Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
Jesús: — Maðurinn
sem breytti sögunni
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Jesús: Maðurinn sem breytti sög-
unni. Skráð af Meryl Doney. Ut-
lit: Graham Round. Þýðing: Séra
Karl Sigurbjörnsson. Umbrot og
filmuvinna: Filmur og prent hf.
Prentað í Belgíu. Utgefandi:
Skálholt.
Allt frá því þessi bók kom út í
Oxford, 1988, hefur hún vakið
óskipta aðdáun, og því gleðilegt, að
aðeins tveifh árum síðar er hún rétt
fram á íslenzku, og í engu til hennar
sparað.
í 20 köflum rekur höfundur sög-
una, byrjar að velta fyrir sér, hvort
Jesús hafi verið til, og lýkur frásögn-
inni, hvernig þessi undarlega vera
birtist í lífi manna í dag.
Kaflamir eru meistaralega unnir,
hér er sótt í sjóð ritninganna; sótt í
sagnfræði; þjóðfræði, og af mikilli
fimi er allt ofið saman í eina heild.
Höfundur hræðist ekki að benda á
villur í því er við höfum fyrir satt;
hræðist ekki að bera fram fullyrðing-
ar efasemdamanna, af því að hann
veit og skilur, að sá Kristur, sem
hann er að segja frá, er slík stað-
reynd, að ekkert fær haggað. Hann
var og hann er, og hann verður.
Bókin er lofgerðaróður, einhver
snjallasta predikunarbók, sem ég
hefi séð. leiftrandi áskorun til les-
andans um að kynna sér betur það
sem um er rætt, með því að fletta í
bók, sem á flestum heimilum er til,
en rykfeliur víða í hillum.
Auk þess er þetta snjallasta ferm-
ingarkver, sem ég hefi enn séð. Það
bam væri frótt, sem kynni þessa bók
út í hörgul.
Umbrotið, uppsetningin er seið-
andi, dregur lesandann að efninu,
hvetur hann til lestrar. Hér er gripið
til lita; ljósmynda bæði úr lífi fólks
og kvikmyndar (Jesús frá Nasaret);
uppdrátta, teikninga, já, hugmynda-
auðgin er mikil.
Þýðing og staðfærsla séra Karls
er mjög góð. Þetta hefir sannarlega
verið vandaverk. Aðeins örsjaldan
þykir mér hann teygja sig um of til
barnsins: .....Alveg í kerfi“ eða
„Það er gott á þá. Þeir em alltaf að
svindla á manni.“ En þetta em hrein-
ar undantekningar, og þar að auki
matsatriði.
Stundum hefði ég kosið, að hann
hefði hjálpað höfundi, þegar kauðskt
er ritað, t.d. „Enginn sem þekkti
Séra Karl Sigurbjörnsson
Jesú gat haldið því fram að hann
hefði gert eitthvað rangt eða illt.
Hann var algóður. EN „Þó var hann
þægilegur og skemmtílegur. Jafnvel
þeir, sem farisearnir kölluðu „Synd-
ara, gátu talað við hann.“ (13). „En
vinir hans voru svo hryggir yfir því
sem var að gerast, að þeir sofnuðu.“
(16).
Þetta er bók sem ætti að vera í
seilingu við sem flesta, bæði unga
og gamla. Hún á erindi við alia, fræð-
andi, listræn, skemmtileg. Frágang-
ur allur til fyrirmyndar. Hafi þeir
þökk er unnu.
Raggi litli í jólasveinalandinu
Höfundur: Haraldur S. Magnússon
Myndir: Brian Pilkington
Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
Utgefandi: Iðunn
Þessi dægrin brýtur smáfólk heil-
ann um allt tilstandið er jólum fylg-
ir. Furðusögur em sagðar, sem
ungum er erfitt að skilja, sumar
jafnvel skelfa. Ein þeirra er um
furðufugla, sem nefnast jólasvein-
ar. Þeir em í skrýtnum fötum, með
skrýtna skó, furðuhúfu og mikið
hvítt skegg. Þeir em sagðir eiga
heima í hellum fjalla, koma í byggð
rétt fyrir jól, færa góðum börnum
gjafir, bæði í skó og undir tré.
Móðir þeirra, kerlingarskass mikið
og Ijótt, er sögð safna óþekkum
bömum í poka sinn og stefna méð
þau til fjalla. Þar húkir karl hennar
Leppalúði, virðist hafa þann starfa
einan að góna í gaupnir sér. Þessar
kynjavemr birtast á flestum jóla-
dansleikjum með ærsl og læti. Ung-
um hjörtum verður þá mörgum
órótt. Hver er góð(ur) og hlýðin(n)?
Margan vininn hefí ég átt, sem
Myndskreyting eftir Brian Pilk-
ington.
hreinlega hefir flúið í felur, með
hraðan hjartslátt og augu full af
táram.
En hér kemur höfundur og segir
allt aðra sögu.
Raggi litli kemst í jólasveinaland-
ið og hittir þar Grýlu, gamla,
skorpna konu, tröllslega stóra en
afar elskulega. Hún segir honum,
að jólasveinarnir starfi við gerð jóla-
gjafa mestan hluta ársins, leggi sig
jú á haustin og láti þreytuna líða
úr sér, fyrir ferðalagið í manna-
byggð á ný. Rúm þeirra eru furðu-
leg. Þegar þeir vakna blessaðir, fær
Raggi að kynnast allra viðkunnan-
legustu náungum, -það reynist
Leppalúði líka, svo Raggi á góða
dvöl i hellinum. Jólasveinunum fylg-
ir hann svo til byggða, í skrúða sem
Stúfur hafði vaxið upþ úr.
