tapað kosningum árið áður fyrir Harold Wilson, þáverandi leitoga Verka- mannaflokksins. Þá var Edward Heath kjörinn leiðtogi. Heath var leiðtogi flokksins til ársins 1975. Árið áður tapaði hann tvennum kosningum og aflaði sér mikillar andúðar í röðum þingmanna flokks- ins. Hann var því leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, þegar hann féll fyrir Margaret Thatcher. Reglur um leiðtogakjör íhalds- flokksins, sem samþykktar höfðu verið árið 1965, kváðu ekki á um, að leiðtoginn þyrfti að sæta endur- kjöri. Heath gat því setið til eilífðar- nóns, ef því var að skipta. En hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði að sæta endurkjöri, eftir að andstaða jókst við hann í lok ársins 1974. Snemma á nýju ári lýsti hann þvi yfir, að hann hefði fallist á endur- skoðun á reglum um leiðtogakjörið. Sir Alec Douglas Hume var formað- ur nefndarinnar, sem endurskoðaði reglurnar. Helsta breytingin, sem samþykkt var þá, var sú, að á hveiju ári í kjölfar stefnuræðu þjóðhöfð- ingjans, skyldi leiðtogi flokksins sæta endurkjörii, byði sig einhver þingmaður fram gegn honum. Til að bjóða sig fram þyrfti þingmaður stuðning tveggja annarra þing- manna og nöfn þeirra skyldu vera leynileg. Eftir leiðtogakjörið í fyrra var þessari reglu breytt. Nú eru nöfn stuðningsmannanna ekki leng- ur leynileg. Órói í þingflokknum Tildrögin að þessum kosningum eru þau, að Thatcher þótti hafa ver- ið óbilgjörn á leiðtogafundi EB í Róm nýverið og svör hennar í breska þing- inu eftir fundinn þóttu sýna allt of einstrengingslega andstöðu við þró- un EB. Það leiddi síðan til afsagnar Sir Geoffrey Howe, aðstoðarforsæt- isráðherra, og afsagnarræðu hans, sem aftur knúði Michael Heseltine í framboð. Þótt Evróþumálefnin hafi verið orsök þessa framboðs, þá eru Evr- ópumálefni ekki efst í huga þing- manna flokksins. í þeirra augum er aðalatriðið, hvort þeir ná endurkjöri eða ekki. Það er í reynd aðalorsökin fyrir þeim óróa, sem verið hefur í þingflokknum að undanfömu. Þing- menn hafa orðið ókyrrir, því nú dreg- ur að kosningum og staða stjórnar- innar er afar erfið. Efnahagsmálin em í kreppu, verðbólga virðist að vísu hafa stöðvast og stefna niður á við á næstu mánuðum, en atvinnu- leysi eykst, vöxtur efnahagslífsins Douglas Hurd Hann hefur mótað stefnuna, að því er virðist, ekki síður en Thatcher og var til dæmis mjög mótfallinn því að gripið yrði til innrásar fyrr en látið hefði verið reyna á viðskipta- bannið gegn írak. Gefur hann kost á sér? Douglas Hurd og John Major vom meðmælendur Thatcher, þegar hún skilaði inn framboði sínu til leiðtoga- embættisins. Hurd styður Thatcher til embættis leiðtoga og hefur lýst því yfir hvað eftir annað, að hún muni sigra í fyrstu umferð. Þegar hann er spurður, hvort hann sjálfur hyggi á framboð neitar hann því með þeim orðum, að hann geti ekki ímyndað sér þær kringumstæður, að hann byði sig fram til leiðtoga- embættis flokksins. Hann vísar því ekki á bug, að svo kunni að fara, við kringumstæður sem hann sér ekki fyrir, að hann bjóði sig fram. Stuðningsmenn Hurds telja, að hann kunni að bjóða sig fram í ann- arri umferð kosninganna, ef til henn- ar komi. Þeir telja, að hann muni sameina flokkinn. Margir þeirra, sem vilja breytingu á leiðtogaemb- ættinu en geta ekki hugsað sér að styðja Heseltine, eru reiðubúnir að styðja Hurd. Stuðningsmenn Thatcher hafa látið allt tal um fram- boð Hurds fara í taugarnar á sér, því að þeir óttast að þeir þingmenn, sem styðja, Hurd muni skila auðu í kosningunum á þriðjudag. Forsvarsmenn Verkamanna- flokksins þykjast hafa í fullu tré við bæði Thatcher og Heseltine, verði h$nn kosinn. Þeir telja, að Thatcher geti ekki sameinað flokkinn og dóm- greind Heseltines sé brigðul. En þeir óttast Hurd einmitt vegna þess að hann virðist geta sameinað flokk- inn. En Hurd er ekki í framboði, að minnsta kosti enn sem komið er, og styður Thatcher. verður ekki