Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
STÓRGÓDAR SÖGUR
TVEGGJA VERÐLAUNAHAFA
MÍRAHAR efiir Nóbelsskáldii Nagfb Mahfúx
Míramar er nafn á gistiheimili í Alexandríu þar sem 5 karlmenn hafa
vetursetu. Sagan fjallar um samband þeirra við þjónustustúlkuna,
hina fögru Zóhru. Þessi stolta bóndadóttir verður miðdepill í mikilli
flækju er snýst um ástir, völd og auðæfi.
Sigurður A. Magnússon þýddi.
Tll AMERÍKU efiir AnHi Tuuri
Erkki Hakala hefur flækst í þvílíka fjármálaóreiðu að hann sér
þann kost vænstan að flýja undan yfirvofandi málssókn. Leið hans
liggur til Bandaríkjanna með fúlgu fjár en þau reynast ekki
sá griðarstaður sem hann hélt Þetta er hröð frásögn þar sem
á snilldarlegan hátt er fléttað saman spaugi og alvöru.
Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985.
Njörður R Njarðvík þýddi.
SETBERG
Noregiir í ljóðum
Stefáns frá Hvítadal
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Ivar Orgland: STEFÁN FRÁ
HVÍTADAL OG NOREGUR.
Rannsókn á norskum áhrifum á
íslenskt ljóðskáld á 20. öld.
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um þýddi. Bókaútgáfa Menning-
arsjóðs 1990.
Undir lok bókar sinnar um Stefán
frá Hvítadal og Noreg, segir Ivar
Orgland um þá Stefán og Davíð
Stefánsson að þeir hafi báðir verið
byltingarmenn í bókmenntunum
þegar þeir komu fyrst fram á sjón-
arsviðið, líkja mætti þeim „við
hressandi æsku- og vorþey, sem
storkar hræsni og tvöfeldni í sið-
ferðismálum. Stefán var eldri og
kom fyrr á sviðið. Eins og þá stóðu
sakir voru Söngvar förumannsins í
takt við tímann. En hver er staða
þeirra nú? Eru þeir aðallega eða
aðeins áhugaverðir sem söguleg
heimild?“
Þessu mætti að nokkru leyti
svara játandi.
Skýringin gæti falist í lýsingu
Orglands sjálfs á ferli skáldanna,
þróun þeirra frá nýrri lífssýn, til
íhaldssamra viðhorfa: „Hvorugur
þeirra treystist til að stíga skrefið
frá grundvelli kristninnar út í
stjórnleysið. Báðir hylla þeir lífsstíl,
sem er fullkomlega andstæður
kristilegri sjálfsafneitun, en þegar
á reynir, sækja þeir styrk sinn til
kristilegra kenninga og hugsjóna."
Ivar Orgland virðist hafa af því
nokkrar áhyggjur að Stefán frá
Hvítadal gleymist því að eins og
hánn segir réttilega: „Aðallinn í
skáldskap Stefáns frá Hvítadal er
ekki einungis sérstakt ljóðform og
lífsstíll, heldur fremur öllu öðru ljóð-
rænn, lifandi og mjög persónubund-
inn vitnisburður.“ Bestu ljóð slíks
skálds „eru alltof merkileg til þess
að þjóðin megi leggja þau fyrir
róða“, bætir Ivar Orgland við.
Þótt dofnað hafi um sinn yfír
minningum um þá Stefán og Davíð
og ljóð þeirra höfði varla til ann-
arra en eldri kynslóðar munu bestu
Ijóð þeirra lifa. Og það er kærkom-
ið tækifæri að íhuga stöðu þeirra
nú, vitanlega fyrst og fremst Stef-
áns, í tilefni útkomu ágætrar bókar
Ivars Orglands sem að stofni til er
doktorsrit frá 1969. í fyrra bindi
ritsins (kom út í íslenskri þýðingu
hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs,
1962) er ijallað um uppvaxtar- og
æskuár Stefáns þangað til hann fer
til Noregs 1912. Það er ósk Org-
lands að það rit sem hér um ræðir
verði talið sjálfstætt verk.
Stefán frá Hvítadal og Noregur
er í senn ævisaga skáldsins og rit-
skýring. Margir lesendur munu
hafa gaman af að lesa um gleði-
manninn Stefán, en það verður ekki
gert án þess að kynnast hörmum
hans, veikindum og vonbrigðum.
Margt tínir Ivar Orgland til og
bjargar frá gleymsku. Rannsókn
hans er ítarleg og fjöldi heimildar-
manna með ólíkindum. Ástarsagan
frá Noregsdvölinni, kynni Stefáns
og sjúkrasysturinnar Mathilde
Mong á Förre hæli nálægt Staf-
angri, gefur bókinni gildi, enda leið-
ir Orgland að því getum að hún
hafi orðið honum uppspretta
margra ljóða.
Vinátta og vináttubönd eru víða
frásagnarefni í bókinni, má nefna
í því sambandi íslendinginn Jóhann
Skagfjörð og Norðmanninn Arne
Skie. Hlutur Guðmundar G. Haga-
lín er einnig stór, enda reyndist
Hagalín Stefáni vel, dáði hann sem
skáld og agaði sem vin.
