Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 Tilboð ríkissljórnar í GATT-viðræðum: Bindur hendur okk- ar ekki á neinn hátt - segir landbúnaðarráðherra STEINGRÍMUR J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, segir að glanna- lega hafi verið farið í túlkun á samningstilboði ríkisstjórnarinnar, sem lagt hefur verið fram í GATT-viðræðunum um landbúnaðar- mál. Hann segir að tilboðið bindi á engan hátt hendur ríkisstjórnar- innar, og segir ekkert til um hver endanleg niðurstaða í samninga- viðræðunum gæti orðið. Steingrímur sagði að varðandi þann þátt samningstilboðsins sem snýr að innflutningi landbúnaðar- vara þá hefði verið farin sama leið og flestar aðrar þjóðir í sambæri- legri stöðu hefðu farið. „I raun og veru spiluðum við mjög varlega út í því máli, og bindum hendur okkar ekki á nokkurn hátt. Við segjumst vera tilbúnir innan mjög skýrra tak- marka að rýmka eitthvað þær regl- ur sem gilt hafa hjá okkur um inn- flutning, en nefnum engar sérstak- ar vörur eða vöruflokka. Þá eru heldur ekki nefndar neinar tölur í þessu sambandi, en þess má geta að þær þjóðir sem eru í sambæri- legri stöðu og við hvað þetta snert- ir telja sig vera bjóða 1-2% af mark- aðshlutdeild. Það er því ljóst að til- boðið er tiltölulega opið og segir ekkert um það hver endanleg niður- staða gæti orðið," sagði hann. „Framkvæmd þessara mála verð- ur auðvitað eftir sem áður að veru- legu leyti í höndum landbúnaðar- ráðuneytisins eins og er í gildandi lögum, og það er rétt að það sé haft í huga vegna þess að menn hafa stundum verið með býsna miklar yfirlýsingar um forræði í Svavari Gests- syni boðið til Frakklands JACK Lang menntamálaráð- herra Frakklands hefur boðið Svavari Gestssyni menntamála- ráðherra í opinbera heimsókn til Frakklands. í bréfi til Svavars ítrekar Lang þakkir fyrir þær móttökur og þá menningarstarfsemi sem hann komst í snertingu við hér á landi og ítrekar vilja til að standa að sameiginlegur verkefnum Islands og Frakklands á menningarsviðinu. þessu máli. Undir búvörulögin falla innflutnings- og útflutningsmálefni allra þeirra landbúnaðarvara sem eru hefðbundnar búvörur í skilningi laganna, og þetta gerir það að verk- um að að óbreyttum lögum þá -er mjög mikið forræði þessara mála á höndum landbúnaðarráðuneytis- ins.“ Steingrímur sagðist ætla að eiga fund með forystumönnum bænda- samtakanna á næstunni um samn- ingstilboðið. „Ég vænti þess að þeg- ar ég hef skýrt fyrir þeim þá af- stöðu sem ég tel liggja til grundvall- ar þessu tilboði, þá verði þeir sáttir við það vegna þess að í öllum grund- vallaratriðum þá er það í ágætu samræmi við þær meginlínur, sem lagðar hafa verið til grundvallar í viðræðum ríkisvaldsins og bænda- samtakanna um framtíðarstefnu- mörkun í landbúnaði." Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Ólafsvík: Gamla félagsheimilið rifið niður Ólafsvík. NÚ ER búið að rífa gamla félags- heimilið í Ólafsvík. Það mun hafa verið byggt um 1905 og var orð- ið ónýtt. Margir vegfarendur hægðu á ferð sinni og fylgdust með þegar vélar brutu niður bygginguna sem verið hafði miðdepill alls félagslífs í byggðinni á annan mannsaidur. Rif þessa gamla húss lætur fæsta Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: * Hringsól Alfrúnar og Bréf- bátarigning Gyrðis tilnefndar SKÁLDSAGAN Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, sem út kom 1987, og smásagnasafnið Bréfbátarigningin eftir Gyrði Elíasson, sem vár gefið út 1988, eru bækurnar sem tilnefndar eru af íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, sem veitt verða á Norður- landaráðsþingi í Kaupmannahöfn á næsta ári. Dönsku bækumar, sem eru til- nefndar, eru smásagnasafnið Mell- em himmel og jord eftir Svend ge