Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 12
2S_______________________________________ samningaviðræðurnar fyrir FFSÍ, heldur varaþingmannsefni, jafnvel þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins, sem ekki þori lengur að vera afgerandi forystumaður, sem leggi sjálfan sig að veði. Hvað segir þú um slíka gagnrýni? „Þetta er alls ekki rétt. Mér fínnst sjálfum að hér sé um algjöra prinsipákvörðun að ræða. Ég er að semja fyrir ákveðna menn og er þar að auki félagi í Bylgjunni á Vest- fjörðum. Ég get ekki sannfært sjálfan mig um það og ég veit að sjómenn á Vestfjörðum geta heldur ekki sannfært sig um að lausn deilunnar eigi að vera öðru vísi en hún var fyrir vestan og ég legg sjálfan mig undir í því.“ — Fari svo að útvegsmenn láti undan ykkar kröfum, sérðu þá ekki fyrir þér að önnur launþegasamtök í landinu, sem haldið hafa að sér höndum undir þjóðarsáttarfána, upphefji mikla kröfugerð? „Það vill nú svo til að þessar útfærslur sem verið er að tala um, í samningum sjó- manna, þær vega ekkert svakalega mikið í heildarlaunum. Kauptrygging okkar, lág- markskaup fyrir að vera á sjó kannski 26 daga í mánuði, er innan við 100 þúsund , krónur. Ég hugsa að mönnum við skrifstofu- störf í landi finnist það ekki ýkja mikið." Sjómenn hafa og eiga að hafa góð laun — Það er sjálfsagt rétt hjá þér, en við vitum lka að laun sjómanna eru langt um- fram kauptryggingu alla jafna. Félagar í FFSÍ greiða margir hveijir hærri upphæðir í skatta á ári, en nemur venjulegum árslaun- um verkamanns. Það er því óvefengjanleg staðreynd að sjómenn, einkum og sér í lagi skipstjómarmenn á fiskiskipum eins og þú sjálfur, eru mjög tekjuháir. „Já, sem betur fer. Sjómenn eiga að hafa góð laun og hafa þau sem betur fer ennþá á Islandi. Sem betur fer er sjávarútvegur á íslandi ennþá með þeim merkjum að menn hafa kraft og áræði til þess að sækja sjó og afla tekna. Menn leggja hér á sig mikil störf, afla mikils og njóta þess, vegna þess hvemig launakerfið er uppbyggt — hluta- skiptakerfi." ■— Nú eru áhöld um það hvort tekst að leysa deilu ykkar og útvegsmanna fyrir þriðjudaginn 20. nóvember. Ef verkfallið skellur á, hveiju spáir þú um framhaldið? „Ef það verður verkfall og menn eru bún- ir að binda skipin almennilega, þá kostar það löng átök og erfið. Ég sé þá ekki fyrir mér neina lausn á deilunni á þessu ári og spái því að hún ieysist-ekki fyrir 15. janúar á næsta ári.“ — Hvemig heldur þú að Adda Kitta Guj gangi að skipta úr hlutverki hins harða stétt- arfélagsforingja í kjördæmispólitíkus Vest- firðinga? MQRGUNRLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 ■ .Hi fí'JUÁn j'.O'jF-! -íIm/. I U'.'i,d~iUW „Ég vona að mér gangi það vel vegna þess að ég á mér þann draum að hægt sé að lagfæra og betrumbæta þau búsetuskil- yrði sem við búum við á Vestfjörðum. Það er alveg nauðsynlegt að Vestfirðingar þori að varpa fram nýjum hugmyndum, að þeir þori að velta því fyrir sér hvaða möguleikar em til staðar í þessum fjórðungi og hvað annað fólk getur gert en það sem það hefur verið að fást við á undanförnum árum. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til þess að breyta ástandinu, þannig að það verði eftirsóknarvert að búa fyrir vestan, en fólk haldi ekki áfram að hverfa þaðan.“ Vona að Iognmollan við Austurvöll sé ekki allt of mikil — Athafnamaður eins og þú, þekktur skip- stjóri, aflakló, forystumaður meðal sjómanna og fleira og fleira — áttu von á því að logn- mollan við Austurvöll muni reynast þér þókn- anleg eftir að þú ert kominn á þing? „Ég ætla nú að vona að það verði ekki allt of mikil lognmolla við Austurvöll. Fái ég tækifæri til þess að vinna að hagsmuna- málum Vestfirðinga á Alþingi, þá mun ég koma fram með ýmsar hugmyndir og reyna að vinna þeim fylgi meðal annarra manna innan þingsala. Ég tel að það þýði ákaflega lítið fyrir þingmann, hvar í flokki sem hann stendur, að koma fram einn og sér með eitt- hvert mál. Til þess að koma einhveiju til leiðar, verður maður að vinna baráttumálum sínum breitt fylgi. Aðeins þannig er von um raunhæfan árangur.