Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 2
I có oeei namzivóz .m kvomy.vay.u?. Jia/ua/'.ioíioi/. MORGUNBLAÐIÐ SL7NNUI)AGIIR 18. NÓVEMBER T990 EFNI 2 FRÉTTIR/8NNLENT > Oþarft að breyta verð- lagningu fasteigna - segir formaður Félags fasteignasala ÞOROLFUR Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, segir bæði óþarft og ógerlegt að breyta grundvelli verðlagningar á fasteigna- markaði. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaupþings sagði í Morg- unblaðinu í gær, að sviptingar á húsbréfamarkaði kölluðu á að fast- eignir verði verðlagðar á núvirði. Þórólfur segir meginhluta hús- bréfa ganga manna í milli í fasteignaviðskiptum og engin afföll verði í þeim viðskiptum. etta hefur verið þannig að það ■ er ekki fyrr en á endapunkt- inum sem verða einhver afföll," segir Þórólfur. „Kaupandi íbúðar fær fasteignaveðbréf sem er þing- lýst og seljandi skiptir því yfír í húsbréf, engin afföll verða við þau skipti. Þá er seljandi kominn með húsbréf í hendurnar og ætlar að kaupa sér aðra eign, hann framsel- ur þessi húsbréf, á reiknuðu verði, til þess sem hann kaupir af, og sætir engum afföllum." Þórólfur segir mjög mikið vera um að fólk noti húsbréf á þennan hátt. „Ég man ekki eftir einu ein- asta dæmi hjá mér þar sem menn hafa í svona áframhaldandi við- skiptum þurft að sæta afföllum,“ segir hann. „Meðan þetta er gert er ekki nokkur þörf á því að fara út í breyttar verðlagningaraðferð- ir.“ Þórólfur segir að þrátt fyrir að húsbréfin séu mjög algeng, sé enn í gildi samanburður milli hefðbund- inna kjara og húsbréfakaupa. Þá séu kauptilboð núvirt og það sé gert í vaxandi mæli. „Ef á að fara að breyta verðlagningunni þarf að fara út í miklu róttækari aðgerðir með hliðsjón af fleiri þáttum eins og aldri, ástandi og viðhaldi hús- næðisins, staðsetningu, eftirspurn á viðkomandi svæði, það eru svo margir slíkir þættir sem hafa áhrif á verðlagninguna." Alþýðuflokkurinn: Opið prófkjör í Reykjavík eftir áramót „ÉG MUN leggja fram tillögu á kjördæmisþingi um að prófkjör verði í Reykjavík með sama hætti og venjulega, það er að segja opið prófkjör," segir Birgir Dýr- fjörð, formaður Fulltrúaráðs al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Kjördæmisþingið verður haldið á næstunni, en Birgir segir ekki vera búið að tímasetja það. Birgir segist telja einsýnt aðpróf- kjör verði haldið í Reykjavík, hann heyri ekki annað en að víðtæk- ur stuðningur sé við það. Hann telur líklegt að prófkjörið verði haldið í janúar næstkomandi. Reglur um kosningarétt eru að sögn Birgis í megindráttum þær, að þeir sem ekki eru félagar í öðrum stjórnmálasam- tökum eigi rétt á að kjósa. Framsóknarflokkurinn: Framboðið í Reykjavík deilumál á flokksþingi Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að ef sljórn fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík vildi ekki ógilda skoðanakönnun um framboðslista, sem fram fór um síðustu helgi, þá myndi hann hugsa vel sinn gang. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra skoraði hins vegar á Guðmund að taka 2. sæti á lista fiokksins í Reykjavík, í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Guðmundur G. Þórarinsson sagði við Morgunblaðið, að .sér kæmi ekki á óvart þótt stjóm full- trúaráðsins staðfesti niðurstöðu prófkjörsins, enda væri hún vanhæf tii að skera úr þessu máli. Hann sagði að ekki væri tímabært að ræða hvernig hann myndi bregðast við slíkri niðurstöðu. A flokksþing- inu sagði hann hins vegar, að þar sem drengskapur væri ekki til stað- ar fyndist sér þröngt að