Madsen og Fortællinger um natten eftir Peter Hoeg. Frá Finnlandi er tilnefnd skáldsagan Vinterkrigets tid eftir Eeva Kilpi og Ijóðasafnið Stádren eftir Gösta gren. Af hálfu Noregs er tilnefnd skáldsagan Fad- er Armod eftir Arvid Hansen og ljóðasafnið Meditasjoner over Ge- orges de La Tour eftir Paal-Helge Haugen. Sænsku bækurnar, sem keppa um verðlaunin, eru Knivkast- arens kvinna, prósalýrísk frásögn eftir Kerstin Ekman, og leikritið Endagsvarelser eftir Lars Norén. Færeyingar tilefna ljóðasafnið Hvorgiskin eftir Carl Jóhan Jansen og Grænlendingar söguljóðið Nun- anni Avani eftir Hans Anton Lynge. Dómnefnd fyrir samiska mótsvæðið tilnefnir í annað sinn ljóðasafnið Solen, min far eftir Nils-Aslak Valkeapáá. Dómnefnd mun ákveða á fundi sínum í Tromsö 25. janúar næst- komandi hver ofangreindra bóka hlýtur verðlaunin. Upphæð verð- launaíjárins er 150.000 danskar krónur, eða um hálf önnur milljón íslenzkra króna. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í tengslum við Norðurlandaráðsþingið í Kaup- mannahöfn 26. febrúar á næsta ári. Af hálfu íslands sitja í dóm- nefndinni Dagný Kristjánsdóttir dósent og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. HELGARRISPUR I NOVEMBER OG DESEMBER Skemmtilegasta borg Skandinavíu. Verslanireru opnará laugardögum. Góðirveitingastaðir, jass og bjórstofur. Kaupmannahöfn er París Norðurlandanna. Þar er sagan, ævintýrin, menningin, mannlífið og náttúrufegurðin. Frábær hótel á vægu verði. FLUGLEIÐIR Þegar ferðatögin liggja íloftmu ADMIRAL FRÁ KR. 26.060,- IMPERIAL FRÁ KR. 30.792,- SHERATON FRÁKR. 31.086,- COSMOPOLE FRÁ KR. 27.558,- ABSALON FRÁ KR. 27.470,- *Miöað við gistingu í tvíbýli Í3 nætur. Söluskrifstofur Fluleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i sfma 690 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Ólsara ósnortna með öllu. Með fólki bærast minningar liðinna ára allt frá þvt að hafa verið krakki á þijúbíó til þess að hafa átt þar fyrstu kynni við lífsförunaut. Börn þessa fólks munu svo heilsa nýrri öld í öðru húsi. Svo mikið er víst að starfsemi þessa horfna húss markaði spor í líf margra einstakl- inga og með ýmsum hætti. Þess má geta að í Lionsklúbbi Ólafsvíkur er nú rætt um að safna sögu hússins á myndband og virkja til þess minni fólks sem man marg- þætta starfsemi sem í húsinu hefur verið. Þeir elstu muna langt. Þeir muna t.d. vel þegar lag Ólsarans Olivers Guðmundssonar Hvar ertu vina varð frægt og ómaði á dansleikjum í húsinu við ðlafsvíkurgil sem enn- þá streymir áfram eftir hvarf húss- ins eins og ekkert hafi í skorist. - Helgi. Opinn fundur náttúrufræði- félagsins HIÐ íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) heldur opinii fund í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans, stofu 101, mánudaginn 19. nóv. kl. 20.30 um Hið íslenska nátt- úrufræðifélag, Náttúrufræði- stofnun og Náttúruhús. HÍN er áhugamannafélag með hart nær tvö þúsund meðlimi sem hefur það að markmiði að efla náttúrufræði í landinu og styrkja ánægjuleg samskipti alþjóðar við náttúru landsins, með fróðleik og náttúruskoðun. Þetta hefur félagið stundað þau 100 ár, sem það hef- ur starfað (stofnað 1889). Nátt- úrufræðistofnun Islands gegnir sambærilegu hlutverki af hálfu stjórnvalda: Að halda til haga og auka þekkingu okkar á náttúru Islands og miðla þeim fróðleik til alþjóðar með safnahaldi, sýning- um og útgáfu. Flutt verða fjögur stutt fram- söguerindi á fundinum: Freysteinn Sigurðsson, um viðhorf HIN, Ey- þór Einarsson, um Náttúrufræði- stofnun íslands, Sveinbjörn Björnsson, um Náttúruhús, og Hjörleifur Guttormsson um nefnd- arálit þau er fyrr er getið. Síðan verða almennar umræður. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.