Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 SÍLDARBÆRINN — frá kreppuárum til tæknialdar — __________Bækur_____________ Stefán Friðbjarnarson Benedikt Sigurðsson: Brauðst- rit og barátta - Úr sögu byggð- ar og verkalýðshreyfingar á Siglufirði (síðara bindi). 509 bls. með nafnaskrá. Myllu-Kobbi forlag í samvinnu við Verka- lýðsfélagið Vöku í Siglufirði. Út er komið síðara bindi bókar- innar „Brauðstrit og barátta - Úr sögu byggðar og verkalýðs- hreyfingar á Siglufirði". Höfundur er Benedikt Sigurðsson, fv. kenn- ari og bæjarfulltrúi í Siglufírði. Bókin spannar, svo sem nafn hennar segir til um, sögu verka- lýðshreyfingar - sögu launþegafé- laga - í síldarbænum Siglufirði, allt frá fjórða áratugnum, þ.e. kreppuárunum, fram á níunda ára- tuginn, þ.e. tækniöldina. Baksviðið er síldarævintýrið, litrík byggðar- saga, lífleg bæjarmálapólitík og sjálf þjóðmálaþróunin. Hún skar- ast ríkulega við sögu síldariðnað- arins, fyrstu stóriðjunnar á Islandi og sögu höfuðstaðar þeirrar stór- iðju - þar sem silfur hafsins var unnið í grjótharðan gjaldeyri. Benedikt hefur safnað saman kynstrum af heimildum og fróð- leik, sem mikill fengur er að, og unnið í góðan texta af alúð og smekkvísi. Kaflaheiti eins og „at- vinnulífið í kreppunni", „hallæris- sumarið 1935“, „kyndaraverkfall- ið 1943“, „pólitísk viðhorf í Þrótti 1949-1966“, „lokaskeið síldveið- anna“, „fyrsta hraðfrystihúsadeil- an“ ö.s.frv. spegla sögusviðið. Höfundur fer í saumana á mörgum viðkvæmum deilumálum, sem skiptar skoðanir vóru og eru um, og horfa mismunandi við aug- um, eftir því frá hvaða sjónarhóli eru litin. Þar má nefna átök kommúnista/sósíalista annars vegar og jafnaðarmanna og ann- arra andkommúnista hins vegar í verkalýðshreyfingunni fyrr á tíð, sem og meint pólitísk átök í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins o.fl. Meginefni bókarinnar er þó saga Jaunþegafélaga í Siglufirði, sem vóru mörg í tímans rás, félög verkamanna, félög verkakvenna, félög iðnaðarmanna, félag bíl- stjóra, félag sjómanna, félag bæj- arstarfsmanna o.s.frv. Sú sögurit- un er að sjálfsögðu mikils virði. 011 fj'allar hún um baráttu fyrir bættum almennum kjörum. Hún speglar sigra og ósigra - en ekki síður góðæri og hallæri. Þegar sjávarafli brást barði skorturinn að dyrum. Svartur sjór af síld gaf á hinn bóginn gull í flestra vasa. Þegar síldarstofninn hrundi um síðir var höggvið að undirstöðum síldarbæjarins. Benedikt kemst svo að orði um síldarleysisár - hallærisárið 1935: „Verkamaðurinn [blað á Akur- eyri] skýrði frá geysilegum straumi verkafólks frá Akureyri til Sigluijarðar; allir sem gætu reyndu nú að komast þangað í Benedikt Sigurðsson síldarvinnu, sumir færu ráðnir, aðrir óráðnir. Um leið spurði blað- ið hvort afturhaldið á Akureyri væri að sigla bænum í sama forað- ið og Vestmannaeyjar, Eskifjörð- ur, og Hafnaríjörður hefðu staðið í. - Þessi bæjarfélög voru sem sé í reynd gjaldþrota ... í þessari erf- iðu stöðu gerðu menn sér vonir um að síldin yrði sá trompás sem snqri spilagæfunni í hag fyrir út- gerðina, ríkissjóðinn, bankana, sveitarfélögin, verkamennina og síldarstúlkurnar. En síldin var ekki tromp sumarið 1935.“ - Benedikt lýsir síðan hveijar hörmungar fylgdu í kjölfar síldarbrestsins - í miðri kreppunni miklu - einkum fyrir aðkomið síldarfólk, án kaup- tryggingar. Það bjó við sáran skort, margt hvert, og var um síð- ir flutt af stjómvöldum til síns heima. í annan tíma var Siglufjörður skógur siglutijáa, saltað á öllum plönum, brætt í öllum verksmiðj- um, unnin nótt með degi og fljót- tekinn fengur hjá fólki og samfé- lagi. - Það vóm bæði skin og skúrir í síldarævintýrinu. Bók Benedikts Sigurðssonar, Brauðstrit og barátta, er viðamik- ið framlag til sögu íslenzkrar verkalýðshreyfíngar, auk þess sem hún er dijúgt