nema 0,5% á þessu ári að talið er og nefskatturinn er enn gífurlega óvinsæll. Kosningabaráttan hófst strax á fimmtudag. Heseltine sagði í yfirlýs- ingu sinni, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi endur- skoða nefskattinn rækilega, yrði hann kosinn leiðtogi. Þetta er vitað að höfðar til margra íhaldsþing- manna, sem standa veikt í kjördæm- um sínum. Skoðanakannanir gefa til kynna, að íhaldsflokkurinn eigi betri möguleika á að vinna næstu kosningar með Heseltine sem leið- toga en með Thatcher. Stuðnings- menn Thatcher benda á, að hún hafí verið leiðtogi flokksins í 15 ár, sigrað í þrennum kosningum með miklum glæsibrag, sé leiðtogi sem hafi mikil áhrif í stjórnmálum heims- ins og mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar fram að næstu kosningum. Stuðningsmenn Thatcher sigurvissir Talsmenn Thatcher segjast veVa tryggii' með stuðning 200 þing- manna, talsmenn Heseltines segja að meira en 100 þingmenn hafi lýst stuðningi við framboð hans. Kann- anir meðal þingmanna benda til, að stuðningur Thatcher sé a.m.k. 200 þingmenn. En það er mjög varlegt að treysta tölum um þetta efni nú. Ef maður setur sig í spor þing- manns, sem hugsar um framtíð sína, þá er ólíklegt, að hann gefl upp af- stöðu sína, sé hann á annað borð í vafa. Nú þegar hafa heyrst raddir um það meðal þingmanna, að þetta fyr- irkomulag á leiðtogakjörinu sé óvið- unandi. Hver sem úrslitin verða á þriðjudag, má búast _við að í framt- íðinni muni leiðtogi íhaldsflokksins, sem jafnframt er forsætisráðherra, ekki þurfa að sæta árlegu endur- kjöri. Sé hann á hinn bóginn leiðtogi stjórnarandstöðunnar, verði hann að beygja sig undir það. MICHAEL HESELTINE FYRRUM VARIMARMALARAÐHERRA HEFUR HAD KOSHINGA- BARÁTTU í FJDGUR ÁR ÞEGAR Michael Heseltine skil- aði framboði sínu til leiðtoga- embættis breska Ihaldsflokks- ins sl. fimmtudagsmorgun verð- ur vart annað sagt en hann hafi verið vel undirbúinn. Framboð hans er alvarlegasta ógnun við Margaret Thatcher frá því hún var kjörin leiðtogi flokksins árið 1975. Michael Heseltine er sá þing- maður íhaldsflokksins, sem mest ber á í bresku þjóðlífi. í skoðanakönnunum kemur fram, að hann gengur næst Thatch- er að vinsældum innan íhaldsflokks- ins og í könnunum, sem birtar voru fyrir helgina, kemur fram, að íhalds- flokkurinn myndi að líkindum skjóta Verkamannaflokknum aftur fyrir sig á næstu mánuðum, yrði Heseltine kjörinn leiðtogi. Michael Heseltine er nú 57 ára gamall. Hann er af millistéttarfólki kominn, en faðir hans stundaði fast- eignaviðskipti. Heseltine var fyrst kjörinn á þing árið 1966 og hefur setið á þingi samfleytt síðan, fyrst fyrir Tavistock-kjördæmið en frá 1974 fyrir Henley í Oxfordskíri. Hann varð aðstoðarráðherra í stjórn Edwards Heaths frá 1970-74. Þegar Margaret Thatcher tók við völdum árið 1979 gerði hún Hesel- tine að umhverfísmálaráðherra. Því embætti gegndi hann fram yfir næstu kosningar árið 1983, en þá tók hann við embætti vúrnarmála- ráðherra. í því sat hann fram til ársins 1986, en'þá sagði hann af sér embætti vegna Westland-málsins svonefnda og hefur verið óbreyttur þingmaður síðan. í hópi auðugustu Breta Áður en Heseltine fór á þing hafði hann auðgast svo um munaði. Hann stundaði um skeið fasteignaviðskipti eins og faðir hans, en hóf útgáfu- starfsemi fljótlega. Hún gekk svo vel, að hann var í hópi alvöru auð- manna, þegar hann settist á þing. Nú er talið að auður háns nemi 60 milljónum sterlingspunda eða 6 mill- jörðum ISK og hann er í hópi 200 auðugustu manna á Bretlandseyjum og langauðugastur allra núverandi þingmanna. Þessi auður hefur komið Heseltine að góðum notum frá því hann sagði af sér embætti. Hann hefur ferðast stöðugt um allt land og talað í flokksfélögum íhaldsflokksins í hverri einustu viku allt árið um kring í fjögur ár. Hann hefur gefið út 3 bækur um stjórnmál, þá nýjustu um stefnuna í málefnum Evrópu, og hann hefur gefið út