Norsku áhrifin á skáldskap Stef-
áns eru augljós, en iþyngja honum
ekki. Þau eru aðallega formræn
(bragarhættir, rím) þótt viss önnur
líkindi megi finna með ljóðum Stef-
áns og norskra skálda sem hrifu
hann.
Stefán frá Hvítadal
Að dómi Orglands vitna tengsl
Stefáns við breytilegan norskan
skáldskap „um óvenjulega fjölþætt-
ar gáfur“. Stefán yrkir í anda ný-
rómantískra skálda, en nálgast í
ástaljóðum sínum expressjónism-
ann að mati Orglands þótt hann
tileinki sér ekki þá stefnu.
Það að Henrik Wergeland og
Herman Wildenvey en ekki Sigbjörn
Obstfelder áttu greiða leið að Stef-
áni seinkaði komu módernismans í
íslenskri ljóðlist. Margt er þó líkt
með Stefáni og Obstfelder, m.a.
„hin næma titrandi taug tilfinning-
anna“, en formið er annað.
Söngvar förumannsins, fyrsta
bók Stefáns frá Hvítadal, kom út
1918. Orgland gerir að vonum mik-
ið úr útkomu bókarinnar, þeim
ferska blæ líðandi stundar sem ein-
kenndi hana. Þar eru ekki hin gömlu
og vanabundnu ættjarðar- og tæki-
færisljóð heldur sjálfstjáning sem
var nýjung: „ung, djörf og huglæg
ljóð“. Og í þeim hefjast „fijálsar
ástalífslýsingar fyrst í íslenskum
skáldskap".
Annað sem Orgland dregur ekki
dul á og er kannski eitt hið mikil-
vægasta í ljóðum Stefáns frá
Hvítadal er að orðskrúðið víkur í
ljóðum hans fyrir einföldu talmáli.
Um form og bragarhætti í ljóðum
Stefáns, mál, stíleinkenni og hrynj-
andi er Orgland margorður og má
Ivar Orgland
segja að hann miðli lesendum mikl-
um fróðleik og lærdómi um þessi
efni.
Persónulegir hagir Stefáns, ástir
hans, veikindi (ekki síst fótarmissir)
og loks að því er virðist farsælt
hjónaband með Sigríði Jónsdóttur
og hversdagslegt amstur vestur í
Dölum, verða Orgland einnig tilefni
íhugana og ályktana. Niðurstaðan
er sú að andlega fásinnið í sveitinni
hafi skaðað hann og dregið úr
skáldlegri köllun hans. __
I Björtum nóttum í Oði einyrkj-
ans (1921) kveður Stefán sig í sátt
við tilveruna, en Orgland segir að
þar sé hinn jákvæði Stefán á ferð-
inni andstætt öðrum ljóðum sömu
bókar. Umhverfi skáldsins og líf
(bóndans, fjölskylduföðurins) fær
nýtt og um leið eilíft gildi þegar
vora fer: „í kveld er allt svo hreint
og hátt - / ég hníg í faðm þinn,
græna jörð,/ og sveitin. fyllist sunn-
anátt,/ og sólfar hlýtt um Breiða-
ijörð.“
Steindór Steindórsson hefur fært
rit Ivars Orglands í verðugan íslen-
skan búning, málið er í senn kjarn-
mikið og eðlilegt. Um smekksatriði
má alltaf deila, til dæmis þegar
segir (á bls. 125) að Stefán hafi
snemma „tileinkað _sér fasta og
trausta málkennd". Ég hélt að slíkt
væri ekki hægt að tileinka sér held-
ur öðlast.
Onnur útgáfa Horf-
inna starfshátta
ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gefið
út bókina Horfnir starfshættir
og leiftur frá liðnum öldum, aðra
útgáfu.
I kynningu útgefanda segir:
„Bókin Horfnir starfshættir eftir
Guðmund Þorsteinsson frá Lundi
kom út 1975. Dr. Kristján Eldjárn,
forseti íslands, ritaði formála bók-
arinnar. Þar sagði hann m.a.: Það
er alveg víst að hver sá glöggur
fróðleiksmaður sem dregur upp sína
mynd af því gamla lífsmunstri sem
eitt sinn var allsráðandi en .er nú
með öllu horfið mun óhjákvæmilega
leggja eitthvað af mörkum til þeirr-
ar heildarmyndar sem seinni menn
munu vilja setja saman af þessum
gamla íslenska heimi og aldrei
þykja nógu ítarleg ... Af þessu tagi
er þetta framlag Guðmundar Þor-
steinssonar frá Lundi, þáttasafn til
íslenskrar menningarsögu.
í fyrri útgáfu voru engar ljós-
myndir en hin nýja útgáfa er prýdd
ótrúlegum fjölda gamalla Ijósmynda
sem ívar Gissurarson þjóðfræðing-
ur og fyrrum forstöðumaður Ljós-
myndasafnsins safnaði. Auk þessa
mikla myndefnis sem birtist í þess-
ari útgáfu og stóreykur fræðslugildi
verksins eru í því vandaðar skrár
m.a. alriðisorðaskrá. Þá fylgir því
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi.
viðbætir sem Guðmundur hafði sent
útgáfunni skömmu fyrir andlát sitt.
í þeim viðbæti er m.a. merkur þátt-
ur um járnsmíðar sem mun ekki
eiga sér hliðstæðu á prenti og er
gott innlegg í íslenska iðnsögu."