Höfundur segir söguna mjög vel,
heimsóknin líkist innliti til góðra
granna. Og hér er ekkert að ótt-
ast, góðvildin faðmar allt og alla.
Mál höfundar er óvenju fallegt
og agað. Hafi hann þökk fyrir að
bægja ótta frá litlum börnum með
þessari snjöllu sögu.
Myndir Pilkingtons eru listavel
gerðar, hjálpa börnum við að skilja
betur, það um er rætt.
Vönduð bók, útgáfunni til sóma.
Ævintýri
í lausu lofti
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
A baðkari til Betlehem
Höfundar: Sigurður Valgeirsson
og
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Myndskreyting: Brian Pilkington
Útgefandi: Almenna bókafélagið
„Á baðkari til Betlehem," sagan
um Stínu og Hafliða, hann átta og
hún að verða níu ára, er án efa
orðin ungum sjónvarpsáhorfendum
vel kunn þar sem stuttir þættir úr
bókinni eru sýndir á hverjum degi
í Sjónvarpinu um þessar mundir.
Sagan hefst á því að þau Stína
og Hafliði eru að koma úr barna-
messu á aðfangadagsmorgun og
eru óttalega óþolinmóð að bíða eft-
ir að jólin gangi í garð. Stína, sem
hefur fengið Jesúmynd í kirkjunni,
og Stína staðhæfir að engillinn á
myndinni sé enginn annar en hún
Dagbjört konsertmeistari, sem er
nýflutt í íbúðina á móti henni í
stigaganginum.
Þau Stína og Hafliði ákveða að
heimsækja Dagbjörtu, en Hafliði
er eitthvað hikandi — honum líst
ekki á birtuna inni hjá henni. Hann
lætur sig þó hafa það og þegar inn
er komið, verða tilviljanirnar ein-
kennilegar. Á borði stendur gylltur
kertastjaki og í keri við hliðina log-
ar reykelsi. Dagbjört er fiðluleikari
og til að mýkja fiðlubogann notar
hún myrru. Hér þarf ekki lengur
vitnanna við; Dagbjört er engillinn
á myndinni og því hlýtur hún að
vera í nánum tengslum við Jesú-
barnið sem á afmæli. Og Dagbjört
býr yfir fleiri leyndardómum, því
hún á flugbaðkar — gult á fótum.
En þótt presturinn hafi nýlokið við
að segja þeim að besta jólagjöfin,
sem Jesús gæti hugsað sér, væri
að fólk væri gott hvert við annað,
ákveða Stína og Hafliði að taka
með sér gull, reykelsi og myrru.
Dagbjört kennir þeim á stýrisbúnað
baðkarsins — allt er furðueinfalt
og Stína og Hafliði fljúga af stað.
En alls staðar leynast hættumar
— ekki síður í háloftunum en niðri
á jörðinni. Og fyrsta ógnin sem þau
mæta er Klemmi, stór kolsvartur
fugl, með gulan gogg. Hann hefur
áhuga á gullinu og reynir að ná því
af börnunum, með því að bjóðast
til að fara með gjafirnar fyrir þau
til Betlehem. Hafliði er dálítill ein-
Sigurður G. Valgeirsson
feldningur og ætlar að láta Klemma
fá pokann, en Stína áttar sig á
síðustu stundu. En Klemmi á eftir
að koma oftar við sögu. Hann birt-
ist á ólíklegustu stundum og í ólík-
legustu gervum. Hann reynir að
freista krakkanna, Ijúga að þeim
og stela frá þeim. Hafliði er lengst
af dálítið grænn, en Stína fljót að
átta sig. Þó er það Stína sem á
einum stað missir dýrgripina í hend-
urnar á Klemma.
Vegna samskiptanna við hann
er börnunum alltaf að lenda saman.
Og fleira kemur til. Eitt sinn er þau
lenda, gefur Sigrún reykelsin lítilli
stúlku sem þarf á þeim að halda —
og úlpuna sína í kaupbæti. Á öðruin
stað skilja þau myrruna eftir hjá
gömlum sellóleikara sem ekki hefur
leikið á hljóðfæri sitt lengi, vegna
þess að hann hefur ekki átt neina
myrru. Og á þriðja staðnum skilja
þau kertastjakann eftir handa lítilli
veikri stúlku. Þau hafa nú gefið
allar gjafirnar og útlit er fyrir að
þau komi tómhent til Jesúbarnsins.
En þau mæta englinum, Dagbjörtu,
þegar þau koma til Betlehem og
hún leiðir þeim fyrir sjónir að ein-
mitt vegna þess að þau voru góð
við aðra og að lokum hvort annað,
hafí þau komist alla leið. Lesandan-
um er síðan í sjálfsvald sett að
ákveða hvar Betlehem er staðsett.
Þetta er fallegt og skemmtilegt
UmboOsaðilí:
Heiltlverslunin Rún hf, V/atnaoöröum 14, sími 680656
Útsölustaðir:
, Kríntjlunni • Herramenn, Lautjavetji 97 • Arlam otj Eva, Vestmannaeyjum
Krisma, ísafirði • JMJ, Akureyri • Rocky, Ólafsvík - Persóna, Keflavík