framlag til sögu Siglufjarðar. Að baki henni liggur mikil vinna, sem hefur gildi fyrir nútíð og framtíð. Deila má um áherzlur og stöku söguskýringar, en svo hefði farið, hver sem á penna héldi, þegar fjallað er um jafn viðkvæm þjóðfélagsmál og hér eru til meðferðar. Veruleikinn tíundar ekki eftir- sóknarverða uppskeru á akri þeirr- ar rauðu byltingar, sem nú er kolfallin á áratuga reynsluprófí í A-Evrópu og víðar. Bylting mennt- unar, þekkingar og tækni hefur hins vegar gjörbreytt aðbúð og kjörum fólks hér á landi og víðast í veröldinni. Og trúlega er almenn og sérhæfð menntun og þekking sem og tæknivæðing atvinnulífs- ins sterkustu vopn starfsstétta og „ÞAÐ ER ALLT HÆGT“ _________Bækur______________ Katrín Fjeldsted „Det kan lade sig göre“, Frásögn 12 danskra alkóhólista Höfundur: Gizur I. Helgason og Margit F. Kohl Útg. Holkenfeldts forlag í Danmörku 1990 Kilja, prentuð af Nörhaven A/S, Viborg. 260 bls. í bókinni „Det kan lade sig göre“ segja tólf danskir alkóhólist- ar ævisögu sína og lýsa kynnum sínum af Bakkusi. Vitað er, að hann er harður húsbóndi, og átak- anlegt að lesa um það hvernig fólk getur lent algjörlega viljalaust í ræsinu, fjarlægst vini, fjölskyldu og ættingja og útskúfað sjálfu sér úr samfélaginu. Þeir tólf, sem sögu sína segja, eru sex karlar og sex konur. Uppruni þeirra, menntun og lífskjör eru ólík. þau áttu sér öll drauma og væntingar um „eðli- legt“ líf með maka og bömum, örugga og fasta atvinnu en ánetj- uðust svo áfengi og hættu að geta ráðið lífí sínu. Þau líta svo á, að alkóhólismi sé sjúkdómur, sem hafí verið kominn vel á veg með að eyðileggja líf þeirra, flölskyldu og umhverfí, áður en þau loks komust í meðferð og náðu á ný tökum á lífí sinu. Meðferðin er kennd við Hazelden-stofnunina í Bandaríkjunum, sem í Danmörku er í daglegu tali nefnd Minnesota- módelið. Það er ljóst af lestri bókarinn- ar, að höfundar telja, að tilgangs- laust sé að meðhöndla áfengissýki með hinum hefðbundnu aðferðum læknisfræðinnar eða sálfræðinnar. Alkóhólistinn verði að líta svo á að hann hafí ofnæmi fyrir áfengi, þoli ekki að drekka nokkurn tíma framar, því að fyrsta glasið ýti honum á ný út á brún hengiflugs- ins og hann geti ekki afstýrt því að falla fram af bmninni. Alkóhó- listinn læknast í raun aldrei, hann verður aðeins óvirkur og lætur sér nægja að umbera einn dag í senn. Viðbrögð hans við boði um að detta í það af því að einhver eigi bjórkassa eða nokkrar flöskur hljóti að verða að vera áiíka og sykursýkisjúklings §em fengi boð um að detta í það, til boða standi 5 kíló af sykri'. Eitt af helstu einkennum alkans er afneitun, en hún er jafnframt það sem helst kemur í veg fyrir að hann leiti sér hjálpar. Hann gerir sér sjaldnast grein fyrir því, hve hratt sjúkdómur hans þróast, vonar ef til vill að löngunin í að drekka hverfí, en það gerir hún ekki. Bakkus sleppir ekki tökun- um. Hann neitar þvi að áfengið sé vandamál, og trúir því sjálfur að hann stjórni drykkju sinni, sem markast af því að han geti stund- að vinnu sína, mæti alltaf, þótt fjölskylda og samstarfsfólki sé Ijóst að hann sé fullur í vinnunni og sinni henni í raun illa eða ekki. Ofdrykkjan erkhans augum alltaf öðrum að kenna og hann sér ekki að hann stjórnar í raun alls ekki sínu eigin lífi. Hann þarf að fela sársaukann, vandamálin, sjálfs- gagnrýnina og skort á sjálfsvirð- ingu af því að hann veit, að hann getur ekki stjórnað drykkju sinni. Hann hefur ekki innsýn í eigin veikindi þótt öllum öðrum séu þau ljós. í meðferð við áfengissýki er Gizur I. Helgason sjúklingunum kennt að verða sér- fræðingar í eign sjúkdómi og taka ábyrgð á þróun hans. Því er hald- ið fram í bókinni að árangur af meðferð í Bandaríkjunum sé 65% og að Betty Ford-stofnunin státj af 85% árangri á 6 ára tímabili. í Danmörku er eins og áður