Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 37 Karl Vilhjálms- son - Minning Tengdafaðir minn, Karl Vil- hjálmsson, lést hinn 10. nóvember sl. Hann fæddist að Vogsósum í Selvogi 19. september 1910 og var því áttræður er hann andaðist eftir rúmlega hálfs árs erfiða sjúkdóms- legu. Allt til þess að hann véiktist sl. vor var hann unglegur, stæltur og spengilegur, svo athygli vakti, hvort sem hann gekk á götu eða á sundlaugarbakka. Því held ég að flestum sem þekktu hann finnist eins og hann hafi veikst og dáið langt fyrir aldur fram, þrátt fyrir áratug- ina átta. Karl átti ættir að rekja um Árnes- sýslu, sonur hjónanna Hólmfríðar Snorradóttur og Vilhjálms Ás- mundssonar, sem lengst af bjuggu á Vogsósum í Selvogi. Hann var hið þriðja yngsta af ellefu börnum þeirra. Níu komust á iegg. Nú er næstyngsta barnið eitt á lífi, Vil- helmína, f. 1912. Hin systkinin voru Guðríður, f. _ 1900, verkakona í Reykjavík, Ásmundur, ■ f. 1902, múrarameistari, Bjarnfríður, f. 1905, saumakona í Kópavogi, Snorri, f. 1906, lengst af búsettur í Njarðvík, Jakob, f. 1907, verkamað- ur í Reykjavík, Jens, f. 1909, sjómað- ur í Reykjavík, svo Karl, þá Vil- helmína og loks Kristín, f. 1913, sem tók við búi að Vogsósum með manni sínum, er foreldrarnir fluttu burtu. Öll giftust þessi systkini og eignuð- ust börn og er því mikill ættbogi kominn frá hjónunum á Vogsósum. Á þessu stóra sveitaheimili ólst Karl upp á öðrum og þriðja tug aldarinn- ar. Ekki var á honum að heyra að hefðbundin búverk hafi heillað hug hans. Aftur á móti sagði hann af því meiri hlýhug frá hlunnindabú- skapnum á jörðinni, selveiði og út- ræði, dúntekju og silungsveiði í Hlíðarvatni, og veiðiferðum með bræðrum sínum á fjallið. Mannlífinu í þessari litlu byggð í kringum Strandarkirkju lýsti hann svo ljóslif- andi að mér fannst ég þekkja þar bæði karla og konur. Hann tók af þeim dæmi og hafði tilsvör þeirra á hraðbergi. Þannig varpaði hann ljósi á van.damál og viðfangsefni okkar sjálfra sextíu árum síðar. Af móður sinni lærði hann að syngja öll algeng lög þeirra tíma og var síraulandi fyrir munni sér alla tíð síðan. Af móður sinni mun hann einnig hafa lært ógrynni af tækifærisvísum, sem hann fór gjarnan með við hvert til- efni. Á fullorðinsárum reisti Karl sér . lítinn sumarbústað við Hlíðarvatn. Þar var hann sem konungur í ríki sínu hvort sem þurfti að vitja um net í vatninu eða gengnar voru grón- ar götur er hann kenndi okkur að þekkja plöntur og fugla. Hver hóll og laut átti sér sína sögu og yfir öllu kvað sjófuglinn sína heillandi hljómkviðu. Er Karl var sautján, átján ára tók hann sig upp og flutti til Reykjavík- ur á undan foreldrum sínum. Hann stundaði sjó og vann ýrpiskonar ......AMigiwmm mmimr nokkru sinni. Svo var um þau Karl og Láru. Karl bjó sig vel undir starfs- lok og þau fluttu í eigin íbúð fyrir aldraða í Bólstaðarhlíð 41 fyrir fá- einum árum. Saman lögðust þau hjónin í ferðalög á gamals aldri og fóru árlega til Suðurlanda. Þau tóku virkan þátt í félagsstarfi. Samband þeirra einkenndist af slíkri alúð að flestum var nautn að vera í návist þeirra. Nú er Karl farinn og ekki í návist okkar nema í minningunni sem lifir fyrst og fremst sem þökk fyrir góða samveru. Svo er vissan um að hitt- ast síðar við eitthvert himneskt