Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 AUGLYSINGAR Kleppsvegi 64 Hjúkrunarfræðingar Lausar stöður hjúkrunarfræðinga nú þegar og/eða frá áramótum. Kvöld- og morgunvakt- ir. 50-60% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Framtíðaratvinna Viljum ráða menn í eftirtalin störf: Vélvirkja, rennismið, bifvélavirkja, eða menn vana járniðnaði. Getur einnig við bætt við okkur nemum. Sláið til og vinnið fjölbreytt og skemmtileg störf á góðum vinnustað, þar sem allt mannlíf og þjónusta er til fyrirmyndar. Vélvirkirm sf., Hafnargötu 8, 415 Boiungarvík. Sími: 94-7348. Fax: 94-7347. BORGARSPÍTALINN Slysa- og sjúkravakt Hjúkrunarfræðingar Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar á slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans á allar vaktir og einnig á fastar næturvaktir. Starfsemin mótast af því hlutverki spítalans að vera aðal slysa- og bráðasjúkrahús lands- ins. í boði er áhugaverð starfsþjálfun, sem byggist á tilsögn, sýnikennslu, umræðum, skipulögðu lesefni og lestíma. Verið velkomin að kynna ykkur möguleikana. Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356. Aðstoðarmaður iðjuþjálfa Hefur þú áhuga á öldrunarmálum og umönn- un aldraðra? Þá getum við boðið þér starf við virkni/afþreyingu vistmanna á öldrunar- deild Hvítabandsins. Starfshlutfall er 50% en minna starfshlutfall kemur einnig til greina. Vinnutími er fyrir hádegi alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf- stætt og geta hafið störf sem fyrst. Deildariðjuþjálfi II Óskum eftir iðjuþjálfa til starfa við nýja iðju- þjálfunardeild í B-álmu þar sem starfsemi er enn í mótun. Aðalstarfsvettvangur er á öldrunar- og almennum lyfjadeildum. Hér er um 100% afleysingarstöðu að ræða sem er laus nú þegar og veitist til 31.10. ’91. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfiriðjuþjálfi í síma 696369. Skóladagheimilið Greniborg Okkur vantar fóstru/starfsmann í 100% starf nú þegar, og ekki síðar en 1. janúar nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 696700. Læknaritari Læknaritari óskast í 100% störf á rannsókna- deild. Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma 696402 milli kl. 10-12. Lagerstörf HAGKAUP vill ráða starfsfólk í eftirtalin störf á lagerum fyrirtækisins: Lager, Suðurhrauni 1, Garðabæ ★ Verðmerkingar á snyrtivörum (heilsdags- starf). Ávaxtalager, Skeifunni 13 ★ Starfsmann með lyftarapróf (heilsdags- starf). Nánari upplýsingar um störfin veita lager- stjórar viðkomandi lagera á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Unglingafulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa til umsóknar stöðu unglingafulltrúa í fjöl- skyldudeild. Unglingafulltrúi hefur umsjón með störfum útideildar, sinnir afbrotamálum unglinga og veitir unglingum og fjölskyldum þeirra ráðgjöf. Hann skal jafnframt sinna forvarnarstarfi í unglingamálum einkum er varðar áfengis- og vímugjafavarnir. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun á sviði sál-, félags- eða uppeldisfræða. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk. og liggja umsóknareyðublöð frammi á félags- málastofnun, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veita deildarfulltrúi fjöl- skyldudeildar ásamt undirrituðum í síma 45700. Félagsmálastjóri. Sambýli Vorið 1991 er fyrirhugað að opna nýtt sam- býli fyrir blinda í Reykjavík. Gert er ráð fyrir 5 íbúum á aldrinum 16-30 ára. Markmið með starfseminni er að efla sjálfstæði og færni íbúanna, í því skyni að þeir verði eins sjálf- þjarga og ráðandi um eigin hagi og kosturer. Staða forstöðumanns er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar 1991. Starf forstöðumanns er einkum fólgið í eftir- farandi: - Umsjón og skipulag innra starfs heimilisins. - Umsjón með að íbúum nýtist öll almenn þjónusta, sem í boði er hverju sinni. - Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi, s.s. fjárreiðum og starfsmannahaldi. Við leitum að þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða öðrum með haldgóða framhaldsmenntun og áhuga á málefnum blindra. Áhersla verður lögð á persónulega eiginleika. Væntanlegur forstöðumaður mun taka þátt í skipulagningu sambýlisins, ásamt því að hljóta þjálfun á sambærilegu sambýli erlendis. Nánari upplýsingar veitir Erna Guðmunds- dóttir. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðning- arþjónustu Hagvangs hf., merktar: „For- stöðumaður 611“. Hagva ngurhf Grensósvegi 13 Reykjavík I Sími83666 LS Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Deildarstjóri virðis- aukaskattsdeildar Laust er starf deildarstjóra virðisaukaskatts- deildar á Skattstofu Vestfjarðaumdæmis, ísafirði. Um er að ræða umsjón og eftirlit með innheimtu og skilum virðisaukaskatts. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í viðskiptafræði og reynslu af bókhaldsstörf- um. Önnur menntun og staðgóð þekking á bókhaldi og skattskilum kemur einnig til greina. Laun eru samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Upplýsingar veitir skattstjóri í síma 94-3788 eða 94-4166 eða á Skattstofu Vestfjarðaum- dæmis, Hafnarstræti 1, ísafirði. Umsóknarfrestur er til 5. desember 1990. Skattstjóri Vestfjarðaumdæmis. Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í mengunar- varnadeild Siglingamálastofnunar ríkisins er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækj- endur hafi menntun á tækni- eða náttúru- vísindasviði og nokkra þekkingu á mengun sjávar. Góð tök á íslensku, ensku og Norður- landamáli er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. Umsóknir sendist til Siglingamálastofununar ríkisins, c/o Gunnars H. Ágústssonar, deild- arstjóra, sem veitir allar nánari upplýsingar. Siglingamálastofnun ríkisins, Hringbraut 121, Pósthólf 7200, 127 Reykjavík. LANDSPITALINN Aðstoðarlæknar Aðstoðarlæknar óskast til afleysinga í einn mánuð frá 1. desember 1990 á lyfjadeildir Landspítalans. Nánari upplýsingar veitir Þórður Harðarson, prófessor, í síma 601266. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvenlækn- ingadeild 21 -A, gyn, og á krabbameins- lækningadeild kvenna, 21 -A, onc., nú þegar eða eftir samkomulagi. Hver deild fyrir sig er með 13 rúm. Næturvaktir og helgarvinna er sameiginleg. Unnið er á þrískiptum vökt- um, þriðju hverja helgi. Möguleiki er á öðru vaktafyrirkomulagi og jafnvel morgunvöktum eingöngu. Einstaklingsbundinn aðlögun- artími. Nánari upplýsingar gefur María Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601195 og 601300. Læknafulltrúi Læknafulltrúi óskast á handlækningasvið, bæklunarskurðdeild. Um fullt starf er að ræða. Óskað er eftir læknafulltrúa með góða kunnáttu í íslenskri réttritun, ensku og einn- ig ritvinnslu (Wordperfect). Þarf að geta unn- ið sjálfstætt. Staðan er laus nú þegar. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofustjóra bæklunarskurðdeildar, Gunnhildi Jóhanns- dóttur, sem veitir einnig nánari upplýsingar í síma 601411. Reykjavík, 18. nóvember 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.