sagði byggt á Hazelden/Minnesota- módelinu og þar eru að verki ís- lendingar og Danir, sem standa að Von Veritas. Að lokinni 5 vikna dvöl hefst alvara lífsins og þá þarf að vera hægt að beita þeim aðferðum sem kenndar hafa verið. Flestir sækja AA-fundi og fyrstu mánuðina er mælt með að þeir séu daglega, það er að segja 90 fund- ir á 90 fyrstu dögunum. Eftir það er mælt með 3 fundum í viku, jafnvel í 2 ár. Æðruleysisbænin svonefnda fylgir að sjálfsögðu með í bókinni og á dönsku er hún svohljóðandi: Gud, giv mig sindsro til at acceptere de ting jeg ikke kan ændre, mod til at ændre de ting jeg kan, og visdom til að se forskeilen. Það er allt hægt (vinur). Leðurstígvél Frábært veró Falleg og vönduð leðurstígvél nokkrar gerðir í brúnu og svörtu. Verð aðeins 8.900.kr. Skóverslunin ,___^ - /y Laugavegi74 Sími 17345^^ t ,JCo- Ævintýri Krúsu __________Bækur______________ Eðvarð Ingólfsson Heíður Baldursdóttir: Leitin að demantinum eina. Vaka-Helgafell 1990. Heiður Baldursdóttir er einn þeirra verðlaunahöfunda sem sigr- að hafa í handritasamkeppni Verð- launasjóðs íslenskra bamabóka. Það var í fyrra. Þá var fyrsta bók hennar, Álagadalurinn, gefín út. Vafalaust hefur sú viðurkenning, er hún fékk þá, orðið henni til hvatningar á ritvellinum því að nú ári seinna hefur hún sent frá sér aðra bók sem er sjálfstætt framhald þeirrar fyrri. Nýja sagan heitir Leitin að dem- antinum eina og fjallar um jarð- arbúann Krúsu sem lendir í ýms- um ævintýrum í framandi heimi. Þar er henni falið afar mikilvægt verkefni: Að fínna demant er gegnir því hlutverki að tryggja frið og velsæld um ókomna tíð. Hann hefur týnst í mikilli spreng- ingu. Finnist hann ekki sem fyrst geta orðið miklar hörmungar. í sögunni er lýst miklum átök- um milli góðs og ills. í leit sinni að demantinum lenda þau Krúsa og skógarbarnið Almar, félagi hennar, í mörgum og erfíðum raunum, svo sern að beiýast við blóðþyrsta ófreskju, forynju úr hinum illu undirheimum. En allt fer vel að lokum og söguhetjurnar fá umbun erfiðis síns. Þessi saga er löng miðað .við það sem venjulegast er um ævin- týri. Þess vegna hefur höfundur þurft að leggja sig fram við að halda athygli lesandans. Það hefur tekist ágætlega. Sagan er skemmtileg og spennandi. Á köfl- um er ekki gott að átta sig á hvað er í raun að gerast, hvert hún nýtt símanumer PRENTMYNDAGERÐAR: (MYNDAMÓTj esns Heiður Baldursdóttir stefnir. Það eykur á vissan hátt spennuna - en í lokin sér les- andinn allt í skýru ljósi. Boðskapur bókarinnar er ljós: Friður, réttlæti og vinátta eru undirstaða farsæls mannlífs. Ófriður á rætur í öfund og ágirnd er leiðir aðeins eitt af sér: Óham- ingju og misrétti fyrir þorra manna. Menn eiga ekki að láta lokkast af fagurgala þeirra manna sem blása í herlúðra. Almar lætur um tíma glepjast af slíkum áróðri. Hann sökkvir sér niður í drauma um að verða frægur og fímur ridd- ari án þess að gera sér grein fyrir því að til þess að svo geti orðið þurfí hann að deyða fólk. En hann á eftir að skipta um skoðun í lok sögunnar. Kósturinn við ævintýri eins og þetta er sá að það gefur börnum færi á að beita ímyndunaraflinu, hverfa inn í heim þar sem hið ómögulega verður mögulegt. Börn hafa ekki mestan áhuga á því hvað er satt og hvað logið í ævin- týrum heldur því hver er góður og hver vondur, hver gerir rétt og hver rangt. Góð ævintýri eins og þetta geta því örvað dómgreind barna. Leitin að demantinum eina er ágætlega skrifuð bók. Höfundur býr yfír góðum og fjölbreytilegum orðaforða sem glæðir málvitund ungra lesenda. Vissulega eru hér ekki farnar ótroðnar slóðir í heimi ævintýraskáldskapar. Mörg minnanna eru kunn - en engu að síður er hér um nýtt og vandað verk að ræða. Heiður Baldursdótt- ir má vera stolt af þessari sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.