“ Hver er maóurinn? Ég leitaði umsagnar nokkurra manna um Guðjón og ber þeim nokkurn veginn saman. Hins vegar vildu ekki allir taka þátt í leiknum og má þar nefna menn eins og Kristján Ragnarsson formann LÍÚ og Einar Odd Kristjánsson for- mann VSÍ. Sömu sögu er að segja af starfsbræðrum Guðjóns að vest- an, þeim Hermanni Skulasyni skip- stjóra og Ásgeiri Guðbjartssyni skipstjóra. Mikill mála- fylgjumaður „Hann er kapp- Jón Páll Holldórsson, samur og duglegur forstjóri Noróurtang- og fyjgir sínum mál- ans, Isnfirói. um eítir, oft af mik- - ílli hörku. Hann er mikill málafylgjumaður og hörkuduglegur.“ Annálaður aflaskipstjóri „Ég man fyrst eftir unar K. Guðfinnsson, Adda sem annáluðum framkvæmdastjóri aflaskipstjóra. Það Einars Guófinnssonar, kvað strax að honum Bolungarvík. þegar hann var orð- inn formaður Bylgjunnar. Hann er mjög aðsópsmikill og duglegur maður og mikill félagsmálamaður. Við höfum átt mest sam- starf á sviði Fiskifélags íslands í sambandi við mótun fiskveiðistefnu og þess háttar. Þar hefur hann verið kjarkmikill og sýnt forystuhæfileika.“ Sést ekki alltaf fyrir „Mér finnst Addi Jón Sigurósson, við- Kitta Guj kraftmikiil skiptaróóherra. og skemmtilegur strákur. Það sópaði að honum þegar hann tók við forystu í Farmanna- og fiskimanna- sambandinu. Hann er ákaflega harður í sinni hagsmunagæslu og sést ekki alltaf fyrir með það sem hann tekur að sér. Hann er ákaflega hreinskiptinn og mér líkaði vel að eiga við hann skipti þótt við værum ekki alltaf sammála. Ég tel rejmdar að hann hafi átt mikilvægan þátt í því að fiskveiði- stjórnarkerfið komst á, þótt hann hafi síðan kannski ekki stutt það.“ Hörkukarl eins og öll hans ætt Tryggvi nauða- Tryggvi Guðmunds- þekkir Adda frá son, lögfræóingur ó bemsku. Þeir eru isafirði. náfrændur, bræðra- ———— synir og ólust upp nánast hlið við hiið á Seijalandsveginum. „Addi er hörkukarl eins og öll hans ætt. Hann varð snemma mikill fyrir sér og ráðríkur, eins og hann er sjálf- sagt ennþá. Það hefur alltaf einkennt hann hversu duglegur hann er og fýlginn sér. Hann vill alltaf ljúka öllum þeim málum sem hann tekur að sér.“ Slagsmála- hundur í skóla „Mig minnir að Magnús Reynir Guö- Addi Kitta Guj hafi mundsson, bæjarrit- verið slagsmálahund- ariólsafiróiogjafn- ur í skóla. Hann er aldn Guó|ons. skapmikili og kraftmikill maður. Hann hefur aila tíð verið ákaflega duglegur, eins og alit hans fólk. Hann er óskaplega metnaðar- fullur, enda hefur það sýnt sig að hann hefur náð árangri sem skipstjóri og valist til æðstu trúnaðarstarfa hjá Farmanna- og fískimannasambandinu.“ Þakka alla vináttu á nírœÖisafmœli mínu. Margrét Guðmundsdóttir. TIL LEIGU Ms Árnes (áður Breiðafjarðarferjan Baldur) 193 brúttólestir. Skipið getur hentað vel til ýmissa verkefna. Það er búið stórri lestarlúgu og 13 metra bómu. Úranus hf., Skipholti 25,105 Reykjavík, sími 91-28870, fax 91-622725. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 102ja ára ajmœli mínu 17. októ- ber síðastliðinn. GuÖ blessi ykkur öll. Guðrún Hallvarðsdóttir frá Kirkjubæ. Kœru vinir og venslafólk. ViÖ þökkum ykkur öllum þá einlcegu vináttu og hlýhug, sem þiÖ sýnduð okkur á afmœlum okkar þann 23. september og 2. nóvember sl. GóÖar gjafir, kveðjur og heimsóknir veittu okk- ur mikla ánœgju. Bestu kveÖjur til ykkar allra. Sigrún Kærnested, Þórður Oddsson. Blaðberar óskast Smáíbúðahverfi: Austurgerði - Byggðaendi Hressandi morguntrimm, sem borgar sig. f$Jí>f@wiMabͧ> Sími691253 Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá (A)*mstrong & Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 HÚS FRÁ FINNLANDI Vió erum finnskt útflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsórs timbur- og bjólkahúsum. Jafnframt seljum við ýmsan timburefnivið til byggingar iðn- aðarhúsnæðis. Ef þú ert arkitekt, byggingaraðili eða fasteignasali og hefur yfir að róða við- skiptamönnum, sem gætu haft óhuga, hafið þó somband við okkur strax i dag. Við munum verða staddir ó Hótel Sögu, dagana 22.-23. nóvember. ANDERSSOH i HANNEN Ltd., PB 20, 20881 TURKU, FINLAND Fox: 90358-21-342717 Sími: 90358-49-532425 Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.