ótal bæklinga Michael Heseltine og skrifað blaðagi’einar. Hann hefur haft þijá menn í vinnu allt árið til að skipuleggja vinnu sína, sinna er- indum og skrifa ræður. Allt þetta hefur hann greitt úr eigin vasa og talið er að það hafi kostað hann um 10 milljónir ÍSK á ári. Þetta hefur verið líkara kosningabaráttu til for- setaembættis í Bandaríkjunum, þar sem menn koma sér stöðugt á fram- færi, en lífí venjulegs bresks þing- manns. Westland-málið reyndist stjórn Thatcher á öðru kjörtímabili hennar afar erfitt. Það snerist um, hvort stjórnvöld ættu að sjá til þess, að evrópskir aðilar keyptu þessar þyrlu- verksmiðjur eða hvort stjórn fyrir- tækisins ætti að fá að ráða því, að gengið yrði að tilboði bandarísks fyrirtækis. Heseltine, sem varnar- málaráðherra, knúði á um, að Evr- ópumennirnir keyptu það. En hann hafði ekki meirihluta til þess í ríkis- stjórninni og Thatcher var mótfallin þessum afskiptum. Sumir samráð- herrar hans þá hafa látið hafa eftir sér, að hann hafí að lokum staðið einn. Þess vegna hafl hann gengið út. En það, sem olli mestum pólitísk- um óróa á sínum tíma, var, að rit- ari Sir Leons Brittains, sem nú er einn af framkvæmdastjórum EB, lak bréfi til fjölmiðla, sem skaðaði mál- stað Heseltines verúlega. Spurningin var, hvort Thatcher hefði lagt á ráð- in um lekann. Nú liggur fyrir, að svo var ekki. Dugmikill ráðherra Heseltine þótti standa sig vel í ráðherraembættum sínum. Hann var sá ráðherra, sem hóf bresku einka- væðinguna með sölu á íbúðum í eigu ríkis og bæjarfélaga til leigjenda. Sú sala þótti takast svo vel, að hald- ið hefur verið áfram að selja opinber- ar íbúðir fram á þennan dag. Hann skar mjög rækilega niður í umhverf- isráðuneytinu og fækkaði starfsfólki þar um 15 þúsund manns, sem var þriðjungur starfsmanna ráðuneytis- ins. Hann lagði á ráðin um uppbygg- ingu miðborga bresku stórborganna, sem eru flestar niðurnídd fátækra- hverfi. Hann fækkaði starfsmönnum varnarmálaráðuneytisins um 40 þús- und og sameinaði yfirstjórn land- hers, flughers og flota. Hánn hóf fyrstur allra varnarmálaráðherra Breta útboð á verkefnum fyrir her- inn. Þetta var óvinsælt á sínum tíma bæði hjá ráðuneytinu og fyrirtækj- unum, en hefur verið fylgt fram á þennan dag og þykir hafa heppnast vel. Á þeim tíma, sem hann var varn- armálaráðherra voru mikil þjóðfé- lagsátök um staðsetningu banda- rískra stýriflauga í Evrópu. Heselt- ine skipulagði víðtæka og vel heppn- aða áróðursherferð gegn kjarnorku- andófshreyfingunni bresku. Hann þótti þá standa sig framúrskarandi vel í að koma sjónarmiðum stjórn- valda til skila til almennings. En á meðan Heseltine var um- hverfismálaráðherra kom upp hug- mynd um að endurskipuleggja fjár- mál sveitarfélaga með nefskatti. Hann hafnaði þeirri hugmynd þá. Þegar hún var svo framkvæmd síðar lagðist hann gegn henni og sat hjá við atkvæðagreiðsluna í Neðri mál- stofunni, þegar lögin um nefskattinn voru samþykkt. Hitt aðalágreiningsefnið við Thatcher og núverandi stjórn hennar er afstaðan til Evrópu. Heseltine er mótfallinn því, að stofnað verði til bandaríkja Evrópu, en hann vill að Bretar taki fullan þátt í samstarfi EB en útiloki sig ekki frá þeirri þró- un, sem er að eiga sér stað í Evr- ópu, eins og gerðist á sjötta áratug aldarinnar. Brigðul dómgreind? Andstæðingar hans segja Heselt- ine yfirborðslegan stjórnmálamann, hvatvísan og hann hafí ekki of sterka dómgreind. Það er nefnt til, að árið 1976, þegar stjórn Verkamanna- flokksins hafði fengið samþykkt lög um þjóðnýtingu skipasmíða- og flug- véiaiðnaðarins og þingmenn hans sungu baráttusöng sinn í Neðri mál- stofunni, hafi Heseltine gripið veldis- sprota forseta deildarinnar, en það er mesta óvirðing, sem þingmenn geta sýnt deildinni. Sömuleiðis segja andstæðingar hans, að afsögn hans byggist á brigðulli dómgreind. Hes- eltine sjálfur vísar þessu á bug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.