Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 39
MÖRGtFNBLAÐl© SUN&UDAÖUR 18. NÓVEMBER 1990 39 Við enda kirkjuskipsins blasir við stór steindur gluggi sem er um 6 metrar á breidd og 11 metrar á hæð. Hægt er að tengja safnaðarsalina við hlið miðskipsins við kirkjuna sjálfa með því að draga frá þar til gerða veggi og skapa rými fyrir 700 kirkjugesti. ur kapellunnar er skreyttur steindu gleri. Birta eykst við altari Gert er ráð fyrir að dagsbirta flæði inn í miðskipið gegnum steindan glugga í kórnum. Yfir pappímum eða líni í lofti miðsskips- ins verða sterkar dagsljósaperur, sem senda mikla birtu yfír söfnuð- inn og eiga að milda áhrif birtu frá glugga í kórnum. Birtan úr lofti á að vera minnst frammi við dyr en aukast þegar nær dregur altarinu. Á skilum milli léttra þakeininga og miðskips verða meters breiðar gluggaræmur og þaðan flæðir dagsbirtan niður með úthliðum mið- skipsins. í kjallara koma stórir gluggar á milli útbygginganna og litlir gluggar þar á milli. Hönnuðimir gera ráð fyrir vön- duðum hljómburði - endurhljómi með ómtíma sem henti fyrir kirkju- legar athafnir. í hliðarskipum verði komið fyrir hljóðdeyfandi plötum þannig að ná megi fram þeim hljóm- gæðum sem æskileg eru í hveiju tilfelli. „Kirkjubyggingin á að verða þungamiðja hverfisins. Hún á að hafa sterka ímynd í nálægð og einn- ig úr íjarlægð. Húsið verður áber- andi séð frá Vesturlandsvegi og Gullinbrú," segja arkitéktarnir. Beggja megin kirkjunnar verðUr plantað tijágróðri til að gera um- hverfi hennar heilsteypt. Framan við aðalinngang verður kirkjutorg* ið, stórt hellulagt svæði, þar sem gott rými verður fyrir fjölda fólks. Bifreiðastæðin verða fyrir austan kirkjuna, samkvæmt tillögunni, og ef bókasafni verður fundinn staður í kjallara hússins, verður aðkoma að því vestan við kirkjuna. Steypa á útveggi hússins á staðn- um með forsteyptum holplötum í gólfi og þaki. Veggir verða klæddir með flísum úr íslensku nattúsu- gijóti og miðskipið einangrað að utan. Gert er ráð fyrir að hliðarskip verði byggð úr timbri með burðar- virki úr límtré, einangrað og klætt með sléttum alucopond plötum. Gluggar verði einnig úr timbri, klæddir með viðhaldsfríum álgler- listum. Þannig verði húsið allt við- haldsfrítt að utan. Engar kostnaðaráætlanir hafa verið gerðar vegna kirkjubygging- arinnar og enn er eftir að útfæra ýmis atriði tillögunnar s.s. varðandi hugsanlegt útibú Borgarbókasafns- ins. Borgin veitti lóð til byggingar- innar við Fjörgyn, skammt frá Gull- inbrú, og verður hún áberandi tákn byggðarinnar norðan Grafarvogs. Alls bárust sex tillögur í verð- launasamkeppni Grafarvogssafnað- ar en sóknarnefnd varð sammála um að velja tillögu Finns og Hilm- ars bestu hugmynd að kirkjubygg- ingu í Grafarvogi. Tillagan þótti afar áhugaverð og nýstáríeg og segir í niðurstöðum nefndarinnar að skipulag kirkjunnar þjóni mjög vel nútíma safnaðarstarfi. „Innra fyrirkomulag ber með sér mikinn hátíðleika. Að baki því býr hug- myndin um hinn heilaga veg - Via Sacra. Utlit kirkjunnar er sérkenni- legt, frumlegt og grípandi og sterk- ar andstæður gefa henni tígulegt svipmót. Auk þessa bendir margt til þess að kirkjubyggingin verði