HlíðaiTatn, þar sem krían, tjaldurinn og kollan hljóma enn fegur en í Selvoginum, og silungurinn vakir í heiðríkjunni. Guð blessi minningu hans. Gunnar r*r verkamannastörf með bræðrum sínum. Lengi vann hann hjá Ás- mundi, múrarameistara, bróður sínum. Árið 1946 réðst hann til starfa hjá Reykjavíkurhöfn og var þar til starfsloka árið 1982. Á þess- um árum hef ég fyrir satt að ein- hver knáasti vinnuflokkur bæjarins hafi verið hjá Höfninni. Mun þar hafa farið saman góð verkstjórn og harðsnúnir verkamenn. Átti Karl sinn hlut í því. Oft var kalsasamt að vinna með stórviðina undir bryggjum á veturna. Honum var því léttir að komast í hús síðustu árin hjá Höfninni, en þá annaðist hann um kaffi- og matstofu vinnuflokks- ins í Örfirisey. Karl var gæfumaður í einkalífi. Árið 1938 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Láru Sigurðardótt- ur, f. 16. júní 1910, bóndadóttur frá Skammbeinsstöðum í Holtum. Þau eiga fjögur börn. Elstur er Sigurð- ur, f. 1939, bankamaður í Búnaðar- bankanum, svo Ásmundur, f. 1943, ljósameistari í Þjóðleikhúsinu, kvæntur Guðbjörgu Alfreðsdóttur, lyfjafræðingi, Guðríður, f. 1948, skrifstofumaður, gift Guðna R. Ey- jólfssyni, stýrimanni, og yngst er Hólmfríður Kristín, f. 1952, skrif- stofumaður, gift Gunnari M. Sand- holt, félagsráðgjafa. Barnabörnin eru 6 og sakna nú góðs vinar í stað. 1945 byggði Kart á Kirkjuteigi 31 og bjuggu þau þar löngum síðan. Karl verður mörgum minnisstæð- ur fyrir það hve fallega hann eltist. Þá er ég ekki að tala um glæsilegt útlit hans, sem fyrr var getið. Þegar fatið fyrnist, fellur það betur að líka- manum, segir einhverstaðar í gömlu erfiljóði. Þegar líkaminn eldist og holdið hrörnar, sést enn betur hvað ' inni fyrir býr. Þess vegna býr ellin, með hrukkum sínum og gráum hár- um, yfir reisn og fegurð, svo önnur aldursskeið blikna. Ellin færir sum- um stöðnun, tómleika og eftirsjá. En aðrir halda þá áfram að taka út þroska og njóta lífsins meir en Elskulegur 'tengdafaðir minn, Karl Vilhjálmsson frá Vogsósum, lést á Borgarspítalanum 10. nóv- ember sl. eftir langa og stranga sjúk- dómslegu. Ég get ekki kvatt hann án þess að fara fáeinum orðum um þennan góða mann. Karl kvæntist Láru Sigurðardótt- ur 15. október 1938 og eignuðust þau 4 börn. Hjónin voru einstaklega samhent alla tíð. Ég kom fyrst á heimili þeirra fyrir tæpum 20 árum og þar var vel tekið á móti mér, eins og ávailt síðan. Karl var höfðingi heim að sækja, mjög gestrisinn maður. Hann hafði yndi af ferðalögum og fóru þau Karl og Lára fyrst út fyrir landstein- ana fyrir 17 árum með dóttur þeirra og tengdasyni, Hólmfríði og Gunn- ari. Eftir það fóru þau til útlanda næstum árlega og þegar við hjónin bjuggum erlendis fórum við með Karli og Láru í mjög ánægjulega ferð um Rínarlönd. Karl minntist þeirrar ferðar oft enda var hún í alla staði afar ánægjuleg. Karl var laghentur maður og féll honum sjaldnast verk úr hendi og var hann ávallt tilbúinn að aðstoða börnin við ýmis verk meðan heilsan entist. Hann var jákvæður og hvatti okkur til allra framkvæmda. Hann hafði létta lund, þótti afskaplega gaman að syngja og var mikill nátt- úruunnandi. Þau hjónin áttu margar ánægjustundir í sumarbústað sínum við Hlíðarvatn í landi Vogsósa. Barnabörnin eru 6 og mikill er þeirra