sitja. Hann ætti ákaflega erfitt með að sætta sig við að orð stæðu ekki, og var þar að vísa til samkomulags sem hann segir þá Finn Ingólfsson hafa gert um að Guðmundur yrði í efsta sæti listans. Finnur Ingólfsson mót- mælti því á flokksþinginu að slíkt samkomulag hefði verið gert. Steingrímur Hermannsson sagði að prófkjörum í Reykjavík hefðu oft fylgt sárindi og sagði að sár vegna prófkjörs árin 1987 og 1983 væru enn ekki gróin. Hann sagði að ekki væri um nema eitt að ræða, að listann nú ætti að skipa í sam- ræmi við niðurstöður prófkjörsins og Guðmundur G. Þórarinsson ætti að skipa 2. sæti listans. Ýmsir flokksmenn tóku óstinnt upp ummæli Guðmundar um óheil- indi við prófkjörið. M.a. mótmælti Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi slíkum ásökunum. Iðnfyrirtæki og verktakar í viðbragðsstöðu fyrir væntanlega byggingu áivers: Verða íslendingar útund- an í alþjóðlegu stórútboði? Á NÆSTU vikum og mánuðum ræðst hvort ráðist verður í stærstu framkvæmd sem um getur hér á landi, byggingu 200 þúsund tonna álvers á Keilisnesi, sem verði gangsett 1994. Fjár- festing í álveri, virkjunum og línulögnum verður um 100 milljarð- ar króna. Verkin verða boðin út á alþjóða markaði, væntanlega í lokuðu útboði, og verður bygging álvers undir stjórn alráðgjafa, að öllum líkindum alþjóðlega verkfræðifyrirtækisins Bechtel, sem nú vinnur að lokaathugun á aðstæðum og kostnaði við bygginguna á Keilisnesi. Hugmyndir hafa komið fram um að stytta byggingartíma álversins í tvö ár og segir Jóhannes Nordal, formaður álviðræðunefndarinnar, að Atlantsál hafi það nú í athugun við endurskoðun á kostnaðaráætlunum. Samkvæmt nýjum hugmyndum Bechtel er áætlað að mann aflaþörf á byggingartíma álvers- ins verði 2.918 ársverk, sem er nokkur aukning frá fyrri áætlun- um. íslensk fyrirtæki eru í við- bragðsstöðu því erlendir aðilar hafa þegar hafíð undirbúning til- boða. Málmiðnaðarfyrirtæki hafa snúið bökum saman í einu samstarfs- w fyrirtæki, Sámeinuðum iðnverktökum hf., gagngert í þeim tilgangi að ná álitlegum verkþáttum við stóriðjufrarpkvæmdirnar, og unn- ið er að samvinnu fleiri fyrirtækja í eitt stóriðjunet, þar sem vitað er að íslensk smáfyrirtæki eiga enga möguleika þegar um svo tröllaukið verkefni er að ræða. Enn hefur þó engin ákvörðun um álver verið tekin og það skap- ar vaxandi spennu. Gunnar Birg- isson, formaður Verktakasam- bands íslands, segir verktaka lítið geta aðhafst þar sem ákvörðun liggi ekki fyrir. „Það er ekki held- ur vitað hvernig Atlantsál ætlar að standa að útboðum. Á að semja við einn verktaka eða á að bjóða út? Við höfum farið fram á það við forráða- menn Atlantsáls að þeir búti þessa verkþætti niður svo ís- lenskir verktak- ar geti ráðið við þá,“ segir hann. Áætlanir hafa til þessa rniðast við þriggja ára byggingartíma og vinna við álverið sjálft hefjist næsta haust. Verði byggingar- tíminn hins vegar styttur minnka möguleikar íslendinga enn frekar á þátttöku í framkvæmdunum. Sameinaðir iðnverktakar hf. vinna nú m.a. að því að erlendir starfs- menn við bygginguna verði ráðnir í -gegnum íslensk fyrirtæki, að sögn Ingólfs Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra Félags málmiðnað- arfyrirtækja. Jóhannes Nordal segir að gert sé ráð fyrir útboði við álversfram- kvæmdir og áhersla sé lögð á að því verði hagað þannig að Islend- ingar eigi kost á að bjóða í verk- ið. Margir óttast nú að hingað komi mikið af ódýru erlendu vinnuafli sem geri litlar kröfur og að verktakar freistist til að halda því hér eins lengi og hægt er, færi starfsmenn á