söfnuðinum ekki fjárhagslega of- viða,“segir í úrskurði sóknarnefnd- ar. Hofsós: Hraðfrysti- húsið hf. er gjaldþrota STJÓRN Hraðfrystihússins hf, Hofsósi hefur samþykkt að óska eftir að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fiskiðja Sauðárkróks hefur leigt rekstur félagsins frá 20. ágúst síðastliðn- um og rennur leigutiminn út um áramót. Stjóm félagsins segir ákvörðun sína byggjast á því að hún telji að hagur lánardrottna muni versna verði dráttur á uppgjöri. Tekjur verði minni en áfallandi kröfur og ekki sé hægt að gera upp vanskil. Þá verði hvorki séð hvernig unnt sé að mæta fyrirliggjandi kröfum eftirlitsstofnana um mjög kostnað- arsaman endurbætur né að unnt verði að kaupa kvóta til að tryggja starfsemi allt árið. Eftir skuldbreytingu og ný hlut- afjárframlög á síðasta ári segist stjórnin stöðugt hafa unnið að því að styrkja eiginfjárstöðu félagsins en ekki hafi tekist að fá frekari hlutafjárframlög. Vonast stjórn Hraðfrystihússins til að gjaldþrota- skiptin, sem séu róttæk og sárs- aukafull aðgerð, verði þáttur í að tryggja stöðuga atvinnu verkafólks á Hofsósi í framtíðinni eftir þá end- urskipilagningu sem endanlegt upp- gjör fyrirtækisins hafí í för með sér. Minjar og saga: Sagnfræði og rannsókn- ir í jarðfræði ALMENNUR fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn á þriðjudaginn kl. 17 í húskynnum Þjóðminjasafns íslands. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur flytur erindi um sagnfræði í Ijósi jarð- fræðirannsókna. * Ifrétt frá Minjum og sögu segir, að eldgos hafi haft mikil áhrif á sögu lands og þjóðar og sé víða getið í heimildum. Þó séu fjölmörg eldgos, sem mjög óglöggar heimildir eru um eða alls engar. Drepið verði á nokkur eldgos, sem hafi haft mik- il áhrif á búsetu manna í landinu og heimildir séu litlar sem engar um. Einkum verði dvalið við tvö eldgos á Reykjanesi, Kríuvíkurelda um 1151 og Reykjaneselda, sem voru á fyrri hluta 13. aldar. Nýborg"# Ármúla 23, sími 83636 Borðbúnaöur og gjafavara Ótakmarkaðir möguleikar HOLZ-HER 2356 - handfræsarans með stiglausa rofanum Straumnotkun 850 W Hulsustærð 8 mm Lausagangssnúningur 8000-24000 /mín Þyngd 2,7 kg Fræsidýpt - fínstilling 0,5 mm Strokksnúningur 4 metra gúmmíleiðsla Land með fínstillingu Fjölbreyttir fylgihlutir MORATERM HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. meiri anægja Eitt af kortum Styrktarfélags vangefinna. Jólakort til fjáröflunar SALA er hafin á jólakortum félagsins. Þau eru með myndum af verk- um listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Hefur hún gefið félaginu frummyndirnar, 4 talsins, og verður dregið um þær 25. jan- úar 1991 og vinningsnúmer þá birt í fjölmiðlum. Atta kort eru í hveijum pakka og fylgir spjald sem gildir sem happdrættismiði. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins á Háteigs- vegi 6, í versluninni Kúnst, Lauga- vegi 40, Nesapóteki, Eiðistorgi 17 og á stofnunum félagsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kortin eru greinilega merkt félag- inu. (Fréttatilkynning) ..þegar útlitið skiptir máli Q/J ? O' einfaldlega góöir . ' ' " x; i KÓPAVOGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.