söknuður enda var Kalli afi ávallt tilbúinn að sinna þeim og gaf þeim góðan tíma. Við hjónin ætt- leiddum drenginn okkar frá Indó- nesíu fyrir 9 árum. Karl og Lára tóku honum opnum örmum með ást og hlýju. Við vorum svo lánsöm að hafa þau á heimili okkar í hálft ár áður en þau fluttu í Bólstaðarhl- íðina. Þetta var mjög ánægjulegur og gefandi tími og aldrei féll styggð- aryrði á milli okkar. Það var ómetan- legt fyrir drenginn okkar að hafa afa og ömmu svo nálægt sér þennan tíma. Ég vil með þessum orðum þakka Karli fyrir samfylgdina og órofa vin- áttu og tryggð. Minningin um þenn- _ an góða mann á eftir að ylja okkur um ókomin ár. Guðbjörg Kveðjuorð: María Bjömsdóttir Fædd 4. október 1912 Dáin 2. október 1990 Síðbúin kveðjuorð um Maríu Björnsdóttur frá Gröf, Reyðarfirði. Mæja, einsog hún var kölluð dag- lega, var glæsileg kona og mikil húsmóðir og gestrisin. Enginn fór frá henni öðruvísi heldur en að þiggja góðgerðir. María fæddist 4. október 1912. Hún lést 2. október 1990. Ég átti elskulega frænku er mér þótti vænt um. Mæja, sem var frænka mín, gifti sig ung að árum góðum manni, Birni að Miðbæ. Þau bjuggu við góð efni, nefndu bæinn sinn Miðbæ á Norðfirði. Hjónaband þeirra var mjög hamingjusamt. Björn lést árið 1964. Þeim varð ekki barna auðið en tóku að sér stúlku sem heitir Sigríður Flosadóttir. Hún hefur reynst mömmu sinni mjög góð. Ég bið guð að styrkja Sigríði í þessari sorg að missa sína elskulegu móð- ur, sem er komin til Guðs sem gaf hana. Þar líður henni vel, umvafin englum Guðs. Árið sem Mæja varð ekkja, fluttist hún til Reykjavíkur, festi kaup á íbúð við Hagamel 45. Þar bjó hún uns hún lést. Árið 1970 giftist hún bæjarstjór- anum í Vestmannaeyjum, Ólafi Kristjánssyrti. Þau voru mjög sam-' rýnd. Ólafur dó árið 1989. Á síðast- liðnu ári eignaðist hún gamlan æskuvin, Garðar Jónsson. Garðar annaðist hana af mikilli umhyggju og alúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, liafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sakna Mæju mikið. Sigríði Hestamenn 25 ára afmælisárshátíð Hestamannafélagsins Gusts verður haldin í Félagsheimili Kápavogs laugardaginn 24. nóvember. Húsið opnað kl. 19.00 með fordrykk. Glæsilegar veitingar, góð skemmtiatriði og hin stórgóða hljómsveit, Gömlu brýnin, mun skemmta fram eftir nóttu. Mætum öll í fjörið og fögnum 25 ára afmæli Gusts. Vinsamlegast staðfestið miðapantanir í símum 642409, 33778 og 651039 fyrir fimmtudagskvöldið 22. nóvember. TILKYNNING FRA OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNI sf. í nýútkomnu jólablaði okkar, Á JÓLARÓLI nr. 2, átti sér stað misprentun í tveimur uppskriftum. Jólakaka í sérflokki: Hér skal nota 1/2-1 tsk. af lyftidufti en ekki 6 tsk. Myntuábætir: Hér eiga að vera 2 bollar af súkkulaðikexmylsnu en ekki súkkulaðnnylsnu. Við biðjumst hér með velvirðingar á þessum mistökum. og hennar aðstandendum votta ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði. Opiö í kvöld Eldhúsiö opiö frcí kl 18-24 Yfirmatreiöslumaöur David Wallach frd New York Dansaö til kl 01.00 Tónlistarstjóri: Árni Jónsson Aögangseyri r: kl 18-21.30 FRÍTT kl 21.30 -24.15 kr. 500.- Velkomin til Ömmu Lií matsölu- og skemmtistaöur Kriiiglnntii 4, shni 6S9686

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.