milli verka og framkvæmi þannig verkhluta sína á sem ódýrastan hátt. Þrátt fyrir að upphafi fram- kvæmda við byggingu álversins verði seinkað fram á árið 1992, ef byggingartíminn styttist, er þegar farið að vinna að undirbún- ingi á svæðinu. Starfshópur um stóriðjumál á Suðurnesjum hefur nú lokið störfum, að sögn Odds Einarssonar, starfsmanns nefnd- arinnar. Hann segir að Atlantsáls- menn hafi upphaflega óskað eftir að sveitarfélögin á svæðinu tækju að sér ýmis verkefni við byggingu álvers. „Undir lok samningavið- ræðna sneru þessir aðilar við blað- inu og vildu framkvæma þessi verkefni sjálfir. Vatnsleysu- strandarhreppur hefur því mynd- að eigin nefnd sem er í samvinnu við þessi fyrirtæki varðandi ýmsar framkvæmdir á svæðinu, svo sem vegna hafnargerðar, vegagerðar og vatnsveitu," segir hann. Að undanförnu hefur Bechtel verið í samstarfi við Verkfræðistofu Sigr urðar Thoroddsen og Hönnun hf. við undirbúning vegna hafnar- framkvæmda o.fl. verkefna og hafa öldumælingar hafist. Áætlað er að kostnaður við þessar fram- kvæmdir verði á bilinu 1-1,5 millj- arðar króna. Heyrst hefur að erlendir aðilar hafi kynnt sér möguleika á hent- ugu húsnæði hér á landi og hafi m.a. kannað húsnæði þrotabús Stálvíkur í Garðabæ, en íslensku samstarfsfyrirtækin hafa einnig haft augastað á því. Verkefnið er tröllaukið að stærð. í hugmyndum Bechtel um mannaflaþörf á rúmlega tveggja ára byggingartíma kemur fram, að þegar framkvæmdir standa sem hæst muni samtals 2.100 manns starfa við þær. Þar af má nefna að gert er ráð fyrir að á árinu 1993 muni rúmlega 200 pípulagningarmenn vinna við verkið, 417 verkamenn, 316 tré- smiðir, 120 vélvirkjar, 466 raf- virkjar og 224 vélsmiðir. Ætli ís- lensk fyrirtæki að eiga möguleika á tilboðum í stærri hluta þessara verka er ljóst að það tekst aðeins með markvissum undirbúningi og samstarfi í einu, samkeppnishæfu stóriðjuneti. BMiSVIÐ eftir Ómar Frióriksson Addi Kitta Guj ► Agnes Bragadóttir ræðir við Guðjón A. Kristjánsson, forseta Farmanna og fiskimannasam- bands Islands/10 Sótt að Járnfrúnni ►Guðmundur Heiðar Frímansson, fréttaritari Morgunblaðsins í Bret- landi skrifar um stöðu Margrétar Thatcher forsætisráðherra Breta, sem berst fyrir endurkjöri á þriðju- dag./14 Best að gera kvik- myndirnar á ísiandi ►Metsöluhöfundurinn Jean M. Auel í einkaviðtali við Morgunblað- ið/16 Dagar í Jemen ►Jóhanna Kristjónsdóttir heldur áfram frásögn sinni af dvölinni í Jemen nýverið. /20 Hreyfingarleysi barna ►Anton Bjarnason, lektor í íþrótt- um við Kennaraháskóla Islands, hefur vakið athygli á hreyfíngar- leysi barna á forskólastigi og bent á leiðir til úrbóta./22 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-24 IMýtt byggingarsvæði í Kópavogi ►Viðtal við Björn S. Hallsson, arkitekt/14b Þá riðu hetjur um héruð ► Sveinn Guðjónsson ræðir við Ottar Guðmundsson lækni um ást- ir að fomu og nýju, áfengissýki og sitthvað fleira/1 Hárvöxturkvenna ►Sagt frá hatrammri baráttu kvenna gegn óæskilegum hárvexti hérogþar/6 Erlend hringsjá ► Macmillan fær uppreisn æru /12 II Palio ►Lensuriddarar, gunnfánar, ópr- úttnir knapar og blessuð hross í einstökum kappreiðum á Italíu /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fjölmiðlar 18c Dagbók 8 Kvikmyndir 20c Hugvekja 9 Dægurtónlist 21c Leiðari 24. Menning.st. 22c Helgispjall 24 Minningar 24c Reykjavíkurbréf 24 Bíó/dans 26c Fólk í fréttum 42 Karlar 42 Útvarp/sjónvarp 44 Áfömumvegi 28c Gárur 47 Samsafnið 30c Mannlffsstr. 8c Bakþankar 32c INNLENDARFF tÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.