Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUN.NU04G,i:K lg, NÓVEMBER 1990 35 ; FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 12 108 REYKJAVIK SIMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Innritun á vorönn 1991 er hafin og lýkur föstudaginn 23. nóvember. Eldri umsóknir þarf einnig að staðfesta fyrir þann tíma. í skólanum er kennt á þessum þrautum: Uppeldisbraut (tveggja ára nám). Félagsfræðibraut (til stúdentsprófs). Sálfræðibraut (til stúdentsprófs). Fjölmiðlabraut (til stúdentsprófs). íþróttabraut (tveggja ára nám). íþróttabraut (til stúdentsprófs). Viðskiptabraut (til stúdentsprófs). Hagfræðibraut (til stúdentsprófs). Bókhaldsbraut (til stúdentsprófs). Markaðsbraut (til stúdentsprófs). Listdansbraut (til stúdentsprófs í samvinnu við Listdansskóla Þjóðleikhússins). Náttúrufræðibraut (til stúdentsprófs). Nýmálabraut (til stúdentsprófs). Sérstök athygli er vakin á þrem nýjum brautum: Læknaritarabraut (inntökuskilyrði eru stúd- entspróf eða hliðstæð menntun og reynsla. Bóklegt nám er í skólanum og verkleg þjálfun á heilbrigðisstofnunum.) Sjúkraliðabraut (bóklegt nám í skólanum og verklegt á sjúkrahúsum). Braut fyrir aðstoðarmenn tannlækna (bóklegt nám í skólanum og verklegt við Tannlæknadeild Háskólans). Stöðupróf fara fram í skólanum í desember. Nánari upplýsingar eru gefnar í skólanum alla virka daga kl. 8—16. Skólameistari. TIL SÖLU Verslunin Snotra, Álfheimum 4, er til sölu Góð vinna fyrir tvo eða fjölskyldu. Góður tími framundan. Hagstæð kjör. Upplýsingar á staðnum. Bakarí Til sölu vel rekið bakarí, sem starfrækt hefur verið í tvo áratugi. Bakaríið er í þéttbýlis- plássi, rúmlega 100 km frá Reykjavík. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Byggðaþjónustan, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, sími 91-641076. Barnafataverslun til sölu Verslunin er í eigin húsnæði í góðum verslun- arkjarna miðsvæðis í Reykjavík. Selst í einu lagi eða rekstur sér með forkaupsréttindum á húsnæði. Svör sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. des., merkt: „A - 8764“. Blikksmíðavél Kantbeygja með úrtaki (puttabeygjuvél) 1270 x 1,0 mm. IM7XIAA m Tmmthf. Smiðshöfða 6, sími 674800. Gjafa- og listmunaverslun Af sérstökum ástæðum er til sölu þekkt gjafa- og listmunaverslun á besta stað við Laugaveginn. Upplýsingar gefur: Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 12600 og 21750. Fiskverkun Til sölu 300 fm. fiskverkunarstöð í Neskaup- stað. Á staðnum er stærsta smábátaútgerð á landinu. Upplýsingar í símum 97-71870, 9-7-71552 og 97-71410. Vinnubúðirtil sölu Til sölu eru tveir svefnskúrar fyrir fjóra menn hvor. Hreinlætisskúr með baði og hitakút. Eldhússkúr með öllum búnaði og 35 kíló- vatta rafstöð. Upplýsingar í símum 97-11600, 97-11601 og 99-11189. Til sölu Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, óskar eftir til- boðum í snjótroðara Rolba Ratrak, árgerð 1974. Hentar litlum skíðasvæðum. Tækið verður til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, dagana 19., 20. og 21. nóvember. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 22. nóv- ember kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikiikjuvegi 3 — Simi 25800 L HUSNÆÐIOSKAST Kópavogur Kópavogshæli óskar að taka á leigu stóra íbúð eða einbýlishús í Vesturbæ Kópavogs. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópa- vogshælis í síma 602700 frá kl. 08.00 til 16.00 alla virka daga. Skrifstofuhúsnæði óskast Við leitum að skrifstofuhúsnæði fyrir við- skiptavini okkar. Um er að ræða tvo aðila sem þurfa 80-100 fm. hvor. Til greina kemur sameiginleg aðstaða sem auðvelt er að skipta. Upplýsingar frá kl. 10-12 í síma 686268. Birgir Hermannsson, viðskiptafræðingur. TILKYNNINGAR mil,,*t III iii— Vlandspitalinn) 60 ára <cp > Ljósmyndir óskast í tilefni 60 ára afmælis Landsþítalans verður opið hús þann 25. nóvember næstkomandi. Verða m.a. sýndar svipmyndir úr sögu spítal- ans. Þeir, sem eiga gamlar myndir tengdar spíta- lanum og væru fúsir að lána þær á sýningu þessa, eru beðnir um að hafa samband við Ernu Guðmundsdóttur í síma 91-601000 og 602302 sem fyrst. Öllum myndum verður skilað aftur til eig- enda. Hundahreinsun í Garðabæ Hundahreinsun fer fram í áhaldahúsi Garða- bæjar mánudaginn 19. nóvember kl. 17-19. Þeir hundaeigendur, sem eigi hafa látið hreinsa hunda sína, eru eindregið hvattir til að gera það nú, en samkvæmt samþykkt um hundahald í Garðabæ er hundaeigendum skylt að færa hunda sína árlega til hreinsunar. Hundaeftirlitsmaður. Endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 Lýst eftir ábending- um og tillögum Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er hafin endur- skoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984- 2004, sem samþykkt var af borgarstjórn 21. janúar 1988 og staðfest af félagsmálaráð- herra 27. júlí 1988. Aðalskipulag er stefnu- mörkun borgarstjórnar varðandi landnotkun, umferðarkerfi og þróun byggðar næstu tvo áratugina 1990-2010. Þessi endurskoðun er í samræmi við þá stefnumörkun aðalskipu- lagsinsfrá 1988, að Aðalskipulag Reykjavíkur verði tekið til endurskoðunar í upphafi hvers kjörtímabils, þ.e. á 4ra ára fresti. Skipulags- nefnd Reykjavíkurþorgar stefnir að því að Ijúka endurkoðun Aðalskipulagsins um mitt næsta ár. Borgarbúum er í fyrsta skipti gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum ábending- um varðandi endurskoðun aðalskipulagsins. Þeir, sem áhuga hafa á að kynna sé þessa vinnu, geta fengið afhent gögn um þróun Reykjavíkur á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð. Ábendingar skulu ber- ast Borgarskipulagi fyrir 15. desember 1990. HUSNÆÐIIBOÐI Vistheimili óskast Við leitum að heimilum fyrir börn og ungl- inga. Nauðsynlegt er að fósturforeldrar hafi hlýlega framkomu og reynslu af uppeldi. Þeir, sem áhuga hafa á að taka börn og unglinga á heimili sitt, eru beðnir um að hafa samband við Ingelise Allentoft í síma 53444 á mili kl. 13 og 14 alla virka daga. KVOTI Kvóti til sölu Tilboð óskast í eftirfarandi fiskveiðikvóta: Þorsk 38.300 kg, ýsu 1.200 kg, ufsa 2.300 kg og rækju 750 kg. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „VÞ - 007“. Kvóti - kvóti Til sölu er eftirfarandi magn af kvóta: 20 tonn af þorski, 70 tonn af ýsu, 12,3 tonn af ufsa, 1,5 tonn af karfa og 2,3 tonn af grá- lúðu. Steinbjörg hf., Tálknafirði, símar 94-2592 og 985-28326.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.